Tíminn - 07.08.1919, Side 1
TIMÍNN
,að minsia kosii 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Reykjavík Laugaueg
18, simi 286, út um
land í Laufási, simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 7. ágúst 1919.
59. blaö.
,8íða§íta íullið4.
Eins og getið var um í grein
D. Östlunds hér í blaðinu nýverið
gekk í gildi einskonar bráðabirgð-
ar bann í Bandaríkjunum 1. júlí
s. 1. Aðal bannlögin koma til fram-
kvæmda nokkrum mánuðum síðar.
Vínmenn höfðu spáð, að Bakk-
us mjmdi duga vel síðasta kvöldið,
skilja við landið med þeim hætti
að þess yrði minst lengi. Eftir því
sem drykkjuspámönnunum taldist
til átti skilnaðarlcvöldið að verða
glaðast allra kvölda sem Banda-
ríkjaþjóðin hefir lifað.
Vínguðin heíir fyr brugðið heit
við sína dýrkendur, enda varð sú
raunin í þetta sinn. Síðasta vín-
kveldið var næsta ómerkilegt. Þeg-
ar stærsta og þróttmesta þjóð í
heimi kastaði áfenginu út úr sín-
um liúsum varð enginn héraðsbrest-
ur. Þjóðin sýndi að hún var að losa
sig við óboðin gest og var fegin.
Maður sem staddur var í New-
Yorlc i júlíbyrjun heíir sagt frá tíð-
indum. Alt var kyrt á götunum.
Því nær engin ölvaður maður sást
þar. í gildaskálunum sátu söinu
gestir, sem þar voru vanir, og
sVelgdu þar lífdryklc sinn í siðasta
skiftið. Annars engin ös. Kl. 12
var hætt að veita, en gestirnir
máttu sitja yfir áður fengnum
birgðum eina klukkustund. En þá
urðu þeir að hverfa heim.
Þá um kvöldið héldu allir eig-
endur hinna stærri gistihúsa í
New-York fund með sér. Þeir
komu sér saman um því nær í
einu hljóði, að láta steinhætta að
hafa nókkra tegund áfengra drkkja
til neyslu í sínum húsum. Einn
þeirra lýsti yfir við blaðamann
þann sem þetta er haft eftir, að
þeim þætti engin sérleg eftirsjá í
víninu. Sum af stærstu og mest
arðberandi gistihúsum í landinu,
hefðu verið )>þur« um all-langan
tíma. Að minsta kosti væri hagn-
aðurinn af óieyfilegri vínsölu, næsta
iítill í samanburði við þá ábœttu
sem henni fylgi
Þessi siðustu orð eru eftirtektar-
verð. Það er auðséð að Banda-
ríkjamenn gera ráð fyrir að dómar-
ar þar í landi muni verða mjög
þungir í slcauti þeirra sem troða
bannlögin undir fótum. Það er
vafalaust rétt á litið. Þar mun
enginn dirfast að halda því fiam,
að sum lög í landinu séu þannig
samkvæmt eðli sínu og anda, að
hvorki sé skylt að hlýða þeim eða
að gæta þeirra. Hvergi nema á
öldutoppum íslenskra menningar-
strauma verður vart slikra kenninga.
^lirei mök við ðréitiim.
I.
Gamall sjálfstæðismaður kom að
máli við ritstjóra Tímans alveg
nýlega. Honum var mikið niðri
fyrir.
»Mikið eruð þið óhygnir við
Tímann«, sagði hann. »Þarna hefð-
uð þið getað haft sjálfstæðisflokk-
inn alveg með ykkur og haft gott
af. En nú Iítur út fyrir eitthvað
annað. Hvaða nauður rak ykkur
til að fara að fjölyrða um em-
bættisrekstur Guðmundar Eggerz
og bitlinga Bjarna frá Vogi? Og
þótt þið gætuð ekki orða bundist
í vetur um seinlæti og fyrirbyggju-
leysi Sigurðar Eggerz í drepsóttar-
málinu — hvaða nauður rak þá
til að rifja það upp aftur í síðasta
blaði? Það hefir verið þagað um
það, sem meira hefir verið en þetta.
