Tíminn - 09.08.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1919, Blaðsíða 2
262 TÍMIN N Tíminn beita sömu aðferð. Máliö er vandasamt. Meir liggur á holl- um úrræðum, heldur en örþrifa- ráðum. Bannmálið á þingi. í neðri deild flytja fjórir þing- menn frumv. um endurbætur á bannlögunum. Eru flestar þeirra mjög nauðsynlegár, lika vegna toll- gæslu, svo sem það að farþegi beri ábyrgð á sendingum sem hann er beðinn fyrir. (Sbr. hinn fræga yfir- dóm í vínmáli Blöndahls). Engum getur blandast hugur um að þar sem »löglegt« vin er til í landinu, og þar að auki »læknavínið«, sem stundum er misnotað, er óhjá- kvæmilegt að beita lögum og sekt- um við ölvaða menn á almanna- færi, enda hefir bæjarsamþykt um þetta efni verið til mikilla umbóta bæði i Rvík og Hafnaríirði. Þá er og sjálfsagt að eigi sjeu vínveiting- ar á Gullfossi og Lagarfossi milli landa. Þau skip eru íslensk heim- ili, og meðan bannlög gilda á ís- landi verða skipin að hlíta sömu kjörum. Undanþágan upprunalega ætluð til að vera »fleygur« í bann- lögin, og mál komið að því sje hætt. Þá er 100 kr. sjersekt fyrir hverja vínflösku sem finst í fórum smyglara og knæpuhaldara, sjálf- sögð breyting. Þá verður gróðinn ærið óviss, dregur það úr hvötinni til að drýgja afbrot. Öll eru ný- mæli þessi mikils virði, en þó vantar eitt, sem eigi má gleyma til að gera vit úr vínheimild lækna og lyfjabúða. Sumir eru þar stór- sekir, aðrir saklausir. Þar þarf að skilja á milli. Til þess er einfalt ráð. Hver læknir og lyfjabúð gefur skýrslu um hver áramót um hve mikið hefir verið keypt að af á- Um vegagerð. Eftir Guðmund Ólafsson á Lundum. Til þess að bæta mér nú í munni með því, að nefna eitthvað annað en tóma ókosti, ætla eg um leið og eg geng, að minnast á brýrnar á Norðurá og Þverá, það eru lang- mestu mannvirkin á allri brautinni, enda báðar ágætar, héraðsprýði og vegagerðinni til sóma, og sýna þær hvað verkfræðingarnir geta, þegar þeim þykir vert að leggja sig fram. Norðurárbrúin var þó það eina, sem menn í fyrstunni báru kvíðboga fyrir, að erfitt mundi að gera. Endirinn með hana varð þó sá, að ekki er hægt annað að sjá, en að hún hafi tekist mjög vel; en að öðru leyti sýnist veg- stæði þetta svo gott og vandalítið að leggja, að vonbrigðin verða en meiri, þegar maður sér stórgalla, þar sem alt var í lófa lagið. Að svo mæltu vík eg aftur að svörtu punktunum og ber þá niður fengi á árinu, og hve miklar birgðir sjeu eftir. Þá skýrslu ætti stjórnin að vera skyld til að birta tafar- laust. Jafnframt skyldi fylgja tala lyfseðla þeirra allra, sem læknirinn gaf út á árinu, þvi að þá sjest hve aðsóknin hefir verið mikil, og þá um leið þörfin fyrir þetta sjerstaka lyf. Með þessum hætti yrði hver læknir og lyfjabúð að bera ábyrgð á sínum gerðum gagnvart þjóðinni. Þá myndu vínsalarnir í hópi lækn- anna ekki geta flotið í skjóli sak- lausra stjettarbræðra. Almennings- álitið myndi halda gróðafýkn þeirra í skefjum, og lækna-brennivínið verða heilbrigð og rjettmæt ráð- stöfun, i stað þess að vera þjóð- arskömm. Brol ár ísl. versliarsögu. i. Vopnafjörður er fögur sveit og landkostamikil. Þótti mikið til bygðarinnar koma þegar í fornöld og sömu skoðun hafa flestir á hér- aðinu, þeir sem kynnast því nú. En ein ólánsfylgja hefir um langan aldur bundið félag við Vopnafjörð, og það er einokun og