Tíminn - 01.03.1919, Síða 3
TÍMINN
55
er frá í dag1 200 kr. smál.
Reykjavík 1. mars 1919
Landsversluiiin.
kverja þá jörð sem honum er sér-
staklega ant um. Féð er sett á
vöxtn í aðaldeild Söfnunarsjóðsins.
Rétt til verðlauna fá að eins þau
hjá, sem eru í vist á þeim jörðum,
er greitt hefir verið tillag fyrir i
Verðlaunasjóðinn.
Minni verðlaun en 100 kr. veit-
ast eigi. Verðlaunin skal leggja í
sparisjóðsbók, er beri nafn vinn-
andans og hún afhent honum.
Til þess að geta fengið verðlaun
úr sjóðnum, útheimtast 7 ár sam-
fleytt í vist á sama heimili, á jörð
er verðlaunarétt hefir, eða 10 ár
samfleytt í tveimur vistum.
Þessi sjóðstofnun hefir fengið
góðar undirtektir. Á annað hundr-
að manns hafa þegar lofað tillög-
um í sjóðinn. Einar Helgason
garðyrkjum. veitir tillögunum við-
töku og kvittar fyrir sjóðsins hönd.
Nánari upplýsingar um sjóðinn
má fá í ritgerðum þeim sem
nefndar eru. Búnaðarsamband
Austurlands hefir heitið máli þessu
fullu fyigi sínu, og ýms ungmenna-
félög styðja það með því að gang-
ast fyrir þátttöku manna í sínuin
sveitum. Málefnið er svo gott, að
húast má við almennri þátttöku;
gjaldið ekki tilfinnanlegt.
Líklegt er að verölaunavonin
geti haft nokkur áhrif á það, að
fólk verðf-lengur í vistum en elia
mundi. En á hitt ber ekki siður
að lita, hve ánægjulegt það er að
geta glatt þá, sem varið hafa
kröftum sínum vel og dyggilega í
annara þjónustu. E.
Emhætti. Árni Pálsson hefir ver-
ið skipaður 1. bókavörður við
landsbókasafnið og Hallgrímur
Hallgrímsson aðstoðarbókavörður.
Tófnr eru nú sagðar allskæðar
á Snæfellsnesi.
HeyíBrðabúr á hverjum k.
í fyrra vetur birti »Tíminn« all-
langa grein um fóðurbirgða-málið,
eflir Karl Sigurjónsson á Ljósa-
vatni. Af því að mér þóttu þær
tillögur einna álitlegastar til fram-
kvæmda af þeim mörgu uppá-
stungum, sem fram hafa kornið í
því máli, vildi eg bæta þar við
nokkrum orðum, aðaliega tii að
heíja umræður um málið.
Pað, sem að mínu áliti var mest
virði i áðurnefndum tillögum var
það, að komið yrði á fót beyforða-
búri á hverjum bæ, og færi stærð
þess eftir áhöfn jarðarinnar. Till.
Bjarna frá Vogi um, að bændur
í heilli sveit flyttu forðabúrs-hey
sitt saman á einn stað, og sæktu
þangað aftur í harðindum, er með
öllu óframkvæmanleg, enda hefir
henni engin gaumur verið gefinn.
Hr. K. S. gerir ráð fyrir, að
enn þá komist almenningur ekki
lengra yfirleitt i varúð með ásetn-
ing, en að gera ráð fyrir meðal-
vetri. Sjást þess og dæmi hina
síðustu vetur. í fyrra hefði orðið
almennur fellir, ef harðindin hefðu
staðið fram á vor. Og mann hryllir
við, að hugsa til vandræðanna,
sem yfir gátu dunið í vetur eins
og alt var i garðinn búið. Það er
einmuna veðurblíðan, en ekki til-
verknaður . manna, sem bjargar
búpeningnum í vetur. Forðabúrið
á að taka þar við, sem meðal-
ásetning þrýtur — það er aftaks-
vetrum. Að treysta þá á útlendan
fóðurbæti má heíta ókleift með
þeim samgöngum, sem þjóðin á
við að búa. Hitt skynsamlegra eins
og tillögumaður bendir á, að smá-
safna fyrningum i forðabúrið á 5
—10 áruffl, endurnýja lielming
þeiria árlega, en eyða ekki úr því
í raun og veru úr forðabúrinu
nema í aítaka-vetrum, þegar veru-
leg hætta er á ferðum. Og lil hvers
skyldi fremur nota þann hluta af
Bjargráðasjóð, sem á að tryggja
búpeninginn, fremur en þess, að
skapa forðabúr á hverju heimili,
sein alt af er hægt að ná til, þeg-
ar þörfin er mest?
