Tíminn - 27.11.1918, Blaðsíða 4
236
TI MI N N
fylgt, er veikinni langojtast lokið
á 3—6 dögum,
Menn mega ekki klœðast fyr en
á öðrum degi eftir að þeir eru
orðnir hilalausir og ekki fara út
fyr en á fjórða degi.
Pegar hitinn er farinn mega
menn fara að nœrast á öðru en
vatninu. En fyrstu dagana verð-
ur það að vera mjög léitmeltan-
leg fœða. Fyrstu dagana, mega
menn ekki bragða te, kaffi né
hafrag rautog kjöt, saltfisk og slátur
ekki fyr en að fullri viku liðinni.
Fari menn nákvœmlega eftir
þessum reglum, verður mjög lítið
um lungnabolgu. Lungnabólgu-
sjúklingum á að þvo, allan
líkamann, úr vel heitu vatni
einu sinni á sólarhring, sivejja þá
síðan í ullarteppum og hlú vel
að þeim. Golt er að láta vatns-
gufu vera í herberginu við og við
og hafa vel heitt.
Hafi menn þessa aðjerð eiga
menn engin meðul að nota,
hvorki hitaskamta né annað, þótt
menn eigi heima, en fylgja rcgl-
unum alveg nákvœmlega.
End u rm i n n i ngar
Tryggva Gunnarssonar.
Þegar eg sagði Jóni Sigurðssyni
hvað eg hefði aðhafst, þótti hon-
um vænt urn hvernig komið var
og fól mér nú alveg að haga mér
eins og mér þætti ráðlegast. Hann
var lagstur veikur þegar hér var
koinið.
Eg kom að jafnaði til hans
annanhvorn dag í legunni. Hann
lá í litlu herbergi út úr dagstof-
unni. Sat eg i herbergisdyrunum
þegar við töluðum saman á heim-
sóknardögum mínum. Kona hans
var í legubekk í stofunni og heyrði
hún alt sem okkar fór á milli.
Þegar eg sá að veikin ágerðist
sagði eg við hann, að það myndi
meiningin, að það gengi til íslands,
en eigi til erfingja, sem hann léti
eftir sig. Kvað hann það alveg
rétt. En svo þótti mér vænt urn
hann, að eg gat ekki fengið af
mér að ympra á því við hann að
gera erfðaskrá.
Eina nótt voru mér gerð boð
um að sóttin hefði elnað. Brá eg
þá við og skundaði til að vita um
hann, en þegar eg kom var liann
andaður.
Honum var fengið leg i Holm-
ens Kirke. Veður var kall um dag-
inn og ofkældist konan hans við
jarðarförina og lagðist strax veik.
Eg kom til hennar þar eð hún
hafði kosið mig meðráðamann sinn.
Það var tak og lungnabólga sem
hana hafði gripið og var eg hrædd-
ur um að hún myndi brátt deyja.
Eg hafði áður talað við hana
um það sem okkur Jóni hafði
farið -á milli um ráðstöfun á eig-
unum. Kannaðist hún við það.
»En nú er svo komið«, sagði eg
»að þetta getur ekki orðið nema
þér bætið úr þvk. »Hvernig get
eg það?« spurði hún. »Með því að
semja erfðaskrá«, svaraði eg.
Hún var nú orðinn svo þungt
haldinn að eg var hræddur um
að liún mvndi deyja þá og þegar.
Eg bað því vinnukonu hennar
að hlaupa til þeirra Magnúsar
Eiríkssoar og Sigarðar L. Jónas-
sonar og biðja þá að koma sem
allra fyrst.
Á meðan settist eg við púlt
Jóns Siguðssonar og gerði upp-
kast að erfðaskrá. Var eg að Ijúka
við það þegar þeir kornu: Magnús
Eiríksson og síra Eiríkur Briem
sem var staddur hjá Magnúsi þeg-
ar boðin komu og hafði Magnús
tekið hann með sér, til þess að
flýta sem mest fyrir.
