Tíminn - 26.07.1919, Side 3
TÍMINN
247
Heildsala. Smásala.
Söölasmíöabúöin Laugavegi 18 B. Simi 646.
Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtýgjum, aktýgjum, og öllu tilheyrandi
s.s. aliskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af
járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar,
ístöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. —
Ennfremur stærri og smærri tjöld úr ágætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk-
ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds,
dýnustrigi, hringjur, beislisstangir, ístöð, taumalásar, keyri,leður, skinn o.fl.
Sérstakleg-a er mælt með spaðahnökkum
emkum og íslenskum.
Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og
nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti.
Söðlasmiðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646.
Heildsala. E. Kristjánsson. Smásala.
sitt, en hrifsa af bændum vatns-
orku þá í lækjum og ám, sem ekki
var orðin markaðsvara.
Mótstaða Sv. Ól. gegn vatns-
ráninu er vitanlega sproltin af því
fyrst og fremst, að hann vill ekki
óhelga eignarréttinn. í öðru lagi
hefir honum verið fullljóst, að
engum gæti verið bót í, að landið
tapaði fjöl-mörgum málum út.af
vatnsráninu. Og í þriðja lagi er
honum varla láandi, þótt honum
þætti lítið verða úr því högginu,
sem hátt er reitt, úr því að ekki
átti að hreyfa við yfirráðum »spe-
kulantanna« á stórfossum landsins.
Þegar kunnugt var orðið um á-
huga meiri htutans, að berjast fyrir
vatnsráninu, benti Timinn enn á
hina fyrri leið, að ef þjóðinni væri
alvara með, að ná aftur hinum
seldu og leigðu fossum, þá væri
hentast að leggja svo þungan skatt
á ónotað, en selt eða leigt vatns-
afl, að yfirráðumennirnir yrðu fegn-
ir að afhenda þjóðfélaginu eignir
þessar, án afarkosta. Petta var
framkvæmanleg leið, og lögleg.
Hún var hörð á þeim, sem harka
átti við, en misbauð í engu vatns-
aflseigendum þeim, sem ekki höfðu
misnotað eignarrétt sinn. Engin
önnur úrlausn hefir komið fram
jafn heppileg þessari. Enginerjafn
hörð í garð fossafélaganna, sem
ælla að liggja með vatnrafiið. Ekkert
blað hefir barist fyrir henni nema
Tíminn. Og svo á það blað, sem
leggur í hendur þings og þjóðar,
beittustu vopnin til að verjast yfir-
gangi auðfélaganna, það á að vera
háð félögunum! Og til að full-
komna myndina má geta þess, að
ásökunin kemur fram i þeim mál-
gögnum, sem snúast daglega eins
og hani á burt eftir dutlungum
vesalla mangara, sem egna fyrir
þessar umkomulitlu sálir með
auglýsinga-hrati.
En til að tryggja rétt þjóðar-
innar sem best, lagði Sv. Ólafsson
til, í þeim sérleyfislögum, sem fyrst
komu fram frá nefndinni, þessi
þrjú atriði m. a.:
1. Að ekki skyldi leyfa nema
eina stóra virkjun hér á landi,
fyr en reynsla fengist um afleið-
ingarnar.
2. Að engin sérleyfisheimild væri
gild, nema samþykt hefði verið á
tveim þingum, og hefði farið fram
kosningar milli samþykta.
3. Að slíkum atvinnurekendum
væri engin undanþága veitt frá
gildandi lanúslögum.
Þessi þrjú atriði voru síðan sam-
þykt á Þingvallafundinum af mönn-
um hvaðanfeva að af landinu. —
Tíminn hefir eindregið stutt þess-
ar tillögur. Og þær eru hið ákveðna
hispurslausa svar stuðningsmanna
Tímans í fossímálinu. Enginn ann-
ar ílokkur, ekkert blað í Rvík
nema Tímint), hefir markað af-
stöðuna svo Ijóslega. Og það lítur
út fyrir, að þessar kröfur verði
að samróma skilyrði allra hugs-
andi manna i Iandinu.
Að síðustu skal lauslega drepið
á helstu atriðin í þessu máli.
