Tíminn - 13.08.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1919, Blaðsíða 4
268 TíMINN enn að engu hafa kröfur þeirra, en setja þá eina hjá um launa- bætur. Kosnir voru Björn H. Jóns- son skólastjóri úr Vestmannaeyjum, Hallgrímur Jónsson og Steingrímur Arason. Mun nefndin þegar hafa náð sambandi við all-flesta kenn- ara víðsvegar um land. Var þess naumast að vænta, að kennarar sætu einir hjá og hefðust ekki að, þegar allar aðrar stéttir sverjast í fóstbræðralag til þess, að fá kjör sín bætt. Veiuraiimpnarsloja. Ekki má lengi dragast að efna til góðrar veðurathugunarstofu hér á landi. Liggur þar við líf og efna- framför fjölda manna. Slík stofnun getur í mjög mörgum tilfellum sagt fyrir þegar stórviðri eru í nánd, og þarf ekki að fjölyrða um hverja þýðingu það hefir fyrir örjrggi sjó- mannastéttarinnar. Drukknanir eru hér óvenju margar, og slysfarir á sjó, miðað við tölu þeirra sem sjómensku stunda. Veldur því að nokkru hin dutlungafulla veður- átta, en þó öllu meir slæmur útbúnaður og hirðuleysi um líf og heilsu sjómanna. Veður- athugunarstofan myndi spara þjóð- inni mörg mannslíf, og hlífa mörg- um börnum frá að verða munað- arlaus. Enn fremur myndi slík stofnun hafa geysi mikla þýðingu íyrir landbúnaðinn, enda eru ýmsir af búnaðarforkólfum landsins t. d. Halldór á Hvanneyri mjög fylgjandi þessu máli. Síðast en ekki síst koma flugferðirnar. Þær munu því sem nær óframkvæmanlegar án slíkrar rannsóknarstofu. Nú vill svo vel til að ungur og gervilegur maður, Jón Eyþórsson, hálfbróðir dr. Sig. Nordals, er nokkuð á veg kominn með veður- fræðisnám við Hafnarháskóla. Hann till búa sig undir að vinna við veðurfræðisstöðina hér. En hann vill heldur halda áfram náminu í Kristjaníu en Höfn. Álítur reynslu fengna í Noregi meira virði hér á landi, og munu fiestir játa, að í þeim efnum muni okkur hagkvæm- ast að nema af Norðmönnum. Jón sækir um styrk til þingsins til þess að Ijúka náminu í Kristjaníu. Og þar sem bæði er um mjög litla fjárhseð að ræða, en hinsvegar framkvæmd þýðingarmikils máls í veði, má gera ráð fyrir að þingið veiti námsstyrk þennan, svo að eigi þurfi mörg ár að biða veður- athugana hér á landi. Þau býsn hafa skeð, að »innangáttar«- blaðið hefir flækst i »opnu gáttinni« hjá nábúanum. Fer þá eins og fyrir Molbúum, að erfitt er að greina sundur fæturna. Líklega verður ein- hver náungi sem fram hjá gengur að hafa upp gömlu vísuna — og lemja lappirnar á báðum. Dánanminning, Hinn 26. maí s. 1. lést merkis- bóndinn Guðmundur Sigurðsson að heimili sínu, Vatnshlíð í Húna- vatnssýslu. Það yrði of langt mál, ef rekja ætti allan æfiferil þessa manns, og skal því fátt eitt talið hér. Hann var fæddur að Reykjum á Reykja- braut í Húnavatnssýslu árið 1845. Foreldrar hans voru merkishjónin Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, er þar bjuggu lengi sómabúi. Tók Guðmundur það í arf frá þeim, sem hollast er hverjum íslenskum bónda, en það er atorka, hagsýni og höfðings- skapur. Enda þykir nú flestum skarð fyrir skyldi orðið með frá- falli hans og sakna vinar, dreng- skaparmanns og héraðshöfðingja. Guðmundur heitinn var meðal- maður á hæð, en þrekinn vel og fagur að vallarsýn, Ijúfmenni hið mesta í allri framkomu og glaður i viðmóti, skemtilegur í