Tíminn - 07.06.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.06.1919, Blaðsíða 2
198 T í M 1 N N Ætlar stjórnin þá lengur að humma þelta fram af sér, ef landlæknir fæst enn ekki til að gera neitt? *> Frarmtið heimiiisiðnaðar á íslandi. Eftir Halldóru Bjarnadóttur kennara á Akureyri. Ritgerðin verðlaunuð af Heimilisiðnaðarfélagi Isiands. Það er skoðun sumra manna, að heimilisiðnaðurinn eigi engan rétt á sér í framtíð þessa lands, hann eigi að detta úr sögunni og muni líka gera það innan skams. Stóriðnaðurinn, sem menn búast við að rísi upp í skjóli fossanna, muni ryðja sér til rúms og alger- lega útrýma heimilisiðnaðinum. Án efa eflisl vélaiðnaðurinn á næstu áratugum, en hann þarf ekki og mun ekki gera heimilisiðnaðinn óþarfan, heldur þvert á móli að mörgu lpyti styðja hann. Eins og hér hagar til um strjálbygð og erfiðar samgöngur, er landið fyrir- taksvel fallið til heimilisiðnaðar, enda á hann sér svo djúpar rætur í huga og hjarta þjóðarinnar, að ekki er hætt við, að hún afneiti svo sjálfri sér, að hann leggist niður, til þess er þjóðin of listelsk og fjölhæf í eðli sinu. Enda væri það hrópleg synd að iáta hinn ein- kennilega og fagra íslenska heim- ilisiðnað niðurfalla, því hann er ein af lifæðum þjóðarinnar; týni þjóðin heimilisiðnaði sínum, týnir hún um leið að nokkru leyti sjálfri sér, hann er einn liðurinn í þjóð- erni okkar, óvirðum við hann eða metum hann einskis, er það sama sem við virtum að vettugi tungu vora eða bókmentir. Það er göfugt Jóhannes Kjarval málari. Flestir íslendingar munu kannast við nafn hans, vita að hann er ungur listamaður, enn á framfara- skeiði, og að um hann gera marg- ir menn sér miklar vonir. Jóhannes er mikill vexti, því nær 3 álnir á hæð, og fornmanna- legur í útliti. Líkur íslensku fjalli á baksvipinn. Hann er fölur í and- liti, nokkuð stórskorinn, hárið mikið, dökt, ekki hrokkið. Hann er oftast nokkuð þungbúinn og hugsandi, röddin djúp og skýr. Jóhannes er drengur hin besti, háttprúður og lilýr í viðmóti. Kjarval er fæddur í Meðalland- inu, en er uppalinn í Borgaríirði eystra, og mun hið fagra og ein- kennilega landslag þar, hafa átt sinn þátt í því að vekja hina með- fæddu listhneigð hans, þegar á unga aldri. Virðist jafnvel enn þá mega rekja feril þeirra áhrifa í verkum hans. í fyrsta hefti Tímairits ísl. saMOLviaiiiítt- félag-sEi þ. á. er sagt hvað Gránufélagið vantaði til að verða varanlegur þáttur í íslenskri verslun, og að hér á landi studdist Jakob Hálfdánarson við Thyggva Gunnars- son á sama hátt og Rockdale-frumherjarnir bygðu á reynslu Roberts Owens. Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Aígreiðsla Skólavörðustíg 25. Sími 749. merki þjóðrækni okkar og mann- dóms á umliðnum öldum fátæktar og niðurlægingar, að jafnan var framleitt margt fagurt og nytsamt af iðnaði í lándinu; það ber þjóð- menjasafn okkar vott um. Við aukum manngildi okkar og eflumst að áliti í eigin augum, ef við hlynnum að heimilisiðnaðinum og göfgum hann, og við öílum okkur ekki síður álits annara þjóða, þvi þær virða heimilisiðnað mikils flestar og harma það mjög, séu vélarnar búnar að hremma hann aigeriega, og gera sitt ýtrasta til að efla hann að nýju. Mentaðir út- lendingar dást að íslenska heim- ilisiðnaðinum og láta það vera sitt fyrsta verk að skoða þjóð- menjasafnið grandgæfilega, er þeir koma tii Reykjavíkur. heir skilja líka flestir betur þá menningu, sem þar blasir við þeim en þá, sem birtist þeim 1 tungunni og bók- mentum. Þeir finna og til þess, líklega meira en við sjálf, hve mjög hinn þjóðlegi blær er að hverfa af hibýlum okkar og búnaði, og þeir eggja okkur óspart á að láta ekki svo fara. Auk þess sem þegar er talið heimilisiðnaðinum til gildis, getur hann, ef réft er á haldið, að stór- um mun aukið efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar, bæði með því að draga úr innflutningi á þeim vörum, er framleiða má í landinu og á hinn bóginn með því að heimaunnar vörur yrðu fluttar út.1) Þó er enn ótalið mikilvægasta atriðið í þessu máli, það* eru hin siðferðislegu áhrif, er heimilisiðn- aðurinn hefir á þjóðina. Öllum sem ant er um framtið æskulýðsins, otbýður iðjuleysið, er sífelt fer vaxandi í kaupstöðum og sjóþorpum á vetrum, einkum hjá þeim, sem stunda alvinnu á sumr- 1) Heimilisiönaöarfélag Noregs, sem árið 1916 hafði starfað í 25 ár, hefir á þessum árum selt ýmsan heimilisiön- aö fyrir liðugar 4 miljónir króna. Er. um helmingur af því fé vinnulaun, er komiö hefir mörgum fátækling aö góðu haldi, bjargað þeim frá sveil og gert