Tíminn - 13.08.1919, Blaðsíða 3
TlMINN
267
Raflýsing fyrir kaupstaði.
Við tökum að okkur að gera mælingar á vatni, áætla
og byggja rafstöðvar fyrir kaupstaði, hvort heldur með
vatns- eða mótor-afli.
Sé ekki um vatnsafl að ræða, mælum við með
Diesel-mótorum, sem eru olíusparastir allra olíuvéla.
Skrifið eftir tilboðum og upplýsingum, sem veitast
öllum ókeypis.
!lí. liafmagnsfél. íliti Ljós
Sfmi 176 B. Yonarstræti 8. Ir*<5sth.<31f 383.
mælikvarði er í því fólginn um
holla afkomu einstaklinganna, þótt
einhver atvinnugrein geri þau ginn-
ingarboð sem megni að safna um
hana megninu af öllum vinnulýð.
í atvinnuraálunum er þjóðinni
umfram alt þörf á tvennu, en það
er jafnvægi atvinnuveganna og
jaínvægi innan atvinnuveganna.
Hefir áður í þessu blaði verið
vikið að ýmsu því, sem til bjargar
mætti verða landbúnaðinum. Mun
þvi í næstu blöðum verða vikið að
ýmsu því sem sjávarútveg og sjáv-
arsíðufólki mætti að haldi koma.
Brot úr ísl. versliroarsip.
iii.
Greinagóður maður á Austur-
landi skrifar um þessi skuldakaup.
Fylgir hér orðréttur kaili úr bréfi
hans:
— — »Allar eða mest af þess-
um skuldum munu vera frá alda-
mótunum, eða lítið eitt fyrir þau,
þær elstu. Hygg eg að svo muni
hafa verið um hnútana búið, að
þær væru eigi auðgripnar, því að
setið hafa þeir við stjórn þessarar
verslunar, sem gengið hafa eftir
sínu. Dæmi um það, hvernig einn
komst á þennan svart lista er
svona:
Það var í tíð Olgeirs (Friðgeirs-
sonar); eg veit ekki ártalið, þá
keypti bóndi sá er Kristján heitir
Metúsalemson, nú á Hamri, þá á
Fremranýpi, 10 gemlinga af manni
sem heitir Einar Bjarnason. Einar
sá var fátækur og skuldaði versl-
uninni. Borgaði Kristján Einari
gemlingana strax. Þegar Olgeir
kemst að þessu, veður hann að
Kristjáni og segir honum að Einar
hafi ekki átt með að selja geml-
timi til að leggja á hann síðustu
hönd (yfirkeyrsluna), eins og t. d.
á parti á Bakkakotsflögu og Hlöðu-
túnsholti. Og þar með eru þá upp-
taldar framfarirnar. Annars mætti
nú margt segja um vinnubrögðin,
það orð hafa þau á sér, að ekki
sé komið eins miklu í verk og vera
mætti eftir ástæðum. Verið getur,
að það sé orðum aukið, en því
miður er eg hræddur um, að helst
til öiikið sé satt í því, hvernig sem
á því stendur. Mundi nú ekki hér
einnig vera dýpstu orsakarinnar
að leita bjá vegamálastjóra? í\ e.
a- s. hjá verkfræðinni. Eru verk-
fræðingarnir áreiðanlega svo vel
að sér í sjálfri vinnunni, að þeir
séu vissir með sjá hvort vel eða
illa er unnið, og geti leiðbeint i
verkstjórn, ef á þarf að balda?
Eg veit þetta ekki og spyr því.
En mér finst endilega, að þeir þurfi
að hafa verksvit í allra besta lagi
og ætti því að vera ein skyldu-
námsgrein þeirra, að ganga að vinnu
einhvern tíltekinn tíma og þar á
meðal að stjórna vinnu, alveg eins
og skipstjórar verða að kunna öll
ingana nema með sínu leyfi þar
eð þeir væru veðsettir versluninni.
(Veðbréf þó sjálfsagt óþinglesið.)
