Tíminn - 26.07.1919, Page 1

Tíminn - 26.07.1919, Page 1
TIMINN að minsta kosli 80 blöð á ári, kosiar 5 krónur árgangurinn. AFGIÍEWSLA i Reykjavík Laugaveg 18, sími 286, út um land i Laufási, sími 91. III. ár. fú ðöoskn sijörnarjari. Stjórn sú er nú situr að völd- um í Danmörku heíir getið sér hinn besta orðstír fyrir einurð og gsetni, og fyrir djarfmannlegar og róttækar tillögur, einkum á fjár- málasviðinu. fað er almælt, að engu hlut- lausu landi í Norðurálfu hefði verið meiri hætta að lenda í stríðinu en Danmörku. Það er fyrst og fremst verk dönsku stjórnarinnar að ekki kom til þess og því næst það, að þrátt fyrir legu sína fékk Danmörk hlut- fallslega langbesta kosti af Norður- löndum, bæði af hálfu Banda- manna og Þjóðverja. Var sú orsök þess, að stjórnin gekk svo ríkt eftir því, að skilyrðum þeim, sem sett voru, væri fullnægt, að hún hlaut fult traust ófriðar-þjóðanna, um, að staðið væri við hvert orð. Voru dæmdir á stríðsárunum hinir hörðustu dómar yfir þeim, sem reyndu að brjóta útflutnings- bönnin, og fengu þeir sektir í hundruðum þúsunda króna og fangelsisvist að auki. Sömuleiðis voru dæmdir viðlíka harðir dómar um þá kaupsýslu- menn, sem notuðu sér af neyð manna og vöruskorti og færðu upp verð á vörum óhæfiltíga mikið. Það þarf eindregna stjórn til þess að taka svo fast í taumana, en landinu hefir það orðið til ómetanlegs gagns. Samhliða þessu hefir fjármála- ráðherrann danski, Edvard Bran- des, samið mjög róttæk skatta- frumvörp, sem öll hafa miðað að því að ná til ríkisins sem mestu af þeim gífurlega stríðsgróða, sem safnast heíir á einstakra manna hendur, Og nú er nýkomið sím- skeyti, sem hermir að danska sljórnin komi með ný skattafrum- vörp, sem auki skattabyrðina um 200 miljónir króna. Mun það vera sama sem 70—80 króna nýr skalt- ur á hvert einasta mannsbarn í Danmörku og samsvaraði 6—7 miljóna króna njTjum sköttum á íslandi. Samkvæmt fyrri fjármálastefnu dönsku stjórnarinnar má telja það öldungis víst, að þessir nýju skatt- ar komi langþyngst niður á þeim, sem breiðust hafa bökin. Við gætum íslendingar áreiðan- lega mikið lært af dönsku stjórn- inn, ekki síst einurð, bæði um að framfylgja lögum og um að taka fé handa ríkissjóði þar sem það er til. Reyk,javík, 2(». júlí 1919. 56, blað. og- Í^Trlíiu. I. Umræður um þingsályktunar- tillöguna um að skora á stjórnina að undirbúa skilnað rikis og kirkju hófust í fyrra dag. Var umræðunni frestað og málinu vísað til nefndar. Gísli Sveinsson og síra Sigurður Stefánsson voru aðal-ræðumenn, Sigurður Sigurðsson tók og til máls. Allir voru þeir ákveðnir skilnaðar- menn. Þeir voru hver um sig eins og fulltrúi fyrir þá þrjá ólíku flokka manna, sem fylgja skilnaðinum: 1. Gísli Sveinsson fulltrúi þess flokksins, sem vill skilnaðinn vegna frelsisins fyrst og fremst, sem vill ekki neitt vita af kirkju og krist- indómi, a. rn. k. ekki að ríkið skifti sér nema sem minst af því. 2. Síra Sigurður Stefánsson full- trúi hinna þröngsýnu gamal- guðfræðinga, sem vilja skilnaðinn til þess, að geta komið því við, að útiloka frelsið innan vébanda sinna safnaða, sem telja alt villu- trú annað en stranglúterskar kenn- ingar, og vilja enga samvinnu við aðra kristna menn, sem eru ann- ara skoðana. 3. Sigurður Sigurðsson fulltrúi þess ílokksins, sem nálega einungis lítur á fjármálin, sér sparnaðinn fyrir rikið, að hætta að veita fjár- styrk til þessara mála, og lítur meir og minna hýru auga til kirlvju- eignanna. Ræða aðal-flutningsmanns, G. Sv., var rækileg og öfgalaus. Hann virtist t. d. hallast að því, að eftir skilnaðinn styrkti ríkið trúfélög að einhverju leyti með vöxtunum af kirkjueignunum, og enn fremur að guðfræði og trúarbragðakensla yrði áfram kostuð af ríkinu við háskólann, þó yrði hún einkum framkvæmd frá heimspekilegu og sögulegu sjónarmiði. Báðir aðal-ræðumennirnir lögðu megináherslu á, að málið yrði mjög rækilega undirbúið og ekki hrapað að neinu. II. Enginn hinna heiðruðu ræðu- manna kom inn á þá hlið máls- ins, sem er aðal-alriðið, sem sé, livað tæki við, ef þessi bönd yrðu slitin. Verður að vísu ekkert um það sagt með vissu, en það eru margir möguleikar fyrir hendi. Mætti benda á til dæmis: að í stað þjóðkirkjunnar gætum við fengið