viðræðu og fróður um marga hluti, enda var maðurinn greindur vel. Gest- risni þeirra hjóna hefir lengi verið við brugðið. Heimili þeirra lá nærri þjóðbraut yfir Stóra Vatnsskarð og var það í rauninni talið sjálfsagt, að enginn færi þar um án þess að koma við. Þó var það ekki eingöngu vegna þess hvernig bær- inn var í sveit settur, heldur miklu fremur vegna hins hve rausnarlega og. alúðlega var ávalt tekið á móti gestum og gangandi. Meðal annars var það oft venja þar, þá er dimm- viðri voru á haustnóltum og vetrar-, að láta loga ljós í glugganum í hjónaherberginu, ef það mætti verða til þess, að vísa vegfarendum leið. — Sýnir það hvorutveggja í senn, hjálpfýsi og umhyggjusemi, enda varð aldrei grasi gróin gatan heim að þeim bænum. Guðmundur heit- inn var mjög hjartagóður maður og mátti ekkert aumt sjá, trú- hneigður var hann og trúrækinn manna best, mun hann hafa haft hina sömu skoðun og skáldið, sem kvað: Hver sem á hirnneska auðinn frá honum tekur ei dauðinn enda veit sá, er þetta ritar, að þótt Guðmundur væri vel efnum búinn, þá muni hann þó hafa átt meiri himneska auðinn. Þó ætla mætti, að Guðmundur heitinn hefði staðið með annan fótinn í gamla tímanum, var svo ekki, því að hann fylgdist vel með öllu, og mátti meðal annars sjá það á búskaparlagi hans. og því, að hann átti það skepnuval, að annað betra mun eigi hafa fundist hafa þar um sveitir. Á heimili hans voru hjú til muna lengur í vist, heldur en alment gerðist, sýnir það glögt, hve ágætir húsbændur þau bjón voru. Guðmundur heitinn lætur eftir sig aldraða ekkju, Þuriði Stefáns- dóttur, sem nú er hjá syni þeirra, Pétri, er býr rausnarbúi í Vatns- hlíð og er hinn nýtasti maður. Skagfirðingur. Fgrirspurn um Árnessýslu All- mikinn hávaða gerðu tveir langs- arar, E. A. og G. Sv., út af ólag- inu á sýslumenskunni í Árnesþingi. En ekkert var á sókn þeirra að græða. Einar las upp skjal mikið, eftir Pál Jónsson lögfr., þar sem raldn var all-nákvæmlega piningar- historía höfundarins. Varþarskjal- lega sannað, sem allir vissu, að G. E. hafði lengi og fast sótt á, að fá Pál settan, en J. M. neitað, sökum þess, hversu P. J. var rið- inn við hin alræmdu skuldaflækju- mál í sýslunni. Var svo að sjá, sem Einar væri túlkur Páls í þing- inu. Og alveg hljóp hann yfir að segja frá því, er sýslunefndin sagði af sér, er von var á Páli. Sýndi með því, hversu hann fann til, móti sýslubúum, en með hinu ó- vinsæla »yfirvaldi«. Ekki höfðu þeir félagar hug til, að andæfa kanselli-veitingum yfirleitt, en þá var þarflaust fyrir þá, að reyna að áfella. Og fullkomlega láðist þeim að spyrja um það, sem Ár- nesingum mun þykja mestu skifta, hvað stjórnin ætlar að gera, ef sýslumaður vildi ekki koma heim eftir að hann hefir lokið fossanefnd- arstörfum. Gegmslufé almennra sjóða. — Nokkrir þingm. hafa borið fram till. um, að alla opinbera sjóði og tryggingarfé skyldi ávaxta i Lands- bankanum. Er sú ástæða til þeirra aðgerða, að Islands banki hefir verið ærið fengsæll á slíka sjóði hingað til. Er þar um all-mikið fé að ræða, bæði sem landsjóður á, síminn, pósthúsið, kirkjusjóður, ræktunarsjóður, fiskiveiðasjóður o. s. frv. Ekkert væri sjálfsagðara, en að alt slíkt fé lægi á vöxtum í Þjóðbankanum. Hvergi væri það öruggara, og þar að auki