Tíminn - 09.08.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.08.1919, Blaðsíða 4
264 Tí MINN m t geta þess, aö bankinn hefir á und- anförnum þingum látið sem þessi viðbótarútgáfa væri sér tii byrði og síst gróðavegur. Hefði bankinn því átt að vera feginn að gefa landinu hindrunarréttinn. En það er nú eitthvað annað. Fyrir þennan einkisverða rétt vill bankinn fá: 1. Að mega auka hlutafé sitt ótakmarkað. 2. Vera undanþeginn meiri hluta valdi í bankaráðinu sem þing og stjórn íslands hafa fram að þessu haft. í stað þess ráða hlulhafarnir öllu um stjórn og starfrækslu bankans. En svo sem til háðungar landinu eiga þó 4 af 7 í þessu útlenda bankaráði að vera búsettir á íslandi. Sama leppmenskan eins og á sér stað í hinu fsl. steinolíufélagi. Þar eru í stjórn íslenskir menn, til að gæta erlendra hagsmuna. 3. Af vera því nær skaltfrjáls til landssjóðs. Fyrir 1918 greiddi bankinn í landssjóð yfir 140 þús. og hefir sú upphæð sifelt farið vaxandi, jafnhliða stækkun bankans. En samkvæmt upp- kastinu á bankinn að greiða 40 þús. árlega til landsins af gróða sínum, og þar að auki lítiltjörlegt hundraðsgjald, sem myndi nema litlu (þ. e. 2°/o af arði bankahs, þegar hlut- hafar hafa fengið 6% af hluta- fé sínu. Nú greiðir bankinn 10°/o af arði eftir að hluthafar hafa fengið 4%). 4. Enn fremur skal Landsbank- inn vera skyldur til að ávaxta með 3°/o rentu þá íslands- bankaseðla, sem bankinn ekki getur ávaxtað belur f svipinn. Sömul. skal Lands- bankinn annast flutniug á peningum landa milli ókeypis fyrir íslandsbanka. í hann þarna úr króknum, en smámunir eru það og ekki nærri nóg ástæða úr þvf vegurinn fekst ekki gallalaus, því stutt má einnig heita í ofaniburð á hinni leiðinni. Þess utan hefir vegurinn liklega heldur lengst fyrir krókana og því þurft heldur fleiri vagna af ofani- burði sérstaklega þegar einhverju þarf að bæta við árlega fyrir því sem vatnið skolar burt. (Frh.) íslendingasnndið var þreytt við Örfirisey á sunnudaginn var. Þátt- takendur 6. Hlulskarpastur varð Árni • Ásgeirsson, bróðir Ásgeirs Ásgeirssonar kennara og Ragnars garðyrkjumanns. Synti hann 500 stikur á 9 mín. 57,4 sek. Norður Kjöl fóru nú í vikunni þeir Eggert Jónsson bóndi í Gufu- nesi, Hallgr. Kristinsson forstjóri og Tr. Þórhallsson ritstjóri. Þetta eru aðalatriðin. Kjörin eru ekki glæsileg. Fyrir hinn ein- kisvirða rétt vill Islandsbankinn fá þessi lillu fríðindi, að verða því nær gjaldfrjáls og algerlega undan- þegin eftirliti og aðhaldi íslensks löggjafarvalds og stjórnar. í fljótu bragði mætti líta svo á, að Lands- bankanum væri hagur að seðla- aukningunni, og svo myndi það reynást á yfirborðinu. En fyrst tapar landið, og hið ísl. þjóðfélag með samningnum, þátttöku í þeim ógnarauð, sem bankinn dregur úr vösum landsmanna árlega og renn- ur til útlendinga. Fyrsta starfsár bankans var þessi gróði 150 þús. Tíu árum síðar (1915) tæp hálf miljón. Tvö næstu ár 800 þús. til jafnaðar, og í fyrra ein miljón, sex hundruð og fimtán þúsund. Það hefir mikið verið talað um gróða Dana af einokunarversluninni og jarðeignum þeim sem konungur hrifsaði. á siðabótatímanum. En drýgra mun nú drjúpa arður af íslenskri starfsemi - gegnum hinn erlenda hlutabanka, því