verslunar- kúgun af versta tagi. Hefir ófarn- aður sá, legið eins og martröð á sveitinni, svo sem rök munu leidd að síðar í þessari grein. Gefst les- endum Tímans á að líta um versl- unarhaginn hér á landi, þar sem samvinnan hefir ekki brotið kúg- unarfjötrana uf almenningi. Dæmi þau sem rakin verða úr sögu Vopnafjarðar, eru að vísu dökk. En því miður er hér ekki um einstakt fyrirbrigði að ræða. Svona var selstöðu-verslunin yfir- leitt. Henni er nú að linna, þar sem kaupfélagsstefnan nær til. Dæmi austanvert við Þverbrekkur. Á þeim kafla fram með hálsinum sunnan við Stafholtsveggi alt fram undir það, að vegurinn fer að beygjast frá hálsinum suður í mýrina, er hann hreinasta ómynd, liggur undir öllu aðrensluvatni, en rennur illa frá honum og þvær úr honum ofaní- burðinn meira eða minna á hverj- um vetri. Tvisvar hefir verið kák- að við hann síðan, reynt að verja hann árenslinu, síðast í sumar, dálítið hefir það skánað, einkuin við fyrri tilraunina, en ófullnægj- andi er það enn. Á þessum kafla (og reyndar víða annarstaðar) hefði vegurinn þurft að vera til muna hærri og betur ræst frá honum, það hefði hver kunnugur maður séð og vitað, en hér var víst ó- kunnugur maður sem réði legunni, að öðfum kosti varð að hafa hann fyrir sunnan Hamraendavatn, þar er víst gott vegslæði og laust við aðrensli, en dálítið lengri leið hefði það orðið og enda óþarft, það var ekki svo miklum annmörkum bundið að gera hann góðan þafna. Hér kemur annars átakanlega fram Vopnafjarðar er einkar vel fallið til að bregða birtu yfir viðreisn verslunarmálanna. Þegar vandræð- in eru mest, þá er björgin næst. íslenska þjóðin er að líkja eftir Vopnfirðingum bæði um gömlu meinsemdirnar og um úrræðin. Svo sem kunnugt er hafði nafn- toguð dönsk selstöðuverslun Örum & Wulff útibú á mörgum höfnum eystra og nyrðra. Ein af þeim höfnum var Vopnafjörður. Á síð- asta mannsaldri liefir þessu firma mjög hnignað, aðallega fyrir sam- kepni kaupfélaganna, og nú í stríð- inu endaði saga þeirra, þannig, að eftir langvinnan vöruskort, seldu hinir dönsku eigendur allarpjönk- ur sínar á íslandi, fastar og lausar. Víðast hvar keyplu deildarstjór- arnir húsin og eftirlátna muni, nema á Vopnafirði. Þar keypti sveitarfélagið verslunarhúsin. Voru þau all-mikil og sæmilega góð. Síðan mynduðu all-margir af Vopn- firðingum kaupfélag síðastliðið ár, og hefir það nú hönd yfir hinum gömlu selstöðuhúsum. Félag þetta er að visu lítið enn. En það hefir gengið í Sambandið, og ef það ber gæfu til að ganga einarðlega og af alhuga inn í samvinnuhreyfinguna, sém líklegt þykir, þá má örugglega treysta því, að næstu 30 árin þoka héraðinu lengra áfram, heldur en síðustu 30 árin af forsjártíma Ör- um & Wulffs. Verslun þessi hafði lag á því eins og fleiri af stallsystrum henn- ar, að kenna viðskiftamönnunum að skulda. Það var yfir höfuð ekki sérlega erfitt, að komast i skuld við danskinn, og það virtist vera helsta viðskiftaboðorðið, að sem flestir skyldu vera skuldugir. Þeir voru þá þægari í taumí. Þegar þessi fræga stofnun var seld, munu útistandandi sltuldir Vopnfirðinga hafa verið um 70— 90 þúsund. Voru sumar gamlar galli, sem mér sýnist ganga sem rauður þráður gegnum vegagerðina yfirleitt, og vera hennar vissasti fylgigalli. Það er hvað lítil áhersla er lögð á að ræsa vatninu frá veg- unum og þurka