Tíminn - 25.01.1919, Page 4

Tíminn - 25.01.1919, Page 4
24 TÍMINN 2. Til utanríkismálanna kr. 12 þús. á ári. 3. Til skrifstofuhalds í Kaup- mannahöfn kr. 12 þús. á ári eða alls til þessara mála kr. 74 þús. á ári. Nefnd hefir stjórnarráðið skipað, samkvæmt þingsályktun síðasta reglulegs þings til þess að »leita samninga við íslandsbanka um að hann láti af hendi seðlaútgáfurétt sinn allan, gegn ákveðnu gjaldi, eða, ef það næst eigi, þá að hann láti af hendi, með ákveðnum skil- yrðum, rétt sinn til að hindra seðlaútgáfu fram yfir 21/* miljón, auk seðla Landsbankans«. í nefndinni eru: Magnús Guð- mundsson skrifstofustjóri, f’orsteinn Þorsteinsson hagstofusljóri og Pét- ur Ólafsson konsúll. Nefndin á að hafa lokið störfum sínum fyrir lok marzmánaðar. Embætti, Ólafur Lárusson, að- stoðarmaður borgarstjóra hefir ver- ið skipaður prófessor við laga- deild háskólans í sæti Jóns heitins Kristjánssoar. — Auglýst eru laus lögreglustjóraernbættið á Siglufirði og Helgafellsprestakall. Fisksalan. Englendingar afsöl- uðu sér kauprétti á nokkrum hluta fisksins frá liðnu árí, tóku ein- ungis það sem seljast átti með lægra verðinu. Útílutningsnefnd hefir nú selt allan fullverkaðan fisk sem af gekk á 272 kr. skip- pundið. Hækkar meðalverð fiskj- arins mikið við það. Rúmeníu, Ukraynemenn og Pól- verjar berjast um yfirráðin í Galí- sfu, ítalir hafa lagt undir sig Tyról, Istríu og Dalmatíu og loks hafa lönd Suður-SIava, Slavónía, Króa- tía, Bosnía og Hersegovnia sam- einast Serbíu. Þessi skifting hins gamla stórveldis er eins dærni í veraldarsöguuni. Panpig leið veldi Habsborgar- ættarinnar undir lok. Hún hafði ríkjum ráðið í hálfa sjöunda öld. Það er langur tími, en þó að eins örfá augnablik í sögu mannkyns- ins. Alt starf þessarar ættar var storfengleg tilraun til að mynda eitt voldugt ríki, úr mörgum og ólikum þjóðflokkum, riki, þar sem enginn þjóðflokkurinn bæri veru- lega af hinum. Þetta er eina stóra tilraunin, sem gerð hefir verið í þessa átt (að Tyrklandi undan- skildu, sem þó er bygt á trúar- grundvelli) og hún mistókst al- gerlega. Sameiginlegt þjóðerni er fyrsta og nauðsynlegasta skilyrði til þess að varanlegt ríki geti myndast. — Óteljandi dæmi — nú síðast og áþreifanlegast Austurríki — sýna og sanna, að án þess grundvallar- skilyrðis kemur öll stjórnkænska mannanna að litlum notum. H. Hallgrímsson. Verzlunarskóli Islands. Inntökupróf til neðri deildar skólans verður haldið 28. og 29. apríl næstkomandi. Inntökuskilyrðin eru: 1. Að þekkja orðílokkana og reglulegar beigingar í íslenzku (sam- kvæmt Litlu móðurmálsbók Jóns Ólafssonar). 2. Að hafa lesið í dönsku einhverja lestrarbókina: Jóns Þórarinsson- ar, eða Þorleifs og Bjarna, eða Steingríms, eða Jóns Ófeigssonar. 3. Að hafa lesið rækilega 50 fyrslu kaflana í' Geirsbók eða sem því svarar í öðru. í öllum málum er heimtað að nemandi þekki orðflokka, beyg- ingar og kennimyndir (og kyn). 4. Að kunna 4 höfuðgreinar (samlagning, frádrátt, margföldun og deiling) í heilum tölum og brotum. 5. Gott siðferði. 6. 16 ára aldur (minst). í hvoruga deild fær neinn inntöku, sem hefir næman sjúkdóm. Allar umsóknir urn upptöku eiga að vera skriflegar og sendast formanni skólanefndarinnar (hr. Sighvati Bjarnasyni bankastjóra) eða skólastjóra. Reykjavík, 23. janúar 1919. Jón Sivertsen. Skólablaðið. Helgi Hjörvar kennari hefir keypt Vörð og Skólablaðið og ætlar að fara að gefa út Skólablaðið. Barnaskólinn. Gert ráð fyrir að húið verði að sótthreinsa og mála músið i lok næsta mánaðar, svo kensla geti byrjað aftur. Smjörlíki8verksniiðjan, sem þeir Gísli Guðmundsson og Jón heit- inn Kristjánsson prófessor .voru forgöngumenn að, er nú tekin til starfa og hefir fengið húsrúm og véla-afnot hjá Sláturfélagi Suður- lands. Verður hennar nánar getið síðar. Samverjinn, matgjafastofnunin sem starfað hefir undanfarna vet- ur hefir nú enn tekið til starfa fyrir nokkru. Farmgj ölclin. Tíminn vakti athygli á því i fyrra, þegar kaupmenn sátu að öllu rúmi í Eimskipafélagsskipun- um, sem tóku miklu lægri farm- gjöld en landsverzlunarskipin, að ekki kæmi það fram í því að vöru- verð kaupmanna væri lægra en Iandsverzlunarinnar. Spurt var: Hvar er gróðinn. — Svarið