Tíminn - 14.06.1919, Page 1

Tíminn - 14.06.1919, Page 1
TÍMINN að minsta kosti 80 blöð á ári, kosiar 5 krónur árgangnrinn. AFGREIÐSLA i Ragkfaoik Laagavtg 1S, simi 2S6, út um land i Laufád simi 9í. III. &r. Rcykjavík, II. júní 1919. Erlendar íiármá Sá múrinn sem lirundi í mið- sumarblíðunni 1914, verður ekki auðveldlega endurbygður. Það hefir mai'gt drifið á daga mannkynsins, síðan þá. Á fjölmörgum sviðum virðist stefnt inn á njrjar brautir, og þær sumar ærið geigvænlegar. Ein brejdingin er það, að Eng- land byrjar nú að girða sig með tollmúrum. Það hafði um meir en 2/s hluta aldar verið forvígisstöð frjálsrar verslunar. Og af því höfðu fjölmargar þjóðir einkum hinar smærri, notið góðs. Nú er fokið í það skjólið. Nýlt tollverndunar- tímabil virðist vera í aðsigi. Vernd- artollar skapa óeðlilega verðhækk- un. Og fyrir þjóð eins og okkur, sem flytjum mikið inn, í tiltölu við efni, er verndartollur í ná- grannalöndunum sama sem n5rr skattur á þjóðina. Bretar láta nýlendur sínar njóta hlunninda fram yfir Bandamenn, hvað þá aðrar þjóðir. Veldur þetta tvöfaldri óánægju, Allur almenn- ingur í Englandi, og þá ekki sisl samvinnumenn, mótmæla harðlega þessari stefnu. Vila að efnaminni stéttinar verða þar fyrir hallanum, en aðallinn og stóriðnaður, höfð- ingjarnir, njóta auðsins. Samvinnu- flokkurinn enski mun berjast harð- lega móti tollaverndinni. í annan stað eru Bandamenn Breta, einkum Aineríkumenn, hvergi nærri ánægðir með að vera hálf lokaðir úti frá breskum markaði. Er meir en lítil kepni undir niðri milli þeirra frændþjóðanna. Þykir Bretum nóg um það, að Banda- ríkjamenn eru nú orðnir forustu- þjóð á flestum sviðum, bæði í framleiðslu, iðnaði, verslun, fjár- málum og siglingum. Meðan kaf- bátarnir hrjáðu kaupskipaflota Breta, bygðu Bandaríkjamenn gríðarmikinn verslunarflota, fjölda skipa, nákvæmlega af sömu gerð og slærð. Verkskifting við smíðina var á hæsta stigi. Óteljandi verk- smiðjur, sín á hverju landshorni, smíðuðu hver sinn litla hluta af skipum. Með þessum hætti mátti heita að stjórn Wilsons stappaði skip upp úr jörðinni, svo hraðfara var þessi smíð. Þá áttu Þjóðvérj- ai' fjölda skipa í Bandaríkjahöfn- um, þegar >stríðið skall á. Verða þau öll kyrsetl þar. Með þessum hætti standa Bandaríkjamenn nú þjóða fremstir í siglingum. Er mælt að þeir flytji t. d. kol til Ítalíu og liafi heitið að verða jafnan undir lægsta boði Breta. í annan stað hafa Bretar bannað um stund inn- flutning á ýmsum Ameríkuvörum. Telja þeir sig gera það til að jafna metin. Ef stöðugl er flutt inn til Englands vestan um haf, verði um síðir ekkert til að borga með þær bolnlausu, sí vaxandi skuldir við Ameríku. Þykir þeim litil bú- menska af frædnum sínum vestra að styggjast við, þótt eigi sé aukin skuldasúpan að þarflausu. En þessi dæmi sjrna, hve grunt er á vin- skapnnm með þessum frændþjóð- um, er til verslunarkepninnar kemur. Þá þykir Evrópuþjóðunum mik- ill vágestur fyrir dyrurn, þar sem eru hinir voldugu matvælahringar Bandarikjanna. Öllum hér á landi mun kunnugt um hinn ramma ameríska steinolíuhring, sem ræð- ur yfir miklurn hluta af olíufram- leiðslu heimsins og skapar verðið eftir eigin geðþótta. Nú á stríðs- árunum hafa Bandaríkin verið matvælabirgi Norðurálfunnar. Auð- menn þar og auðfélög sjá sér leik á borði að sameinast, gera maivœla- hringa og kúga alla alþýðu um gjörvallan heim. Þykir þetta fyrir- brigði eitt hið ægilegasta sem nú er að gerast. Koina aíleiðingar þessara samtaka jafnskjótt í Ijós, og ríkin sleppa eftirliti með mat- vælaversluninni, enda má heita að hver vörutegund hækki þá bæði af þessari ástæðu og fyrir álagn- ingu milliliðanna. Hvað verður ráð við þessum ósköpum? Sennilega það eitt, að ríkisstjórnirnar hafi áfram hönd í bagga með verslun- inni, að miklu meira leyti en var fyrir striðið. í Englandi er nú efst á baugi sú slefna, að ríkið kaupi og starfræki allar kolanámur lands- ins. Sömu leið fara járnbrautirnar þar í landi, sem allflestar voru eign gróðafélaga. Þar sem nú situr að völdum slerk auðvaldsstjórn í Englandi er auðsýnilegt, að öfgar hins eldra fyrirkomulags hafi verið ærið miklar, úr því að eigi var betur fram gengið í vörninni. Eftir öllum veðramerkjum að dæma, mun auðvaldshringunum og frjálslyndu flokkum allra landa lenda saman í úrslitaglímu fyr en varir, út af yfiráðum verslunar- innar. Morkilepr ðérnnr. Nýlega heíir verið kveðinn upp í yfirdómi mjög merkilegur dómur. Drög málsins eru