Tíminn - 30.07.1919, Blaðsíða 4
252
TÍMINN
Raflýsing fyrir kaupstaði.
Yið tökum að okkur að gera mælingar á vatni, áætla
og byggja rafstöðvar fyrir kaupstaði, hvort heldur með
vatns- eða mótor-afli.
Sé ekki um vatnsafl að ræða, mælum við með
Diesel-mótorum, sem eru olíusparastir allra olíuvéla.
Skrifið eftir tilboðum og upplýsingum, sem veitast
öllum ókeypis. - .
Hf. Hafmagnsfél. íliti Ljós
Sími 176 B. Yonarstræíi 8. Pósthólf 383.
Bandaríkjanna — sem er nefnt
»hið voldugusta pólitiska félag í
heimi«, — já, með þessu er vissa
fengin fyrir því, að bannlög þessa
mikla lands munu til vegar koma,
algerri útrýmingu hins mikla á-
fengisböls úr Bandaríkjunum.
17. ,.Purkun“ heimsins!
fað er hvorki meira né minna
viðfangsefnið, sem hið volduga
Bannlagafélag Bandaríkjanna hefir
valið sér!
Sá, sem þetta ritar, hafði þá
miklu ánægju, að sitja á bindindis-
þingi því, sem Ante-Saloon.League«
stofnaði til í nóv. 1918, þar sem
áformað var að taka upp þessa
stefnu: að leitast við að sigra og
að engu gera Bakkusar vald i öll-
um mannheimi.
Bannlagastarfið í Bandaríkjunum
hefir um langan tíma kostað rúma
miljón dollara á ári. Nú var ráð
gert fyrir starfi og stríði, er kosta
muni að minsta kosti 5 miljónir
dollara um árið í 5 ár, og að
nokkrum mánuðum liðnum skyldi
allsherjarfundur boðaður til þess,
að stofna samband milli allra þjóða
í þessum tilgangi.
Sá stofnfundur er nú haldinn,
og mér hlaust sú ánægja að vera
viðstaddur einnig í þetta skifti. —
Þessi, fundur var haldinn í Was-
hington D. C., og mörg hundruð
fulltrúar frá hinum ýmsu fylkjum
Bandaríkjanna mættu þar með um
70 útlendum fulltrúum, fráþessum
löndum:
Argentínu, Algier, Ástralíu, Brasi-
líu, Búlgaríu, Canada, Chile, Czeko-
Slovakiu, Danmörku, Englandi,
Finnlandi, Frakklandi, írlandi, í-
taliu, Japan, Kína, Koreu, Kúbu,
Malaysíu, Mexíko, Montevideo,
Noregi, Nýja-Sjálandi, Perú, Skot-
landi, Siam, Síberíu, Sierra Leóne,
Svíaríki, Svisslandi.
Ekkert land, * sem vill taka þátt
í þessu mikla starfi, verður sett
hjá eða neitað um inntöku í sam-
bandið, sem heitir: »World League
against Alcoholism« (Heims-sam-
band gegn áfengisbölinu).
Um 30 starfsmenn voru sendir
til annara landa fyrir stofnfundinn,
sem haldinn var í Washington,
D. C., frá 3.—7. júní. Þessir 30
menn voru sendir af Bannlaga-
félagi Bandaríkjanna (The Anti-
Saloon League of Aineríca). En
úr því nú er myndað alheimsfélag
í þessum tilgangi, munu þessir
menn framvegis vinna fyrir al-
heimsfélagið, og hundrað starfs-
menn aðrir eða fleiri verða sendir
von bráðar, þangað til starfsemi
félagsins tekur yfir allan heim.
Columbus, Ohio, 11. júni 1919.
David Östlund.
Tíðin. Dágóðir þurkar voru hér
um slóðir um og fyrir helgina.
En austanfjalls og eins og í Borg-
arfirði hefir lítið orðið úr þurki
enn.
Hallgrímur Hallgrímsson sögu-
meistari brá sér til Lundúna ný-
lega og dvelst þar væntanlega í
nokkra mánuði. Ætlar sér að kynn-
ast þar til hlitar atriðum úr sögu
Englands á síðastliðinni öld. —
Lesendur Tímans mega eiga von
á því, að fá fréttapistla og greinar
frá Hallgrími úr þessari för.
Heiðurs-viðurkenning. Hinn 29.
júní síðastliðinn voru lækni Ólafi
ísleifssyni dbrm., og konu hans,
Guðríði Eiríksdóttur, færðir.munir
að gjöf frá almenningi austan og
vestan Þjórsár, fyrir læknishjálp
hans og gestrisni þeirra beggja.
Munirnir voru, vandað amerískt
skrifborð, með áletrun á silfur-
skildi, silfurbikar með áletrun og
1000 kr. í gulli á botninum, og
kaffitseki úr silfri með nafni hús-
freyjunnar.
Þau hjón hafa nú verið 22 ár
í Þjórsártúni, og öll þessi ár hefir
Ólafur stundað lækningar, með
vaxandi aðsókn og áliti, sem kem-
ur af því, að hann leggur sig allan
fram í, að auka þekkingu sina í
læknisfræðinni og fylgjast með í
framförum hennar. — Sérstaklega
félögum Þýskalands, þaf á meðal
»Centrallandschaft fur die preus-
sische Staaten«, á þann hátt, að
þegar veðvaxtabréfin eru í lægra
verði en ákvæðisverði, veita félögin
lántakanda aukalán, jafnhátt eins
og mismuninum nemur. Aukalánið
er oftast veitt í peningum, þó að
aðallánið sé veitt í bréfum. Og
aukalánið er endurborgað á mis-
munandi hátt, ýmist með dálitlu
aukagjaldi, sem bætt er við ár-
gjaldið fyrstu árin, þar til auka-
láninu (affallaláninu) er lokið, eða
árgjaldið allan tímann er liækkað
eins mikið og með þarf til þess
að affallalánið endurgreiðist jafn-,
framt aðalláninu. — Ef veðdeildin
tæki upp þessa aðferð, eða eilt-
hvað svipað, mundu afföllin ekki
valda verulegri óánægju, því að
óánægjuefnið er í raun og veru
ekki það, að afföllin geri lánin of
dýr (að hinir »effectivu« vextir
verði vegna þeirra of háir), heldur
hitt, að þau rýra lánsupphæðina,
sem venjulega þykir full lág, þótt
enginn frádráttur komi til greina.
