Tíminn - 05.03.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1919, Blaðsíða 2
58 TIMIN N Bændur frá aldamótunum síð- ustu, mega teljast brautryðjendur framfaranna, brautryðjendur hins nýja tíma. Margarkynslóðiríslenskrabænda, sem nú eru gengnár, hefðu ástæð- nr til að öfunda núlifandi bændur. Og að sjálfsögðu ber að vera for- sjóninni þakklátur fyrir þá breyt- ingu sem or'ðin er til batnaðar. En landið okkar er ekki hálf-yrkt enn. Tún geta stækkað í hið ó- endanlega, býlum fjölgað, áveitu- engjar og garðar; sandar gróið og skógar vaxið; hús enn víða ófull- komin, vatnsaflið lítt og sem ekk- ert notað enn, búfénaður á óræktar- stigi og félagsstarfsemi bænda á flestum sviðum landbúnaðarins enn að heita má í kalda koli. Hið fyrsta og besta veganesti, sem bændur og búaliðar þurfa að afla sér, er andlegt atgerfi: Sterk trú og vilji til framkvæmda og frjó og viðsýn hugsun. Eg þekki tvo bændur, annar býr á harðbala- jörð, hefir mikla fjölskyldu fram að færa og hefir alsnæglir, og það af eigin afla frá fyrstu. — Hinn bóndinn býr á kostajörð, hefir litia fjölskyldu, en berst í bökkum. Báðir bændurnir vinna ötullega. Munurinn á afkomu þeirra felst í því, hversu ólíkt þeir hugsa. Mörgum finst ef til vill, að þeir hafi ekki tíma til að sitja og hugsa. Hér er heldur ekki átt við slikt. En hitt er þó verra, að drepa hugsun sína með of mikilli likam- legri vinnu, því að þá verður hún oft að dáðlausu striti, þar sem hugsunin getur seinast ekki greint auka-atriðin frá aðal-airiðunum. — þegar hugsunin er dauf verða 'verkin eins. Skylt andlausa strit- inu er það, er menn halda dauða- haldi um hvern eyri. það svæíir hugann líka. þeim mönnuin geng- ur oft verst að ávaxta fé sitt. Eilt dæmi um daufa hugsun: Menn hafa margir enn fénað í smá-kofum á dreif, og bera svo gripum heyið frá einum stað í kofana. þetta útheimtir tíma og vinnu margfaldlega móti því, sem þyrfli að vera. Annað dæmi: Menn athuga ekki gripi sína og hafa jafnar mætur á þeim lélegu, sem hinum vænu. Bændaskóla og alþýðuskóla höf- um við til að glæða búnaðarand- ann í sveitunum, og svo höfum við ráðunauta. þeir hafa ‘oft frá ýmsu að segja um búnað í ná- grannalöndunum og bændur þar, er framar standa okkur, og fleira bera þeir á borð til vakningar. — það er nærri ótrúlegt hvað það getur glatt andann hjá bændum, að ráðuuautarnir komi í sveilirnar og heim á bæina og tali við þá. Ráðunautarnir eru alt of fáir. Bænda-námsskeiðin hafa gert mikla bót. Mönnum hættir svo til að syfja og sofna í stijálbygðinni. Stóku bændur og búaliðar hafa sótt í sig veðrið við dvöl erlendis, og »smittað« svo út frá sér. Eg veit af bónda, sem nýlega er sestnr að búi. Hafði hann áður slarfað við búnað erlendis og fengtst við jarðræktar-tilraunir hér heima. — Bóndi þessi tók strax til óspiltra málanna, að gera umbætur á jörð sinni, er engum hafði til hugar komið, sem þar hafði búið áður (nota vatn úr mýrarrennum til á- veitu). Nú fóru nágrannar bónd- ans að hugsa meira um áveitur, er þeir sáu góðan árangur hjá honum. Fleiri dæmi má nefna þessu lík, og öll sýna þau, að ///- andi hugsun er það, sem ávalt liggur til grundvallar fyrir frain- förum og framtaki. þetta alt nægir þó ekki, ef bændur finna ekki sjálfir, hvað þá skortir mest til að glæða andann. En það er meira félagslif; þeir þuifa að þétta bygðina með félagsskap. — Samkomur og samstarf í orði og verki glæða bæði anda og athafnir. Búnaðarféiögin til sveita hér mættu