Tíminn - 14.12.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1918, Blaðsíða 3
TIMINN 247 haustinu er lokið sé fyrir 20. október. 2. Vetrarskoðun er fram fari á tímabilinu frá 20. febr. til 10 marz. 3. Vorskoðun á búpeningi og heyleifum er fram fari áður en fé er slept af húsi, eftir því sem stjórn félags- ins ákveður í hvert skifti. Aukaskoðanir og aðrar ráðstaf- anir til fóðurtryggingar getur stjórnin látið framfara ef brýn nauðsyn ber til. 5. Er forðamat hefir fram farið hjá hverjum einstökum félags- manni telur hann til, livern bú- pening hann ætli til ásetnings, og sé þá reiknað út samkv. 3. lið hvort forðinn meigi nægur teljast. Sé hann það ekki gerir viðkomandi annað hvort að farga af búpening sínum, þar til nægur forði fæst, eða pantar í samráði við forða- gæslumenn aukafóður eins og til vantar. Þó má enginn setja á minni hey en 4/s—77 af Þeim fóðurbirgðum er hann á til. Fari svo að fyrirsjáanlega geti um engin fóðurbætiskaup orð- ið að ræða, vegna atvinnu — verzlunarhafta eða af öðrum ástæðum, verða heyin ein að leggjast til grundvallar fyrir ásetningnum. 6. Störf forðagæslumanna eru að- allega þessi: a. Þeir meta fóðurbirgðir fé- lagsmanna og úrskurða lág- mark ásetnings að haustinu. Safna þeir þá jafnframt aukafóðurpöntunum félags- manna og afhenda þá skýrslu stjórninni að skoðuninni lokinni. b. Þeir meta í miðsvetrarskoð- un á sama hátt fóðurforða félagsmanna. Teljist þá ekki nægar heybirgðir fyrir hendi skulu þeir áminna hlutað- eigandi um að nota auka- þessum óvenjulega úrræðamikla og stórhuga unga manni, sem náttúr- an sýndist ótvírætt hafa skapað til að vera foringja. Þeir gættu þess ekki að hann skorti af eðlilegum ástæðum þekkingu og reynslu til þessa verks. Og eins og við mátti búast, báru að höndum ýms ó- höpp, sem vafalaust hefði mátt bæta úr, ef eldri og reyndari menn félagsins hefðu lagt á sig meiri vinnu í þágu heiidarinnar. Eftir nokkra stund liðaðist félagið í sundur. Gesti var oft mjög hall- mælt fyrir sína frammistöðu, eins og titt er um þá sem missa sigms- ins. En góðan vitnisburð bar það honum, að þeir menn, sem helzt hlulu óþægindi við upplausn verzl- unarfélagsins, voru fullkomnir vin- ir hans til dauðadags. Þeir skildu að æska hans, en afskiftaleysi þeirra olli því, að miður tókst, en til var ællast. Um þessar mundir tók Gestur við búi af föður sínum og giftist ágætri konu, Margréti Gísladóttur frá Ásum. Áttu þau sex börn, sem öll eru enn í bernsku. Efni vorh ........... Alúðarþökk til allra, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur samúð og hluttekning. við andlát og útför Arndísar sysfur okkar. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson frá Rauðkollsstöðum. fóður sitt í tíma. Eða ef um fóðurskort er að ræða, þá að tilkynna það stjórn íélagsins svo hún geti gert nauðsynlegar ráðstafanir samkvæmt lið 9 og 14. c. Þeir skulu i vorskoðunum sérstaklega athuga væntan- legar heyfyrningar, heildar- útlit og meðferð búpenings og gefa einkunnir fyrir. Að öðru leyti er þeim skylt á ferðum sínum, að líta eftir meðferð búpeningsins og áminna um umbætur, ef þeim þykir ábóta vant. Þeir skulu einnig vera til