Tíminn - 12.07.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1919, Blaðsíða 2
230 TÍMIN N efnis, og úr nálega öllum sveitum heyrðust raddir í sömu átt. Leið svo að ekkert var ákveðið um þetta fyr en seint í vetur. Pá barst landsstjórninni skeyti frá dönsku stjórninni um hrossasöluna. Var þar fastlega gefið í skyn að hægt myndi verða að fá svipað verð og í fyrra, eða betra, ef lands- stjórnin væri aðili íslendinga meg- in. Það talin besta tryggingin fyrir því að varan væri gild og góð. Svo er að sjá sem landssjórnin hafi bygt á þessum tveimur for- sendum er hún afréð að hafa einkasölu á hrossum i ár. tslenslc- um almenningsvilja annarsvegar, og tilmcelum dönsku stjórnarinnar hins vegar. III. Nú leið og beið. Enginn hreifði mótmælum gegn landsverslun með hross, nema einir tveir hrossakaup- menn, sem rituðu mjög fávislegar greinar um málið í þau tvö Reykja- víkurblöð, sem sífelt eru að ala á tortrygni í garð bænda. Greinar þessar sjálfar, höfundar þeirra og málgögnin sem birtu þær, voru í fullkominni mótsögn við hinn yfir- lýsta tilgang. Hrossaprangið var þar á ferðinni, grímu klætt, eins og þegar verið var að íleka upp- bótina af bændum í fyrravetur. En hrossdprangararnir eru ekki af baki dottnir enn. Það hafa fund- ist í neðri deild alþingismenn, sem virðast meta hag þessarar stéttar furðu mikils. Einar Arnórs- son, Gísli Sveinsson og Bjarni frá Vogi hafa allir útþynt i neðri deild þann vísdóm, sem hinir »virkilegu« hrossakaupmenn höfðu áður birt í auglýsingablöðum kaupmanna. Hvað þessum dánumönnum hefir gengið til fóstbræðralagsins við »spekúlantana« skal látið ósagt. En ekkert sýnist á vanta um vin- skapinn. IV. át - Eftir því sepi Mbl. hefir eftir P. J. þm. S.-Þingeyinga, sem er einn aí þremur í útílutníngsnefnd, j)á eru hrossin nú þegar seld a. m. k. að einhverju leyti. Verðið er eitt- hvað lægra en í fyrra. Markaður- inn mun lakari en í fyrra, og þó skástur í Danmörku. Talið er að hrossakaupmenn þar hafi inyndað hring með sér, en ekkert skal full- yrt hér um, hvort sú saga er sönn. En ef svo er, þá er einsýnt, að svo illa sem kann að ganga að kom- ast að skapleguin samningum við slíkan hring, ef hrossin eru á einni hendi, þá myndi þó fara hálfu ver, ef fjölmargir prangar hefðu hrossasöluna fyrir hönd íslendinga. Hver undirbiði annan og væri þar að auki fyrst og fremst á hnot- skóg eftir eigin gróða af því sem fyrir hestana kynni að fást erlendis. þegar dæma skal um hrossasölu útflutningsnefndar verður að gera mun á tvennu: 1. Sjálfri landsverslunarhugmynd- inni. 2. Einstökum framkvæmdaratrið- um, svo sem t. d. sölunni nú í ár. Fyrra atriðið er póltiskt. f*eir menn sem álíta tryggast fyrir hrossaframleiðendur í landinu að vera alla í samlögum verða að hallast að landsverslunarhugmynd- inni. Gamla reynslan um dj'ru, dreifðu milliliðina er vatn á þeirra myllu. Nýja reynslan frá i fyrra sömuleiðis. Og ef um tóma hringa er að ræða^erlendis, styður það landsverslunarhugsjónina meir en nokkuð annað. Reir sem áfella núverandi stjórn fyrir einkasöluna verða að hnekkja þessum rökum. En sé landsverslun með hross hagfræðilega til hagn- aðar fyrir landið, þá á stjórnin þakkir skilið fyrir sínar fram- kvæmdir. Sé hugmyndin röng, þá á hún skilið ákúrur. Rjóðin sker úr þvi máli. »Hrossaprangararnir« verða þar ekki einir til umsagnar. Hitt