Tíminn - 26.07.1919, Blaðsíða 4
248
TÍMINN
sendir frá Evrópu, og því næst,
að bann þetta er til komið vegna
þess, að þörf og brýn uauðsyn
þótti að spara næringarefni þau,
er í tilbúning þessara drykkja færi.
Loks ber þess að geta, að Iög
þessi voru sett eftir einstaklega
sterkri ósk þjóðarinnar í Banda-
ríkjunum, og nú, eftir að hið ný-
kosna allskerjarþing er saman-
komið, hefir á daginn komið, að
þingið er miklu sterkara skipað
bindindismönnum en fyrri, og þar
sem forseti ekki hefir vald til að
afnema lög þessi upp á eigið ein-
dæmi, þá munu lögin gangají gildi
1. júlí 1919 og vera í gildi þangað
til herinn er heim kominn. (ni.)
David Östlund.
Fréttir.
Skipaferðir. B o t n í a fór 22. þ.
m. til Danmerkur. Var Sveinbjörn
tónskáld meðal farþega og má bú-
ast við að bann komi ekki til ís-
lands framar. Var hann heiðraður
og kvaddur með samsæti í Iðnað-
armannahúsinu kvöldið áður en
hann fór. — ísland er á leið-
inni frá útlöndum og fer norður
um land. Pétur Jónsson söng-
maður er með skipinu. — Sterl-
ing kom 23. þ. m. úr hringferð.
Hallinn af kartöflurækt Reykja-
víkurbæjar, á Kjalarnesi í fyrra,
hefir nú verið gerður upp og
reyndist kr. 35143,64. Áhöld talin
8755 kr. virði, svo hreinn halli
er kr. 26388,64.
Ágóði heíir aftur á móti orðið
af mótekju bæjarins í fyrra kr.
8548.
Síldveiði er nú að verða góð
fyrij öllu norðurlandi.
í Bankastræti 4.
Virðingarfylst
P. 0. Box 477. Reykjavík.
Pantanir utan af landi afgreiddar
um hæl gegn eftirkröfu.
Heíir fengið nýjar birgðir af Winchester-Rjúpna-
riflunum þjóðkunnu Cal. 22 á kr. 44,00, og Sela-
rifíilinn Cal. 25,20, 7 & 14 skota Magazine ásamt
hinum góðkunnu Husqvarna-haglabyssum Cal. 12
Choke með 90 & 100 cm. hlaupi. Allskonar hlaðnar
patrónur í Haglabyssur, Rifla og Revolvera. Högl,
púður og hvellhettur. — Notið tækifærið meðan birgðir
endast. Hvergi ódýrara ef um stærri kaup er að ræða.
Baldvin Einarsson
alitýgj asmiður.
Laugaveg 67. Reykjavík. Sími: 648 A.
43. og 45.
tölublöð af þessum árgangi
Tímans eru þrotin á af-
greiðslunni.
þeir kaupendur og út-
sölumenn sem kynnu að
hafa fengið ofsent að þess-
um eintökum eru beðnir að
senda þau til afgreiðslunnar.
■
■
Harmonikur, besta tegund, frá
25 kr. upp í 85 kr. eftir stærð.
Hijómfagrar munnhörpnr frá 3
kr. upp í 6 kr. Sendist gegn póst-
kröfu um land alt. Burðargjalds-
frítt þegar borgun fylgir pöntunum. *
Skrifið strax, meðan birgðir
eru til.
Olafsey
í Skógarstrandarhreppi fæst til kaups og ábáðar í far-
dögum 1920. Nánari upplýsingar um jörðina, svo og
um verð og borgunarskilmála, hjá undirrituðum eig-
anda. Peir sem sinna vilja þessu, gefi sig fram í síðasta
lagi fyrir nóvembermánaðarlok n. k.
Ólafsey, 13. júlí 1919.
Olafiir Jóhami^son.
Hljóðfærahús Reykjavíkur.
Símnefni: Hljóðfærahús.
É éskilum grár hestur 6—7
vetra; lítill, vakur, sumarafrakaður,
lítið tagl. Mark: sílt hægra. Hjá
lögreglunni í Reykjavík.
AV! Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Tryggrvi kórliallBSon
Laufási. Sími 91.