aðstoð- ar stjórn féiagsins til þess að framkvæma sérstakar fóð- urbirgðaráðstafanir ef til fóðurskorts kemur. d. Skylt er forðagæslumönnum að halda lögboðnar skýrslur um störf sín og aðrar þær skýrslur er stjórnin ákveður. Skulu þær afhendast sljórn- inni innan 14 daga eftir hverja skoðun. Einkanirforðagæsiumanna fyrir meðferð á búpeningi og umgengni skulu upplesnar á aðalfundi félagsins hvert ár. 7. Félagsmönnum er skylt að hlýða fyrirmælum forðagæslu- manna um ásetning og annað, er störfum þeirra tilheyrir. Brot gegn samþyktuin félagsins varðar missi félagsréttinda. 8. Skylt er stjórn félagsins að fara sem unt er eftir óskum félags- manna og tillögum forðagæslu- manna um fóðurtegundir handa hverjum einstökum. Þó er fé- lagsmönnum skylt að hlýta þeim fóðurtegundum er stjórn- inni tekst að útvega, þó aðrar séu en pantanir tilgreina. 9. Enginn félagsmaður hefir leyfi til þess að farga fóðurefnum nema með Ieyfi stjórnar og forðagæslumanna, og hafa þeir því að eins rétt til að veita slíkt leyfi, að nægar fóður- byrgðir teljist í félaginu sem heild til maíloka. En komist einhverjir félagsmanna í fóður- þröng eiga þeir rétt á, að þeir sem aflögufærir eru hjálpi þeim gegn fullu gjaldi í sömu fóður- tegundum, eða fyrir verð eftir mati félagsstjórnar, ef þess er krafist. Þó er enginn skyldur til þess að láta fóður af hendi sem ekki álízt hafa byrgðir til mailoka. 10. Gjalddagi á fóðurefnum þeim sem stjórnin útvegar samkvæmt pöntunum félagsmann skal vera júlímáriaðarlok ár hvert. Þó þarf enginn frekar en hann óskar að greiða meira en and- virði þess, sem hann hefir eitt að sínum fóðurhluta, en ó- eyddúr vöruforði skilist félag- inu aftur, og greiðist þá auk vaxtanna fyrningagjald það er stjórnin ákveður. Þó skal við- komandi skyldur að panta aft- ur heimflutta vöru, nema hann afhendi hana stjórninni eða þeim sem hún tilvísar óskemda af illri meðferð eða geymsiu. Fyrnta vöru, hvort heldur er heimflutt eða geymd á höfn, fá pantendur með afslætti er fyrn- ingargjaldinu nemur. Með hækkandi verðlagi hefir hver pantandi forgangsrétt til sinna leifa með fyrra árs verði fyrningargjaldi, en með lækk- andi verðlagi jafnast verðið á alla vöruna, en fyrnt vara er þó ávalt fyrningargjaldi eða gjöldum lægri en nýkeypt. 11. Hver félagsmaður ábyrgist einn fyrir alla og allir fyrir einn þær lántökur er af félagsskapn- um leiða, og skal sú skuld- binding bindandi án undir- skriftar hvers einstaks félags- manus. Skuldir útávið mega þó aldrei fara fram úr verð- hæð fyrndrar vöru og innkeyptr- ar á árinu samanlagri án sér- stakrar samþyktar félagsmanna, enda sé hver einstakur félags- maður skyldur að lúka skuld sinni að fullu í gjalddaga. 12. Fóðurbirgðakaupin bera sinn kostnað, en annar kostnaður er af félagsskapnum leiðir, legst á félagsmenn í hlutfalli við bú- pening á fóðrum. 13. Úrsögn úr félaginu sé skrifleg og bundin við gjalddaga, enda sé þá viðkomandi skuldlaus. 