verða til mikilla framfara. En þar ríkir víðast bæði andleg deyfð og smásálarháttur. Má glögg- lega merkja það, þegar efna-bændur greiða þar árstillög sín með einni krónu. Sauðfjárræktin veilir landbúnaði hér mestan arðinn, væri því nauð- synlegt, að sauðfjárræktarfélög væru hér í hverri sauðfjársveit. Að eins tvær sveitir á ötiu landinu eiga slík félög. Sauðfjáihirðing og meðferð heyja, sem fénu er ætlað, er í megnu ólagi víða hvar. Hefi eg sjálfur reynt talsvert til þess að koma á samtökum i sveitum til sérslaks eftirlits með þessu; en það hefir nær hvarvetna strandað á samtakaleysi og smásálarhælti i peningasökum. — Fleira mælti telja er bendir á, að félagslund bænda í búnaði er á alt of lágu stigi. Sjálfselskan situr enn of við sinn keip og lætur menn vega: Hvada beint gagn hefi eg af þessu eða hinu. Sainvinnufélög bænda (verslun- arfélög) eru þau einu félög þeirra, sem verulegt lífsnpót er með. Allir vita, að þau hafa gert miklar badur. þau lifa aðallega á því, að sjáan- legir peningar koma þar slrax í hendi. þar verður skainmsýnin ekki eins i vegi, eins og t. d. með búfjárræktarfélög. þau félög geta orðið til þess, að hver gripur gefur meiri arð árlega, hver gripur veið- ur verðmeiri, og þau félög hafa jafnan það í för með sér, að betur er selt á og búféð þá tryggari eign. Mörg naulgripa- og hrossaræktar- félög eru með lífsmarki að eins vegna styrks þess, sem þau njóta frá Búnaðarfél. íslarids. Lita suinir félagar svo á, að styrkurinn sé aðal-atriði félagsskapar þessa. En styrkurinn er hverfandi hluti þess hagnaðar, sem félögin gætu veitt. Bændur ganga of langt í því, að ætlast til styrks til hins og þessa, sem þeir ráðast i. þetta stafar með fram af því, að það sliggur í blóð- inu« bjá þeiin, að bera sig ver en þarf að vera. — Líka kemur þetta til af því, að styrkir veita fylgi til félagsskapar. Má og líka kenna þetta hinu opinbera, af því að sú stefna hefir verið tekin þar í f}'rstu, að veita fé til eflingar landbúnaði aðallega sein styrki, en ekki sein verðlaunafé. Tökum til dæmis: Sauðfjárrækt- arbú hafa notið og njóta styrks frá Búnaðarfélagi íslands. þau hafa af ýmsum eðlilegum ástæðum verið ytirleilt seinvirk til umbóta. — Margir hafa ætlast til að frá bú- unum kæmi eingöngu gripir, sem hæfir væru til kynbóta — sem ekki gat átt sér stað — þegar það hefir brugðist hafa menn hæðst að þess- um stofnunum og vakið kur gagn- vart eigendum, og litið öfundar- auga tib styrksins. Búin hafa þvi stundum orðið til ills eins, því að auk þessa hafa þau enn veikt inenn í trúnni á kynbælurnar. Verðlaun á fjársýningum hafa alt aðrar verkanir. Sýningarnar veita öllum tækilæri til að ná í viðurkenningu fyrir góðar kindur og þær hækka þá í verði. Og þetta ýtir undir menn til að hefjast handa. Atvinnurekendur við sjávarsíð- una og fleiri þar, eru sem óðast að taka saman höndum til ýmsra starfa. — Bændur eiga að vísu örðugra með samtök sökum strjál- bygðar. En það er þó vel kleift fyrir þá,. og þeir verða að hefjast handa til meiri samtaka. — Annars er búnaðarmenningu hér hætta búin. — Ungir bændasynir þurfa að kynnast 'félagsskap og samvinnu bænda í löndum uá- granna oltkar — þar er viða um Stjórnarskijfm ðönsku. Frétlir hafa borist hingað um að danska stjórnin hafi sagt af sér í vikunni. Hefir hún nú setið að vöklum nær því sex ár, og lengur en nokkur önnur dönsk stjórn siðan á dögum Estriíps. Saga hins fráfarandi ráðunej'lis er að mörgu leyti einkennileg. það hefir lengst af stutt sig við fámennasta stjórmnálaflokk lands- ins og liefir lifað á lijálp jafnaðar- manna, en þangað til á síðustu tímum vildu jafnaðarmenn ekki taka sæti í stjórninni. þeim þótti, sem vonlegt var, betra að vera lausir við ábyrgðina, en geta þó ráðið miklu um gerðir stjórnar- innar. í Danmörku eru fjórir stjórn- málaflokkar, sem nokkuð kveður að. Vinstrimenn og jafnaðarmenn •eru hér um bil jaln-fjölmennir, og þeir llokkar skiftast að miklu leyti eftir atvinnuveguin. 