Yrði hann því að skila gemlingun-
um aftur eða borga versluninni
andvirðið. Kvaðst Kristján hafa
sagt að hvorugt gerði hann. Kvaðst
vera búinn að borga Einari geml-
ingana og myndi eigi tvíborga þá.
Mættu þeir eiga saman um sín
viðskifti Einar og Olgeir. Olgeir
varð eigi frýnn við þessi svör. Áttu
þeir síðan nokkrar sennur út af
þessu og lauk þeim svo, að eitt
sinn er Olgeir reiddist, opnar hann
viðskiftabók Kristjáns og skuldar
hann fyrir andvirði gemlinganna,
sem var nálægt 100 kr. Kvaðst
Kristján hafa mótmælt og kvatt
Olgeir með þeim ummælum, að
hann myndi mega bíða eftir því
að hann borgaði nokkuð af þeirri
skuld. Spurði eg Kristján því hann
hefði ekki kært Olgeir fyrir slíka
bókfærslu. Sagði hann að sér hefði
það lítt til hugar komið, en notað
það sem vopn á Olgeir, er hann
krafði hann skuldarinnar, að hann
skyldi koma honum í bölvun fyrir
ranga bókfærslu. Hefir Olgeir ei
séð sér fært að ganga eftir skuld-
sjómannsveik áður en þeim er
trúað fyrir skipi. Sé því verkfræð-
ingurinn (í þessu tilfelli vegamála-
stjórinn) jafnvel að sér í því lægsta
sem hæsta af því, sem að vegá-
gerð lýtur, þá fyrst er hann fær
um að velja sér og jafnvel skapa
sér góða A'erkstjóra. Annars held
eg. eins vegavinnunni hagar enn
til, að heppilegasta aðferðin væri,
að selja hana út í ákvæðisverði
(akkorðum), þá nyti hver verk-
stjóri sinna gæða, og það mundi
knýja fram dugnaðarmennina, og
þar sem vegir allir eru nú fyrir-
fram útmældir og teiknaðir ná-
kvæmlega með vissri hæð, renn-
um og öllu tilheyrandi, þá er ekki
hægt, að koma þar við neiuum
svikum, sem ekki sýndu sig strax
sjálf. Eg vildi því leggja til, að
vegamálastjórinn vildi reyna þá
aðferð.
Ritað í janúar 1919.
Bæðismaður Breta Mr. Cable
hélt brúðkaup sitt í London snemma
í þessum mánuði. Ókunnugt hvort
hann er alfluttur héðan.
inni, en nú er Kristjáni stefnt fyrir
500 kr. og þar í er gemlinga-and-
virðið.------Síðan eg heyrði þetta,
hefi eg verið að hugsa, að það
gæti skeð, að í þessum skuldamál-
um væri auður af atvikum, sem
sýndu það og sönnuðu að kaup-
menskan er nokkuð tvíræð í áhrif-
um sínum á þjóðarheildina. Ef til
vill höfum við Austfirðingar ekki
til einkis látið kúgast. Ef til vill
verðum við í tölu píslarvottanna,
sem ókomnu aldirnar krýna, þegar
þjóðin er komin að raun um að
hægt er að reka alla verslun, sem
samvinnufyrirtæki«.--------
Ekki hefir enn borist fregn hing-
að um úrslit þessara mála. Búist
við að eitthvað gerðist sögulegt í
sláttarbyrjun, þegar þeir Arnalds
og Blandon þinguðu i Vopnafirði.
Hafa þá annaðhvort tekist sættir,
eða háðir verða tugir féránsdóma
víðsvegar um héraðið.
Eina sögu frá sömu stöðvum
segir skilríkur Austfirðingur, sem
staddur var hér í bænum nýlega.
Nokkru eftir aldamótinn fluttist
flugríkur bóndi ofan af Hólsfjöll-
um niður í Vopnafjörð. Verslunar-
stjórinn var svo ástúðlegur, að
kaupa jörð fyrir hann og selja
honum við í timburhús er hann
reisti á býli þessu. Svo sem að
sjálfsögðu skifti bóndi með alt sitt
við þennan kaupmann. En ein-
hvernveginn gekk búskapurinn ekki
betur en svo, að eftir tvö ár flosn-
aði bóndi upp og var orðinn því
nær efnalaus. »Faktorinn«, vinur
hans, stefndi honum þá fyrir versl-
unarslculdina. Gengu þá fleiri í
málið, og athuguðu reikningana.
