Tíminn - 01.03.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.03.1919, Blaðsíða 2
54 TIMIN N Ilyamieyri — 1 rústum. — Meira er nú liðið en ár síðan ibúðarhúsið á Hvanneyri bránn, og þetta ér annar veturinn, sem heimilisfólk og skólapiltar hafa orðið að þrengja sér saman í skóla- húsinu. í fyrra vetur var eigi um annað að ræða, en una við þann kost. — Kröfurnar til rúmsins urðu að vera litlar og fólkið sannaði þá »að þröngt mega sáttir sitja«. — I vetur eru þrengslin enn til stór- mikils baga fyrir heimilið, en geng- ur auk þess yfir skólann, þar sem leggja varð niður yngri deild hans í þetta sinn. Afleiðingar brunans eru þá orðn- ar þessar nú, að auk óþæginda og leiðinda fyrir heimilið, sleppur úr heill árangur nemenda. — Að vetri getur að eins orðið yngri deild. Ekki skal hér sakast um orðinn hlut. Ymsir örðugleikar voru fyrir hendi, er ollu því, að ekki var hafist handa um byggingu þar nú i sumar er leið. — Örðugleikar, sem þögguðu þá í bili kröfur þéirra, er sárast þykir að sjá og vita Hvanneyri í rústum. En nú eru margar þær ástæður fyrir hendi, að ekki verður lengur þagað um þá kröfu, að hafinn verði undirbúningur til endurbygg- ingar á Hvanneyri nú þegar á þessu ári. Fyrsta og veiga-mesta ástæðan er sú, er þörf þjóðarinnar krefst þess. — Allir eru nú sammála um nytsemi landbúnaðarins fyrir við- hald isl. þjóðarinnar, sem slíkrar. En það er jafn-ljóst — að minsta kosti okkur bændum — að til þess að svo geti orðið, er þeim, er vinna vilja bændastöðunni, lífs-nauðsyn að afla sér mentunar, svo þeim verði fært að »venja saman vit og stritcf þann tíma, sem þeim er gef- inn til starfa i þeim víngarði. Nú er mörgum það Ijóst — og enginn mun dirfast að neita því — að Hvanneyrarskólinn hefir undanfarin ár unnið með árangri það verk, að menta bændaefni þessa lands, og víða að hefir hann verið sóttur. Og aðsóknin undan- farið hefir sýnt, að eigi hefir verið þar húsrúm um of, þvi árlega hefir orðið að vísa mörgum frá, sem sótt hafa1). — Nú tekur þó fyrst í hnjúkana er öllum verður að vísa frá. En það má ekki verða uema i þetta sinn. Ástæðum margra er svo farið, að þeir eiga eigi kost á því að sækja skóla nema á vissu ára- bili og þeir hinir sömu neyðast þá til ef til vill að sækja aðra skóla, sem síður eru í samræmi við það lífsstarf er hugur þeirra stendur til — og lenda svo máske á rangri hillu. — Þessi hlið máls- 1) Skólastjóri segir svo i nýprent- aöri skólaskýrslu: Prált fyrir dýrtíð og slæmt árferði, prátt fyrir bruna og vitanleg prengsli á skólanum, hafa sjaldan sótt fleirí um skólavist en einmitt nú. 52 ungir menn sóttu um yngri deildina. Þeim varð ölluin að neita sökum þrengsla. Nú silja peir fyrir öðrum umsœkjend- um nœsla vetur, sœki peir á nij um skólann nógu snemma. Er hugsanlegt að þetta geti gengið lengi svona? Höfum við ráð á því? Þegar einstaklingar verða fyrir elds- voða og alt fer í ösku, er það mjög sjaldan, sem þeir hafa ekki einhver úrræði. Fáir kikna og laumast burtu, flestir safna liði og byggja upp aftur stærra og veglegra en áður. Hér er það ekki einstaklingur, heldur nýja sjálfstæða þjóðin, sem lieflr orðið fyrir áfalli. Eitt timburhús hefir brunnið á einu helsta höfuðbóli hennar. Hér má að óremdu engum ætla þá skömm, að haun kikni, eða laurnist i burtu. Pvi nver þolír líka, að