Tíminn - 10.07.1919, Qupperneq 1
TÍMINN
að minsta kosti 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Regkjavik Laugaveg
18, sími 286, út um
land i Laujási, simi 91.
III. ár.
Reyhjavíb, 10. júlí 1919.
51. blað.
Aftur að vinna.
Nú eru fólksflutningar um Norð-
urálfuna. Friðurinn er endanlega
undirritaður. Herirnir eru og verða
leystir upp að mestu. Og allir her-
fangarnir fá að fara heim. Manna-
ferðirnar heim urðu þegar miklar
þá er vopnahéð var samið, en nú
er hafln kollhríðin.
Þetta er það mesta sem við
friðinn vinst, fyrst í stað, að svo
margir verkamenn hverfa aftur að
því að vinna friðsamleg störf, að
því að byggja aftur upp það sem
lagt var i rústir, að því að safna
aftur í sparisjóð heimsins í stað
þess að taka altaf út, eins og að
undanförnu. Og nú reynist það að
sínu leyti eins erfitt verkefni að fá
öllu þessu fólki eitthvað að gera
eins og það var umsvifamikið að
ná því saman í herina. Það eru
komnir nýir liðsmenn í þau sæti
sem þeir skipuðu áður. þeir voru
kvaddir til starfa þegar föðurlandið
var í hættu, þá var þeim gert að
skyldu að takast þessi störf á
hendur. Það er óhugsandi að láta
þá nú rýma. Er það einkum
kvennfólk sem á fjölmörgum svið-
um situr nú í þeim stöðum sem
karlmenn skipuðu fyrir stríðið og
fara ekki úr þeiin aftur.
Vesturheimsmenn, t. d. bæði
Bandaríkjamenn og Kanadamenn,
eiga hægast með að leysa þetta
vandamál. Þar er enn svo mikið
til at ónumdu ágætu landi. Þar
slarfa nú margar nefndir að þvi
að skifta löndum milli liermann-
anna, aðrar vinna að undirbún-
ingi járnbrautarlagninga til þess-
ara nýju landa sem á að fara að
byg&í3 °S l°ks sjá enn aðrar
nefndir um.að þessir nýju bændur
geti fengið all sem þeir þurfa til
þess að geta reist bú: starfsfé, vél-
ar, við í hús o. fl. o. fl. Gera þeir i
ekki endaslept um forsjá og skipu- |
lag Bandaríkjamennirnir.
Á Englandi er vitanlega ekki til
beinlínis ónumið land. En aðals-
ættirnar hafa um aldaraðir haft
undir sér víðáttumikil lönd og
haldið þeim óræktuðum til þess
að ala þar veiðidýr. Hefir það oft
kveðið við að láta ekki lönd þessi
vera svo gersamlega arðlaus fyrir
þjóðina. Nú mun verða hafist
handa og veiðiskógum lávarðanna
hreytt í búgarða handa heimkomn-
um hermönnum.
Ekki er vandinn minstur að fá
þeim inönnum eitthvað að vinna
sem orðið hafa fyrir meiri eða
minni áverkum, en eru að ein-
hverju leyti verkfærir. Hafa ríkin
selt niður til þess hugvitsmenn, að
finna verkefni við þessara manna
hæfi, hafa verið reistar margar
stofnanir og heimili í því skyni
og með lijálp rafmagnsins virðist
það ætla að takast að skapa fjöl-
mörgum hinna limlestu manna
framtíðaratvinnu.
Pjónarjjirðnngur.
I.
Á sunnudaginn var kom Morg-
unblaðið út í mjög stækkaðri útgáfu
og verður svo áfram. Daginn eftir
kom ísafold út tvöföld og verður
að vísu svo stór áfram. Með þessu
hefur göngu sína hið mikla blað-
fyrirtæki auðvaldsins islenska, sem
skýrt hefir verið áður frá hér i
blaðinu.
Kaupmenn alstaðar að af land-
inu og aðrir auðvaldssinnar, hafa
kej'pt bæði blöðin, og stækka þau
nú svo gífurlega sem talandi vott
um gnægð peninganna sem að baki
eru.
Er það almannarómur að auð-
mannafélag þetta hafi þegar til
taks 250,000 krónur — miljónar-
fjórðung — til þess að ausa i þessi
stækkuðu blöð og önnur annars-
staðar á landinu, sumpart gömul
sem verði keypt, sumpart ný sem
verði stofnuð — og í annan stað
verður miljónarfjórðungurinn að
sjálfsögðu notaður í kosningaundir-
búning af hálfu hins nýja flokks.
Það eru margir hlutir falir. Það
varð fljótt kunnugt, þá er það
stjórnskipulag komst á, að almenn-
ingur ^éði úrslitum mála og stjórn-
aði sér sjálfur með atkvæðum á
kjördegi, að þau atkvæði voru föl
fyrir peninga, bæði beinlinis. en
einkum óbeinlínis. Aðferðin var sú
að gefa út blöð, sem prédikuðu
kenningar þeirra sem ej'ða vildu
peningum í að kaupa sannfæring-
una, — blöð sem væru svo stór
og ódýr að þau gengu fólki í augu.
það var um að gera að ná eyra
fólksins og syngja svo sönginn
óslitið við eyrað.
Auðvaldið í heiminum eyðir nú
árlega mörgum miljónum króna
lil þess að halda úti slíkum blöð-
um, þau eru einn aðalhj'rningar-
steinninn undir valdi þess. Og
þeim er það fyllilega Ijóst, auð-
mönnunum, að þeim miljónum
sem þeir verja til blaðanna er vel
varið — frá þeirra sjónarmiði.