Vildi þá svo vel til, að þá bráði
af frú Ingibjörgu í það rnund sem
þeir komu, og hafði liún fult ráð.
Eg las nú upp erfðaskrána i við-
urvist Magnúsar og séra Eiríks,
þar sem tekið er fram að hún gefi
íslandi, i nafui manns síns, Jóns
Sigurðssonar, eigur þær sem eftir
sig kynnu að verða. Hún greip þá
fram í og mælti: »Þér nefnið hann
einan, en ekki mig líka.« Eg sagði:
»Eg get breytt þessu.« Þá sagði
hún: »IIafið það eins og þér viljið.«
Nú var svo að draga af henni,
að eg þorði ekki að tefja tímann
með því að breyta nokkru. Hand-
salaði hún þá séra Eiríki Briem
nafn sitt og setti hann það undir
skjalið óbreytt.
Þannig myndaðist sjóður Jóns
Sigurðssonar.
Eg tel mig aldrei hafa verið jafn
heppinn, eins og þegar eg gat
komið því i kring, að bækur Jóns
Sigurðssonar og handrit voru keypt
handa landinu, að hann dó skuld-
laus og að sjóðurinn var stofnaður.
Konu Jóns var fengið leg í
Holmens Kirke við hliðina á
honum.
Eg skrifaði landshöfðingja Hilm-
ari Finsen, hvort hann gæti ekki
komið því svo fyrir, að líkin yrðu
flull heim, því það hefði verið
heitasta ósk þeirra lijóna að hvíla
í íslenzkri rnold. Landshöfðingi tók
vel í þetta og minnast þess margir
hve prýðilega alt fór fram hér
heima og fjölyrði eg ekki um það.
Af því sem eg hefi aðhafst um
dagana er tvent sem mér þykir
vænst um. Annað eru afskifti þau
af högum Jóns Sigurðssonar sem
eg nú hefi sagt frá. Hitt er það
sem eg hefi skrifað og unnið fyrir
dýrin.
Landpóstarnir,
Má gera ráð fyrir meiri erfiðleik
um en venjulega um að halda uppi
póstferðum, vegna heyskorts. Eðli-
legt að bændur færist undan að
skera niður bústofninn til þess að
fóðra pósthestana. Veit sá einn
sem reynir hve mikið þarf að bera
á stall fyrir soltna og sveitta lang-
ferðahesta.
Póstmeistari hefir beint því til
blaðanna hér í bænum, að nota
strandferðaskipin svo mikið sem
unt er til þess að létta á landpóst-
unum. Er sjálfgefið að verða við
þeirri málaleitan, enda er þá geng-
ið út frá því að póstmeistari sjái
um« að útsendingin sé ábyggileg
frá viðkomustöðum strandferða-
skipsins. En flestum blöðunum
munu hafa borist kvartanir um
að töluvert hefir brostið á um
það og ekki ósjaldan.
Hinu verður að mótmæla og
það allhvast, verði að þvi ráði
horfið að láta landpóstana hætta
alveg að flytja blöð í vetur. Því
að það væri forsjárleysi einu um
að kenna þyrfti til þess ráðs að
hverfa.
Væri póststjórninni í lófa lagið
að útvega sííd og mjöl og láta
flytja á helztu gistingastaði pósta,
og hafa skifti á kraftfóðri og hevi
að nokkru.
Það væri óþolandi ástand bæði
fyrir blöðin og eins fyrir allan al-
menning til sveita, væri hætt að
flytja blöðin. Það væri sá skræl-
ingja og ódugnaðar-stimpill á ís-
lenzku þjóðinni sem aldrei jrrði
afmáður.
Eitthvað hefir þegar borist í tal
um að flytja kraftfóður á gistinga-
staði pósta. Það er skylda póst-
stjórnarinnar að fá fulla vissu um
það þegar í haust hvort og bve
mikið muni þurfa á hvern stað,
til þess að geta »sett vel á« o: þurfa
ekki að kippa að sér hendinni um
flutningana þegar líður á vetur.
