Tíminn - 02.08.1919, Blaðsíða 1
TIMINN
að minxtrt kosti 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangnrinn.
AFGREIÐSLA
i Regkfavik Laugaoeg
18, sími 286, út um
land i Laufási, sími 91.
III. íir.
Jleykjavík, 2. ágúst 1919,
58. blað.
Njir þingflokkar á Esglandi.
Svo sem kunnugt er hefir enska
þjóðin um langan aldur skifst í
tvo stjórnmálaflokka aðallega: í-
haldsflokkinn og frjálslynda flokk-
inn. Nú er sú skifting að hverfa
að því er virðist; fullnægir ekki
lengur hugsunarhætti þjóðarinnar.
Þess hefir fyr verið geíið fiér í
blaðinu að enskir samvinnumenn
hafa byrjað að taka sjálfstæðan
þátt í stjórmnálum síðustu tvö ár-
in. í vor stækkuðu þeir um helm-
ing höfuðmálgagn silt, og þykir þó
rneir við þurfa. Ástæðan til þess-
arar ráðabreytni var sú, að sam-
vinnumenn sáu að keppinautar
þeirra í kaupmannaslétt notuðu
valdið yfir blöðunum, kjóseiídun-
um og þinginu til að skaða sam-
vinnustefnuna, bæði með ranglát-
látum skattkvöðum og á fleiri
vegu. Fyrir samvinnumenn var því
í fyrstu um sjálfsvörn að ræða,
sem síðar getur snúist upp í sókn
á hendur auðvaldsliðinu.
Við kosningarnar í desember
síðastliðið höfðu báðir gömlu
flokkarnir kosningabandalag að
mestu leyti. Unnu þeir glæsilegan
sigur og lofuðu að ganga milli
bols og höfuðs á Þjóðverjum við
friðarsamningana. Dálítil grein af
frjálslynda flokknum klofnaði út
úr þessu bandalagi, en varð að
því nær engu á kjördegi.
Foriugjar í þessum milda sam-
steypuflokki voru þeir Lloyd George
og Bonar Law, enda urðu þeir
aðalmenn í ráðuneyti því sem
friðinn samdi. Leið svo fram yfir
vopnahléð. En er friður hafði
verið saminn mynduðu þessir tveir
flokksforingjar nýjan flokk fúr
meirihlutanum úr þinginuy Hafa
þeir þar valið úr, eftir sínum geð-
þótta, það sem þeir töldu lífvæn- |
legast, sér til gengis. En nokkur
kur mun hafa orðið í hóp þeirra
sem eftir voru skildir.
Pessi nýi enski miðflokkur ætl-
ar að berjast fyrir hagsmunum og
áhugamálum kaupmanna og iðn-
aðarkónga. Er því ekki að sök-
um að spyrja, að. hann lendi í
verslunarmálunum í slcæðri baráttu
við samvinnuflokkinn, en í iðndeil-
um við verkamenn.
Hér á landi er flokkaskiftingin
mjög að verða með sama hætti,
eni^a sömu straumar í báðum
löndunum, þó að munur sé á stærð
og veldi Breta og íslendinga. En
umhugsunarefni lilýtur það að
verða þeim sem trúa á tilverurétt
gömlu flokkanna hér á landi, er
þeir sjá, að ílokkaskipun sú sem
nú er að gerast á íslandi, er i
fullkomnu samræmi við stjórn-
málaframþróunina í því landi,
sem kallað er föðurland lýðfrelsis
og þingstjórnar.
Bæiidainentun.
Kröfurnar sem gerðar eru til
hinnar íslensku bændastéttar vaxa
hraðfara ineð ári hverju.
Hað er þjóðarnauðsyn að land-
búnaðurinn geti staðist hina miklu
samkepni sem hann nú verður
fyrir.
Til þess þarf að breyta búskap-
arlaginu að einhverju leyti og taka
upp ný vinnubrögð. Og til þess
þarf fyrst og fremst víðsýna og
vel mentaða bændastétt, sem hefir
bæði þekking og dug til að sækja
auðæfin úr skauti fósturjarðarinn-
ar með réttum aðferðum.
Á bændastéttinni hvílir fyrst og
fremst frelsi og sjálfstæði þjóðar-
innar í nútíð og framtíð, og bænda-
stéttin er sú stétt og á að vera sú
slétt sem fer með hið mesta póli-
tiska vald í landinu.
Ber að sama brunni um þá.
höfuðnauðsyn, að hafa vel ment-
aða bændastétt.
Söðlasmiðir, járnsmiðir o. m. fl.
þurfa að stunda margra ára nám
til þess að geta rækt það starf.
Hitt hefir verið trú manna að
ekkert sérstakt þyrfti til þess að
verða bóndi og þó er þar um að
ræða miklu margháttaðra starf,
sem afar mikið veltur á hvernig
rekið er. Þarf ekki dæmi um það
að nefna. En nauðsyn sérmentun-
ar bóndans, í því að vera bóndi,
verður brýnni með hverju ári,
fyrir þjóðfélagið og einstaklinginn.
Og nú liggur önnur aðalmenta-
| slofnun íslenskra bænda í bruna-
rústum og heflr legið í hálft annað
ár — Hvanneyrarskólinn. Þurfti
áður að vísa frá venjulega helming
umsækjenda, en nú öllum annað
árið.
Vantar ekki að bændaefnin ís-
lensku vilja leita sér mentunar en
þjóðfélagið synjar þeim um hana.
Ómælt verður það tjón, sem bænda-
stéttin hefir af þessu haft, þó ekki
sé nema á það eitt lilið, hve mörg
bændaefni hafa þessa vegna lent á
anni hyllu, og þáð oft hinir mestu
efnismenn.
