Tíminn - 05.04.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1919, Blaðsíða 2
90 T I M IN N höfum vér nægar búfjárafurðir, að vér eigum nægilegt fóður. En nægi- legt fóður getum vér haft með því, að hagnýta þau fóðurefni, sem hægt er að afla í landinu, hvort sem það er gert með ræktun jarð- arinnar eða á annan hátt. II. Fóðarejm. Svo nefnum vér öll þau efni, sem hægt er að nota til fóðurs. — í fáum löndum munu vera eins góð skilj'rði til aukinnar fóður- framleiðslu og þau eru hér á landi. — Sum fóðurefni eru ágætt fóður eingöngu, t. d. hey. Önnur þarf að blanda, svo sem sild eða rófur. Við fóðurblandanir er efnasamsetn- ing fóðurefnanna lögð til grund- vallar. Pað læra búfræðingar. Hér verður eigi farið út i þá sálma. En minst verður á almenna þýð- ingu hinna einstöku fóðurefna. Taða. Hún er sambland ýmsra fóðurjurta, sem vér höfum ræktað í þúsund ár. Þó hefir fjöldi manna eigi vitað, hvaða jurtir þetta eigin- lega eru, eða hverjar kröfur ein- stakar fóðurjurtir gera til vaxtar- skilyrðanna. En hvað um það. Túnin hafa lengst verið arðvæn- Iegustu blettirnir á landinu; tún- ræktin hefir aukist og töðufengur- inn vaxið síðari árin. 1886—’90 er taðan 381000 hestar að meðaltali árlega. 1901—’05 er taðan 609000 hestar að meðaltali árlega. 1916 er taðan 692000 hestar. Sé töðuhesturinn reiknaður 10 kr., er verðmæti töðunnar um 7 milj. króna. En hvað geta túnin orðið stór? Sjálfsagt eru engar öfgar að segja, að þau geti orðið 10—20 sinnum stærri en nú. — Hér er um f>jóðar-tekjur að ræða, sem þurfa að aukast sem fyrst. Úthey er mest af óræktuðu engi, en þó nokkuð af vatnsveituengjum. Heyaflinn er talinn hafa verið: .Búnaðarrii 1918. Með öðrum pósti 1919 fengum við sveitakarlarnir fyrst 3—4 hefti Búnaðarritsins 1918. Við hlökkum alt af til komu Búnaðarritsins. — Það fæiir okkur alt af fróðleik, sem okkur er kærkominn. í þelta sinn gladdi koma ritsins mig sérstaklega, því eg var farinn að halda, að það væri hætt að koma út. Þriðja heftið kom áður fyr að vorinu, og það fjórða að haustinu, en nú voru þær póst- ferðir komnar Búnaðarrits lausar. Með fyrstu póstferð ársins var svo venja, að senda okkur fyrsta hefti þess árs, en þá fyrst. kemur 3. hefti næsta árs á undan. það er því orðið hálfu ári á eftir venjulegri áætlun. Af hverju kemur nú þessi dráttur? »Spyr sá er ekki veit«, sagði Jón Ólafsson, og mér finst við féiagar Búnaðarfélags íslands, höfum rétt til að spyrja, og heimta svar. 1886—'90 768000 hestar að meðaltali árlega. 1901—’05 1253000 hestar að meðaltali árlega. 1916 1540000 hestar. Heyaflinn hefir því aukist um helming á síðustu áratugum. Sé hver heyhestur metinn á 5 kr., er verðmæti útheysins 1916 7,7 milj.kr. Hér munu vera skilyrði til líkra framfara og í túnræktinni. Hugs- um oss þær breytingar, sem orðið geta í þessu efni, þegar farið er að stunda vatnsveitu að mun: þegar alt Suðurlands-undirlendið, Skagafjarðar-undirlendið og fleiri láglendi með fram ánum verða í einu flóði. — Á auknum heyafla af vatnsveitn-engjum má hafa meiri búpening; þá fæst meiri áburður og þar með er fengið eitt verulegt skilyrði til meiri túnrœktar. Hinu islenska sjálfstæða ríki er eigi samboðið að láta jökla larids- ins molti niður bergið og árnar flytja það til sjávar óátalið. Það þarf að beisla árnar og veita þeim yfir hinar víðáttu-miklu lendur, til þess að vökva þær og frjóvga. Þá munu fóðurjurtirnar vaxa og