Þið hefðuð átt að gera það til þess,
að hafa þessa sjálfstæðismenn góða
og hafa gagn af þeim. Með þessu
lagi komið þið ykkur alstaðar út
úr húsi«.
Rétt á eftir hitti ritstjóri Timans
gamlan heimastjórnarmann. »Ykk-
ur eru mislagðar hendur«, sagði
hann. »í stað þess að taka nú
höndum saman við heimastjórnar-
flokkinn gamla og hafa mikið gott
af því, eruð þið nú búnir að spilla
á milli, með því að áreita svo
einstaka mikilsráðandi menn í
honum, að þeir a. m. k. verða
ykkur þungir í skauti. Þarna þurft-
uð þið endilega að hnýta í þá
Þórarinn og Guðjón fyrir síldar-
kaupin sælu, Halldór Steinsen hafið
þið ráðist á margsinnis fyrir óvild
hans til landsverslunarinnar, og
svo hófuð þið þessa reginsókn á
landlækni, varð að vísu ekki hjá
því komist í vetur, en svo þurftuð
þið að víkja aftur að því í síðasta
blaði. Eg er nú þeirrar skoðuuar,
að það verði að taka tillit til
kringutnstæðanna. Og þegar mikið
er að vinna í aðra hönd, í stjórn-
málunum, þá sé það engin stór-
synd, það sé beinlínis sjálfsagt, að
þegja um siít af hverju í fari þeirra
sem maður vill hafa gott af og
leggja lag sitt við í pólitíkinni«. —
Hvorugur þessara manna mót-
mælti með einu orði þeim atrið-
um, sem þeir vildu hafa látið þegja
um. Það var þvert á móti. En
þeim kom báðum saman um, að
þetta væri frámunalega óhyggilegt
fyrir ungan stjórnmálaflokk. Og
þeir bentu á það til sönnunar, að
svona hefðu gömlu flokkarnir haft
það oft og tíðum, þetta væri nú
»mórallinn« í íslenskri pólitík.
Og svo mæla miklu fleiri en
þessir menn og þess vegna er rétt
að athuga þennan hugsunarhátt
eilítið nánar.
II.
Einhver áhrifamesti og besti
stjórnmálamaður Dana á síðast-
liðinni öld var Christen Berg.
Hann var vitmaður með afbrigð-
um, stefnufastur og fylginn sér, og
þar að auki drenglyndur maður
og hreinlyndur svo að úr slcar.
Hann kaus sér þessi einkunnar-
orð og lifði eftir þeim: »Aldrig at
gaa paa Akkord med Uretten«.
Er ilt að þýða þau orð á íslensku,
en meiningin næst að nokkru, þó
ekki öldungis, með þessum orðum:
Að hafa aldrei mök við óréttinn.
Það er sem sé ekki einungis það,
að ljá ekki fylgi röngum málstað,
eða því sem rangt er gert, heldur
og það að láta það ekki afskifta-
laust, hilma ekki yfir það, sam-
þykkja það ekki, eða leyfa því að
ná fram að ganga, með því að
þegja við því —- heldur rfsa beint
öndverður gegn því, sem órétt er,
í hvaða mynd sem það kemur
fram og hvaðan sem það kemur
fram.
Það er eftirtektavert, að Berg
skyldi einmitt velja sér slík kjör-
orð, og þau ein út af fyrir sig
lýsa vel þeim hreinlynda vitmanni.
Þetta er sem sé hin eina rétta
undirstaða undirheilbrigðumstjórn-
málaflokki. Hreinlyndi og sann-
leiksást eru ekki síður hinar ó-
missandi og nauðsynlegu einkunnir
í stjórnmálalífinu en í einkalífinu.