er nú: Hann er meðal annars sá þriggja miljón króna skattur sem kaup- menn i Reykjavík hafa lagt á land- ið, á einu ári, samkvæmt tekju- skránni. Vísir gefur það nú hiklaust í skyn, í sambandi við hina nýju farmgjaldslækkan, að Tíminn hafi staðið gegn hag almennings og hafi ekki viljað láta lækka farm- gjöldin. Er ekki við öðru en rang- færslum að búast úr þeirri átt — en Tíminn stendur við það að hann kærir sig ekki um þá lækk- un á tarmgjöldum sem lendir öll í vasa kaupmanna, heldur vill hann að félagið græði. En nú horf- ir öðru vísi en áður, «þvi að kaup- menn eru ekki lengur einráðir um þau skip. En fróðlegt er að geta þess sem Lögrétta segir um málið. Þar segir svo um Eimskipafélagið: »Félagið ætlast til þess, að kaup- menn láti þessa farmgjaldslækkun koma fram í lækkuðu vöruverði, svo að hún verði á þann hátt al- menningi að notum«. Mundi það vera að þarfleysu að Eimskipafélaginu hefir þótt ástæða til að taka slíkt fram, sem virðist vera svo sjálfsagt ? Hækkamli verð. Margt hefir stigið gifurlega i verði undanfarið, en fátt mun hafa stig- ið jafnört i verði og kjötið — í Vísisdálkum. Hinn 25. nóv. stend- lur svo í blaðinu: »Nú er fengin vissa fyrir því að hægt hefði ver- ið að fá 250 kr. fyrir 1. fl. kjöt«. En hinn 19. jan. »hefir Vísir feng- ið ábyggilega vitneskju um, að hægt hefði verið að fá alt að 330 kr. fyrir tunnuna«. — Er það nú talið víst að verðið muni fara hækk- andi úr þessu, enda mun Visi ekki skorta góðan vilja til þess að koma því sem hæst — í dálkun- um. Mun verða skýrt frá næstu verðhækkun óðar og hún verður auglýst. Má gera ráð fyrir að Vísi muni ekki skorta tilboð um það leyti sem hann hefir komið verð- inu upp í 1000 kr. fyrir tunnuna. Og Vísi er það einkar hægt, því að hann þarf ekki nema nokkur pennastrik til þess að hækka og lækka vöruverð. Bækur og ritföixg- kaupa menn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Dagur vinstrimannablað á Akur- eyri, hefir stœkkað um helming og kemur nú út vikulega. Fœst á Laugaveg 18 b. Neðannefndar nótur fást 1 Hljóð- færahúsi Reykjavilcur, og eru sendar gegn póstkröfu um land alt. (Við burðargj. bætist póstkröfugj. 0,30 á hverja sendingu). Fylgi borgun pönt- un er burðargjald ókeypis. Folkets Sangbog, 710 sönglög með teksta verð 3,25. Gluntarne eftir G._Wennerberg, ölt lögin (30) útsett fyrir baryton og bassa, með texta (1 visu) og undirspili. Verð 2,50, Burðarg. 0,70. Texti sér (öll kvæðin) 2,50 bgj. 0,70. Fredmans Sánger og Fredmans Epistler eftir Belimann nótur og kvæði, livort heftiö 2,50 bgj. 0,18 og 0.30. Violinspillerens Underholdningsl)Og 600 úrvalslög fyrir fiðlu verð 3,00 bgj. (með skipi) 0,40. Blandet Kor (Sopran, alt, tenor og bassi) 2 bindi, 50 úrvaislög i liverju. Bindið 3,50 bgj. 0,42. Rubinsteins Duetter, með dönskum og þýzkum texta verð 2,25 bgj. 0,24. Mcndelsolins Puetter)2,00 bgj. 0,30. Alnaes Harmonium Album þrjújjbindi 50 lög í hverju, bindið 3,25 bgj. 0,30. Harmoniumspillerens Underholdningsbog (Birkedal-Barfod) 3 bindi, 60 lög i hverju verð 3,25 bgj. 0,36. Norges Melodier 3 bindi, 122 iög með' texta i hverju, 3,75 bgj. 0,60 Danmarks Melodier 3 bindi, 300 dönsk lög með texta i livcrju, bindið, 4,25 bgj. 0,96 (með skipi 0,40). Hvert bindi af þcssuin nótnabókuin selt út af fyrir sig. Skrifið strax til: Hljóðfærahtts Reykja- vlkur, Roykjavík, Landsbókasafnið. Snemma í haust var auglýst að- stoðarmannsstaðan við landsbóka- safnið og umsóknarfrestur liðinn í septemberlok. Safninu er hin mesta þörf á því að bæta þeim manni við og stjórn safnsins búin að mæla eindregið með einum um- sækjanda, enginn vafi á því held- ur að hann á að fá það. En það er ekki búið að veita þetta enn. Maðurinn er dreginn á þessu von úr viti. Þær eru kaldar viðtökurn- ar sem þeir fá oft íslenzku menta- mennirnir þegar þeir koma heim, hafa lokið námi með bezta sóma og vilja fara að neyta kraftánna. Það væri ekki undarlegt þótt enn fleiri en gera, sneru baki við fóst- urjörðinni og tækju við þeim miklu betri stöðum sem , þeim bjóðast annarsstaðar. Við megum víst við þvi að missa þá. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Preatsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.