Tíminn - 19.04.1919, Side 4
104
TIMINN
lifa að mestu á grasi yfir sumarið,
en spiilvirkjar þykja þau í görðum
og ökrum. Hænan á 15—16 egg,
ungar optast út seint í maí eða
snemma í júní, og á haustin þeg-
ar »frýs upp« hér (í nóv. jafnaðar-
legast) er kjötið af ungunum 8 til
10 pd. (stundum alt að 14 pd. og
hanar 3 missira gamlir gera 20 pd.
af kjöti.
Það mætti margt fleira segja um
þetta. En eg býst við að það þyki
ekki skemtilegt aflestrar. Of mikið
matarbragð að því. En nú eru
allir mest að hugsa um matinn á
þessum síðustu og verstu timum.
Xðtlu-samskotm.
Það er furða hvað lítið hefir
heyrst opinberlega um ánægju eða
óánægju manna yfir aðferð þeÍTra,
sem er i ráði að beita til þess að
ná saman fé til þess að bæta
skaðan sem Kötlugosið orsakaði;
það er þó ekki af því að allir séu
svo ánægðir með þessa aðferð,
jafnvel þó allir séu að sjálfsögðu á
einu máli um það að sjálfsagt sé aö
bæta skaðann. En það má furðu
gegna að nokkrum skyldi detta í
hug að fara þá leið sem í ráði er
að ná féhu aðallega hjá samvinnu-
félögum og einungis af sauðfénu.
— Engum eyri af kúaeign eða
hrosseign. — Þar sem það er vit-
anlegt að fjölda margir selja alt
sitt fé utan við þau, og í annan
stað var það alls ekki komið alt
undir fjárfjölda manna hvað þeir
seldu mikið á síðastliðnu hausti.
Það fór mikið meir eftir heybirgð-
uin manna. Þessar mótbárur hafa
nú komið i blöðunum áður og
Qölyrði eg því ekki meir um þær.
En svo vildi eg benda á aðra leið,
sem margir telja mikið sanngjarn-
ari, og hún er sú að jafna þessu
niður á gjaldskyld lausafjárhundruð
á öllu landinu, og fá svo helst
sýslumenn til að taka við því með
þinggjöldum manna. Eg býst við
þeir myndu gera það og allir leggja
til sinn skerf með ánægju og eftir-
tölulaust.
Mér finnst forgöngumenn þess-
arar fjársöfnunar ættu að ihuga
það, að fremur hefir andað kalt
að þeirri aðferð sem þeir hafa
tíugsað sér þar sem hennar hefir
verið getið í .blöðum. En almenn-
ingur hafi þagað þá er það ekki
svo að skilja að það sé af ánægju
fyrir fjöldanum. — Getur verið
fyrir þeim sem ekkert láta þó þeir
hafi stórbú. — En hinir láta til
síu heyra þegar þar að kemur, og
væri þá ifia ef Qársöfnuninn færi
að miklu leyti í mola.
Kolbeinn Guðmnndsson.
Lausn frá prestakap hefir fengið
séra Sigfús Jónsson á Mælifelli frá
næstu fardögum. Hefir hann tekist
á hendur forstöðuna fyrir Kaup-
félagi Skagfirðinga.
Kveðjuorð
Baldvins Jónssonar á Grenjum
til húsfrú Jódísar Grímsdóttur
á Norður-Reykjum,
dáinnar 16. október 1918.
Þótt enginn geti um þitt lát
og aðrir gleymi þér,
fæ eg varla varist grát,
svo viðkvæmt er það mér.
Eg ætti að muna ástráð þitt,
er enginn sinti mér;
en þú tókst blessað barnið mitt
og barst það heim með þér.
Pú sem aldrei auraurn brást,
svo ör í hverri dygð;
þín handtök voru heit af ást
og hreinni móður trygð.
Ef allar dætur okkar lands
ættu slíka trygð,
þær mundu flétta fagran krans
um fósturjarðar bygð.