atriðið lirossasalan sjálf nú i ár, kemur aðallega við útflutn- ingsnefnd. Stjórnin hefir falið þrem sérfróðum, sem allir eru lands- kunnir hver á sínu sviði, að fram- kvæma söluna. Stjórnin ber ábyrgð á gerðum slíkrar nefndar, nákvæm- lega á sama hátt og hafnarmæl- ingum þeim eða brúargerðum, sem þeir verkfræðingarnir Kirk og Geir Zoéga framkvæma í alþjóðarþarfir hér á landi. í útflutningsnefnd eru þessir menn: Pétur Jónsson á Gautlönd- um og kaupmennirnir Ól. Benja- mínsson og Thor Jensen. Þessir menn eiga beiðurinn skilið fyrír hina góðu sölu í fyrra. Og á þeim myndu bilna árásirnar, ef salan fer illa úr hendi í ár. Nú vill svo vel til, að þeir sem mest ámæla þessum framkvæmd- um eru kaupmenn og þeirra fylgi- lið. En þeim til óláns vill líka svo til, að það er einmitt kaupmaður, og það sá sem álitinn er einna gildastur í þeirra hóp, sem mest hefir annast hinar verklegu fram- kvæmdir hrossasölunnar nú í ár, sem sé hr. Thor Jensen. Það hefir lengi kveðið við í her- búðum kaupmanna sinna, að það sem vantaði í núverandi stjórn, væri verslunarviiið og kaupmensku- yfirburðirnir. Og meðan »Lögrétta« var undir áhrifum Jóns Þorlákssonar, féllu þar orð, sem voru skilin svo, að atvinnumála-ráðherrastóllinn væri vel skipaður, ef þar sæti Thor Jensen eða hans líkar. Að vísu hefir sú ósk ekki orðið að veruleika enn sem komið er. En í þessu tilfelli hefir hr. Th. J. þó fengið tækifæri til, að neyta yfirburða sinna, ef einhverjir eru, í þarfir almennings, betur en þó hann hefði verið ráðherra. Svo sem kunnugt er hefir hr. Th. J. dvalið í Khöfn nokkrar undanfarnar vikur. Það er á al- manna vitorði, að hann hefir þannig haft sérstaka aðstöðu fram yfir meðnefndarmenn sína til að leiða til lykta samninga um hrossasöl- una, enda starfað mikið að því máli. Hér skal ekkert dæmt um árangurinn. Það verður fyrst unt, þegar öll gögn verða lögð á borðið. En til hægðarauka lesendum skal að lokum endurtaka helstu atriðin í þessu hrossamáli. 1. Gömul og ný reynsla fengin fyrir því, að hrossaprangararnir voru dýrir og óheppilegir milliliðir. 2. Landsverslun með hross í fyrra gafst prýðilega. Benti ótví- rætt í þá átt, að hugmgndin væri góð. 3. Samt tókst hrossapröngurum að féfletta nokkra hrossaeig- endur með þvi, að kaupa upp- bótina. 4. Tilmæli dönsku stjórnarinnar og álit merkra manna í hrossa- sveituin Iandsins, hlaut að ýta landstjórninni inn á þá braut, að taka einkasölu á hrossum nú í ár. 5. Hin verklega tramkvæmd hvíl- ir á útflutningsnefnd, og eins og á stóð í vor, sér í lagi á þeim manni, sem kaupmanna dýrkendur hér á landi hafa mestar mætur á. Geri hann sig sekan í handvömm við söluna, þá fer lítið að verða úr sumum minni spámönnunum í þeirri sveit. 6. Enn sem komið er hafa ekki aðrir áfelt söluna en hrossaprang- arar, kaupmannablöð og kaup- inanna sinnar í þinginu. 7. Framtíðarúrræðið líklega ekki landsverslun með hross, heldur að samvinnufélögin annist um söluna fyrir þá, sem hafa vit og vilja til að fara þá leið. Hinir, sem ekki ‘V egamálin. ---- (Niðurl.) II. Það er kunnugt, að viðhald þeirra akvega, sem landsjóður hefir lagt, hvilir nú eingöngu á hlutað- eigandi héruðum, að lögum. Eu eðlilegt er að þeim þyki þungt að búa undir þeim bagga, eins og sakir standa, — Eins og það er réttlátt, að hvert hérað haldi við sínum akvegum, eins er það órétt- látt, að