þessi: Magnús Th. S. Blöndahl fyrv. alþm. kom vestan um haf ekki endur fyrir löngu. Hafði með sér töluverðan flutning, sem að sjálf- sögðu var rannsakaður. Kom í ljós við þá rannsókn, að í kassa einum, sem honum var merktur, voru nokkrar flöskur af áfengi. M. Bl. viðurkendi að kassi þessi væri í farangri sínum, en hann ætti hann ekki sjálfur. Heí'ði maður vestra hringt til sín í síma og beðið sig að taka af sér þennan kassa, til nafngreinds manns hér í bænum, og hefði hann, o: M. Bl., ekki vitað hvað í kassanum var. Maðurinn sem kassinn átti að fara til, samkvæmt skýrslu M. Bl., kveðst ekki hafa átt von á nein- um slikum kassa. Kannast ekki við að það sé líklegt að maður með því nafni sem M. Bl. nefnir, geti hafa sent sér kassann, en ef til vill annar með svipuðu nafni. Málið kemur fyrir Jóhannes Jó- hannesson bæjarfógeta í Reykja- vík. Hann dæmir M. Bl. í 200 kr. sekt fyrir bannlagabrot. Málið kemur fyrir yfirdóm. Yfir- dómur dæmir M. BI. sjrknan að fullu og þar af leiðandi lausan við alla sekt. Alleiðingar þessa yfirdóms eru fyrst og fremst þær, að farþegi er ekki skyldur til að vita hvað hann flytur með sér i þeim sendingum sem hann er beðinn fyrir. í slík- um lilfellum geti verið um gáleysi að ræða sem ekki sé refsingarvert né sekta, með þessu sé ekki fram- ið bannlagabrot. Bannlögin segja ekkert sk)rrum orðum um slík tilfelli. En bæjar- fógeti mun hafa bygt sinn dóm einkum á þeim samanburði, að bannlögin láta skipstjóra bera á- byrgð á því ef áfengi er í skipum, þótt honum sé ókunnugt um það, sem enginn eigandi finst að, þar af leiðandi beri farþegi ábyrgðina sé áfengi í farangri hans. Standi þessi dómur yfirdórns ó- haggaður, eru þær afleiðingarnar sömuleiðis augljósar, að þeir sem fara með skipum, og flytja með sér áfengi í sérslökum hirslum, geta borið það að einhver erlend- ur liafi beðið sig fyrir. Áhætta er engin, nema sú að missa það sem ílutt er. Það er með öðrum orð- um liægt að gera hinar hörðustu tilraunir til lögbrota í landinu, með aðstoð þeirra sem fara til landsins, án þess að á því verði haft að neinu leyti. Gildir þetta að sjálfsögðu ^kki einungis um vín, heldur og um allar lollskyldar vörur, og mætti vafalaust margt fleira nefna. Blasir liér við manni það aga- lejrsishyldýpi og svo ójdirslígan- legir erfiðleikar um tollgæslu, að 46. blað. hverjum manni hlýtur að hrjósa hugur við. Þessi dómur er tvímælalaust gagnstæður anda bannlaganná, í augum bannmanna, hvað sem bókstafnum viðvíkur. Og það virð- ist og tvímælalaust gagnstætt anda tolllaganna að slíkur dómur er fallinn sem hlýtur að yfirfærast á framkvæmd þeirra. Það var vafa- laust ekki tilgangur þess þjóðar- vilja og löggjafarvilja sem bann- lögin setti þjóðinni, að á þennan hátt mætti tilraunir gera um að flytja vín til landsins, án þess að nokkur bæri ábyrgð á. í augum mikils meiri hluta íslensku þjóðar- innar mun þessi dómur óskiljan- legur. Menn skilja betur dóm bæjarfógetans. Það er sjálfsögð krafa að dómi þessnm verði skotið til hæsta- réttar. Endanlegur úrskurður um slíkt mái má ekki kveðast upp á miðri leið. Og málinu verður að flýta. Reynisl það svo fyrir hæstarétti að þessi dómur yfirréttar standi, þá verður að sjá við þessum leka með lagabreyting. Það væri all of illafleiðingarikt að búa við slíkt ástand eftirleiðis. Það væri bend- ing til bannlagabrjóta og tollsvik- ara um það hver væri hin heppi- legasta leið til þess að koma ár sinni vel fyrir borð og sem áhættu- minst. Þarf ekki um að ræða, hvaða dilka það gæti dregið á eftir sér. Um bannlagabrot. Bannlögin eru eins og Versala- friðurinn, málamiðlun, milli hug- sjóna og afturlialds. Bannmenn háfa á jrfirborðinu fengið vilja sín- um fraingengt. Hins vegar hafa vínmenn að ýinsu leyti komið ár sinni vel fyrir borð. Margir þeirra eiga birgðir sem kallaðar eru lög- legar, og geta enst ótrúlega mörg ár. Læknar og fyfjabúðir verða með ári hverju örlátari á vín, eftir því sem hagskjrrslur sýna. Iðnað- armenn liafa til skamms tíma get- að fengið vín, hérumbil eftir þörf- um. íslensku eimskipin hafa jafn- an vinbirgðir lianda farþegum, utan landhelgis, þó að þau séu ís- lensk lieimili og ættu að vera und- ir íslenskum lögum. Þá hefir sá annmarki verið á . í bannlandinu, að menn hafa getað verið dauða- druknir á almanna færi, án þess að vítavert væri að lögum. Mað- urinn gat verið drukkinn af suðu- vínanda, iðnaðarmanna-, lækna-,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.