að hinn fasti skattur stæði í stað, þó að fjölgaði miljónum þeim sem úr landi hverfa til auðmanna þeirra, sem eiga hlutaféð. f næsta blaði mun sýnt fram á, hversu erlendi bankinn hlyti að vaxa yfir höfuð hinni innlendu peningastofnun, og fá algerð yfir- tök á atvinnuvegum landsmanna, ef fylgt yrði ráðum trúnaðarmanna þeirra Skagfirðinga og Húnvetninga, Magnúsar Guðmundssonar og Þór- arins á Hjaltabakka. Sú réttarbót, sem rausn þeirra vill veita bank- anum, á ekki'sinn líka, síðan lands- stjórnin veitti bankanum, er hann tók til starfa, rétt til að varðveita spari- sjóðsfé, þótt undir öðrum nöfnum sé. í fyrra voru þessai uppbæðir um 8 miljónir króna og fara sí- vaxandi. En svo voru hinir er- lendu auðmenn varkárir, er þeir voru að falast eftir leyfinu, að þeir vildu engan sparisjóð hafa í seðlabanka. En vitanlega er gróði bankans að miklu leyti af þessari tekjulind. Nú á hinn nýi samning- ur M. G. að lögfesta arðinn af þessu mikla fé, að ógleymdu opin- beru sjóðunum, í höndum út- lendinga. . , , Frá alþingi. Stjórnarskráin situr enn í nefnd, sem kosin er úr báðum deildum. Samkomulagið muri eigi vera sem best. Nefndin hefir kosið sér und- irnefnd og eru í henni Ben. Sv., Jóh. Jóli. og Einar Arnórsson. — Grunur leikur á að sumir, og þá ekki síst E. A., vilji stinga stjórn- arskránni undir stól, með einhverj- um ráðum. Er það talið standa í sambandi við það, að þessir sömu menn geri varla ráð fyrir mikilli miskunn bjá kjósendum, ef að til kæmi í haust, eins og ráð er fyrir gert. í Nd. voru fyrst ekki nema 5 menn í stjórnarskrárnefndinni. Framsóknarflokkurinn kom þá ein- um manni að, þm. A.-Skaftfellinga. Litlu síðar biðja þeir Bjarni frá Vogi og Sig. Vigurklerkur um sér- stakt leyfi deildarinnar til að mega bæta sjálfum sér við nefndina. Mun flestum hafa komið til hugar, að þeim gepgi fordild til, og þótti trúlegt um báða. Vildi enginn hafa af þeim þessa ánægju og hleypti deildin þeim í hinn umbeðna stað, áreiðanlega fremur af góðsemi, heldur en nokkurri annarri kend. En nú þykjast menn sjá eftir á, að þeir hafi lagt þetta ómak á sig vegna föðurlandsins, en ekki af hégómaskap. Mun meir fréttast af því síðar. Legátinn í Höfn hefir ekki átt sérlegum vinsældum að fagna enn sem komið er. En heldur lifnar yfir vinum þeirrar hugmyndar við það, að Danir senda hingað mann, sem nú kvað vera á leiðinni. En engin ástæða er til að hrapa að aðgerðum að svo komnu. Enn hafa engin rök verið færð fyrir því, að óhjákvæmilegt væri að skapa nú þegar þetta embætti. Við höfum skrifstofu í Höfn. Henni stýrir maður, sem bæði er vel viti bor- inn, duglegur og nýtur trausts hér á landi og í Danmörku. Eng- um skynsömum manni getur bland- ast hugur um, að hann getur vel staðið fyrir málum okkar þar, og að það er fordildin ein, sem knýr hinri yfirlætisfulla hluta þingsins til að hallast að málinu. Danir hafa fulla þörf fyrir sendimann hér, vegna sjómanna sinna, sigl- inga- og viðskifta, engu síður en aðrar nábúaþjóðir, Fyrir Dani er legátinn nauðsyn. Fyrir ísland tild- ur, af því að núverandi skrifstofa í Höfn gerir hin nauðsynlegu störf þar. Ráðgert er að kaupa þyrfti eða byggja sæmilegt hús handa sendi- mauni. Hin áætlaða upphæð til