bæta þeim útgjöldum á sýslusjóðina án þess, að breyta nokkuð tekjustofnum þeirra. — Ákveðnar tekjur sýslusjóða eru nú sýslusjóðsgjöld og vegagjöld frá verkfærum mönnum, og nokkrir aurar af hverju lausafjár- og á- búðarhundraði, samkvæmt fram- tali í héraðinu. Þegar litið er á hve margt kallar að sýslusjóðum, einkum með vegaviðhaldinu, eru tekjurnar smánarlega litlar, sér- staklega af ábúðarhundruðunum eða jarðeignum. Eitt hið þarfasta hlutverk, sem fyrir þinginu liggur í þessum mál- um er að víkka tekjusvið sýslu- sjóðanna eða breyta þvi, hækka suma núverandi gjaldaliði og á- kveða nýja. Að láta tekjuhækkun- ina koma fram á sýsluvegagjöld- um héraðsbúa, eða með því að jafna gjöldum niður á hreppana, finst mér tilfinnanlegt og koma ranglátlega við; því að einstakl- ingarnir hafa mjög misjöfn not af vegunum. Samkvæmt áðurgreind- um tekjustofnum sýslusjóðanna, mun láta nærri í ýmsum héruð- um, að 2/3 teknanna séu fengnir með nefsköttum á verkfærum mönnum, en Vs með tíundarskatti. Að vísu er þetta hlutfall ofurlitið misjafnt; í sumum héruðum er munurinn minni; í öðruni, ef til vill, nokkru meiri. Og þá eru það vegamálin, sem hækkað hafa út- gjöldin, nefskattinn á einstakling- unum. Þessir gjaldaliðir til vega- málanna, eru lítið betri og rétt- látari, en þó að lagður væri tollur á alla umferð og flutninga eftir vegunum, án nokkurs stigmunar. Flestir sjá hve óréttlátt það mundi vera, þó innheimtan væri fram- kvæmanleg, sem auðvitað er ó- hugsandi. Það er augljóst, að nú hvíla vegagjöldin, að mestu leyti á þörf- inni — ferða- og ílutningaþörfinni, en alls ekki notunum, — þeim hags- munum, er vegirnir veita, sem að miklu leyti virðast óbeinir. Nota- gildi þess lands, sem er næst versl- unarstöðunum og vegunum, marg- faldast og veitir eigendum og um- ráðendum þess miklu meiri beinar tekjur, en jarðeignir lengra frá og í afdölum, sem þó nota veginn eftir föngum. Jarðirnar, sem eru næst samgöngubótunum hækka í verði. Framleiðslustofn, sem er í ná- grenni við sölustað, og getur sætt daglegri eftirspurn, eftir jarðar- og búsafurðum — hejri, mjólk o. fl. — gefur miklu meira af sér, en jafn- stór framleiðslustofn mörgum kíló- metrum fjær. — Búandi við ak- braul, sem getur gerbreytt flutn- ingatækjum sínum, nýtur miklu meiri tekna af henni, en sá, sem býr tugi kílómetra fjær henni, og verður. að ílytja á klökkum, þeg- ar veginum sleppir; hann þarf að kosta næstum jafnmiklu og áður til hestahalds og flutninga. — Búendur þeirra breppa, sem fjarri eru akvegum landsjóðs, og leggja mikið fram úr sveitarsjóði lil vega- gerða — bera auk þess jafnhá gjöld til viðhalds akvegunum og þeir búendur, sem fengu þá heim til sín, sér að kostnaðarlausu. Þessi samanburður sýnir, hversu sýslusjóðsgjöldunum og einkum akvegaviðhaldinu er ranglátlega skipað. Þó er það dæmi ótalið, sem leiðir þetla í ljós með skýr- ustu misræmi: Fátækur lausingi, upp við öræfi, greiðir jafnháan nefskatt til liéraðsþarfa, og stór- eignabóndinn við akveginn, að frá- töldu gjaldi af þeim tíundarhundr- uðum, sem hann hefir fram yfir lausingjann. Eg hefi nú sýnt örlítinn vott hins ríkjandi ranglætis í skatta- löggjöf þjóðarinnar, með því að rekja einn litilfjörlegasta lið hennar. Á sama hátt má auglýsa afskræmi þeirrar myndar, með því að greiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.