Tíminn - 12.02.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.02.1919, Blaðsíða 3
T í M I N N 39 Við Jóhannes skírara, þótt svo margt bæri á milli. Við eigum allir og öll að taka höndum saman og vinna saman í hinni kristilegu og þess tyegna rúm- góðu þjóðkirkju, allir og«öll, sem viljum gera rétt, ástunda kærleika og framganga í lítillæti fyrir guði, allir og öll, sem tilbiðja viljum föð- urinn í anda og sannleika — þótt aðferðimar séu ólíkar, þótt trúar- greinarnar séu ekki hinar sömu, ef einungis hjartað, andinn, markið er hið sama. Af því að Jesús Kristur gerði það, eigum við að gera það. Af þvi að uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir, mega þeir sem' verkamenn vilja vera, ekki fara i hár saman um auka-atriðin, ekki spilla vinnunni hvorir fyrir öðrum, alandi á tortrygni með dægurþrasi um trúfræðilegar útlistanir, sem er ekkert annað en dulklædd helgi- valdsstefnan gamla. Fari aðrir aðrar leiðir. Þeir sem kristnir vilja heita eiga að fylgja Kristi einum. Hann einan eiga þeir að velja sér sem fullkomna fyrir- mjmd, eftir því sem þeir hafa vit og getu til. Dómsúrskurði hans og einkis anuars eiga þeir að hlýia um það, hvað sé sannur kristindóm- ur, hvað sé kristin kirkja, hvað sé kristileg sambúð við náungann. Hann hefir talað það. Það er úrslitaorðið í þessú sem öðru fyrir kristna menn. Grátlega oft og mikillega hafa lærisveinar hans misskilið hann, ekki litið nógu hátt. Ekki sízt í þessu efni. Sporin hræða, hin voðalega saga trúarofsóknanna og deilanna. Forði guð okkur frá því að drýgja áfram syndir feðranna. Ferðalangur er á ferð um ís- lenskan heiðarveg að vetrarlagi. Hann er einn á ferð. Dagurinn er stuttur. Leiðin er löng. Vegurinn er seinfarinn. Fátt veitir auga yndi, því að dimt er í lofti og myrkur stígnr á grund. Ferðalangnum verður leiðin löng og einmanaleg. Ekkert lifandi verður hann var við — og þó finst honum hann ekki vera%lveg einn á ferð. Við hlið sér hefir hann þögla en örugga förunauta. Þeir boða honum líf. Þeir eru honum trygging þess að hann er á réttri leið, að hann nái fyr eða síðar til bygða og fái hvíld og hressing, ef hann fylgir þeim. Hinir öruggu förunautar ferða- langsins eru vörðurnar. Og þær eru svo dýrmætar á islenskum vetrarferðum, að þ^ð tyrsta sem ferðalangurinn spyr um, ætli hann að leggja á ókunnan heiðarveg að vetrarlagi, er þetta: Er hann varð- aður? Vegurinn til guðs er varðaður. Hinir bestu menn og konur hafa varðað veginn til guðs með lífi sínu. Úr hverju landi, borg, dal og hreysi liggur varðaður vegur til guðs, til leiðbeiningar hverjum ein- asta jarðarbúa, um að finna veg- inn til þess staðar, sem þeir eiga allir og munu allir ná til, fyr eða síðar. Ein gnæfir himinhátt yfir allar og til hennar stefna allar hinar vörðurnar, eftir meir og minna beinum vegi. — Ferðaíangur er á ferð um heiðarveg. Dagurinn er stuttur’. Leiðin er löng. Vegurinn er tor- sóttur. Myrkur stígur á grund. Ferðalangurinn fylgir vörðjmum. Honum er borgið. Hann á það víst að vera á réttri leið. Hann er ekki einn á ferð. Hann sér annan ferðalang ekki langt frá sér. Er hann að villast, núna und- ir myrkur? Nei. Hann fylgir líka vörðunum. En — hann gengur einungis hinumegin við vörðurnar. Honum er þá líka borgið, þó að hann sé ekki alveg~a sömu leið. Vörðurnar vísa veg til bygða