Hámark lána veðdeildarinnar er
hálft virðingarverð fasteignar þeirr-
ar, sem lánað er út á. En venju-
lega munu lánin ekki vera nærri
því eins há eins og leyfilegt er,
enda eru takmörkin auðvitað að
eins sett til þess að marka línu,
er ekki má fara út fyrir, en ætlast
til að stjórnendur stofnunarinnar
rannsaki það í hvert skifti, hvort
óhætt sé að nálgast hámarkið.
Sumstaðar fylgja lánsfélögin þeírri
reglu, að lántakandi eigi heimtingu
á ákveðnum hluta virðingarverðs,
t. d. helming þess, en þá eru miklu
tryggilegri reglur um framkvæmd
virðinganna en hér gerist, enda
má óhætt segja, að eins og virð-
ingar til lántöku eru alment leystar
af hendi hér, gæti slík regla ekki
komið til mála. í þýsku félögun-
um er tíðast að starfsmenn félag-
anna sjálfra framkvæmi virðingar,
en sumstaðar er höfuðreglan að
miða upphæð lánanna við skatt-
virðingarverð eignanna. Einnig
þekkist það, að láta umsóknir um
lán og virðíngar ganga gegnum
hendur sveitarstjórnar, er segi álit
sitt um virðinguna og taki ábyrgð
á því, að minsta kosti siðferðis-
lega, að virðingin sé ekki fjarri
sanni. Allar þessar aðferðir eru
sennilega betri en sú, sem hér
tíðkast, að láta tvo dómkvadda
menn eða útnefnda af lögreglu-
stjóra framkvæma virðingar, fyrir
borgun frá lántakanda sjálfum.
Þegar fasteignamatið er komið f
kring hér, er ekki ólíklegt að veð-
deildinni geti orðið mikill styrkur
að því, þó að búast megi við, að
talsvert ósamræmi verði milli virð-
inganna í ýmsum héruðum. En
þar sem svo hagar til, eins og hér,
að einn veðbanki starfar fyrir alt
landið, er mjög áríðandi að finna
góð ráð til þess að virðingar þær,
sem farið er eftir við lánveitingar,
séu ábyggilegar, því að stjórnendur
bankans skortir því nær altaf per-
sónulegan kunnugleika til þéss að
geta dæmt um það, hvort virð-
ingin er hæfileg. Þeim hættir því
til öfga á tvær hliðar, ýmist að
tortryggja virðinguna úr hófi fram
og lána ósanngjarnlega lítið út á
eignina, eða að byggja of mikið á
óhæfilega hárri virðingu og veita
reyndist hann hinn mesti bjarg-
vættur, er drepsóttin gekk siðast-
liðinn vetur, og sýndi óbilandi út-
hald í vökum og ferðalögum. Mun
almenningi á þessu svæði þykja
algerlega ómissandi, að hafa lækni
í Þjórsártúni. 1. H.
Kennslustarfið
við fræðsluhérað Mosvallahrepps,
í Vestur-ísafjarðarsýslu, er laust
til umsóknar fyrir næstkomandi
skólaár. Laun samkvæmt gildandi
lögum um laun barnakennara.
Um kenslustarfið geta sótt tveir
kennarar.
Umsækjendur snúi sér til við-
komandi fræðslunefndar, skriflega
eða simleiðis, fyrir 10. sept. næst-
komandi.
21. júlí 1919.
Fræðslunefnd Mosvallahrepps.
„Réttur“,
tímarit um félagsmál og
mannréttindi, fæst í Bóka-
búðinni á Laugavegi 13.
Fyrra heftið 1919 flytur fyrir-
lestur um kenningu jafnaðarmanna
eftir Steinþór Guðmundsson kenn-
ara, ritgerð um Ræktun og sjálf-
stæði, eftir Jón Sigurðsson o. fl.,
gagnlegar greinar, ómissandi fyrir
alla, sem vilja kynna sér nýjar
stefnur á þjóðmálasviðinu.
AY! Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Tryggvi ÞórhallssoK
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Gutenberg,
of hátt lán. Einmitt þetta er einn
af höfuðgöllunum við að hafa einn
veðbanka á. móts við hitt, að hafa
mörg lánsfélög, dreifð hæfilega um
alt landið. Stjórnendur félaganna
hafa miklu betri tök á því að
kynna sér hvert sannvirði eignar-
innar er, og haga lánveitingunni
eftir því.
Skipaferðir. f s 1 a n d kom 26.
þ. m. norðan um land frá útlönd-
um. — Sterling fór í hringferð
austur um land í gær.
Síltlveiði ágæt, einkum fyrir
vesturlandi.
Nýútkomið er fyrsti árgangur
af Prestafélagsritinu. Snotur frá-
gangur og fjölbreytilegt efni.
Eskiflrði 20. júli. Sumarið hefir
verið sólríkt og þurt til þessa,
grasvöxtur þó ekki í meðallagi og
ógæftir við sjóinn.. Vorhlaup var
allgott, en stutt og nú má heita
aflalaust á mótorbáta, en reitingur
á árabáta.