Tíminn - 17.09.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1919, Blaðsíða 2
298 TIMIN N Hjertelig Tak for den store Venlighed og Ære der er udvist min elskede Mands Minde. Ingeborg Sigurjónsson. Sveíns Ólafssonar í fossamálinu. Af sérprentuninni af fossanefndarálitinu sem »Tím- inn« gaf út, eru enn til nokkur eintök. Meðan upplagið endist geta menn fengið þau eintök send, ókeypis, með því að snúa sér til afgreiðslu blaðs- ins í Laufási. En Sveinn Ólafsson má hrósa frægum sigri, sem minni hluta maður við annan mann í báðum nefndunum. II. Tillaga meiri hluta þingnefndar- innar hefir orðið til þess að kljúfa meiri hluta milliþinganefndarinnar. Bjarni Jónsson var henni algerlega fylgjandi. En Jón Þorláksson al- gerlega á móti henni, i grein sem hann ritar í »Morgunblaðið« í gær. Segir Jón þar um tillögu meiri hluta þingnefndarinnar, að hún beri þess Ijósan vott, »að hátt- virtir nefndarmenn hafa ekki enn þá kynt sér þetta flókna mál svo, að þeir séu færir um að bera fram tillögur í því«. Þessi dómur J. Þ. hljóðar fyrst og fremst um samnefndarmann hans B. J. og (fyrverandi) skoð- anabróður um eignarrétt á vatni, og því næst líka um lögfræðis- ráðunaut meiri hlutans, Einar Arnósson, því að hann greiddi og tillögunni atkvæði. Svo er þá komið fyrir meiri hluta fossanefndar, ofan á alt annað, að einn nefndaruiaður segir um annan og um lögfræðisráðu- naut sinn, að þeir hafi ekki kynt sér þetta flókna mál svo, að þeir séu færir um að bera fram (og samþykkja) tillögur í því. Manni verður ósjálfrátt að spyrja, hvaða mótlæti eftirleiðis muni geta kornið fyrir meiri hluta fossanefnd- ar. Og sömuleiðis, hvort hún muni nú ekki hafa glatað áliti sínu hjá þjóðinni til fullsl — í tillögu .meiri hluta þingnefnd- arinnar felst tviskinnungur, sem nærri stappgr að vera ekki fylli- lega heiðarlegur, og er alveg ó- fyrirgefanlegt að lögfræðingur skuli gerast flytjandi hennar (G. Sv.) og annar lögfræðingur (E. A.) samþykkja. Tillagan gengur sem sé ut á það, að skipa landsstjórninni fyrir rik- isins hönd, að slá eign sinni á það sem landsstjórnin er viss um að ríkið á ekki, og sem nefndin sjálf gengur út frá jöfnum höndum að ríkið eigi ekki. Tillagan skipar landsstjórninni að gera það, sem landsstjórnin álítur rangt og jafnvel nefndin sjálf gerir ráð íyrir að kunni að vera rangt. Slíkri tillögu greiða allir langs- ummenn í þinginu atkvæði. Það er flokksmál í þeim flokki að að- hyllast svona siðferðiskenningar. Svona langt er komið fyrir meiri hlutanum í fossanefndinni að tveir (B. J. og E. A.) að hyllast slíka aðferð, og sá þriöji (J. Þ.) segir um þá, að þeir »hafi ekki enn þá kynt sér þetta flókna mál svo, að þeir sér færir um að bera fram tillögur í því«. Soginii rænt. Sú nýlunda er að gerasl í þing- inu, að meiri hluti fjölmennrar nefndrar úr báðum deildum skip- ar landstjórninni að ræna einu frægasta vatnsfalli, sem til er á landinu, Soginu. Það mun eiga að vera fyrsti »valsinn« í hinu svonefnda »vatnsráns-balli«, sem meiri hluti fossanefndar hefir efnt til. Tilefnið er það, að tveir þingm., báðir bæjarfulltrúar í Rvík, Ben. Sveinsson og Jörundur Brynjólfs- son, báru fram i þingbyrjun till. um, að landstjórnin tæki Sogið eignarnámi. Tilgangur þeirra mun hafa verið sá, að tryggja höfuð- staðnum þessa afl-lind, og það því fremur, sem nú vofir yfir, að bær- inn byggi sér litla, ónóga, en afar- dýra rafmagnsstöð við Elliðaárnar. Vegna Rvikur var till. þessi nauð- synleg. Framkvæmd hennar gat hindrað byggingu litlu stöðvarinn- ar og flýtt fyrir því, að bærinn og nærsveitirnar fengi næga raf- orku. Þar að auki hallast þjóð- hollir menn út um alt land að því, að landið þurfi að eiga Sogið til afnota, og til tryggingar gegn hugsanlegum ágreiningi við erlent félag, sem raforka væri keypt af, handa bændum austanfjalls og höfuðstaðarbúum. En eins og sjálf- gefið er og liggur í orðinu eignar- nám, hefðu fullar bætur komið f'yrir til þeirra, sem lönd áttu að Soginu, bæði