hvoru rnegin sem gengið er með þeim — sé einungis gengið með þeim. Það kann að vera greiðfær- ari vegur öðru hvoru megin varð- anna, og það kann að vera fijót- farnara hérnamegin en hinumegin — en sé vörðunum fylgt, þá verð- ur komist til áfangastaðar. Öteljandi vegu fara mennirnir til guðs. En ef þeir einungis eru á leið til guðs, ef þeir einungis eru í alvöru að leita að guði, þá gerir það minna til hvoru megin þcir eru við vörðurnar. Til þess að lélta sér og öðrum gönguna, til þess að létta honum, sem þeir eru að leita að, það að laða alla á hina réttu íeið, til að fylgja vörðunum, til að stefna til liinnar himingnæfandi vörðu sem allar hinar benda til — til þess þurfa samferðamennirnir að takast í hendur og styrkja hverir aðra með ráðum og dáð og ineð samúð. Gefi guð okkur ölluin það hug- arfar umburðarlyndis og víðsýnis í hinum andlegu málum, sem frels- arinn Jesús Kristur gaf okkur fyrirdæmi um er hann hóf hjálp- ræðisstarf silt á jörðinni — að við gleymum því ekki að allir sem eru að leita að guði eru samferða- menn, þólt hvorir hafi sina aðferð — þótt þeir gangi sínu megin hvorir við vörðurnar. ]Xý ljóÖat>óli. Gestur: Undir ijúfnm lögum. Rvík. 1918. Porsteinn Gíslason. Allmörg ár eru síðan »Óðinn« og fleiri blöð tóku að birta ein- kennileg kvæði eftir mann sem nefndist Gestur. Flestir vissu að þetta var dularnafn. Kvæðin vöktu all-mikla eftirtekt og ekki síst er það vitnaðist hver Gestur þessi var. •Nú í haust gefur Geslur út kvæði sín og er það allmikil bók. En svo hverful er skáldalukkan, að eilt blaðið (ísafold) sem byrj- aði með að hæla bókinni á hvert | reipi, sá sig tilneydda, líklega af breyttum tíðaranda, að birta ann- an sem sneri öllum hinum góðu : fyrirbænum á g@gnstæða leið. Ljóð Gest eru einslök í íslensk- um bókmentum. Höf. hefir tekið | sér til fyrirmynndar þjóðkvæði og miðaldakveðskap. Ekki þannig að ! um stáelingu sé að ræða, heldur J vísvitandi og tilætluð áhrif. Úess- I vegna brýtur Gestur mjög í bága við form- og rímreglur seinni alda. Hann fer sina eigin vegi og metur meira forna þjóðarvenju og »klið« •málsins en venjulegar ljóðareglur. Að efni til eru flest kvæðin annað- hvort sögulegs efnis, eða ástar og gleðiljóð. Það að auki nokkrar þýðingar úr ýmsum málum. Gestur hefir nú þegar haft nokk- ur áhrif á sum hin yngri skáld, bæði hvað snertir efnisval og þó einkum efnismeðferð. Samt er ó- líklegt að þeirra áhrifa gæti til lengdar, þvi að ekki verður því neitað að frummyndin liggur ærið langt frá alfaravegi. Helsti ágallinn við Ijóð Gests er það, að varla er sýnilegt að hann yrki af brennandi innri þörf. Hann yrkir af því hann ætlar að yrkja. Ljóð hans eru þess vegna, þegar best lætur, undur snotur gerviblóm sem bera þess merki að höf er skarpgáfaður, málfróður, orðhagur, hljóðnæmur og söngelskur. Vits- munir og ljóðvísindi eru megin- stoðir hans í ljóðagerðinni. En hinn innri eld sem skóp Sona- torrek, Hallgrímssálmá’, Gunnar- hólma, Hvarf Odds í Miklabæ og ailan sannan skáldskap, vantar í arlegt sambland dýpstu sorgar og mesta yndisleika. Þýðing Björns keitins Bjarna- sonar er hin prýðilegasta. Senni- lega hefir enginn skáldsaga verið betur þýdd á íslenzku á síðari ár- um. Að vísu er þar ekki náð hinum »hæstu tónum«, ekki kom- ist í jafnhæð við það sem stór- skáldum getur best tekist. En