Með þessari nýju sögu ísafoldar
og Morgunblaðsins og fjdgihnatla,
er þessi siður nú hafiun á íslandi
í fyrsla sinn i hreinni mynd. Áður
hefir verið til mikill votlur þess,
en það er ekki fyr en nú sem til
eru blöð sem ganga erindi auð-
valdsins og hafa ekkert annað
markmið.
t*að er sá hlutur sem nú þarf
að verða kunnur hverjum einasta
íslending, sem með atkvæði fer á
kjördegi, að nú eru til orðin á ís-
landi blöð, sem hafa að baki sér
miljónarfjórðung, og þau stefna að
því, að kaupa sannfæring þeirra
óbeinlínis á kjördegi, með því að
flj'tja þeim, meir og minna dul-
búnar, þær kenningar, sem miða
að þvi, að efla auðvaldið í land-
inu, gera þjóðfélagsskilj'rðin slík,
að auðmönnunum veiti hægt að
auka og ávaxta auð sinn, án tillits
til afkomu fjöldans, hinna smærri
framleiðenda og allrar alþýðu.
Með blaði, sem út kemur dag-
lega, stóru og fjölbreyttu blaði,
ódýru blaði, blaði sem er svo úr
garði gert að hægt er að kaupa fréttir
og höfunda-hæfileika — með því
og samhliða fréttum, sögum og
öðru góðgæti, á að flytja hitt,
skoðanir auðvaldsins — með því
á að kaupa sál og sannfæring.
»Vantar ei nema sjálfa sál« var
forðum kveðið. Það er eftirtekta-
vert, að ekki hefir tekist enn að
kaupa sálina í fyrirtækið fyrir
miljónarfjórðunginn ■— ritstjórann
vantar fyrir blaðlröllið.
Ritstjóri Morgunblaðsins liefir
verið tekinn, en »til bráðabirgða«,
— af skiljanlegum ástæðum.
t’að mætti benda á enn eitt, sem
■V egamálin.
i.
Alþingiskjósendur víðsvegar um
land, bíða þess með óþreyju, að
löggjafarnir marki ákveðnar stefnur
í þeim innanlandsmálum, sem legið
hafa í salti síðastliðin ófriðarár.
Þinginu reiknast það til afsökunar
fyrir athafnaskorti í þeim efnum,
að ófriðar- og dýrtíðarvarnirnar
hafa bundið starfskrafta þess, fram-
kvæmdamagn þjóðarinnar og fé
landssjóðs. Væri það þakka- og
virðingavert, ef þing og stjórn skilja
vel við þau hlutverk; og tæplega
er ástæða til að heimta meira af
næsla þingi, en góð endalok dýr-
tíðarmálanna og fullkoinna úrlausn
á afleiðingum þeirra. t*að er vanda-
verk að leysa smám saman upp
það skipulag, sem hefir kostað svo
mikla fyrirhöfn að fá iögákveðið.
Flokkaskiftingin í þinginu er svo
óákveðin, stefnur flestra ilokkanna
svo óskýrar og áhugamálin svo fá,
að naumast er unt að vænta nokkra
er eftirtektavert, á þessum nýju
tímamótum ísafoldar.
Hinir nýju eigendur hafa fundið
til þess, að nú var bandið til fulls
slitið, milli fortiðar og nútíðar
ísafoldar. t’ólt langl væri af vegi
gengið, þá var bandið þó ekki
endanlega slitið fyr en nú.
Nú er komið á blaðið eitt ytra
merki, sem á að reyna að hnýta
saman hina slitnu þræði.
Neðan undan miðjum blað-
hausnum, þar sem áður stóð nafu
ritstjórans, þar stendur nú:
»Stofnandi: Björn Jónsson«.
Undirtektir þjóðarinnar munu
sýna hvernig menn taka þessari
»tilraun«.
En útgefanda er hvergi getið.
II.
Fyrsta greinin í hinu fyrsta blaði
hinnar nýju ísafoldar var ádeilu-
grein til Tímans. Hún beinist að
því, að vekja tortrygni almennings
gegn Tímanum og sérstaklega rit-
stjóra hans.
Þetta kemur enguin á óvart, því
að þetta er einmitt það, sem var
öldungis víst. Og það er jafnvíst,
að svo verður áfram. Það verður
eitt aðal-viðfangsefni blaðtrölla
miljónarfjórðungsins, að vekja
tortrj’gni alþjóðar á Tímanum,
stetnu hans, og þeim mönnum,
sem að honum standa.
Hvers vegna?
Vegna þess, að Tíminn er hinn
sjálfsagði andstæðingur auðvalds-
grundvallarákvarðana í framtíðar-
málunum, fyrri en að afslöðnum
næstu kosningum. Enda tel eg það
heppilegast, að núverandi þing-
flokkar bindi þeim inálum sem
fæsta hnúta. Flest það er þeir
mundu kunna að gera í því efni,
t. d. á næsta þingi, yrði mjög lítið
hugsað og undirbúið af kjósendum,
en flaustrað af eftir málamj'nda
samkomulagi og bræðingi flokka-
brotanna. Pess vegna ættu kjós-
endur ekki að leggja mikið kapp
á slík mál á þirigmálafundum í vor,
en vera aftur á móli ákveðnir og
skj'rir í þeim kröfum sínum, að
þingið gangi svo frá gildandi skipu-
lagi á samgöngumálum, verslunar-
málum og fjármálum landsins, að
þjóðarheill og landsjóði verði vel
borgið. Á þann hátt getur næsta
þing mest unnið fj'rir framtíðina,
og til þess starfs er núverandi
landstjórn hæfust, enda er skipun
hennar miðuð við þau verkefni.
Orðum mínum og tillögum um
framtiðarmálin, vísa eg því frem-
ur til kjósenda til athugunar og
umræðna, áður en þeir velja sér