Mér finst ásetningsmálið svo
þýðingarmikið fyrir velferð lands-
ins, að eg treysli því, að Búnaðar-
félagið og áhugasamir bændur um
land alt reyni að koma þar i fram-
kvæmd nauðsynlegum framkvæmd-
um. P.
Dómur er fallinn í landsyfirrétti
út af því, hvort landsverzlunin
skuli greiða útsvar í Reykjavik, og
dæmdist rétt að svo væri ekki.
Opera-Album udvalgte Arier og Sange
3,50, indbundin 4,50. Cornelius Album
með myndum 4,25, indbundin 6,00.
J. P. E. Hartmans Melodier Med Text
(compl.) 6,00. Schumann Dictherliebe
1,150. — Liederkreis 1,50. — Fantasi i
stykker H. 1—2, 1,10. — Album-
blátter 1,60, hvortlveggja fvrir Piano.
Iiaydu: Fire Sonaler 1,00. Sinding
Klaveralbum 1—2, 2,85. Chopin Album
2,85. Chopinsvalse kompl. 1,90. Heisles
Romancer og Sange pr. Bind. 5,50 (6
Bind). Griegs Romancer og Sange pr.
Bind. 3,50 (8 Bind.). Söngæfingar af
Hornemann 2,85 (notað við kgl. Musik
konservalorium í Iíhöfn). — Panopkas
Sang A. B. C. 2,50. Do. Voealiser og
Saugstudier 3,50. Kjerulf udvalgte Sange
3,00. Mendelsohn Lieder ohne Worte
ny Udgave vcd I. Fredmaun 3,00. —
A. Jensen: Fire Impromtus 1,85. Do.
Lieder und Tánze 1,50. Schubert Iin-
promtus compl. 2,00. — 45 Sonatiner
og Foredragsstykker Schyltes b’erömte
Samling 2,85. Do. Ny femtonige Smaa-
stykker 0,85. Do. 40 Pedalstudier 2,85.
Schytte Klaverskole 3,50. — Ilellers:
Etudes meloriieuse 1—2—3. progrecive
1—2—3. faciles 1—2, hvort hefti 1,25.
Hellers: Etuder akademisk Udgave H.
1. til 8., 1,75. — Heller: Forellen 1,50.
Bellmann: Fredmans udvalgle Epistler
med Tekst 0,90. Do. i Bogformat 2,50.
Fredmans Sfinger 2,50. — Wennerbergs
Gluntarne 9,50, særskilt Tekstabok 2,50.
Salmeværk for Hjemmet og Kirken i
sterku bandi 8,50. — Musikhistorie af
H. Panurn (kennari i Musikhistorie
ved det kgl. Musikkonservatorie i
Khöfn) verð 3,25. — Biandet Kor ved
Sophus Halle 3,50. Ruthords Klaver-
bok 1—2. 2,65. Ungdommens Melodi-
Album 1—2. 2,50 (fást líka fyrir piano
& fiðlu, sama verð). Nýustu danslög
fyrir piano, piano & fiðlu eða lítinn
Orkester 2,25 pr. stk.
Munnhörpur 2,50. — Concert-Munn-
hörpur 3,50. Alt sent gegn póstkröfu.
Hlj ó ðl'ærahúa Reykjavíkur.
Keykjavík.
Sími 656. Símnefnl: Hljóðfterahás.
BreiðaQarðarbátnriun, »Svan-
ur«, sem verið hefir ósjófær all-
lengi, er nú aftur að byrja ferðir.
að þeir gefi of mikið úr höndum
sér, meira en þörf reynist á. —
Svo var með Rússakeisara í hitt
eð fyrra, sama og alt eins um
Vilhjálin keisara í haust, hann lét
ekki af völdúm fyrr en öll sund
voru lokuð, öll nema landflótta-
sundið til Hollands — og landið
hans þá alt í báli — nú í sárum.
Vonin helsta sú, að einhver
þjóðin riði á vaðið, gefi af frjáls-
um vilja svo mikið í hendur öreiga-
lýð og þeirra sem bágstaddari eru,
bæti kjör þeirra svo, að engra bóta
sé að vænta af uppreisnum og
ofslopa.