Þótti flest fara nokkuð að líkind-
um, nema verð á einum yfirfrakka,
sem var fjórjalt við það sem slikir
hlutir kostuðu á þeim árum. Kom
það upp við ransókn að kaup-
maður hafði komið í þessum frakka
úr siglingu, fært bónda í hann og
sagt honum að fara með gripinn.
Taldi annar vera gjöf en hinn
sölu. Varð það að sætt, að borga
skuldina, nema frakkann. Skyldi
hann liggja óbættur hjá garði.
Liðu svo nokkur missiri. En eilt
sinn er þeir hittust fornvinirnir,
verslunarstjóri og bóndi, hafði
hinn fyrnefndi vel á ferðapelanum.
Drukku þeir saman um stund og
sættust heilum sáttum, enda hafði
þá bóndi borgað frakkann að fullu.
Var kaupmannsfrakki þessi lengi
allfrægur þar í bygðinni, og hefir
sá, sem þessa sögu sagði, sjálfur
séð yfirhöfnina, á hnignunarárum
hennar. (Frh.)
Samtök kennara.
Síðast í júnimánuði s. I. beitt-
ust kennarar utan Reykjavíkur fyrir
því, að haldinn varð almennur
kennarafundur hér í Reykjavík, til
þess að ræða um launakjör stétt-
arinnar. Samþykti fundur þessi
svolátandi
ÁVARP TIL ALPlNGIS.
»Fundurinn skorar fastlega á
alþingi að bæta þegar kjör barna-
kennara í landinu, á þá leið,
sem ætlast er til í frumvarpi
þvi, sem stjórnin leggur fyrir
þingið.
Vér viljum taka það fram sér-
staklega, að kjörin verði á eng-
an hátt lakari en gert er ráð
fyrir í frumvarpi stjórnarinnar,
en að laun kennara og launa-
viðbætur hækki frá því, sem þar
er tiltekið, í sanngjörnu hlut-
falli við það, sem laun annara
stétta kynnu að verða hækkuð
að meiri mun.
Vér teljum kákbætur síðasta
þings á launum kennara lítils-
verðar, og að engu hafandi eins
og málum er nú komið. Og þar
sem fyrirsjáanlegt þykir að launa-
kjör starfsmanna þjóðfélagsins
verði yfirleitt bætt á þessu þingi,
viljum vér einlcum krefjast þess
alvarlega, að kennarastéttin gjaldi
þess ekki, að sérstakt frumvarp
er um hennar kjör, og að hún
verði nú ekki ein eftir skilin.
Slikt ranglæti mundi verða til
þess, að sundra enn meir en
orðið er þeim kröftum, sem
stéttin hefir enn á að skipa. En
það er alkunnugt, að undanfarið
hefir hver niaðurinn af öðrum
týnst úr hópi kennara, vegna
ókjara þeirra, sem stéttin á við
að búa, og oft og einatt þeir
mennirnir, er siður skyldi. Og
fjöldi nýtra kennara mundi nú
loks gefa upp alla von um liag
sinn og hverfa algert frá starfinu,
ef hlutur þeirra yrði enn fyrir
borð borinn, þegar síst skyldi.
Vér kennarar biðjumst engrar
miskunnar af löggjöfunum, og
ætlumst ekki til, að kjör vor
verði bætt í vorkunnar skyni.
En vér krefjumst þess, að oss
verði sýnd sanngirni eigi síður
en öðrum stéttum, og vér skjót-
um því undir dóm og drengskap
hvers einasta þingmanns, að þar
sem málstaður kennara er, þar
er um að ræða eitt mikilsverð-
asta velferðarmál þjóðarinnaf«.
Þá var kjörin nefnd þriggja
manna til þess að vinna þegar að
almennum samtökum kennara, og
fá þá til að sameina sig um ein-
hver úrræði, ef þingið skyldi