Tíminn - 19.04.1919, Side 2
102
T I M I N N
J
Hjartkæra þökk, til ailra þeirra mörgu, sem veitt hafa okkur styrk og
hluttekningu á einhvern hátt, við fráfall okkar elskaða eiginmanns, sonar
og bróður, Siggeirs Guðmundssonar á Baugsstöðum.
Kristín Jóhannsdóttir. Guðný Ásmundsdóttir. Páll Guðmundsson.
innar virðist þó rétt að geta þeirra
nýunga, sem hafa áhrif í þá átt.
Síðastliðið sumar var eins og til
stóð rekin ostagerð á tveimur stöð-
um í Saurbæjarhreppi. Fundarhús
hreppsins, sem notað var á öðrum
staðnum, reyndist miklu óheppi-
legra en eg bjóst við. Það er ó-
vandað timburhús, og þar því alt
of snöggar hitabreytingar, og of
mikill súgur.
Afar-miklir örðugleikar urðu að
varna ostinum frá að þorna, og
þrátt fyrir mikið umstang urðu
þeir ekki varðir að fullu.
Flutningurinn á ostunum til Ó-
lafsdals, i geymslukjallarann, sem
að eins var á því búinu, svo og
ófullnægjandi umbúðir o. fl. varð
alt þess valdandi, að skemdir á
ostunum urðu meiri en undan-
farið sumar.
Af sömu ástæðum, þó einkum
sökum vöntunar á tinpappír, sem
var ófáanlegur vegna stríðsins, hafa
ostarnir auk þess geymst illa og
rírnað talsvert mikið.
Alls var mjólkin 9300 kg, úr
því fengust 1810 kg af fullgerðum
Gráðaostum eða tæp 19,5 °/o, og
550 kg af mysuosti eða tæp 6°/o,
hvorttveggja miðað við þunga ný-
mjólkurinnar. Kostnaður fyrir utan
kaup þeirra, sem að ostunum unnu
varð kr. 2700,00 eða rúmir29aur.
á hvert kg af mjólkinni.
Til New-York sendi eg sýnis-
horn í vetur (275 kg) og fekk það
all-góðan byr.
Vegna ýmsra ágalla léttist ost-
urinn um rúmlega 10°/o frá því
hann var settur í umbúðir i Ólafs-
dal 7. okt. s. 1., og þar til hann
um 20. febrúar var veginn i New-
York.
Slikt er óeðlilega mikil rírnun,
sem ætti að vera hægt að minka
að stór-miklum mnn, með betri
umbúðum, beinni ferðum og vand-
aðri húsakynnum við ostagerðina.
Sennileg rírnun ætti ekki að þurfa
að fara fram úr 2°/o.
í New-York seldist osturinn fyrir
£ 1,75 kg eða kr. 6,30 (reiknað
með 8/80)- Þar af er svo flutning-
ur og annar tilkostnaður alt að
60 aurar á kg, og auk þess tollur
95 aurar eða 20°/o af innkaups-
verði. Eru þá eftir kr. 4*75.
Ef þungi ostanna komnir til
New-York yrði 18,6, sem er sá
minsti eðlilegur þungi, sem hugs-
anlegur er, þó í þetta sinn yrði
hann að eins 17,5 (19,5 -f- 10°/°),
þá fengist fyrir hverja 100 litra,
samkvæmt þessari sölu:
18,6 kg af gráðaosti
á Vts................ . kr. 87,85
6 kg af mysuosti
á 2/25....................— 13,50
kr. 101,35
Kostnaður 29,00
Vinnulaun 15,00 — 44,00
Eftir... kr. 77,35
Samkvæmt þessari áætlun ætti
að vera nokkurn veginn vissa fyrir
að 57 Vs eyrir fáist fyrir hvert kg
mjólkur, með gráðaostagerð á næsta
sumri, að öllum kostnaði frádregn-
um. Þvi svo framarlega, sem allur
nauðsynlegur útbúnaður verður
fáanlegur, þá þarf ekki að gera
reikning fyrir neinum verulegum
skemdum.
anna að halda ekki hvíldardaginn,
með því að hvíla sig, það leiðir
af því versta niðurdrep heimilis-
lffsins, það leiðir ótvírætt af því
sljófgun og spilling andlegs lífs
einstaklingsins, og býður heim
efnishyggju og auragirnd, að vinna
likamlega vinnu bæði sýnkt og
beilagt, gefist ekki reglulegar hvild-
arstundir á heimilinu, þá er hug^-
að er um annað en daglega stritið,
þá börnunum er sint, þá er litið
er i góða bók, eða gengið er út
úr borgarrykinu til hressingar.