Undrum þótti það sæta hve
Bretar voru fljótir til að safna
miklum herafla, æfa hann og senda
til meginlandsins. Nú eru afrek
Þeirra .á því sviði nærri gleynid,
tó skamt sé siðan, því Bandaríkja-
^nn reyndust svo miklum mun
röskari er til þeirra kasta kom.
þegar komið er að friði og
berflokkarnir snúa heim, þykir
vand'nn nærri eins mikill er berst
að Bretum, að taka á móti öllum |
þessum aragrúa og koma þeim í
atvinnu, sem hverjum hentar. —
Slofnað er nú sérstakt ráðuneyti
til þess að hafa stjórn á þessu og
öðru, sem að því lýtur, að gera
hermenn og hertæki nothæf í þjón-
ustu þjóðar sinnar á friðartimum.
Maður að nafni Chrislopher Addi-
son er æðsta ráð í þessu ráðuneyti.
Hann er frægur læknir, en liefir
undanfarin ár verið við stjórn
hertækja-iðnaðar á Bretlandi. —
Hefir hann sagt frá því hvernig
augu hans opnuðust fyrir þessu
geysimikla verksviði. Maður nokk-
ur ónafngreindur kom lil hans og
sagði honum frá því, að hann væri
búinn að finna ráð ti) þess, að fá
not fyrir allan þann aragrúa af
hjálmum eftir ófriðinn, sem her-
mennirnir kæmu með heim. Hann
gæli pressað þá upp og gert úr
þeim steikara-pönnur.
Þetta var eitt smáatriðið, en það
fyrsta sem Christopher Addison
kom auga á. En það hafði sina
þýðingu. Hann sá fljótt að stórfeld-
ari þýðingu hefði það að hver og
einn dátanna kæmist á sína réttu
hyllu. Nú er nafn og æfiferill hvers
einasta dáta skrifað í handbókina
hans. Sljórnin á að skipa þeitn
bás f endurnýjaðri þjóðarheildinui
bresku.
Já — endurnýjaðri þjóðarheild-
inni. Menn veita því ekki eins
eftirtekt hvað gerst hefir og gerist
á Bretlandi eins og viðburðunum
í Þýskalandi, sleppa augunum af
sigurvegurunum, vegna óskapanna
sem á ganga hjá veslings Þjóðverjum.
En hluturinn er að, Bretar eru
alt aðrir en þeir voru fyrir ófrið-
inn. Þeir voru orðnir því of vanir
að vera mestir og voldugastir, að
það lá við að það væri að verða
þjóðtrú að þeir einir ætlu og gætu
ráðið mestu í heiminum, þessi
þjóðarrembingur hafði margt ilt í
för með sér eins og kunnugt er.
Það var eins og þeir nentu ekki að
fylgjast nieð tímanutn á mörgum
sviðum, töldu sér sjálfum trú um
með orðum, að þeir hlytu að vera
og verða voldugasta þjóð álfunnar,
og skej'ltu minna um stórsligar
framfarir Þjóðverja, og að þeir í
mörgum greinum, hvað iðnað og
verslun snertu, urðu Pjóðverjum
háðir. Rá var iðnaðarsamtökum
landsins í mörgu ábótavant, hver
dró skó af öðrum í innanlands
samkepni, er gerði þjóðinni árlegt
stórtjón.
Ófriðurinn hefir rumskað þeim
úr allri værðinni og kent þeim að
vera og vinna með meiri samhygð
og eindrægni en áður. Fyrst leist
þeim ekki á blikuna er Þjóðverjar
óðu áfram í allar áttir; og siðar
er þess getið til, að þeirn haíi orð-
ið um og ó, þegar Bandaríkia
fóru að spila út trompunum í við-
skiftunum á Frakklandi, svo marg-
ir sligu á land á Frakklandi frá
Anieiíku, mánuðum saman, að
jafngilti 8—10 manns á mínútu.
Nú þegar útséð er um að Þjóð-
verjar verða þeira ekki hættulegir
keppinautar fyrst um sinn, eru það
feikna framfarir Bandaríkjanna
sem láta þá hafa hitann í haldinu.
Eða hvernig var það þegar vopna-
hléð var að komast á? Það var
aðallega leitað til Wflson.
En nú herða þeir sig Bretar og
vanda sig, og taka vel á móti her-