Tíminn - 07.06.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1919, Blaðsíða 4
200 TÍMINN griða var að vænta, ef straumur- inn hefði legið þar að landi. Skal nú fyrst skj'rt frá veður- áttunni á fyrsta mánuði á"rsins. Janúar 1919. Árið byrjaði með liægri austan- átt. Ýmist þýðviðri eða væg frost á láglendi og með ströndum fram. Fram til fjórða janúar var 2—3 stiga hiti í Færeyjum, á Austur- landi og á suðurstönd landsins. Á Norðurlandi var veður þá stilt og bjart, frost kæli nokkurt, en þó mild veður. En á Grímstöðum var frostið að aukast 3. janúar, þá orðið 10 stig, og hækkaði fremur næstu daga. Tveim dögum síðar var 2 stiga frost í Færeyjum og norðanátt. 6. jan. var grátt í lofti og þungbúið á Akureyri. Undir kvöld var byrjað að hríða á öllu Norðurlandi. Næsta dag var mikil hríð nyrðra og kuldinn 4—5 stig. En á Suðurlandi var þá heiðríkt, og öllu frostmeira, nema í Vestm.eyj. Á Grímsstöðum var frostið 16 stig þennan hríðardag, og lækkaði að eins lítið eitt tvo næstu daga. En þá var þó þessu hreti slotað. Næsta hitabylgja byrjar í Fær- eyjum 9 janúar. Var þá þar hér- umbil 5 stiga hiti daglega í því nær viku, eða til hins 18. s. m. Alla þá daga var þar sunnanátt eða austan. Fyrri hluta þessarar viku var vægt frost og hæg norð- anátt allstaðar á íslandi. En 13. jan. en hlákan komin til Suður- lands um morguninn með hérum- bil 2 stiga hita og frostið á Gríms- stöðum fallið úr 8 niður i 3 stig frá því daginn áður. Sama kvöldið náði þíðvindið til Norðurlands og hélst í fjóra daga. Hinn 18. var því nær frostlaust í Færeyjum en logn bæði þar og víðast hvar á íslandi, nema á Grímsstöðum. Þar var 9 stiga frost, og jöklagola sunnan af öræfunum. En þann dag var meira en 2 stiga hiti i Vestmannaeyjum. Ekki varð meira úr því hretinu. Nú byrjaði nýtt góðviðristímabil sem stóð frá 20. til 25. jan. Stöð- ug hlýindi og sunnanátt. í Færeyj- um varð hitinn aldrei meira en 7 stig þessa daga, en á Seyðisfirði rúmlega 11 gráður þegar heitast var. En daginn eftir, 23. jan. var komið frost á Grímstöðum en þíð- vindi hélst annarstaðar á landinu; hlýrra á Norðurlandi heldur en sunnan öræfanna. Sunnudaginn 26. janúar var kominn norðanátt, hörku-stórhríð bæði hvöss og köld. Stóð sá bilur i rúman sólarhring. Næstu daga var hæg norðangola f Færeyjum og rétt við frostmark en 7—9 stiga frost í sveitum á íslandi. En á þriðja degi eftir að hretið byrjaði hafði sunnanáttin aftur náð yfir- tökunum og skiftust á blíðviðri og mildir frostdagar það sem eftir var mánaðarins, nema á Grimsstöðum. Þar var frostið jafnan 5—8 stig þessa daga. Póstpnpriar m DalasjÉ. í 18. tölublaði »Tímans« þ. á. er stuttlega skýrt frá því, að póst- leið frá Borgarnesi til ísafjarðar breytist. Þar með er lögð niður póstleið um endilanga Dalasýslu, en í þess stað farið vestur Strandir. Eg sem Dalasýslubúi get ekki látið ómótmælta þessa ráðstöfun póststjórnarinnar, það ranglæti sem vér sýslubúar erum beittir, og þá afturför sem í þessu liggur. Þessi gagngera breyting hefir komið mönnum hér mjög á óvart, því að um þetta mál hefir ekki heyrst neitt fyr en að það var ákvarðað. Nokkrum hefir farið líkt og Njáli, er hann frá að Fórður Leysingason hefði víg vegið. Það hefir