Tíminn - 30.07.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.07.1919, Blaðsíða 1
TIMINN ad minsta kosli 80 blöð á ári, koslar 5 krónnr árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavík Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási, sími 91. III. ár. Reytjavík, 30. júlí 1919. 57. blað. U ndiröldur. Hin leynilega utanríkispólitík, með samningum og skuldbinding- um milli hinna einstöku ríkj'a, komst í algleyming upp úr fransk-þýska stríðinu 1871, og varð hin beina orsök til þess, að heimsstyrjöldin hlaut að skella á fyr eða síðar. Bjartsýnu mennirnir gerðu sér von um, að saga hennar yrði úti með friðnum; nú yrði alt opin- skátt og öllum kunnugt og ríkin hættu þessu leynimakki og skuld- bindingum. Það er um það, eins og ótal annað, sem menn hafa gert sér vonir um — ekkert annað en von- brigði. Það er nú að koma alveg sama hljóð t. d. í heimsblöðin eins og fyrir stríðið. Þau tala um leyni- samninga milli ríkja eins og alveg sjálfsagðan hlut. Þau bollaleggja um næsta stríð og næstu stríð eins og bollalagt var fyrir 10 árum. Það situr alt í sama farinu — að þessu leyti undantelcningarlaust. Enda vantar ekki ný ágreinings- efni. Ekki búið að fullgera nema lítinn hluta friðarsamninganna, og þó eru æ að koma upp ný ófrið- arefni, bæði meðal bandamanna innbyrðis og svo að sjálfsögðu milli andstæðinganna gömlu. Það er talað um það sem ná- lega víst, að ekki geti dregist nema í fá ár þangað til ítalia lendi í stríði við hið ný-myndaða Suður- Slavneska ríki (Serbía, Montenegró og stór landflæmi, sem áður lutu Austurríki). þjóðerna-glundroðinn svo mikill suður þar, að ómögulegt er að gera menn ánægða. Og þar eru heimskar þjóðir og vanstiltar. Balkanríkin verða sem áður ó- rólegasti hluti Norðurálfunnar og eru þegar byrjuð á gamla leyni- makkinu. Skifting dánarbúsins austuríska gefur á allar hliðar tilefni til styrj- alda, enda er þar enn barist á annari hvorri þúfu. Um Pólland spá menn ekki góðu, enda hefir enginn máttur enn get- að hindrað þar Gyðingaofsókn- irnar. Þá dregur upp bliku í austri þar sem Japanar ætla að sölsa undir sig sneið af Kína, jafn mannmarga sveit og Frakkland er. Um Japan ■verður mönnum nú einna gkraf- drýgst í heimsblöðunum og kalla nú alment Asiu-Prússland og er alment viðurkent að þar sitji hin svæsnasta hermenskustefna við völd og sjeu þeir búnir í hvað sem vera skal. Stendur Bandaríkjunum eltki síst stuggur af þeim. Og enn erú eftir óuppgerðar all- ar sakir um nýlendur Þjóðverja og Tyrkja, með öllum þeim sfyrjald- armöguleikum sem þar felast und- ir steini. Það verða engin stór stökk á framfarabraut mannkynsins. Sendiherra í Kaupmannahöfn. Á fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar er gert ráð fyrir, að stofnað verði nýtt embætti í Kaupmannahöfn, sendiherraembætti, og eru áætlaðar til þess þessar fjárhæðir; Laun............kr. 12000,00 Til húsaleigu. ... — 2000,00 — risnu..........— 2000,00 — skrifstofuhalds. — 12000,00 Samtals kr. 28000,00 Verði að því ráði horfið, að skipa sendiherra í Kaupmannahöfn, þá munu þessar fjárupphæðir alls ekki of háar. Hitt miklu líklegra, að þær rejmist of lágar. Hefir reynslan mjög orðið á einn veg um erlenda erindreka okkar. Það er og ekki ffarri til getið, að fljótlega þætti það við eiga, að reisa dýran bú- stað handa sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, og þegar á annað borð hallar undan brekku, er erfitt að stöðva fallið. Það er óhætt að gera- ráð fyrir jafn-miklum breytingum á þessum upphæðum og á fjöl-mörgum öðr- um á fjárlagafrumvarpi stjórnar- innar — verði á annað borð farið út á þessa braut. Mundi það vera rétt, að fara inn á þessa braut? Mundi það vera vilji meiri hluta þjóðarinnar? Skal ekki farið dult með, að báðum þeim spurningum verður hér svarað afdráttarlaust neitandi. Það skal að vísu játað, að fjár- hæðirnar sem áætlaðar eru í frum- varpinu setja okkur ekki á höfuðið, einar út af fyrir sig. En það eru öll líkindi til, að þær hrökkvi hvergi nærri til, eins og sagt var, og í peningavandræðum eins og þeim sem nú eru í landssjóðí, rnunar um nokkra tugi þúsunda. En aðalatriðið er annað og það er þetta: Eigum við að fara inn á þá braut, að búa stórt út á við, og senda