leg- átans er að vísu of mikil til að fara fyrir hégóma, en alt of lítil til að sendimaður geti af henni lifað. Yrði þá annað hvort að velja til starfs- ins einhvern flugríkan kaupmann, sem gengi fordild til að komast í stöðuna, og láta þann eyða með fram sínum eigin efnum, eða ef reynt væri að velja eftir verðleik- um, að láta manninn verða að fela sig fyrir stéttarbræðrum frá öðrum löndum af þvi, að hann gæti eigi haldið sig til jafns við þá. Munu vera dæmi af þessu tægi úr okkar eigin legátasögu, og hafa þeir þó þóttnógu dýrir. Mjög yrði starf þetta ótrygt, myndi skift um manninn eins og nú um bankaráðsmenn í íslandsbanka, eftir því sem flokkar hefðu afl í þingi. Er því eftir litlu að seilast. Og þjóðin mun áreiðan- lega kunna þeim mönnum litla þökk, sem gera henni í einu mink- unn og tjón, að eins til að full- nægja yfirlæti og þjóðrembingi nokkurra þingmanna. Búnaðarfélagið. Yfirleitt munu dágóðar undirtektir um málaleitun Búnaðarþingsins. Sig. Sigurðsson skólastjóri flutti fróðlegt erindi í Iðnó nú ný-verið. Bauð þangað þingm., blaðamönnum og búnaðar- jFœreyskar bækur: Jakobsen: Föroyskt fodn- brævasavn............Kr. 6,00 — Poul Nolsöe. í skinnb. — 9,75 — Færösk Sagnhistorie . — 2,00 Evensen: Lesibók...........— 5,00 Dahl: Föroysk mállæra innb...................— 3,25 J. H. O. Djurghuus: Yrk- ingar..................— 1,00 Föriskar vysur, innb. ... — 1,00 Bókaverzlun Ársæls Árnasonar. vinum úr nágrenninu. Mun til- gangurinn hafa verið sá, að sýna fram á, að vegna þjóðarinnar í heiíd sinni þyrfti að gera byltingu í landbúnaðinum. Var fyrirlestur- inn ágætur og mun hafa orðið að tilætluðum notum. Langmesta á- herslu þarf að leggja á allskonar vinnusparandi vélar. Gott dæmi um eymd Búnaðarfélagsins í sínu núverandi ástandi er það, að hér í bænum liggur stórmerkileg vél, sem fátækur hugvitsmaður hefir keypt en hefir ekki fé til að hag- nýta sér. Hún er til að þurka hey í óþurkum. Heyinu votu hlaðið saman í stóra stakka, og hiti sá sem myndast látinn þurka það, en bruni hindraður með sérstök- um aðgerðum, sem einfaldar vélar þarf til. Þessi áhöld liggja ónotuð í Reykjavik. Bún.fél. hefir hvorki peninga til að kaupa áhaldið, né til að gera tilraun. Samtímis því rotnar miljónavirði af heyi og grasi á Suðurlandi, og rándýr vinnu- kraftur fer til ónýtis, af því að bændur sjá sér ekki fært að slá niður í vissa eyðileggingu. Getur hugsast nokkurt átakanlegra dæmi en þetta um ósamræmið í full- veldis yfirlætinu? Væri ekki næst að taka fyrst úr götunni steinana sem þar liggja á alfaravegi, heldur en seilast til fjarlægra landa og auglýsa þar vanmátt þjóðarinnar? Blöð kaupmanna ráðast heiftarlega á eflingu Búnaðarfél. En það mun bæta fyrir. En ádeildum þeim mun svarað í sæsta blaði. jL Sbipaferðir. Lagarfoss,kom frá New-York á fimtudag, sökk- hlaðinn af vörum. Bætti enn við 12 bílum. — Gullfoss fer á morgun til Ameriku. Með honum fer Árni Eggertsson. Hefir hann ferðast um Norðurland og Borgar- tjörð í sumar. Knattspyrnumennirnir. dönsku fóru í gær til Þingvalla. Matthías fornmenjavörður skýrði fyrir þeim sögustaðinn. Ritstjóri: Tryg'g'vl Þórhallssou Laufási. Sími 91. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.