orðið að lesa þeim þrisvar fréttina, svo ótrúleg virtist hún. Hvað veldur þessum ráðstöfun- um póststjórnar? Mér kemur ekki í hug önnur úrlausn en sú, en að það eigi að spara fé fyrir póstsjóð. Virðist mér það þó efunarmál. Póstur frá Stað til ísafjarðar mundi síst þurfa minna endurgjald en sá póstur hefir sem nú fer milli Búðardals og Isafjarðar. Þá kæmi til sparnaðar nokkuð af því gjaldi er póstur frá Borgarnesi til Búðar- dals hefir nú, en töluvert yrði af því tekið, þá búið er að greiða fyrir Dalasýslupóst norður að Stað og þaðan aftur til Búðardals, svo fjársparnaður virðist mjög lítill eða enginn. Það sýnist heldur ekki góð til- högun, að póstur vestan úr Stykkis- hólmi hafi hestakost þaðan til þess einungis, að flytja Dalasýslupóst til Búðardals frá Stað, sem svarar þriðjungi af leiðinni. Með öðrum orðum fari með hestana lausa alla leið norður og tvo þriðjunga af baka leið. Hvernig sem á þetta er litið, virðist það vera varhugaverð ráðstöfun. f*essi póstleið, sem nú er verið að leggja niður, að nokkru leyti, mun vera með elstu póstleiðum á landinu, liggur um þéttbýl og fjöl- farin héruð og er sú leiðin, sem er beinust. Ólíkum mun lengri sú Ieið, sem nú er tekin, illa veguð og strjálbygðari héruð. Auðvitað þurfa þau héruð engu síður sam- göngubóta, en því þá ekki að bæta við póstleið um Strandasýslu og láta póstleiðina hér standa. Pað ætti betur við nú á tímum, en að taka svo stóra afturkippi í samgöngu- bótum eins og hér er áformað. Póstleiðinni um endilanga Dala- sýslu á að kippa af okkur alt í einu án þess nokkuð komi í staðinn. Eftir verða að eins aukapóstar, sem fara um lítinn hluta héraðsins. Vér gætum alt eins búist við, að þeir verði látnir hætta með vetri komanda og yrðum litlu óánægð- ari en nú. Eins og póststjórn er eflaust kunnugt, er vatnaleið hingað lok- uð öllum vetrum vegna ís og illra hafna, svo að það er mjög sjald- gæft, að bátaferðir séu á Hvamms- I Raflýsfng lijá bændum. — Mæling á vatni, upplýsingar um kostnað og annað er lýtur að raf- stöðvum stórum og smáum önn- umst við. Skrifið okkur og biðjið um upp- lýsingar. Við svörum tafarlaust. H.jf. Rafmagnsfélagið Hiti og Ijós. Vonarstræti 8. Reykjavík. fjörð og Gilsfjörð frá því snemma í desember til aprílloka, og munu fá héruð landsins vera öllu ver sett með þær samgöngur en vér Dalasýslubúar. Ekki getur póst- stjórn borið þær samgöngur fyrir, sér til málsbóta. Örðugar finst mér samgöngurnar hafa verið, en þó tekur nú svo út yfir, að vér getum ekki svarað bréfseðji til annara landshluta fyr en eftir mánuð. Virðist liggja næst, að Dalasýslu- búar verði sjálfir að annast um sínar eigin póstgöngur, til þess að verða ekki útitokaðir frá öðrum landshlutum. Pví um líkar eru fyrstu ráðstaf- anir póststjórnarinnar, eftir að Is- land er orðið sjálfstætt og full- valda ríki. Erum vér skyldir, að þola þær ráðstafanir? J(iðdœlingur. Döinm 19. maí. Vorið að koma með gróður; miðar þó hægt. Hlýjast nú síðustu dagana. Skepnur ganga misjafnlega undan, og er mest kent um vondu fóðri. Kemur lítið undir ærnar, víða, og því óvíst uiij lambahöld, nema með því betri tíð. ís lá á Hvammsfirði til 10. maí, þá tók hann burtu, að kalla í einni svipan. í snjóflóðinu á