út »legáta«, þegar ótal brýn verkefni inn á við biða úrlausnar, og verða ekki leyst vegna peninga- leysis? Þegar það er og kunnugt, að þeir eru til, og það miklir áhrifamenn, sem vilja alls eklci láta staðar numið við þennan sendaherra í Kaupmannahöfn, heldur láta skipa miklu fleiri — er þá ekki full á- stæða til að stemma á að ósi, og kveða þetta niður í fæðingunni, og fresta þar með öllum sendiherra- sendingum fyrst um sinn. Þarf ekki það fram að taka, að engum rétt er þar frá sér kastað. Þegar það enn fremur er kunn- ugt, að við höfum nú, þar sem er skrifstofustjóri íslensku skrifstof- unnar í Kaupmannahöfn, Jón Krabbe, hinum ágætasta starfs- manni á að skipa af okkar hálfu — er þá ekki nóg að bæta að- stöðu hans og fela honum nauð- synleg störf af okkar hálfu, án þess að setja yfir hann sérstakan sendiherra? Hér er þess i milli að velja, að sýnast og að vera. Hefir það hingað til þótt meir um vert hér í landi, að berast lítt á, vera laus við yíirlæti, en sitja ekki í tómu búi. Það væri illa farið, ef svo væri nú um skift, að látnar yrðu sitja á hakanum nauðsynlegar fram- kvæmdir um viðreisn atvinnuveg- anna, fyrir þessum búskap út á við. Hér er það ekki dregið í efa, að mikill hluti þjóðarinnar er því mótfallinn. En þingið sem nú situr sker úr. ---- (Frli.) Reynslan sýnir það að vísu, að hjá sömu lánstofnun vill einn floklcur lána einatt ná yfirtökum, en aðrir verða útundan. T. d. mun smábýlamönnum oftast verða eríið samkepnin við eigendur stærri fasteigna við sömu lánslofnanir. En þelta getur oft verið að kenna óhentugu fyrirkomulagi, og þarf ekki að stafa af því, að þessir flokkar eftir eðli sínu geti ekki átt samleið. — Aftur á móti er það víst, að síðasti flokkur landbúnaðarlána, lán til stutts tíma, er eiga að not- ast sem rekstursfé við búnaðar- framleiðslu, eiga ekki samleið með hinum flokknum. Þau eru gersam- lega af annari tegund en fasteigna- veðlán, ýmist óveðtrygð eða trygð með lausafjárveði, oftast tiltölulega litlar uppbæðir og mjög óstöðug. Þörf landbúnaðarius fyrir slík lán Réttur ISgrqbuuur. Reka menn augun í það hvað fyrst, þá er þeir koma til stór- borganna í nágrannalöndunum héð- an, hvílíkt vald og hvílíka virðing lögreglan hefir þar og hvílíkan rétt. Menn hafa þar opin augu fyrir því, hvílík nauðsyn það er, að hafa einarða og ákveðna lögreglu, velja því í þá stöðu hina hraust- ustu og karlmannlegustu menn, og lögin og dómarar veita þeim sér- staka vernd fram yfir aðra menn, til þess að þeir geti notið sín í hinu erfiða og oft óþægilega starfi. Það er alviðurkent ytra, að lög- reglan á að hafa þessi sérréttindi, til þess að geta beitt sér til fulls. Hefir það aldrei komið eins ber- lega í ljós og á allra síðustu tím- um, liversu mikið menn eiga undir lögreglunni. — Nauðsyn góðrar lögreglu hér í höfuðstaðnum verður ríkari með degi hverjum. Vegna hennar var skipaður sérstakur lögreglustjóri og ýmislegt fleira gert til þess að efla lögregluna. En nauðsynlegasti grundvöllur- inn sem leggja þarf, um að fá styrka og einarða lögreglu er sá, að auka rétt hennar, vald og virð- ing, samfara því sem þá getur komið á eftir, að vandað er mann- valið og þeim launað vel. getur orðið sæmilega fullnægt af venjulegum bönkum og útbúum þeim, er sinna þeim jafnhliða versl- unarlánum; en víðast vill verða misbrestur á þessu, og landbúnað- urinn, einkum smábændurnir, verða útundan bjá bönkunum í sam- kepninni við þá, er reka verslun og iðnað. Það er margt sem veldur því, að svona vill fara, bæði hér á landi og annarstaðar, þó að stjórnendur bankanna séu ekki viljandi hlutdrægir í þessum efn- um. Ein höfuð-ástæðan er fjar- lægðin. Bændurnir eru svo dreifðir út um alt, að lánsboð bankanna geta ekki náð eins vel lil þeirra og skyldi, jafnvel þó að bankarnir, eða útbú þeirra, séu sæmilega dreifði um landið. Takmarkið er að lánsmögulegleikar til framleiðslu, í hve smáum stíl sem er, komist svo að segja heim að dyrum hvers smábónda. Og það er nokkuð ná- lægt því, að þessu takmarki hafi verið náð í sumum löndum. Lang- besta, ef ekki eina leiðin til þess, er stofnun samvinnu-lánsfélaga út um land alt, er hvert um sig nái Eftir Böðvar Bjarkan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.