Það er sjálfgefið að undantekn-
ingarnar eiga að vera til um helgi-
dagavinnu og að ekki á að fara
smásmugulega út i þá sálma, þá er
um fulla nauðsyn er að ræða. En
það á að vera undantekning, en
þær eru að verða nálega að reglu
og hvíldin undantekning.
Hvernig verður þetta lagað?
Eg hefi ekki trú á löggjöf eða
lögreglueftirlit, ekki nema þá að
litlu leyti.
Eg held að verkamennirnir, sem
fá á þessu að kenna, verði að
taka það að mestu leyti í sinar
hendur.
Eitt ráð er alveg sjálfgefið. Það
er að verkamenn komi sér saman
um að krefjast miklu hærri borg-
unar fyrir helgidagavinnu en aðra,
þrisvar sinnum hærri eða jafnvel
meira. Og halda alveg fast við þá
kröfu. Það myndi áreiðanlega
batna að mun við það. Mætti þá
síðar taka til annara ráða ef ekki
dygði.
6ráðaostager8!n.
Þótt í þetta sinn verði ekki gefnar
miklar ábyggilegar upplýsingar við-
vikjandi framtið Gráðaostagerðar-
í loftiiixx.
Daginn áður en Botnía fór frá
Höfn síðast tók Sigurjón Pétursson
þátt í flugæfíngum. Var það fyrir
tilstilli Péturs Ólafssonar konsúls,
sem eins stjórnenda flugfélagsins
nýja.aðflugmaðurtók hann í farmeð
sér, til þess að landar gætu fengið
munnlega sögusögn hans um það
hvernig væri að fara í loftinu.
Við fórum út á flugvöllinn á
Amager nokkrir saman að morgni
dags. Með okkur var Zimsen liðs-
foringi. Er hann af íslenskum ætt-
um, áhugasamur flugmaður og er
það i ráði, að hann komi til lands-
ins í sumar.
Fyrst skoðum við smiðjurnar,
þar sem litið er eftir og gert að
vélunum, og bar margt þar fyrir
augað. Nokkrir menn hafa þar
fasta atvinnu við eftirlitið með
mótorunum, sem eru hin dásam-
legasta smiði, en þurfa nákvæmt
eftirlit, eftir eina 50—100 tíma
notkun, og kosta þeir af nýjustu
gerð með 100 hesta afli þetta 10
—15 þús. kr. —
Síðan iklæðist Sigurjón flug-
mannafötum, eru það hlýjar og
nærskornar yfirhafnir með hjálmi
á höfði og andlitsverjum, því gust-
kalt er ávalt, þegar upp kemur,
enda þótt logn sé, þareð farið fer
þetta 100 km. á klst.
Rennur nú flugvélin fram úr
skýlinu fram á völlinn, og er mó-
torinn reyndur hvort alt sé með
feldu. Síðan stigur flugmaður upp,
Foltmann liðsforingi og þá Sigurjón.
Situr hann i stafni framan við
flugmann og ber höfuðið hátt.
»Heill þér, sem ríður á vaðiða,
hugsum við er höfðum tryggari
grundvöll undir fótum, og fundum
þó til þess, að eigi myndi það
hæfa, að láta það uppi við flug-
menn, þá er nærstaddir voru, að
okkur fyndist meira til um ferðir
Sigurjóns, en gengi hann á sléttri
»Löngu-línu«.
Rennur nú vélin eftir vellinum
og lyftist, hoppar og skilur síðan
fyslétt við jörðina, en gjósturinn
aftur undan er'sem stinnasta fjalla-
kast að vindmagni.