fóðurskortur hverfa. Beililönclin. A þau er sjaldan minst. Þau fæða þó búpeninginn helming ársins eða meira. Og það sem mest er um vert, þau fóðra vel, betur en nokkur búandi. — Beitilönd eru mismunandi. Á nokkr- um stöðum eru þau fuilsetin, á öðrum stöðum lítt notuð eða ónumin. Hér er einnig hægt að gera miklar umbætur með valnsveitingum og girðingum. Þá væri hægt að beita löndin reglulega; því mundu og fylgja íleiri kostir. Beitilöndin geta fóðrað margfalt meiri búpening, en þau gera nú, ef vel væri á haldið. Pörungárnir vaxa við strendur landsins. Öldurnar skola þeim upp í fjörurnar. Þeir rotna þar, og sjór- inn flytur þá burt aftur, án þess vér höfum þeirra veruleg not, að þvi undanteknu, að sauðfé gengur sumstaðar í fjörunum. — Þörung- arnir eru góður áburður, sem vel svarar kostnaði að safna og nota. Þá má einnig nota til fóðurs handa öllum búpeningi — bæði nýja, súrs- aða og þurkaða. Hér fara því ár- lega feikn öll af efnurn til ónýtis, sem nota mætti til fóðurs og á- burðar. — Sagt er, að Norðmenn séu farnir að búa til fóðurmjöl úr þörungum. Fóðurrófur. Tilraunir hafa sýnt, að vel ma rækta þær hér á landi. Getur eftirtekjan orðið álíka mikil og í nágranna-löndunum. En þetta hefir eigi verið gert að neinum muu. Land höfun^vér nóg. Fóðurfram- leiðsluna mælti því auka að mikl- um mun með ræktun fóðurrófna. Af sjávar-afurðum má fá mikið fóður, ef vel er á haldið. Sérstak- lega má benda á sild. Hún er á- gætt fóður, bæði söltuð, þurkuð eða breylt í síldarmjöl. Sildarveið- arnar hafa aukist stórkostlega á síðustu timum. Þær hafa verið bún- aðinum hinn hættulegasti keppi- nautur. Þeir, sem þær stunda, hafa á yfirborðinu borgað hærra kaup, en bændur hafa séð sér fært. — En svo hafa menu lært að nota úrgangs-sild til fóðurs, og síldar- mjöls-verksmiðjur hafa risið upp. Út lítur fyrir, að hægt sé að búa til feikn öll af síldarmjöli í landinu. Það ætti að geta orðið eins arð- vænlegt að nota það tii fóðurs hér, ef búpenings-afurðir verða í sæmi- legu verði, eins og að flytja það útlauda. En þar telja bænd,ur sér þó hag að nota það. Útflutnings- gjald ætti að vera á fóðurmjöli. Porskhansar og annar fiskúr- gangur hefir farið og fer enn að mestu forgörðum. 1 þessu efni hafa tapast hér feikn öll af fóðurefnum. Nú er ráðin nokkur bót á þessu með þorskhausa-verksmiðju þeirri, sem komin er á stofn suður í Sandgerði. En hér norðanlands er miklu kastað í sjóinn. Lýsi og lifur má og nola til fóð- urs. Mikið af þeim efnum er aflað hér við Iand. Af framangreindu yfirliti er ljóst, að hér eru margir vænlegir vegir, til að afla fóðurs — jafnvel fleiri en í nágranna-löndunuin. En bænd- ur þurfa að gera sér það ljóst, að það skiftir miklu um framleiðslu- kostnað eða kaupverð fóðurefnanna. (Fyrra atriðið mun oft vera á huldu, t. d. um hey). í öðru lagi þarf að gæta þess, hvert notagildi hin ýmsu fóðurefni hafa. — Aðgætum þelta nánar. III. Kostnaður við /óðuröftun. Framleiðslu-kostnaður er allur sá kostnaður, sem gera verður til að afla t. d. heyja — eða annara fóð- urefna. Hann er að sjálfsögðu mjög mismunandi á hinum ýmsu stöð- um. Fer það eftir grassprettu, tíð- arfari, vinnuiannum, afstöðu, verk- færum o. fl., hversu mikill hann verður. — Hér á Hólum kostaði 1914 kr. 3,70 að afla töðuhestsins, en útheyshestsins kr. 2,00. Siðast- liðið sumar varð kostnaðurinn nær fjórfalt meiri. Þegar bændur þurfa að afla sér mikils fóðurs, þá