Tíminn - 14.06.1919, Qupperneq 3
TÍMINN
207
II
Þeir sem vilja kynnast skapferli og bardaga aðferð
vitmesta og þrekmesta kaupmanns, sem deilt hefir við
íslensku samvinnufélögin, þurfa að kynnasl Pórði Guð-
johnsen í æíisögu Jakobs Hálfdánarsonar í
Tímariti ísl. samvinnufélag'a.
Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða íleiri, kr. 2,25
• »
fyrir alt að 50 eintökum. I lausasölu kostar árgangur-
inn 3 krónur. — Heflin eru 4 á ári.
Afgreiðsla Skólavörðustíg 35.
Sími 749.
Bækur og ritíöng-
* kaupa meim í
Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar
verðhækkunarskatti. Því meiri
birgðir því hærri sekt, fyrir hverja
flösku. Þá yrðu stórsvikarar harð-
ast uti. Og þar sem sjaldan velj-
ast í smyglaraiðnina nema dreggj-
ar þjóðfélagsins, er því meiri á-
stæða til að hafa nákvæmt eftirlit
með gerðum slíkra manna.
Niðurstaðan er þá þessi:
Þá menn sem drekka, og brjóta
almennar velsæmisreglur á götum
úti er rétt að sekta með lágum
sektum, sem aðvara. Mörgum
slíkum mönnum eru brot sín ó-
sjálfráð, og er ómannlegt að hefn-
ast á þeim, þó að nauðsynlegt sé
að reyna eftir föngum að x forða
þeim frá að valda hneyksli á al-
manuafæri. Smátt og smátt mun
og sú kynslóð dej'ja út. Hún er
arfur frá vínöldinni. Peim mönn-
um sem veitt er heimild til að
hafa í fórum sínum vínanda til
almennra þarfa, ætti að vera bæði
Ijúft og skylt, að gera almenningi
grein fgrir árlega, hve miklu þeir
hefðu eytt af því sem þeim var írú-
að fgrir. Og í þriðja lagi ætti að
hirta smyglara með svo eftirminni-
legum sektum, að þeim þætti at-
vinnan ófýsileg til lengdar. Háar
sektir myndu bæði fækka smygl-
urunum og í öðru lagi gera það
vin sem inn í landið flyttist með
þessum hætti, svo dýrt, að fáir
yrðu til að kaupa. Þessar þrjár
aðgerðir í bannmálinu myndu á-
reiðanlega bæta ástandið svo að
um munaði. J- J-
Um Japan er alt öðru máli að
gegna. Stríðið hefir ekki sogið blóð
og merg úr Japan. Japan hefir al-
drei staðið eins vel fjárhagslega og
nú. Japan er ekki upp á Ameríku
komið með neitt. En ef Japan
bættist í hóp þeirra rikja sem
stæðu utan við alþjóðabandalagið
gæti útlitið orðið viðsjárvert. í*að
gæti þá svo farið að í bandalag-
inu yrðu aðallega Frakkland, Eng-
land og Bandaríkin, en á móti,
Þýskaland, Rússland, ítalia cg
Japan.
Er það þessa vegna að Japan
fær Kiaochau, en Ítalía fær ekki
Fiume? Svo spyrja nú margir í
heiminum.
Bandamenn kváðust berjast fyrir
því að réttur en ekki máttur réði
i heiminum. En er það ekki ein-
milt vegna máttarins sem Japan
kemur fram óréttinum?
Er það ekki einungis vegna van-
máttarins sem 'Ítalía kemur honum
ekki fram? Vegna þess að Ítalía
heíir slitið sér út á þvi að berjast
fyrir málstað bandamanna, en
Japan er óþreytt.
t
Ólafur Bjðrnsson
ritstjóri.
Fæddur í Reykjavík 14. janúar
1884 og er ætt hans þjóðkunn.
Stúdent 1902, tók kandídatspróf í
hagfræði i Kaupmannahöfn 1909,
tók skömmu siðar við ritstjórn
ísafoldar, þá er faðir hans varð
ráðherra. Kvæntur Borghildi dóttur
Péturs Thorsteinssonar útgerðar-
manns og eignaðist með henni 4
börn. Aandaðist hér í bænum 10.
þ. m., nýkominii úr utanför, sér
til heilsubótar. Var banameinið
nj7rnaveiki. Kendi sér einkis meins
kl. 8 um kvöldið, en var látinn
kl. 11. —
Ólafur hei’tinn lenti beint frá
prófborðinu inn í einhverjar hinar
allra svæsnustu pólitisku deilur
sem háðar hafa verið hér á landi.
Enginn íslenskur ráðherra hefir
fengið eins harðvítuga mótstöðu og
Björn Jónsson. Óreyndur varð
Menn segja að auðgert sé að
nema lærdóm af þessu, fyrir fram-
tiðina: I?að sé einmitt sterk hern-
aðaraðstaða en ekki réttur sem
geri • baggamuninn undir slikum
kringumstæðum. Máttleysi Kína
hefir refsingu í för með sér. Styrk-
ur Japans verðlaun. Strit Ítalíu
vonbrigði.
Friðai samningarnir séu einhver
hin mestu vonbrigði fyrir hugsjóna-
menninga, einhver mestu vonbrigði
sem heimurinn hafi orðið fyrir.
Mátturinn sé enn réttur í heim-
inum, þá er nokkuð verulega á
reynir.
Þau verði litlu færri, frækornin til
nýrra styrjalda sem nú verði sáð,
en við fyrri friðarsamninga.
Brúiu á Giljá í Húnavatnssýslu
féll niður í vor — er nýlega bygð,
og var ur steinsteypu.