jarðveginn undir þeiin. Bæði þarna og víða annar- staðar, þar sem rennur i gegnum veginn, gengur örgrunnur skurður nokkra faðma út frá veginum og endar þar í flatri mýri, kemur þar botn eða gafl í endann á þessum smáskurði, situr hann svo alt af fullur upp undir veg, jafnvel þegar þurast er.um, mun það þykja við- unanlegt, ef valnið kemst út úr vegræsinu svona á sumardaginn, svo í fyrsla frosti á haustin kemur svellbunki við endan (gaflinn) á þessum svokaliaða fráræsluskurði, þar með er þá komin stífla í frá- renslið, sem svo óðum eykst og færist upp eftir. Stíflast þá fljótlega vegræsið og alt fer í kaf, vegurinn sekkur í sveli, og eru þá séð for- lög ofaníbnrðarins á þeim kafla, i næstu hláku þegar klakan leysir, og vatnið rennur auðvitað ýinist þvers eða langs yfir veginn. Eg og fremur óvissar. Menn geta orð- ið öreigar á skemri tíma heldur en þeim, sem Vopnafjarðar-faktor- inn »umleið« viðskiftamenn sina. Maður er nefndur Einar Blandon. Hann er sýsluskrifari og að- stoðarmaður Ara sýslumanns Arn- alds á Seyðisfirði. Blandon þessi keypti skuldakröfurnar á hendur Vopnfirðingum, að sögn fyrir lítið verð. Hóf hann síðan skuldamál- sókn á hendur fjörutíu mönnum i Vopnafirði. Þótti héraðsbúum mikið mein að því, að nákominn vinur og aðstoðarmaður löggæslu- mannsins og dómarans í sýslunni, skyldi verða aðili í slíku máli. Eitt af »verðbréfum« Blandons í þessu máli er látið fylgja hér með, samkvæmt skjallega staðfestri út- skrift úr bókum Norður-Múlasýslu. Maður sá, sem hlut á að máli er annálaður dugnaðar og hreystí- maður. Hefir fengið verðiaun frá erlendri þjóð fyrir að bjarga drukn- andi mönnum úr sjávarháska. Hann heíir komið til manns stór- um barnahóp. Má nærri geta, að einokunar-fjöturinn hafi stundum sorfið fast að þeim Vopnfirðingum, þegar svo var vel á haldið kaup- mannsins megin, sem hér segir. II. Útskrift úr afsals- og veðmála- bók Norður-Múlasýslu. Eg undirritaður Sveinbjörn Sveinsson bóndi á Hámundarstöð- um í Vopnafjarðarhreppi, játa með þessu mínu bréfi, að eg í dag er skuldugur við Örum & Wulffs verslan á Vopnafirði um 4600 — fjögur þúsund og sex hundruð —- krónur. Skuld þessa lofa eg hér með að gjalda að fullu á hinum næstu 10 — tíu — árum, jafnt hvert ár, og skal afborguninni ár- lega vera lokið innan 31. desem- bermánaðar. Til tryggingar fyrir skuld þess- hef heyrt, að vegamálastjóri ætl- aðist til, að við þessu mætti gera með því að höggva klakann og moka upp skurðina. En það er auðsætt, að þetta er ógerningur. Fyrst yrði að taka gaflinn úr skurðinum, svo vatnið gæti runnið frá, því ekki getur það verið mein- ingin, að bera það í fötum í burtu. Þess utan væri þetta svo mikil vinna, að það hlyti að kosla ærið fé allan veturinn. Af þessari slæmu fráræslu leiðir einnig það, að veg- urinn á sumardag og allan ársins hring, stendur í sífeldum bleytu- svakka, svo að hann dúar allur og titrar við umferðina og sígur því furðu fljótt niður og lækkar, sem þá enn eykur vatnsagann kringum hann og í honum. — Annars er það einkum þrent, sem mér virðist vegagerðina vanta til þess, að hún geti- heitið góð og sæmilega varanleg: 1) mikið betri fráræsla, 2) hærri vegir á köflum og 3) betur vandaður ofaníburður. Hvar sem maður sér vegspotta með þessum kostum sameiginlega,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.