getur verið vafa- mál, hvort betra er að auka hey- aflann, rófnaræktina eða kaupa kjarnfóður. Svörin hljóta að verða mismunandi eftir staðháttum og ýmsum ástæðum. — Kaup á kjarn- fóðri er sjálfsagt og réttmætt, sé notagildi þess, miðað við verð, og framleiðslukostnað heyfengsins, meira en heysins. Menn þurfa því að vita, hvert notagildi hin ýmsu fóðurefni hafa í samanburði við hey. Þetta má finna með efna- rannsóknum og fóðrunar-tilraunum búfjár. Þetta hefir hvorttveggja verið Þegar eg svo lít yfir efni þessara tveggja hefta er nú komu, sé eg að í þeim eru tvær greinar, sem nauðsyn hefði verið, að fá að sjá fyr. Á eg þar við grein Páls Jóns- sonar kennara á Hvanneyri, og grein Gísla Guðmundssonar gerla- fræðings. Grein Páls hefði átt að sjást í sumar, svo bændur frekar legði sig eflir votheysgerð. Hún átti einmilt að koma þeim í hend- ur i sláttarbyrjun, þegar þeir vp.ru að hugsa um, hvert þeir nú æltu að gera volhey eða ekki, og bræða með sér hve mikið af heyjum sín- um þeir ætlu að verka sem vothey. En nú kemur hún ári seinna að gagni, en hún hefði getað gert, e/ Búnaðarritið hefði • fylgt áætlan. — Svipað er að segja um efnagrein- ingu frá rannsóknarslofunni. Pegar er að ræða um ný fóðurefni, sem ekki liafa verið rannsökuð fyr, en sem sýnilega verður að nota til fóðurs, þarf rannsókn þeirra að birtast almenningi svo snemma, að hún komi að gagni við inn- kaup fóðurefnanna að haustinu. Af þessu öllu víti eg þaö, að Búnaðarritið kemur svona seint, og vona, að það komi ekki fyrir oftar. Vona, að forseti hafi það hugfast, að til þess að búnaðurinn geti kept við útgerðina, þarf rneðal annars að nota hverja nýjung sem fram kemur, og að gagni má verða, cg nota hana strax og hún er fengin. Fyrir því á Búnaðarfélagið ekki að liggja eins og ormur á gulli, á þvi sem það veit, og má verða bænduin að gagni, heldur á það einmitt að sjá um, að þeir geti sem fyrst notfært sér það, sem um er að ræða. Hvað efnið snertir, þá eru í rit- inu margar mjög góðar ritgerðir, og vil eg þar sérstaklega nefna »Um slátl« eftir Guðm. Finnbogason »Hestarækt« eftir Sig. Sigurðsson »Búíjármörk« eftir Björn Bjarnason og >)Nýju steinsteypuhúsin« eftir Guðrn. Hannesson. G. H. byggir grein sína á svör- um frá bændum, sem bygl hafa steinhús siðan 1910. Svörin eru sum glögg, sum tvíræð og yfirleitt virðast húsin hafa reynst fremur vel. Af svörunum dregur G. II. svo ýmsar ályktanir um gerð hús- anna, og gefur þá bendingar um byggingar þeirra. Líklega hugsar enginn núlifandi manna meira um byggingar en G. H., enda hefir hann látið mikið frá sér fara um húsagerð. Ættu allir sem byggja, að kynna sér það rækilega. »Hestarækt« S. S. skapar að mörgu leyli nýjar stefnur í hrossa- rækt okkar, ef eflir henni væri farið. En, enn er það ekki? Og hvernig stendur á því? Því sér S. S., sem er ráðunautur í hrossa- rækt, ekki um aðgreining hestanna í tvö kyn? Og því eru ekki skráð- ar ættaitölur bestu hestanna? Það dugar ekki bara að skrifa, það verður líka að framkvæma, og framkvæmdir í þessU máli eru einmitt í hendi greinarhöfundar. »Búfjármörk« B. B. er afar-fróð- leg grein, lýsir kindareyranu, og sauðfjármörkum einkar ljóst, og til frekari skýringar eru myndir af hinum ýmsu mörkum. Prent- villur hef eg rekið mig á nokkrar í þessari grein, en fáar bagalegar. »Sneiðfráblaðstýft«,»sneiðblaðstýft« /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.