Þá mynd þín skín í minnis-laug
er mér það heilla-spá; —
eg sé þar glampa af geislabaug
guði sjálfum frá.
Ur skeytum.
— Sfjórnardeilunni i Danmörku
lauk svo að lántakan var samþykt
og Iögin um aukið vald stjórnar*
innar framlengt til septembermán.
— Frumvarp til alþjóða-atvinnu-
löggjafar hefir verið samið. Al-
þjóðaráðstefna verkamannafulltrúa
sambandsþjóða ráðgerð, ennfrem-
ur allsherjar leiðbeiningarskrifstofa
undir einni yfirstjórn í sambandi
við þjóðabandalagið.
— »Fjögra manna ráðið« sam-
mála um: Að varna eigi Þjóðverj-
um að hafa hernaðarstöðvar á
vestri bakka Rínar, né á 30 mílna
breiðu svæði austan árinnar, og
að Frakkar eigi að fá að starf-
rækja kolanámurnar í Saarhéraði.
— Hafnbannið upphafið á Pól-
landi, Eistlandi, Tyrklandi, þýzka-
Austurriki og hinum nýju löndum
Rúmeníu og Serbíu.
— Fullyrt «ð lagður verði auka-
skattur á einhleypa menn í Bret-
landi.
— Sambandsþjóðanefndin hefir
lofað Pólverjum aðgang að hafi,
og landamærin skyldu bráðlega á-
kveðin í samræmi við réttmætar
kröfur og þjóðernisskifting.
— Þjóðverjar hafa afhent banda-
mönnum 84 skip sem bera sam-
tals 600 þús. smál.
— Dregur nú óðum til sam-
komulags um bráðabirgðafriðar-
samninga. Ráðgerir Wilson að
hverfa heim um páska.
AY! Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Kréttir.
Tíðin. Góðviðri alla vikunameð
stirðnanda á nóttum, en sólbráð á
degi. Við Faxaflóa hvergi snjór
nema á fjöllum. í gær færðist átt-
in í norður og kólnaði.
Siglingar. G u 11 f o s s fór til
Ameríku, síðustu ferðina að sinni,
um siðustu helgi. B o t n i a kom
frá Höfn 16. þ. m. Sterling mun
hafa lagt af stað frá Höfn 16.,
hlaðin af vörum og fólki til
Austfjarða, kemur liingað norðan
um land. Borg koínin til Dan-
merkur, en Geysir hefir orðið
fyrir töfum í Englandi.
Mjóafjarðarprestakall er veitt
séra Þorsteini Ástráðssyni.
Lögreglnstjó»i8taðan á Siglu-
firði er veitt Guðm. Hannessyni
lögfræðingi á ísafirði.
Sóttvarnarlæknir hér í bænum
er skipaður David Sch. Thorsteins-
son, samkvæmt reglum þeim um
sóttvarnir, sem settar hafa verið og
áður hefir verið skýrt frá hér í
blaðinu.
Skírnishefti, eitt með þeim bestu,
er nýkomið út.
Snjóflóð. Aðfaranótt 12. þ. m,
um kl. 4 féll snjóflóð úr Staðar-
hólsfjalli í Siglufirði gegnt kaup-
staðnum. Tók það með sér síldar-
stöð, sem þar var á ströndinni, og
öll hús önnur, 9 talsins, nema eitt.
í þessu flóði fórust 9 manns. En
flóðbylgjan sem af ílóðinu varð
braut bryggjur og báta norðan-
megin Qarðarins og gjörði þar
usla í tunnuhlöðum svo tjónið
mun alls nema hundruðum þús-
unda. Var norðanblindhríð með
hörkufrosti á Siglufirði þessa dag-
ana, svo óhægt var um björgun.
Pó varð 7 mönnum bjargað, lítið
meiddum, úr bænum Neðri-Skúta,
sem flóðið hafði farið yfir.
Skömmu síðar féll annað snjó-
flóð á nesinu milli Siglufjarðar og
fljóta og kom á bæinn Engidal.