Kaupmanna-blöðin ásaka Tímann
og Sv. Ólafsson um vítavert fylgi
við hagsmuni erlendu félagapna.
En við nánari athugun kemur í
ljós, að það eru þessir tveir aðilar,
sem gætt hafa hófs og festu, fyrir
þjóðarinnar hönd, síðan mál þetta
kom á dagskrá. Timinn og Fram-
sóknarflokkurinn hindra flaustur-
samþykt sérleyfis á þinginu 1917.
Sv. Ólafsson og Tíminn hindra
annað gönguskeið, framkvæmd
vatnsránsins 1919. Gagnvart fossa-
félögunum er fossaskattur sá, sem
Tíminn hefir barist fyrir, öruggasta
vopnið, ef stefna skal að því, að
ná eignarnmráðum orkuvatnanna
úr höndum félaganna. En sé hall-
ast að hinu úrræðinu, að takmarka
veldi félaganna með sérleyfislögum,
þá eru tillögur Sveins Ólafssonar
þrauta-úrræðið. Þar er takmörkuð
tala slíkra fyrirtækja. Veiting sér-
leyfis bundin þeim tryggingar-
skilyrðum, að þjóðinni á að vera
í lófa lagið, að gæta sín fyrir
ginningum auðvaldsins og auglýs-
inga blaðanna. Og í þriðja lagi
verður hvert slikt félag háð al-
mennri löggiöf landsiris.
Málövextirnir eru þannig tölu-
vert aðrir, heldur en »ísafold« og
»Vísir« vilja vera láta. Og það var
mikill sannleikur í þeirri viðvörun,
sem Sv. Ólafsson beindi til Einars
Arnórssonar, eftir eina af dylgju-
ræðum prófessorsins, að hann vœri
ekki hrœddur um framtiðargengi
þjóðarinnar, ef engum vœri hœttara
við en sér, að láta glepjast af gulli
og blekkingum.
J. J.
Allsherjar-þurkunl
»Þurkun« — það er orðið, sem
bannmenn nota hér í álfu, er þeir
tala um starf sitt, að útrýmingu
brennivins- og alls áfengisböls úr
landi.
Nú hefir það tekist öllum von-
um framar að setja lög um það í
Bandaríkjunum, að hætt skuli allri
sölu og jafnvel öllum tilbúningi
áfengra drykkja.
I. Ófriðar áfengisbann.
1. júlí 1919 er búist við að
Bandaríkin verði »þur«, þar sem
áfengisbann, er nefnist »War Pro-
hibition«, eða bann í tilefni af
stríðinu, gengur þá í gildi. Sumir
hafa efast um, að lög þessi mundu
látin ganga í gildi, úr því að
stríðið mikla er í raun réttri af-
staðin. Auk þess sendi forseti
Bandaríkjanna, Woodrow Wilson,
sambandsþinginu í boðskap sínum
20. maí orð um að afnema lög
þessi að svo miklu leyti, sem þau
ættu við vín og öl. En fyrst er
þess að gæta, að lögin um »War
prohibitionff, sem forseti Banda-
ríkja ritaði nafn sitt undir hinn
21. nóv. 1918 (10 dögum eftir að
vopnahléð varð), mæla svo fyrir,
að þau skuli gilda þangað til að
hermenn Bandaríkja eru heim
á seinni árum eru bréfin meira
seld til útlanda, með því að mark-
aðurinn innanlands hefir verið
iregur. í fyrstu veitti bankinn öll
lán í veðvaxtabréfum og lántak-
andi varð að koma þeim í pen-
inga. En síðan 1878 eru lánin veitt
i peningum, og bankinn selur veð-
vaxtabréfin fyrir eigin reikning. Ef
bréfin seljast með afföllum, sem
oftast á sér stað, nær bankinn
upp því tapi ýmist með þvi að
greiða útlánin með tilsvarandi af-
föllum, eða taka nokkuð hærri
vexti af láninu en annars þyrfti.
Hámark útlána er 3/5 virðingar-
verðs, afborgunartiminn venjulega
40 ár.
1903 var stofnuð bankadeild
undir sömu stjórn og »Norges
Hypothek bank«, með 10 milj.
króna ríkistillagi, til þess að hjálpa
eignalitlum mönnum til að kaupa
eða koma sér um smábýlum.