Það skal ekki látinn í ljós neinn
efi um að póststjórnin geri það.
Frétt er nú um atkvæðagreiðsl-
una um sambandslögin úr öllum
sýslum nema nokkrum hluta Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Eru þessar frétt-
ir komnar síðan síðasta blað kom
út:
Eyjafjarðarsýsla 522 34
Snæfellsnessýsla 618 20
Suður-Þingeyjarsýsla ... 504 57
Norður-Þingeyjarsýsla.. 175 26
Norður-ísafjarðarsýsla.. 316 103
Vestur-Skaftafellssýsla .. 98
Barðastrandarsýsla. ... 337 31
Norður-Múlasýsla 383 2
Er þá komin fregn um full 13
þúsund atkvæði bg verða hátt á
14. þúsund. Mótatkvæði losa lík-
lega þúsundið.
Vitanlega er þetta langt frá því
að vera góð hluttaka. En þolan-
leg er hún, samanborið við þált-
tökuna í landskosningunum, því
að þá voru ekki greidd nema um
6 þús. atkvæði.
Er þá endi bundinn á málið af
okkar hálfu, íslendinga, í bili. —
Hefir það alt farið vel fram að
einu atriði undanteknu. Hefir um
það verið lítið rætt. En það er
það, að ákveðið var að greiða
samningamönnunum íslenzku 1000
kr. hverjuin fyrir þá vinnu sem
þeir lögðu á sig.
er í húsi Natan & Olsen Rejrkjavík,
herbergi 21, Sími 27 A.
Annast hún sjó- og striðsvá-
tryggingar (aðalumboð á íslandi
fyrir Dansk Merkur. Grön&Witzke)
eldsvoðatrygging á húsum, bús-
hlutum, vörum, fénaði og skipum
(umboð fyrir brunabótafélagið
National), enn fremur líftryggingar.
Símið eða skrifið Vátryggingar-
skrifstofunni í hvert sinn er þér
þurfið að tryggja.
Virðingarfylst.
Guðbrandur Magnússon.
Sér enginn eftir því fé og menn-
irnir hafa mikið á sig lagt. En
þeir voru þingmenn og þetta var
því skyldustarf þeirra. Það var sér-
stakt trúnaðar og heiðursstarf, sem
sízt átti að meta til fjár.
Sök eiga þeir, samningamenn,
ekki aðra en þá að taka á móti
þessu fé. Landsstjórn og tillögu-
manni er mest um að kenna að
þetta var gert.
Skal látið sitja við að finna að
þessu opinberlega. En ekki verður
þetta atvik til þess að draga úr
hinni alt of almennu skoðun —
sem þvf miður hefir við helzt til
mikið að styðjast — að sjaldan
fari saman óeigingirni og störf við
opinber mál.
Út um land.
Sóttin geisar nú ákaflega í þeim
héruðunum, sem hún hefur þegar
náð fótfestu í. í ísafjarðarsýslu
hefur hún breiðst mjög út. Er hún
illvígari út um sveitirnar, heldur
en hún var í ísafjarðarkaupstað.
Hún er að eins á nokkrum bæjum
í Húnavatnssýslu. Má þar alstaðar
rekja upptök hennar til póstsins.
Frá Vestmannaeyjum hefur ekk-
ert frézt í marga daga. í gærdag
var »Fálkinn« sendur þangað til
þess að vita um ástandið og veita
hjálp. Fóru með honum símaþjón-
ar til þess að annast símann, svo
að unt væri að fá þaðan fregnir.
Skólarnir.
Kennaraskólinn tekur til starfa í
dag. Sömuleiðis kvepnaskólinn
Nokkrar stúlkur þaðan munu vera
við hjúkrunarstörf í barnaskólan-
um. Þykir þar all-ilt að missa þær,
því að þær eru nú orðnar vanar
störfunum.
Lansn frsí prestsskap hefir fengið
síra Jens Hjaltalín á Setbergi. Er
hann elztur þjónandi presta.
Ritstjóri:
Xryggvi Þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Gutenberg.