Prentsmiöjan Gutenberg.
búnfiðarlánstofnana komið á fót,
eflir lögum frá 1896. Aðalbankinn
(Nippon Kvongo Ginko) er hluta-
banki undir eftirliti rikisstjórnar,
og ábyrgist ríkið hluthöfum 5°/o
ágóða fyrstu tíu árin. Bankinn
veitir lán til langs tíma, alt að 50
árum, veðtrygð lán til einstakra
manna, en má láta óveðtrygð lán
til sveitafélaga, jarðabóta og sam-
vinnufélaga með »solidariskri« á-
byrgð. Veltufjár aflað með sölu
veðvaxtabréfa. Auk þessarar mið-
stofnunar fyrir ríkið, eru 46
smærri veðbankar, héraðsbankar,
(svokallaðir Noko Ginko) er veita
lán því nær eftir sömu reglum og
»Nippon Kvongo Ginko«, og standa
í sambandi við hann að því leyti,
að smábankarnir fá oft veðvaxta-
bréf sín trygð með ábyrgð aðal-
bankans, auk þess sem þeir fá oft
lánað veltufé frá honum. Héraðs-
bankarnir eru einnig hlutabankar,
en styrktir með hlutafjárframlög-
um af ríkisins hálfu og standa
undir ströngu opinberu eftirliti.
Hámark lána 2/3 virðingarverðs.
Útlánsvextir »Nippon Kwongo
Ginko« eru ákveðnir af ríkis-
stjórninni.
í Mexícó er fjöldi landbúnaðar-
banka, stofnaðir samkvæmt lögum
frá 1897. er voru endurbætt 1908.
Bankarnir eru af tveim tegundum,
nefnil. venjulegir landveðsbankar
og jarðabóta- og framfara bankar.
Hvortveggja hlutabankar undir yfir-
umsjón ríkisstjórnarinnar. Stjórnin
hefir eftirlitsmann við hvern banka,
er undirritar öll veðvaxtabréf og
önnur skuldabréf bankans. Lág-
mark hlutafjár hvers banka ein
milj. Pesos (ca. 600,000 krónur).
Lánin veitt í peningum eða veð-
vaxtabréfum eftir vali bankans. —
Veðbankarnir veita lán bæði út á
húseignir og lönd, upp að hálfu
virðingarverði. Hámarlc allra lána
til samans er hlutafjárupphæðin
margfölduð með 20. Veðvaxtabréf
eru skattfrí, og njóta víðtækra
hlunninda. — Framfara- og jarða-
bótabankarnir veita lán til námu-
reksturs og járðabótafyrirtækja,
hvort heldur til stutts tíma eða
margra ára. Lántakandinn skuld-
bindur sig með eiði fyrir réttinum
að verja láninu til þess fyrirtækis,
sem ætlað er til. Lán má veita
leiguliðum gegn tryggingu í áhöfn
og búnaðarafurðum eða áhöldum.
Bankarnir gefa út, auk veðvaxta-
bréfa, bankaskuldabréf alt að tvö-
faldri upphæð hlutafjárins, og taka
einnig við almennu innlánsfé að
tilteknum takmörkum. — Stærsti
bankinn er vatnsveitinga- og jarð-
yrkjubankinn (Caja Préstamos para
Obras de Irrigaciony Fomento da
la Agricultura), stofnaður 1908
með hlutafé að upphæð 10 milj.
Pesos, þar af þriðjungur eign rík-
isins. Veðvaxtabréf hans trygð með
ábyrgð ríkisins. Bankinn er hálf-
opinber stofnun, og 3 af banka-
stjórunum kosnir af ríkisstjórninni.
Pessar stofnanir bafa reynst svo
vel, að óhseít má telja Mexícó
meðal þeirra landa er fremst standa,
að því er snertir bankainál land-
búnaðarins. Pau mál voru þar í
landi tekin til rækilegrar íhugunar
og rannsóknar um aldamótin síð-
ustu, og komu þar fram ritverk
um þessi efni, einkuin eftir Sénor
Joaquin D. Casasus, er þykir meðal
þess besta er ritað hefir verið um
landkreditmál á síðustu árum.
Pó að hér að framan hafi verið
farið stutt yíir sögur, má væntan-
lega af því, sem sagt hefir verið,
gera sér nokkra grein fyrir fyrir-
komulagi landkreditmála í þeim
löndum, sem lýst hefir verið. En
eins og tekið er fram í byrjun
þessa máls, má skifta lánum þeim
sem landbúnaðurinn þarf á að
halda, í fjóra aðal flokka, nfl.
venjnleg lán til langs tíma, jarða-
bótalán, lán til að koma upp eða
kaupa smábýli, og ioks stutt lán
til búnaðarreksturs. Að vísu getur
slík flokkaskifting ekki bygst á
neinum skýrum takmörkum, og
sömu lánsslofnanir geta að meira
eða minna leyti sint fleiri en ein-
um flokk. Það getur farið vel á
því að sama lánsstofnunin sinni 3
fj'rstu ílokkunum, öllum samhliða,
því að þeir eiga allir sammerkt í
því, að þar er um að ræða föst
lán til langs tíma, trygð með fast-
eignaveði annaðhvorl að nokkru eða
öllu leyti.