fær þjóðin sjálf með því móti hagnaðinn. — í stað þess hefir það verið alsiða, að yfirmenn flestra þessara sjóða, hafa ávaxtað þá í hinum erlenda hlutabanka, svo sem til að vera vissir um, að arðurinn hyrfi út úr landinu. Og svo sterk mun þessi venja orðin, að þjóðræknir menn í þinginu sáu enga aðra leið út úr þessum ógöngum en að lög- festa það, sem sjálfsagt hefði átt að vera, að opinbert fé verði hér eftir ávaxtað í Landsbankanum. Jörundur Brynjólfsson hefir mest beitt sér fyrir þessu máli, en á móti hafa geugið Magnús Guðmundsson og Einar Arnórsson félagsbróðir hans. Hafa þeir barist af alefli móti þessari sjálfsögðu umbót, og borið við hag sparisjóða út um land. En þar er haft barn til blóra, því að enga tilraun hafa þeir gert til að koma fram orðabreytingum, þar sem sparisjóðir utan Reykja- víkur og kaupstaðanna væru und- anskildir. Er því auðséð, að þeir reka erindi íslands banka, og vissu- lega ótilkvaddir, því að forráða- menn bankans munu vera of miklir smekkmenn til að beitast fyrir svo ranglátu og óþjóðlegu máli. Fáum Baldvin Einarsson abtýgrj asmiður. Laugaveg 67. Reykjavík. Sími: 648 A. mun koma á óvart framkoma Ein- ars. Þjóðin er farin að átta sig á gildi hans. En Skagfirðingum mörgum mun vafalaust verða það vonbrigði, að maður sem var að mörgu leyti vinsælt yfirvald hjá þeim, skuli á þingi vera bandamaður Einars, ísafoldar og B. Kr., og ljá fylgi sitt þeim málum, sem horfa til tjóns fyrir þjóðina. Kréttir. Kvikmyndaleikararnir dönsku hættu við að fara frá Reykjavík landveg norður um Kjöl og þaðan til Vopnafjarðar og Borgarfjarðar til að taka kvikmyndir i átthög- um Gunnars Gunnarssonar í sögu Borgarættarinnar. í stað þess mun nú förinni heitið um Suðurláglendið, BorgarQörð og Mýrar. Aðstoðar- menn þeirra eru Ögm. Sigurðsson skólastjóri og Sig. Heiðdal skáld o.fl. Jóhannes Iíjarval málari er ný- kominn vestan af Snæfellsnesi. — Hefir hann málað þar vestra all- margar myndir, sérkennilega fagrar. Verður bráðlega sagt nánar frá list hans hér í blaðinu. Jóhannes Kjarval og Ríkarður Jónsson hyggja báðir á suðurgöngu, til Rómaborgar, nú í haust. Kötlugosið. Guðgeir Jóhannsson, hinn ný-skipaði kennari við Eiða- skólann, hefir samið mjög merki- legt rit um Kötlugosið, en Ársæll Árnason gefið út. Verður þess getið nánar innan skamms. Fólksleysl. Víðar vantar vinnu- kraft en við landbúnaðinn. Flestar iðnir í Reykjavík liggja nú í dái vegna mannskorts. Margar fara í síldina til Siglufjarðar og Vestfjarða. — Sumar prentsmiðjurnar afkasta hvergi nærri meðalverki, fyr en haustar að. Bækur og tímarit verða að bíða. Eimskipafélag Suðurlands heit- ir félag, sem ný-stofnað er til að halda uppi ferðum milli helstu hafna á Suður- og Vesturlandi. Eiga í því hluti menn í Vestmann- eyjum, Eyrarhakka, Grindavík, Keflavík, Reykjavílc og Borgarnesi. Búist er við að Snæfellingar muni °g leggja í það. Félag þetta hefir keypt skip í Danmörku til ferðanna. Það heitir »Davidsen«, og er bæði ætlað til vöru- og mannflutninga. Einar H. Kvaran hefir ný-Iokið við skáldrit, sem kemur út í haust. Það heitir Sögur Rannveigar, fyrra bindi. Ritstjóri: Tryg'gvl Þórhallsson Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gntenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.