Ilvann- eyri liggi áfiam um óákveðinn tíma i brunarústum? ins snýr því að framtíðarstarfsemi þjóðarinnar sjálfrar. Önnur ástæða er sú hlið, er að kennurum skólans veit. — Þeir eru allir meiri athafna- og áhuga- menn en svo, að þeir sætti sig við það til lengdar, að hirða sín laun þar, án þess að hafa nóg að starfa. t*að er hverjum dugandi manni sárt, sem áhuga hefir og trú á starfi sínu, að það sé slitið sundur og ár látin fara íorgörðum. Og trúað gæti eg því, að dráttur á byggingu yrði til þess, að þeir myndu neyðast til að líta eftir öðru starfi handa sér. Þeim sem til þekkja er ljóst hvílíkt tjón það væri skólanum, og nð vandfylt myndi það skarð. — En vonandi verður þing og sljórn nógu hag- sýnt til að koma í veg fyrir þá óhamingju. — í þriðja lagi snertir mál þetta sóma þjóðarinnar. — Það væri tæp- lega hægt að hugsa sér drátt á þessu máli kinnroðalausl, af þeim sem hafa nokkurn veginn opin augu fyrir sóma landsins. Menn eiga að hafa svo opin augu fyrir því, sem snertir heiður þeirra, að ekki þyrftu t. d. heimsóknir út- lendinga til þess, að þeir fyndu til blygðunar yfir þvi, að láta þenna vísi að búnaðar-mentastofn- un liggja í rústum. Bændur geta eigi horft á hlut sinn svo fyrir borð borinn, að þessi slagæð tramsóknar . þeirra, sé stýfluð — eða slitin. Markið er það, að þeif eignist þarna með tímanum vísindalega mentastofnun, sem leiðbeinir þeim í lífs-barátlunni, en fyrsta sporið er sú krafan, að skHyrðunum sé ná þegar komið í það horf, að aðstaðan verði eigi verri en hún var. »Fjárhagshliðin« munu menn segja. — Væntanlega greiðist nú nokkuð úr samgöngu-erfiðleikum þeim, sem mestu hafa valdið um dýrtíðina undanfarið, og er þá nokkur lögun fengin, en langt mun að bíða, þar til verðlag ketnst í sama horf og var fyrir striðið. — Og óvíst, aö dráttur yrði til hagnaðar. Það sem gera ber er þvf það, að undirbúningur verði hafinn þeg- ar á þessu ári, svo að húsið geti orðið fullgert haustið 1920. — Þá verður skóla-heimilið að sætta sig við þrengslin einn veturinn enn, svo yngri deild geti starfað í skól- anum að vetri og svo báðar deildir úr þvi. Um fyrirkomulag byggingarinnar, svo að i samræmi verði við fram- tíðarstarfsemi skólans, skrifa von- andi mér færari menn. Síðumúla 15. jan. 1919. Andrés Eyjólfsson. Verðlaunasjóður handa vinnuhjúum. Um sjóðstofnun þessa ritar herra- Bogi Th. Melsted í BúnaðarritinM síðasta, og áður hefir hann skrifað um hana í Ársriti Fræðafélagsins og víðar. Eins og nafnið bendir til, á að verja vöxtum sjóðsins til verðlauna handa duglegum og dyggum vinnu- hjúum í sveit. Stofnun sjóðsins er byggð á þvf, að Iandsmenn Ieggi fram nokkra upphæð fyrir jarðir sínar; sé upp- hæðin miðuð við hundraðatal jarðanna. 6 kr. fyrir minstu jarðir, 10 kr. fyrir jarðir sem eru að dýr- leika 10—15 hundruð, 15 kr. fyrir 15—20 hundraða jarðir o. s. frv. — Aðal reglan er sú, að hver jarðeigandi leggi fram fé fyrir sínar jarðir, en auk þess getur hver sem vill lagt fram fé fyrir Tímamótin. Árum -saman biðu þjóðirnar með óþreyju eftir þeirri stund er friður kæmist á. Þá áttu allir að klæðast hátíðabúningi, fagna stund- inni, sigraðir og sigurvegarar, allir áttu að samfagna þeim stórvið- burði er menningarþjóðir heims- ins, eða foringjar þeirra kæmust til sjálfs sin, eftir margra ára hryðju- verk