ofstækisfulla sértrúar- flokka, byggjum beinlínis til jarðveg fyrir þá, eins og raun gefur vitni í ílestum fríkirkjulöndum, að við gætum fengið há-pólitiska kirkju eða kirkjur, að við opnuðum viðar gáttir fyrir mönnum um beinar »spekúla- tíónir« í trúarofstæki og æsingum, æsingum sem eru miklu hættulegri og alvarlegri en hinar pólitisku, að víð fengjum kirkju, sem gæti a. m. k. orðið mjög háð fáum einstaklingum, þeim sem mest létu í »guðskistuna«, að við fengjum presta sem gætu a. m. k. oft orðið þrælar þessara manna og safnaðanna, í stað þess, að vera leiðtogar þeirra sem þyrðu að vanda um við þá, einkanlega þar eð ekkert eftirlit væri með mentun prestanna, að strjálbygðu sveitunum yrði það nálega ókleift, án styrks frá ríkinu, að halda uppi þeirri guðs- dýrkun og þeirrikristindómsfræðslu, sem þær myndu óska. Skal hér ekki drepið á fleira að sinni, en það hlýtur hver maður að sjá, að þetta er aðal-atriðið, og það sem af þessu myndi leiða: Hvern jarðveg hið nýja ástand léti í té um siðferði í landinu? Hvort líkindi eru til að trúar- lífið yrði þá heilbrigðara eða ó- heilbrigðara. III. Það var enn íremur ekki minst á það af hinum heiðruðu ræðu- mönnum, ef farið væri að breyta Eftir Böðvar Bjarkan. ------ (Frh.) Daumörk. Fyrirkomulag veðlánsstofnana þar er eftir þýskum fyrirmyndum. Eftir lögum frá 20. júní, 1850 hafa verið stofnuð 14 lánsfélög, (Kredit- foreninger), að miklu leyti sniðin eftir »Landschaft« í Þýskalandi. Þó er mismunur í nokkrum veru- iegum atriðum. Sérstaklega má geta þeirra afbrigða, að dönsku félögin lána alveg eins út á hús- eignir í kaupstöðum, eins og jarð- eignir, og þau geta lánað alveg föst lán, afborgunarlaus, í alt að 60 ár, þó því að eins, að lánið nemi ekki meiru cn x/3 af virðing- arverði fasteignarinnar. Veðvaxta- bréf þeirra eru gefin út í flokkum (serier), og ábyrgð hvers lántak- anda bundin að eins við þann flokk, sem út var gefinn er hann tók lánið. Hámarlc lána er 3/s virðingarverðs. Veðvaxtabréfin gefa 31/3—41/2% til, hvort ekki gæti komið til greina nein önnur breyting en skilnaður- inn. Mun þeim þó öllum vera það kunnugt, að á síðari árum hefir önnur hreyfing fengið mikinn byr undir báða vængi, ekki siður en fríkirkjuhreyfingin, en það er kraf- an um frjálslyndari, víðsýnni og rúmbetri þjóðkirkju. Er það víst að mjög margir sem áður voru fylgjandi fríkirkju hallast nú að þessari hugmynd, vegna þess að þeim virðist að með því fyrir- komulagi megi ná þvi besta úr báðum hinum. Flestir munu að vísu viður- kenna að fríkirkja er það fyrir- komulag sem á að verða alment í framtíðinni — en við séum því ekki vaxnir enn. Það sé svo þýðingarmikið fyrir siðferðilegt líf í landinu, fyrir menninguna og allan hugsunar- hátt landsbúa, hvernig trúboðið, kristindómsfræðslan og guðsþjón- ustan er rekin, að rikið megi ekki kasta frá sér eftirlitinu um það, og ekki hætta að styrkja það — meðan ekki er fengin full vissa um að það verði betur gert með frjálsum samlökum einstakling- anna. Rúmgóð og fyllilega frjálslynd þjóðkirkja eigi að geta veitt ein- staklingunum alveg hið sama frelsi, til þess að ganga í sérstak- an söfnuð, eða til þess að vera alls ekki í neinum söfnuði, og vexti. Útistandandi Ián félaganna voru i árslok 1912 1600 milj. kr. Auk þessara félaga eru 9 önnur félög, stofnuð samkvæmt lögum frá 1897, er hafa með höndum lán gegn 2. veðrétti, veitt til 25—30 ára. Lánin eru oftast lítil, því að 1. og 2. veðréttur til samans má ekki nema meiru en % virðingar- verðs. Vaxtabréf þessara 9 félaga njóta víðtækra hlunninda, en þó hefir gengið fremur illa að selja þau. Árið 1906 var stofnaður »Konge- riget Danmarks Hypothekbank«. Stofnféð, 20 milj. króna, lagði rikis- sjóður til. Ætlunarverk bankans er að vera einskonar miðstöð fyrir »kredit«-félögin, kaupa veðvaxta- bréf þeirra, en gefa út eigin veð- vaxtabréf (trygð með hinum keyptu »kredit«-félaga-bréfum), og selja þau, aðallega utanlands. Tilætlunin að fá betri markað fyrir bréf þess- arar »central«-stofnunar, en ein- stök félög geta vænst fyrir sín bréf. Enn fremur er bankinn til aðstoð- ar stjórninni við útvegun fjár og lánveilingar til grasbýlakaupa. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.