þá efnalega sjálfstæða. um. Af iðjuleysinu leiðir eins og allir vita, margt ilt: peningaspil, búðarstöður, göturáp, leiðindi, að maður ekki nefni annað verra, þeir iðjulausu lefja þá sem eitt- hvað vilja gera o. s. frv.1) Heimilunum stendur hið mesta tjón af öllu þessu iðjuleysisráfi, en það er kunnara en frá þurfi að segja að fari heimilislífið forgörð- um, er stefnuieysi og strand fyrir dyrum. Alt sem verndar og stjrrk- ir heimilislífið verður því að telj- ast þarft og þess vert að hlynt sé að því. Nú er það alkunnugt, að fátt er betur fallið til að bæta fé- lagslífið á heimilunum en einmitt heimitisiðnaðurinn. Það munu flest- ir játa, að þeir hafi góðar og geð- feldar endurminningar frá æsku- árunum um samvinnuna inni á vetrum og hin sameiginlegu áhuga- mál er henni fylgdu/ Oft voru menn þreyttir við þessi störf, en það var gaman að keppa að sam- eiginlegu marki og finna með sjálf- um sér, að takmarkið var þess vert að kept væri að því. Þessi samvinna bindur mann við mann, hún bindur inann við heimilið og við liéraðið. Svo sýnist sem ung- lingar úr þeim4 héruðum, þar sem heimilisiðnaður er enn starfræktur uni sér betur heima, eða sæki 1) Þegar talaö er um heimilisiðnað liugsa menn oftast aðallega um sveit- irnar, enda er þar langmest framleitt,. en eins og nú hagar til meö mannfæð í sveitum og mannfjölda í kaupstöð- um, ætti ekki siður aö mega gera ráö fyrir hcimilisiðnaði þar. Áriö 1914 voru af 87 þúsundum landsbúa 34 þúsundir búsettar i kaup- stööum og kauptúnum. Eins og gefur að skilja hefir fólk þetta flest föstum og ákveðnum störfum að gegna, en marg- ur maöurinn mundi þó geta gefið sig talsvert aö heimilisiðuaði og gerði þaö líka, ef hagkvæm fræðsla væri fyrir hendi, hægt um vik aö ná i áhöld og efni og arðvænlegur markaður væri annarsvegar. Fátæktin* hefir verið fylgikona margra góðra íslendinga, og hún hefir heldur ekki vanrækt Kjarval enn sem komið er. En hann hefir barist áfram með óvenju dugnaði og þrautseigju. Hann sigldi til Kaupmannahafnar árið 1911, komst nokkru síðar á listaháskólann þar, 'og hefir nú lokið þar námi. Vorið 1915 giftist hann ágætri danskri konu Tove að nafni, sem nú er orðin alkunn skáldkona. Þau hafa eignast 2 börn sem bæði eru á lifi, Síðastl. vetur hafði Kjarval sjálf- stæða sýningu í Kaupmannahöfn, og hlaut ágæta dóma góðra list- metenda. þar. Nú er hann kominn heirn eftir langa útiveru, og ætlar að ferðast hér á landi í sumar til að mála. Undanfarna daga hefir hann sýnt nokkur af málverkum sinuin. Bera þau þess vott, að sú trú, sem margir höfðu þegar í byrjun á listgáfu hans, ætfar fullkomlega að rætast. Kjarval er einskonar tónskáld í litum, málverk hans eru einkenni- leg og æfintýraleg, hann syngur hinni dularfullu fegurð lof með pensli sínuin. í því er frumleikur hans mest fólginn. »Jónsmessunólt« heifir stærsta myndin á sýningu Kjarvals. Sýnir hanri þar einskonar undrageim, þar sem vættir og verur halda hátíðaleik rnikinn á láði og i lofti. Þar er djTpt og ' gegnsæi loftsins náð svo vel, að sú mynd mun að því leyti ekki eiga inarga sina líka. Aftur á móti þykir mér, verurnar vera óþarflega líkar öðrum »mo- derne« myndum, og álit eg að Kjarval hali þar komið of nærri eldi þeim, sem svíður af broddum frumleikans. »Stríðshugmynd« þykir mér ein af allra bestu og fullkomnustu myndum Kjarvals. Það eru stór- fengilegar borgarrústir, hálfhuldar í blóði, járni og eldi. En jafnvel þessar ógnir eru sýndar með æfin- týrablæ og fegurðarhjúpur dreginn yfir skelfing raunveruleikans. Tvær myndirnar heita »Huldu- fólk«. Önnur þeirra sýnir feikna múg af huldufólki, sem streymir að voldugri kirkju eða álfamusteri. Hin sýnir einnig huldufólksskara mikinn er líður inn í álfhamra. Þessar myndir eru báðar mjög fagrar. Hin fyrri að línum, hin síðari að litum. Þá er »Þoka« einkennilega fín og listilega gerð mynd, þar sem hulduklettar sjást mara í dún- mjúkri dalalæðu. »Fossharpan« er einskonar út-( skýring á hinni gömlu fögru hug- mynd um það, að fossaniðurinn sé hörpusláttur eða söngur hamra- disarinnar eða fossbúans. Þessi hugmynd þykir rnér ekki sýnd i eins glæsilegum búning og margt annað eftir Kjarval. Litirnir eru að vísu fagrir en teikningin ekki að því skapi létt og lipur. »Fortíð« og »í öngum« eru á- gælar táknmyndir, og svo »plas- tiskar« að hverjum myndhöggvara gæti verið sómi að. Enn fremur vil eg nefna myndir eins og »Gamla höfnin« með regn- bogann og »Örvænting«, þar sem loftið sýnist vera þrungið af blóð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.