Stj’rjaldarástandið hefir valdið
því að frestas^t hefir til þessa að
reisa nýtt íbúðarhús á Hvanneyri.
Liggja nú fyrir þinginu tillögur
skólastjóra og hníga í þá átt, að
um leið og íbúðarhúsið er reist,
skuli auka heimavistirnar um rúm
handa tuttugu piltum. Kostar það
eina hæð i viðbót á húsið, en
verður vitanlega hlutfallslega mun
ód>7rara en að byggja síðar sér-
staklega yfir pilta og bætti að
nokkru úr um að taka við efni-
legum umsækjendum. Og vegna
þessarar viðbótar þyrfti ekki að
stækka kenslustofurnar.
Þingið hefir í mörg horn að líta
og væri ekkert um að segja ef
ekki væri fé í óþarfa og fánýti
kastað, en skorið við nögl um
viðreisn atvinnuveganna. En það
eru margir hræddir um að verði
það sem ofan á verður.
En hvað sem þingið gerir, þá
má það ganga að því vísu að
þjóðin dæmir um það við næstu
kosningar, hvernig nú verður gert
upp á milli þarfa og óþarfa,
glingurs og nauðsynja á þinginu.
Það.er tvent ólíkt til hvers fénu
er varið.
Hygginn og framsýnn bóndi
hikar ekki við að leggja sig allan
fram til þess að koma í verk stór-
kostlegri jarðabót, sem vissa er
um að gefur góðan arð.
Af sömu ástæðu er það skylda
þingsins, að sinna kröfum Búnað-
arfélags íslands.
Hygginn bóndi tekur nærri sér
um að sjá börnum sínum fyrir
góðri mentun, sem geri þau hæf
til að komast vel áfram í lífinu
og verða góðir og nýtir borgarar
í landi sínu.
Peningamál landbúnaöarins.
Eftir Böðvar Bjarkan.
---- (Nl.)
Annar kostur lánsfélaga er sá,
að þau eiga hægra með að fylgj-
ast með því, hvernig farið er með
veðsettar eignir og vera þegar á
varðbergi, ef eitthvað það kemur
fyrir, er rýrir verðgildi þeirra.
Þegar slikt á sér stað, geta félögin
oft tekið í taumana i tæka tíð og
afslýrt hættu, sein veðbankinn
hefði ekki komisl hjá. Af þessum
ástæðum og öðrum fleirum mun
reynslan oftast sýna, að lánsfélög-
um er hættulaust að lána hærri
lán út á fasteignir en veðbönkum,
enda er alls ekki óalgengt í öðrum
Iöndum að lánsfélög láni yfir
helming og alt að 73 hlutum
virðingarverðs út á fasteignir.
Einnig veðbankar lána víða meira
en helming, »Norges Hypotek-
bank« t. d. lánar all að s/5 hlutum
virðingarverðs.
Það er varla ráðlegt, að veð-
Af sömu ástæðu er það skylda
þingsins, að hlynna að bændaskól-
anum á Hvanneyri, best sótta skóla
landsins, sem á að menta fjöl-
mennustu og þýðingarmestu stétt-
ina.
Og ef þingið metur meira legáta-
sendingar og annan enn meiri ó-
þarfa eins og stendur, þá fer það
að eins og yfirlætisfullur oflátungur,
sem flosnar upp frá búi sínu í
næstu fardögum.
Brimbátur.
Hérumbil fjórði hlutinn af strönd-
um landsins er gersamlega hafn-
laus, tómir sandar, þar sem brim-
ið er einvalt að heita má, dag eftir
dag og öld eftir öld. Upp frá þess-
um hafnleysum liggja gróðursæl-
ustu héruð sem til eru á landinu.
En landgæðin þar notast ekki nema
að litlu leyti, af því að sjóleiðin
er lokuð, og langt á milli næstu
lrafna. Djúpavogs og Reykjavíkur.
Eitthvert mesta happ fyrir Suður-
land væri það, ef einhverjum hug-
vitsmanni gæti tekist að finna upp
einhver þau áhöld, sem gerðu fært
að koma flutningi og fólki yfir
brimgarðinn, milli skips og lands,
þó að sjór væri töluvert ýgldur.
Þá væri hægt með nokkurri for-
sjá, að skipa allri þungri vöru
upp á sandana í Skaftafellssýslu
deildinni verði leyft að hækka lán
sín upp úr helming virðingarverðs,
nema þá í sambandi við gagngerða
breytingu á framkvæmd virðing-
anna. En væri stofnað lánsfélag,
eins og minst hefir verið á hér að
framan, er stæði í sambandi við
veðdeildina og seldi henni ve'ðvaxta-
bréf sín, ætti að vera óhætt að
leyfa félaginu að lána talsvert hærra,
alt að s/5 eða 2/3 virðingarverðs.
Að sjálfsögðu er þá gert ráð fyrir,
að félagsmenn bæru sameiginlega
ábyrgð á veðvaxtabréfum félagsins,
þannig, að hver eign, er veðsett
væri félaginu, væri ekki að eins
til trj7ggingar sínu láni, heldur
einnig öllum öðrum lánum félags-
ins. Hinsvegar þyrfli samáhyrgðin
ekki að vera ótakmörkuð; mætti
takmarka hana á ýmsan hátt, eins
og tíðkast í lánsfélögum Þýska-
lands, að eins að veðvaxtabréf fé-
lagsins væru nægilega trygð. Sam-
ábyrgðin i þýsku félögunum hefir
því nær aldrei orðið nokkrum
manni að tjóni, og eftir því sem
félögunuin hefir vaxið fiskur um
hrygg, hefir verið liægt að tak-