Þar fórust 7 manns. Tveir menn
urðu fyrir flóði í Héðinsfirði og
biðu bana. Á ísafirði féll flóð úr
fjallinu andspænis kaupstaðnum,
eyðilagði þar hús og drap nokk-
urar kindur. Á Seyðisfirði lenti
flóð á húsi sem fólk var flúið úr,
skemdi þar ennfremur mótorbát.
— Alls hafa 19 manns beðið bana
af snjóflóðum í vetur, og er hætt-
an mikil enn, því fannfergja er
mikil, éinkum á Austfjörðum.
Árni Pálsson bókavörður hefir
byrjað á að veita aímenningi til-
sögn og Ieiðbeining um lestur á
íslendingasögum, á háskólanum.
Ritar Árni í Morgunblaðið meðal
annars á þessa leið:
»TiIgangur minn er auðvitað sá,
að reyna að vekja og glæða nokk-
urn áhuga meðal hinnar yngri kyn-
slóðar á fornbókmentum vorum.
Smáskrijtir Varðans
færeyskt tímarit, kemur út árlega i
9 heftum. Flytur sögur, kvæði og
ýmsan fjölbreyttan fróðleik. Kostar
hér á landi 3 krónur árgangurinn.
Zingakrossir
færeyskt vikublað, blað sjálfstæðis-
mannanna. Kostar hér á landi 6
krónur árgangurinn.
Ritstjóri Timans tekur á móti
pöntunum hvors tveggja ritsins og
annast útsending.
Kaflýsing hjá bændum. —
Mæling á vatni, upplýsingar um
kostnað og annað er lýtur að raf-
stöðvum stórum og smáum önn-
umst við.
Skrifið okkur og biðjið um upp-
lýsingar. Við svörum tafarlaust.
H.jf. Rafmagnsfélagið Hiti og Ijós.
Vonarstræti 8. Reykjavík.
Eg hygg að það væri ekki alveg
einskisvert, ef sú tilraun gæti
hepnast að einhverju leyti. Mér er
nokkuð kunnugt um bókmenta-
smekk almennings hér í bænum,
því að eg hefi gott tækifæri hér á
Landsbókasafninu til þess að kynn-
ast því merkilega fyrirbrigði. Mér
er óhætt að fullyrða, að ef lesin
er ein íslendingasaga á lestrarsal
safnsins, þá eru um leið lesnir tíu
»eldhúsrómanar«, og þeir oft af
lökustu tekund. Slíkir höfundar
sem Sylvanus Cobb, Garvice, Hope
o. s. frv. eru nú að byggja hinum
gömlu íslensku snillingum út úr
þeirra eigin föðurlandi. Og þó á
almenningur nú kost á óvenjulega
ódýrum og handhægum útgáfum af
sögunum, svo að ekki er því um
að kenna, að ekkí náisl til fornrit-
anna.«
Hrossasala. Sýslufundur Skag-
firðinga nýafstaðinn samþykti eftir-
farandi áskorun um hrossasöluna:
1. Sýslunefndin skorar á lands-
stjórnina að halda áfram yfir-
umsjón á útsölu hrossa og út-
flutningi þeirra á komandi
sumri.
2. Aidurstakmark og stærð útsölu-
hrossa til Danmerkur telur
sýslunefnd að sé heppilegt sem
líkast því er var síðastliðið ár.
3. Sýslunefnd álítur það hagan-
legra, að hrossin séu tekin á
skip hér við Norðurland, helst
á Sauðárkróki að öðrum kosti
á Akureyri.
4. Ennfremur felur sýslunefndin
landsstjórninni að leitast fyrir
um sölu á undirmálshrossum
t. d. við Englendinga og aö sjá
um útflutning þeirra ef viðun-
andi verð fengist fyrir þau.
Ritstjóri:
Trygffvl þórhallssoB
Laufási. Simi 91.
Prentsmiðjan Gutenberg