Einstakur maður getur í bili
komið ár sinni vel fyrir borð með
blekkingum, smjaðri og óhreinlyndi.
En hann verður aldrei farsæll
maður í þjóðfélagi sínu með því
framferði. Hann kemur sér út úr
húsi hjá öllum góðum mönnum.
Hann verður þeim hvimleiður og
ótal dyr verða honum lokaðar.
Af honum leiðir miklu meira ilt
en gott.
Stjórnmálaflokkur getur í bili
komið ár sinni vel fyrir borð með
því að hilma yfir bresti og glappa-
skot mikilsráðandi manna, hann
getur fengið að launum fylgi þeirra
háu herra, hann getur borið úr
býtum ýms fríðindi, völd í bili og
bráðabirgða þægindi.
En afleiðingarnar af slíku fram-
ferði verða óhjákvæmilega:‘ sið-
ferðileg spilling í stjórnmálalífinu.
Og slíkur stjórnmálaflokkur getur
ekki þrifist til lengdar nema í sið-
ferðilega sjúku og spiltu þjóðfélagi.
í nokkurn veginn heilbrigðu
þjóðfélagi hlýtur slíkur flokkur að
missa traust einstaklinga og al-
þjóðar og líða undir Iok og hann
á að gera það.
Fyrir fámenna og fátæka þjóð,
og einkanlega fyrir þjóð, sem er
hefja nýtt stjórnmálalíf á grund-
velli viðurkends fullveldis, er það
lífsnauðsyn að eignast stjórnmála-
flokk, sem aldrei á mök við órétt-
inn, sem aldrei fylgir röngum mál-
stað vegna flokkshagsmuna eða
af persónulegu fylgi við einstaka
menn.
Það getur haft margföld óþæg-
indi í bili fyrir þann stjórnmála-
flokk, sem reynir að lifa eftir þess-
ari góðu reglu hins danska stjórn-
málamanns. Og það hlýtur æ að
hafa mikil óþægindi í för með sér.
En það verður að gerast. Og það
getur ekki farið hjá því, að af
leiði það sem er gott. Því að sann-
leikurinn er sagna bestur og hreinar
línur verða æ farsælastar í stjórn-
málalífinu.
Þess vegna mun Tíminn, Iftir
fremsta megni reyna það hér
eftir, eins og hingað til, að lifa
eftir þessari reglu, að hafa ald-
rei mök við óréttinn. Haun mun
reyna að meta það meira, en
stundarhag, í einhverri mynd.
Hann mun reyna að gera það í
traustinu á heilbrigða dómgreind
hinnar íslensku þjóðar.
Hann stendur vel að vígi um að
gera það, því að að honum standa
áhugasamir og alóháðir menn,
víðsvegar á landinu, sem hafa beint
saman bökum um að halda út
þjóðblaði og stofnað stjórnmála-
flokk, af einskærum áhuga fyrir
því að verða þjóð sinni að gagni,
án alls tiUits til persónulegra
þæginda eða ávinnings.
„Til lyfja“.
Aftur og aftur hefir því verið
haldið fram hér í blaðinu að hinn
stjórnlausi vöxtur á innflutningi
áfengis »til lyfja« bæri það hik-
laust með sér, að hér væri um að
ræða gífurlega misnotkun af hálfu
læknanna.
Voru birtar tölur um vöxt inn-
llutningsins síðastl. ár, í 44. tbl.
þ. á. Hafði innflutningurinn nálega
þrefaldast síðan árið 1915.
Var bent á hvílík höfuðhneisa
þetta væri fyrir landið í heild
sinni og læknastéttina sérstaklega
og að henni stæði það næst, að
skilja á milli sýknra og sekra og
létta þessu smánarfargi af þjóðinni.
Fjölmennur læknafundur var
háður hér í bænum í vor. Það er
ekki kunnugt að hann hafi gert