Ólafur ritstjóri blaðsins sem varði
hann.
Hann lenti þar á rangri hillu.
Hann var enginn bardagamaður.
Hann var fyrst og fremst Ijúfmenni
og gleðimaður og vildi helst eiga
frið við alla menn. Var því ekki
að undra þótt honum félli ekki
vel starfið, einkum þar eð svo
vildi til að bardaginn stóð svo
heitur þegar frá byrjun.
Hann settist í sæti atkvæðamesta
og gunnreifasta blaðamannsins sem
þetta land hefir eignast. Pað er
erfitt a3 taka við af slíkum manni.
Verður dómurinn um ritstjórn
Ólafs Björnssonar að dæmast með
tillili til þessa hvorttveggja: lund-
arfars hans, og fortiðar ísafoldar.
Verður sá dómur hér ekki upp
kveðinn.
Er það bæði vandaverk af hendi
að leysa undir slíkum kringum-
stæðum, enda hefir sú andstaða
í skoðunum verið milli blaðs hans
og þessa undanfarið, að dómur
er öðrum hentari.
Um »prívat«-manninn Ólaf
Björnsson, verða ekki skiftar skoð-
anir hjá neinum sem komust í
kynni við hann. Hann var hinn
besti drengur, hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom, hinn hátt-
prúðasti maður í allri framgöngu,
tilfinningamaður mikill og hlut-
tekningarsamur, risnumaður hinn
mesti og ástsæll af vinum sínum.
Og mótstöðumönnum hans í stjórn-
málum mun koma saman um að
þeir áttu í honum hreinlyndan og
drenglyndan andstæðing.
Framtið heimilisiðnaðar
á ísiandi.
Eftir Halldóru Bjarnadóttur
kennara á Akureyri,
' ---- (Frh.)
tl. þjóðmeujttsöfu.
þegar um fræðslu í heimilisiðn-
aði er að ræða, má ekki gleyma
þjóðmenjasöfnunum. Þar hafa menn
hitann úr hvað þjóðlegan stil og
fyrirmyndir snertir. Allar menn-
ingarþjóðir leggja sérstaka rækt við
þjóðmenjasöfn sín.
Mikið þakklæti eiga þeir menn
skilið af þjóð okkar, sem forðað
hafa góðum gripum frá glötun,
svo þeir geymast nú um aldur,
til minningar um hugvit og list-
fengi fyrri tíðar manna, og geta
verið okkur til fyrirmyndar á
ýmsan hált.
En ekki getur maður annað en
harmað það, hve afar mikið hefir
farið forgörðum af ýmsum góðum
og fögrum gripum, bæði fyr og
síðar: ónýtst fyrir illa umhirðingu
eða ill húsakynni, eða verið fargað
út úr landinu, svo þeir nást aldrei
aftur. þess fastheldnari þarfþjóðins.
nú að vera á því sem eftir er.
Húsakynni eru nú að batna, og
þjóðin er ekki orðin svo peninga-
lítil, að hún þurfi að selja gripi
sína, þó útlendir auðkýfingar bjóði
nokkuð í þá, eins og tíðkaðist fyrir
20—30 árum.
Þjóðmenjasafn höfuðslaðarins fær
vonandi bráðum betra húsrúm,
svo það njóti sin betur en hingað
til, og fram á sjónarsviðið geti
komið þeir munir, er ekki hafa
rúm eins og er.
En það er ekki nóg að til sé
eitt þjóðmenjasafn á Iandinu, þó
það Qölskrúðugasta eigi vitanlega
að vera í höfuðstað landsins. Fjöl-
margir íslendingar koma aldrei til
Reykjavíkur, en enginn íslendingur
má fara á mis við þá mentun er
þjóðmenjasafn veitir.
Hibýli okkar, áhöld, verkfæri og
búningar eru nú að breytast svo
mjög, að unglingar þekkja vart
nöfn, auk þá heldur meira, á
mörgum munum, er algengir voru
fyrir 20—30 árum. Þetta má ekki
svo til ganga. Hver landsfjórðungur
þarf að eiga sér dálitið þjóðmenja-
safn i eða við aðalkauptún sitt,
svo greiður gangur sé þar að fyrir
alla héraðsbúa. Væ^i vel til fallið,
að bygging sú, er geymdi safnið,
væri íslenskur bær með gömlu sniði:
baðstofu, búri, eldhúsi, skemmu,
smiðju og reynt væri svo til að
útvega innanstokksmuni, áhöld,
verkfæri o. s. frv., sem við ætti á
hverjum stað. Má telja víst, að
hægðarleikur yrði að fá fjórðungs-
búa til að láta af hendi rakna til
safns þessa bæði muni og fé, svo
það mætti verða sem fullkomnast
og að sem bestum notum.
Frændþjóðir vorar á Norður-
löndum eiga svona löguð söfn til
og frá í löndum sínum. þeim nægir
ekki að þafa safn á einum stað,
og eru þó greiðari samgöngur þar
en hér. Ekki ætti það að vera
heilum landsfjórðungi ofvaxið að
koma safni upp, ef áhugi væri
með. Má geta þess, að hin viðfrægu
söfn af byggingum á Maihaugen
við Lillehammer í Noregi, eru að^
mestu eins manns verk, Sandviks
tannlæknis, er kom safninu upp á
eigin spýtur.
það má búast við að sagt verði,
að það sé ekki fyrir þá, sem hrinda
eigi heiinilisiðnaðinum áfram og
gera hann arðberandi fyrir landið,
að hafa afskifti af þessu þjóðmenja-
safnsmáli, þeir muni hafa nóg samt.
En náið er nef augum. Er ekki