Deildin aflar sér fjár, fram yfir
ríkistillagið, með útgáfu veðvaxla-
bréfa, er mega nema 6 sinnum
hærri upphæð samtals en ríkistil-
lagið er. Bréfin eru trygð með
ábyrgð ríkisins, auk veðréttar í
eignum lántakacda. Hámark lána
er 9/ic virðingarverðs, en með virð-
ingarverði má telja verðauka vegna
jarðabóta þeirra, er lánið á að
notast tii. Vextir 3,5°/o, engar af-
borganir fyrstu 5 árin, síðan af-
borgast lánið á 42 árum. Til
tryggingar fyrir útlánum er veð
í býlinu, auk þess ábyrgð viðkom-
andi sveitafélags.
Hér verður ekki ]ýst land-kredit
stofnunum í fleiri löndum í
Norðurálfu. Hið merkasta hefir
þegar verið tekið franb en að eins
í ágripsformi, enda veitti ekki af
heilli bók eða bókum, ef þessum
málum ætti að lýsa til hlítar. —
í þeim löndum Norðurálfunnar,
er ekki hafa verið nefnd hér að
framan, eru landveðslánstofnanir
ýmist með líku sniði og þær sem
lýst hefir verið, eða sérstakar land-
lánstofnanir þekkjast lítið sem ekki.
Þannig er í Englandi lítið um sér-
staka veðlánsbanka, og þeirra virð-
ist ekki mikil þörf þar, með því
að landbúnaðurinn fær alt það fé,
er hann þarf á að halda, með
sæmilegum kjörum hjá bönkum
og öðrum peningastofnunum, er
sinna slíkum lánveitingum jafn-
hliða venjulegum bankaviðskiftum.
Hins vegar hefir ríkið varið geysi-
legum fjárhæðum til þess að hjálpa
eignalitlum bændum til þess að
eignast ábýlisjarðir sínar. í þeim
málum hefir ríldsstjórnin haft sér
til aðstoðar sérstakar stofnanir, svo
sem »The Estates Commissioners«
o. fl. á írlandi, — »The Scotch
Board of Agriculture« á Skotlandi
o. s. frv. Einnig eru sérstakar rík-
isstofnanir, er hafa með höndum
lánveitingar til jarðabóta. En þó
að æskilegt væri, að geta lýst þess-
um stofnunum og fyrirtækjum
nánar, er ekki rúm til þess hér.—
í Swiss eru mjög góð lánskilyrði
fyrir landbúnað. Þar er fjöldinn
allur af landkredit-stofnunum, ým-
ist stofnanir ríkisins, sveitafélaga
eða einstakra manna. Merkastur
er veðbankinn í Bern, og eru láns-
reglur hans sérkennilegar að þvi
leyti, að hann lánar að eins eftir
meðmælum sveitarstjórnar, þar sem
eignin liggur, og gegn ábyrgð sveit-
arstjórnar auk veðsins.
Saga landveðlánstofnana í tialiu
á síðustu 50 árum er mjög skrikk-
jólt; mistök mörg hafa átt sér stað
og rnargir Iandbankar farið um koll.
Þetta virðist hafa lagast með lög-
um frá 1905, og eru nú ýmsar
landlánstofnanir, þar á meðal 5
gamlir sparisjóðir, er veita landlán
og gefa út veðvaxtabréf með góð-
um árangri. Auk þeirra »centi-al«-
landbanki, hlutabanki undir eftir-
liti stjórnarinnar, svo kallaður
»Instituto Italiano di Credito Fondi-
ario«. Ástæða er til að taka fram
eina sérkennilega reglu veðláns-
stofnana Ítalíu; þær mega lána fé
til jarðabóta, jafnvel notanda lands,
þó hann sé ekki eigandi, þannig
að lánstofnunin fær forgangsveð
í landinu fyrir jafnmikilli upphæð,
og verðhækkun eignarinnar vegna
jarðabótarinnar nemur, og gengur
veðréttur sá fyrir öllum öðrum
veðkröfum, þó að eldri séu.
Utan Norðurálfu er sérstaklega
ástæða til að nefna Japan og Mexícó.
í Japan er fullkomið kerfi land-