Leikskálum fórst 110 fjár (helmingur fjárins á bæn- um). Húsin hrundu alveg og viðir brotnuðu, nærfelt helmingur af túninu stórskemdist af grjóti og leðju, sem var í flóðinu. Snjóflóð hefir ekki komið þarna að ráði, í manna minnum, fyr en nú. Það er ekki rétt, sem Tíminn segir, að þetta sé fyrsta snjóflóð i Dölum, 14. nóv. 1884 féll flóð á bæinn Hlíðartún (í Sökkólfsdal) í Miðdölum og fórust þar 5 manns, en nokkrir komust lífs af. Óánægja mikil og undrun er hér manna á meðal út af póstleiða- breytingunni. Mætti langt mál rita um það, hvílík fjarstæða það er, að láta póstinn ganga um Stranda- sýslu til ísafjarðar, en sleppa hinni ágætu póstleið um Dalasýslu. — Þessi ráðstöfun er eitthvert hið ein- kennilegasta fyrirbrigði í samgöngu- málunum nú á seinni tímum. Uppboð nokkur hafa verið haldin hér. Verð á kúnni þar 500—600 krónur; sumar enn dýrari. — Ær seldar á 65—80 kr. hver, og stöku dýrari. Baldvin Einarsson a'rtýílj asmiður. Laugaveg 67. Reykjavík. Sími: 648 A. » Nýkomin Harmonium-musik í Hljóðí'æraliús Beykjavíknr, send gegn póstkröfu um land alt. Úrvalslög eftir Grieg I. II. III. hefti á 2,00. The harmoniumplayers recrea- tionsbook 198 úrvalslög I. II. III. hefti á 3,25. Harmoniumalbum með 150 Iög- um, safnað eftir Eyv. Alnæs, I. II. III. hefti á 3,25. Hjemmets Bog 4 hefti 100 lög fyrir harmonium kr. 2, áður komið út 1. 2. 3. hefti á 1,90. Otto Malling: Kirkeaarets Festdage 12 orgelpostludier fyrir harmonium kr. 2,75. Sama fyrir orgel og Pedal 1., 2. hefti á 2,50. Gade: Festlig Præludium yfir: »LoIið vorn drottin«, fyrir orgel og harmonium kr. 1,40. Walthers Album fyrir Normal harmonium (viðskrifuðu registri) kr. 2. Sarna, otte danske Melodier for Nor- mal harmonium kr. 1,85. Joh. S. Svend- sen: Andante funebre for orgel kr. 1,10. Hartmann: Sorgemarch (Thorvaldsens) kr. 1,20. Barnekor 50 Præludier kr. 2. Jung: 40 orgelstykker for harmoniura kr. 2,10. H. Amberg: Ni smaa orgelstykk- er kr. 1,30. Ch. B. Hansen: 15 smaa Melodiske Etuder for harmonium eller orgel kr. 1,75. Gebauer-Attrup: Lætte orgelpræludier til alle Son- & Hellig- dage kr. 2,75. Attrup: 40 Præludier kr. 1.75. Sami: 20 nye Præludier kr. 1,50. Sami: Modulationer for orgel eller Piano kr. 2,75. Federhof-Mollers orgel- harmoniumskole fyrir byrjendur kr. 2,35. Walthers harmoniumskole med Dvelsestykker kr. 2,85. Album með 11 nýustu danslög fyrir harmonium kr. 3. Mu8Ífeteori (hljómfræði) eftir Julius Foss organista (í sterku bandi) kr. 3.75. 1. flofefes Piano, Guitarar, Fiðlur »á lager«. Harmonium af ýmsum stærðum »á Iager« frá hinum velþektu verlc- smiðjum Petersen & Steenstrups í Höfn. — Öllum fyrirspurnum svarað um hæl. Sími 656. Símn.: Hljóðfæraliás. Ritföng: í bókaverslun undirritaðs eru og verða framvegis ávalt fyrirliggj- andi nægar birgðir af allskonar ritföngum, (allsk. pappírteguudnra, umslögnm, bleki o. þ. h.) Alt selt lægsta verði sem mögu- Iegt verður, og hvergi ódýrara. Virðingarfylst Pétur Jóhannson Breiðabliknm. Seyðislirði. Bsekwr og ritföng kaupa menn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Ritstjóri: Tryggvl Pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutentóerg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.