Hringar flugmaður sig nú í loft
upp í stórum sveiflum, eins og lóur
á haustdegi, og er óðar en varir
kominn á hæð við Esjubrúnina.
— Pykir Sigurjóni nú viðsýnt, sér
Amager alla út um sund og inn
yfir borgina. Er þá ber yfir sundið
var það spaugilegt að sjá skipa-
krílin skriða þar um og sjófugla
á flökti langt fyrir neðan.
Um svima er ekki að tala. Skyldi
það eigi geta verið vegna þess að
tilfinningu manna er svo ofboðiö
að menn ósjálfrátt líta á hæðahlut-
föll með öðrum mælikvarða en
meðan menn eru við viðloða við
fastan grundvöll. — Svífa þeir
siðan inn yfir Höfn og hátt uppi,
og ber bæjarmökkinn á milli svo
við sjáum þá ógreinilega.
Þarna uppi i deplinum sat Sig-
urjón í stafni, kominn þetta, og
svipstund síðan hann var hérna á
vellinum.
Að 45 mín. liðnum ber þá aftur
yfir völlinn. Stöðvar flugmaður þá
mótorinn og ber þá óðfluga niður
Engar líkur eru til að kostnað-
urinn fari fram úr því sem var
siðastliðið súmar, því ýmsir kostn-
aðarliðir voru, fyrir sérstaklega ó-
hentuga aðstöðu þar. T. d. flutn-
ingur á ostunum á milli búanna.
Aftur eru líkur til, að hann í
framtiðinni geti lækkað talsvert.
Sé nú þetta verð borið saman
við það verð, sem eru á smjöri
og skyri alment nú, eða var sið-
astliðið sumar, sést það glögt, að
ostarnir lofa talsvert meiru. — Úr
hverjum 100 lltrum af sauðamjólk
fæst að meðaltali:
7 kg af smjöri kr. 42,00
25-------skyri — 15,00
65-------sýru — 1,95 kr. 58,95.
Kostnaður við
aðskiljamjólkinakr. 1,00
Kostnaður við
smjörgerð . . — 4,00
Koslnaður við
skyrgerð . . . — 2,00 _ 7,0©
Eftir kr. 51,95
Sé undanrennan notuð heima
og með henni spöruð kaup á sykri,
rúgmjöli og haframjöli i jöfnum
hlutföllum fást að eins 50 aurar
fyrir hvert kg af nýmjólkinni.
Nú er aðgætandi, að þetta smjör-
verð getur ekki staöist samkepni
við smjörlíki, þegar greiðist um
flutninga og viðskifti, en horfur
mjög góðar með sölu á gráða-
ostinum.
Þrátt fyrir það, þó sendingin til
Ameríku mistækist að sumu leyti,
segir þó kaupandinn í niðurlagi
bréfs síns:
»Það er nóg þörf hér í þessu
landi fyrir alt það, sem þér getið
framleitt af osti þessum, það skiftir
engu hversu mikið þad er. (This
cheese can be used in this country
in any quantity that you can produce,
it makes no difference how much).
Letur-breytinguna hef eg gert til
þess betur að sýna hve það er
á við. Væntanlega er óviðfeldnast
viðvaningum að svifa hátt úr
lofti til jarðar. Er þeir voru eina
20 faðma í lofti setur flugaður
mótorinn í gang í svip til þess að
hafa stjórn á lendingunni, og sest
fluglétt á völlinn hjá okkur.
Á þessum 45 mín. höfðu þeir í
alt farið eins mikla vegalengd og
frá Reykjavík til Þingvalla og til
baka aftur. —
»Sæll Sigurjón. — Fannstu eigi
til strauma nýrra tima? Hugsaðirðu
ekki til að svifa yfir íslenskar
sveitir og Qallatinda?
Hugsaðu þér ef eg segði við þig
norður á Akureyri. Heyrðu, viltu
ekki skreppa fyrir mig til Reykja-
vikur einhverntíma fyrripartinn,
en þú verður að muna eftir því
að koma við í Borgarfirðinum í
annari hvorri leiðinni«.
V. St.