14. Stjórn félagsins sé skipuð 3 mönnum og sé einn þeirra for- maður. Hún annast um útveg- un allra pantaðra fóðurefna, geymslu á þeim eftir þörfum og aðrar ráðstafanir til fóður- ttryggingar fyrir félagið í heild sinni, eða ásamt forðagæzlu- mönnum einstaka félaga, éf fóðurskort ber að höndum. Hún annast um lántökur til fóðurbirgðakaupa og undir- slcrifar fyrir félagsins hönd lánsskjöl, er þar að lúta. Er lífil en maðurinn stórhuga. Húsaði hann jörð sína ágætlega, og eyddi stórfé árlega í jarðarbætur. Bjó stórt, hafði margt manna í heimili og rausn i hvivetna. Brátt tók hann að gefa sig við kaupsýslu, einkum með fasteignir og var venjulega heppinn. Óvinir hans og öfundar- menn lögðu honum mjög tii lasts »brask« hans, er þeir nefndu svo. En þar voru margar málsbætur og fleiri en almenningur hugði. Helzta yfirsjón Gests var það, að hann var skrapskygnari en keppinautarn- ir. Hann sá ótal vegi og úrræði, sem þeir sáu ekki. Hann sá fram- tíðarmöguleika sem siðar komu í ljós, en voru huldir leiknautunum. Eilt sinn keypti hann gamalt en niðurnítt höfuðból í sveit fyrir lið- ug 3000 kr. — á uppboði. Enginn annar sá, að þar var gull í jörðu. Nú iná fá tífait meira fyrir þessa jörð, eins og hún var þá. Frægð og óvinsældir Gests er þó einna mest tengdar við fossasölu. Á fyrstu ár- um 20 aldarinnar létu innlendir og útlendir kauph'éðnar greipar sópa um íslenzkt vatnsafl. Þeir notuðu sér þekkingarléysi almenn- ings og leigðu og keyptu fossana fyrir frábærilega lítið verð. Þeir notuðu sér yfirleitt miskunnarlaust þroskaleysi eigendanna. Gestur sá hvað hér var á seyði. Hann gerðist í verki hinn fyrsti varnarmaður íslenzkra bænda í fossamálinu. Hann kendi sunnlenzkum bændum að vera dýrseldir á fossaauðinn. Ekkert hefði verið honum auðveld- ara en að ná eignarhaldi á miklu vatnsafli fyrir litið verð og gera sér að féþúfu. Það gerði hann ekki. Gróði hans af fossunum voru ó- makslaun, sem kaupandi varð að greiða honum. En frumverðið rann til fosseiganda, þar sem sala gerð- ist. Og engir fossaeigendur hafa fengið jafn vel borgað vatnsafl sitt bér á landi, eins og þeir sem Gest- ur seldi fyrir. En svo undarlegur er almannadómurinn, að honum var talin fossaverzlunin til mannlýta, en hinum sem féflett hafa skifti- nauta sína borinn betur sagan. Eftir noklcur ár var Gestur orð- inn tiltölulega efnaður maður að því er virtist. Heimili hans bar vott um smekk hans og víðsýni. Óvíða í sveit eru til mörg málverk eftir Ásgrím, nema á Hæli. Á sumr- um sótti hann heim fjöldi gesta. Dvöldu þar langdvölum Qölmargir merkismenn innlendir og útlendir. Engum manni var beini seldur. Langferðamenn voru gerðir að heiman, eins og væru þeir að fara úr foreldrahúsum. Þó var þessi ytri rausn eins og skuggi bjá þeirri andlegu hressingu, sem var í því fólgin að sjá og heyra húsbónd- ann sjálfan. Gestur bjó stórt. En -menn sem þóttust vera kunnugir töldu að hann tapaði á búskapnum. Hann var löngum á ferðalögum, eða dvaldi í Reykjavík í kaupsýsluer- indum og mun það hafa valdið miklu um. En hann elskaði óðal sitt takmarkalaust. Og til að fegra það og bæta vildi hann verja al- eigu sinni. Næst heimilinu kom sveitin. Hún á nú tvo sjóði, eitt- hvað 40—50 þúsuud krónur (fyrir selda fossa) sem eiga að eíla and- legar og eínalegar framfarir í Hreppunum. Sjóðir þessir eru að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.