og blóðsúthellingar. Þann 11. nóvember kl. 11 f. h. hætti skothríðin á vesturvígstöðv- unum. Allan morguninn grenjuðu morðtólin á báða bóga. Kl. 11 kom skipunin að hætta. Urvinda dát- arnir hlupu fagnandi mót fyrri fjandmönnum — óskuðu þeim hinum sömu langra lífdaga, sem þeir höfðu látið skolin dynja yfir fyrir drykklangri slund, þeir heils- uðust sem vinir Þjóðverjar og Frakkar þá stund--en hátíða- höldin út um heiminn fóru í handa- skolum. Sáu menn þá betur en nokkru sinni fyrr hve liörmulegt það er að siga þúsundum atgervismanna í blóðuga hildarleiki árum saman, mönnum sem í raun réttri eiga að vinna saman að framförum og velgengni þjóða.nna? — Eða var mannfólkið svo dautt úr ölluin æðum eftir helmyrkur ófriðarins, að það gat ekki fagnað slundinni? Eða. þorði fólk ekki að trúa á friðinn? — Eitt er víst. Allir sáu að nú runnu mikilvæg tíinamót yfir mannkynið — engin vissi hvað sín beið; og því var of snemt að fagna. Margir spá um framtíðina. Agalegasta vofan er uppreisnar- andinn rússneski er sífelt nær við lækari tökum á lýð landanna. Fræðimaðurinn þýski Dr. Nicolai er strauk úr ættlandi sinu í loft- fari i sumar til Danmerkur óltast að kenningar Lenins, hins núver- andi stjórnarskörungs, muni innan skamms ryðja sér til rúms í vel flestum menningarlöndum heims- ins. Hann hafði megna ótrú á her- valdi Þýskalands og lét þá skoðun sína í Ijós áður en keisarinn og herkóngar Miðvalda mistu tök á stjórninni og varð því að fara huldu höfði þar í landi en náði í loftfar og komst í þvi til Hafnar. Um ástandið i heiininum farast honum orð á þessa leið: Undanfarið hefir mjög verið blandað saman valdi og rélti. Nú er menn tala meira um frelsi og jafnrélti fyrir alla, bólar á þeim sama draug. Frelsið og jafnrétlið er enn í byrjun og ókoinið. Og helstu forvígismenn jafniéttisins grípa enn til fyrri úrræða, berjast með vopnum til valda. Menn tala um að koma á alþjóða- sambandi til þess, að koma. í veg fvrir, að einstök þjóð rífi sig upp til valda yfir öðrum, svo til ofbeldis leiði. Jafnrélti einstaklinganna inn- an þjóðfélagsins á að koma í veg fyrir, að einstaklingar ryðji sér of mikið til rúms. Til þess að koma hinu nýjá réttarfari á, nýrri þjóð- lélagsskipun, grípur verkalýður og öreigalýður lundanna til vopna, dreymir um, að þeir einir eigi að ráða. Nú er þjóðirnar hafa barist, byrjar barátta á nýjan leik, bar- áttan uni hve mikið einstaklingur- inn má eiga. Nú á að berjast um eignaréttinn. Best færi á því, ef hægt væri að heyja þá baráltu með orðum og sannfæringarkrafti andans manna. En nú vill svo til, að flest-allar þjóðir eru al- vopnaðar, og er því hætla á, að enn þá einu sinni verði barist meö morðtólum. Fyrrum smíðaði iýðurinn vopnin og horgaði þau, en þjóðhöfðirigjar notuðu þau eftir sínu höfði. Nú heflr lýðurinn lært að nota þaö, lært að sjá hve varnarlausir þeir eru, stjórnendurnir fáu, vopnlausir gegn vopnuðum lýðnum. Áður stóð lýðurinn gegn valdhöfunum. Nú hefir lýðurinn vopnin — og valdið. — Og baráttan urn eignaréltinn breiðist út uin löndin. Það er algild regla í stjórnbylt- ingum, segir Dr. Nicolai, að vald- hafarnir eru of seinir á sér, þora ekki eða vilja ekki skilja hið forn- kveðna að wenginn má við margn- um«, vona að alt lagist og óttast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.