þýð. var í einu góður málfræðingur og kiun mesti smekkmaður á íslenskt mál. Fór það vel, að honum vanst tími til að Ijúka af þessari þýð- ingu. Hún mun hafa verið verk- efni hans á veikindaárunum síð- ustu. Og nú þegar hann er fallinn i valinn, mnn snildarverk þetla verða varanlegur bautasteinn á leiði hans. , , Stafán frá Ilvitadal: Söngvar förnmanns- ins. — Reykjavík. Söngvar förumannsins eru ekki hávaðasamir, engin gjammandi eS?janaljóð eða málóða ættjarðar- kvæði — bara söngvar förumanns- ins um daginn og veginn. Stefnan er mjög lýrisk og eínið nær ein- göngu sótt í tilfinningahehn skálds- ins sjálfs. Víst er- sá heimur fá- tækur að tilbreytni, fremur ömur- legur og sjaldan á annan veg. — Ekki verður sagt að kvæðin beri vitni um mátíugan frumleik. En beinna áhrifa gætir og sjaldan, þó er ekki laust við að kenni útlendr- ar— dansk-norskrar stefnu í hugs- un. Sjálft nafn bókarinnar minnir á Axel Juel. En kvæðin sýna all- mikla Ijóðgáfu, þótt þau beri hins- vegar ekki vott um mikla hug- kvæmni né snjallskerpu, og höfuð styrkur þeirra er hreinn og ljúfur ljóðblær, sem hvergi bregst með öllu — þrátt fyrir alt. Flest eru ljóðin hugblæslýsingar sem nú er títt, og tekst misjatnt. Það er al- kunna, að hrein stemningaljóð eru viðkvæmari öllu viðkvæmu, enda eiga skáldklunnar hvergi fleiri fingraför né ljótari en þar. Fyrst og fremst er þar höfuðlögmál að forðast alla langdrægni. Kvæðin verða að vera stutt og stíllinn hrað- lifandi — orðin létt og hröð eins og stundarstemningin sjálf, eins konar leiftur. Hér bregst mörgum listin, enda alltítt að sjá slík kvæði draga eftir sér langan slóða af dauðu og andlausu máli — blátt áfram af því, að skáldið hefir ekki náð jafngengi við hugblæinn og dregist svo aftur úr með öll orðin. Hér er ílaskað á þessu með ýmsu móti. Stundum er það að eins ein vísa sem hefir hengt sig aftan í kvæði illu heilh. .Úannig er um kvæðið Örbirgð: Æfinnar þunga örbirgð æskunnar krafta lamar. Sérlega var eg svikinn — sé ekki gleðina framar. Kaldur er vetrarklakinn kuldann og tómið eg þekki. Sérlega var eg svikinn — svartara bíður ekki. Brotsjór við eyra brestur. — Brimið nær hátt með flóði— Rökkur í hjartað rennur. Rignir í hugann blóði. — Alt er þegar þrent er, og hér er nóg komið og líka gott, ekki orði meira. En ein vísan er enn: Eg er svo þreyttur og þollaus af þreytu er gráturinn sprottinn. Gefðu mér gleðina aftur, gleymdu mér ekki, drottínn. Hart má þykja að amast við fyrirbæn (og höfundur virðist mjög írúhneigður) — en hér á engin fyrirbæn að vera, ekki neitt. Þessi vísa nægir til að gerspilla kvæð- inu, fleygur, fölsk, organdi nóta. Úetta er ilt að vísu, en þó er verra þegar fölsku nótunum er dreift svo um alt að örðugt er að greina hreinu hljóðin, þó þau séu þar, og mörg fögur. Þannig eru t. d. kvæð- in Sóldagar, Vorvegir, Gœttu þin, Fölskvaðir' eldar, Formannsóður, Segtjándi mai. Annars er margt gott um sum þessi kvæði, svo sem For- mannsóð og Segtjánda mai. Eg gat þess að óvenju hreinn ljóðblær væri höfuðstyrkur þessara kvæða. Kveðandin er líka lélt og prýðilega vönduð, lögin að vísu ekki margbreytt, en sum iíka ný. Stíllinn er oftast góður og hreinn leirburður óvíða. Pó mætti nefna nokkur dæmi sem annars eru al- vanaleg — eða samkynja skrípi —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.