1 flokki jafn- aðarmanna eru, að heita má, ein- göngu verkamenn og allur þorri vinstrimanna eru bændur. Hinir flokkarnir, sein eru álíka fjölmennir, eru samsettir af fjar- skyldum ogsundurleitum efniviðum. í hægriinanna-flokknuin er fjöldi auðmanna, einkum iðnaðarrekend- ur og því nær allir stórbændur og aðalsmenn. — Enn fremur mikill hluti embætlisslétlarinnar með her- foringja og presla í broddi fylkingar. Og svo eiga hægrimenn all-mikil ítök í bændastéltinni hér og hvar og í smá-kaupniönnum og hand- iðnamönnuin i bæjunum. Radíkali-flokkurinn (stjórnar- flokkurinn) er þó enn sundur- leylari. þar ægir öllu saman. — Kjarni flokk^ins eru mentamenn, — hinir gömlu lærisveinar Georgs Brandesar — og auðmenn, einkum stórkaupmenn i Höfn og víxlarar, og í þeiin flokki eru flestir hinna stórauðugu Gyðinga, sem svo miklu ráða í viðskiftalífi Danmerkur nú á dögum. Enn fremur fjöldi hús- manna í sveitum og ekki all-fáir bændur, einkum smá-bændur, og margir af staifsmönnum ríkisins, í lægri stöðum (Bestillingsmænd), og loks samtíningur úr nær þvi öllum stéltum og stöðum þjóðfé- lagsins. Yfirleilt má segja, að það væru auðmennirnir, sem báru flokkinn uppi og liéldu honum saman og þeir eiga flest blöð flokksins. Þessi flokkur gerði samband við verkamannaflokkinn og mestmegnis af því, að þeir unnu saman við kosningarnar 20. maí 1913, komst vinstrimanns-ráðuneytið í minni hluta og vék úr völdum. Aðal-hlutverk »radíkölu« stjórri- arinnar, sem þá kom til vaida, var að leiða til lykta stjórnarskrár- málið daöska. Gekk það í hinu inesta þóii um langa hríð, þrátt fyrir dugnað og harðfylgi stjórnar- innar. Og það er vist, að í »radí kala«-flokknum eru meiri mælsku- menn og ötulli og harðfengari »agitatorar« en í nokkrum öðrum flokki. Og stjórnin var alt af á völtum fæti. Svo hófst ófriðurinn mikli, og komst þá á um stund, friður milli allra sljórnmálaflokka. Vildu þeir forðast svæsnar iunan- landsdeilur, meðan háskinn vofði yfir landinu. Einn af helstu mönn- um Dana komst svo að orði, að meðan á ófriðnum stæði skyldi »Guðs friður« (Treuga Dei)1) hvíla yfir allri innri pólitík Danmerkur. Nú var stjórnarskrár-breytingin samþykt með sanikomulagi milli allra flokka, og yfirleitt gerðu sljórnar-andstæðingar alt tii að greiða fyrir Zahle og ráðuneyti lians fyrsta ófriðarárið. Meðal þeirra laga, sem þá voru samþykt, iná nefna lög frá 7. ágúst 1914, sem heimiluðu stjórninni rétt til þess, að gera allskonar ráðstafanir lil þess, að tryggja matvælabirgðir og atvinnuvegi fandsins án þess, að leita samþykkis þingsins. — Þetta var afar-þýðingarmikjð, þvi að dýrtiðarmálin hala verið veiga- mesti þátturinn i pólitík Dana síðan. í þessum málum hafði stjórnin 1) Á seiniti hluta miðaldanna skip- aði kirkjan (páfinn) að ekki mætti víg vega frá miðvikudagskvöldi til mánu- dagsmorguns. Þann tíma skyldiTreuga Dei o: Guös friöur, ríkja á jörðunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.