fyrir jarðrask og vatnsorkuna sjálfa. Tólf manna nefnd fjallaði utn mál þetta, sjö úr n.d. og fimm úr e.d. Ekki slærra eða margbrolnara mál en þetta hefir staðið fyrir þessari stóru nefnd því nær allan þingtímann. Og í stað þess að ráða stjórninni til að framkvæma eign- arnámið, kemst meiri hlutinn að alt annari niðurstöðu, nefnil. þeirri, að viðurkenna vatnsránskenning- una, og skora á stjórnina að hrifsa Sogið með ránshendi, taka það af réttum eigendum fyrir ekki neitt* og láta síðan dómstólana skera úr um eignarheimildina. Að eins einn eða tveir menn fylgja Sv. Ól. i nefndinni um að viðurkenna hiklaust eignarrétt landeiganda að vatnsorkunni. Bjarna frá Vogi hefir orðið gott til vinsælda um þetta mál í nefnd- inni. B. Kr., sr. Kristinn, Gisli Sv. og heill hópur annara þingmanna feta þar hiklaust í fótspor hans. Þrent er sérstaklega athugavert við þessa till. meirihlutans. Fyrst það að hún gengur þvert ofan í gildandi lög, og engin stjórn getur verið svo fávis að gerast ginning- arfífl þingsins í slíku máli. En af þvi leiðir það, að ekkert verður úr því fyrst um sinn, að landið nái yfirráðum á Soginu. Má vera að sá sé og tilgangur sumra af fylgism. þessarar till. Yrði það að teljast Það á að verða helsti gróðavegur Islands, að synir þess og dætur drekki úr sér merg og bein, vit og heilsu — landssjóðinum til tekna — vanræki heimili sín og uppeldi barna sinna, gefi börnunum að erfðum veiklaðan líkama og spilta sál — landinu til tekna — enda eru miklir peningar manna á með- al, sem varið verður til vínkaupa. Eftirlit af hálfu ríkisins, með innflutningi víns, verður þá með öllu óframkvæmanlegt. Að fáum árum liðnum munu af- leiðingarnar koma berlega í ljós. Gróðavon ríkisins af vinsölunni reynist hörmulegasta tál. Vinnu- tapið, beinlínis og óbeinlínis, þegar mesta vinnuþjóf veraldarinnar, vín- guðnum, verður aftur leyft að vinna verk sitt í landinu, verður gífurlegt. Það verður óhjákvæmi- legt að ríkið verður að koma sér upp drykkjumannahælum, að fjölga og stækka sjúkrabúsogstofnabarna- hæli, að fangelsum verður að fjölga, að lögreglustjórn verður að aukast og það ekki síst aö sveitarþyngsli aukast gríðarlega. Og þó er þetta ekki nema smá- ræði hjá hinu, sem eru afleiðing- arnar fyrir siðferðið og menning- una í landinu, fyrir heimilisiífið og hina uppvaxandi kynslóð. Þarf ekki um það orð að hafa. Því að árin eru ekki svo mörg liðin siðan víndjöfullinn vann verk sitt óhindr- að hér i landi. Og getur a. m. k. hver miðaldra maður sagt, hinum yngri frá skugga vínsins, hinum óumflýjanlega förunaut drykkju- skaparins. 3. roynd. Aí'nára eignarróttarins. Um það leyti sem æstir byltinga- menn nota sér styrjaldarástandið í heiminum til þess að gerbreyta skipulagi þjóðfélagsins, afnema eignarréttinn, hjónabandiö o. s. frv. — um það leyti gerast tveir háskólakennarar, landlæknir og verkfræðingur forystumenn um það á íslandi, að stíga fyrsta sporiö til hins sama. Hafa þeir nú þegar gabbað marga þingmenn til fylgdar við sig og beita sýslumanni fyrir sig, eins og sagt er frá annarsstaðar í blaðinu. Með því að ætla að svifta ein- staklingana eignarrétti á vatni, sem af þeim er álitinn jafn heilagur og viðurkendur og annar eignarréttur, þeim rétti sem allar nágrannaþjóð- ir viðurkenna — með því stíga þeir fyrsta sporið til gerbyltingar á íslandi. Það kemur vel heirn við fram- tíðarland þeirra hetjanna. Hvenær sem er verður það jafn- réttmætt, að þjóðfélagiö taki smátt og smátt það anriað af einstak- lingunum, sem hingað til helir verið álitin óskoruð eign þeirra. Með þessu er búið í haginn fyrir hvaða yfirgangssegg sem er, aö neyta hnefaréttar. Úr því ríkið sjálft viðurkennir ekki eignarrétlinn, hversvegna skyldu þá einstakíingarnir gera það? Hver mun leggja rækt við aö auka varpið á jörð sinni? Hver mun leggja rækt við mn- bætur á jörðum sínum o. s. frv.? eigi hann það á hættu að einn góðan veðurdag þóknist einhverj- um þingmönnum að láta greipar sópa um alt. Þetta fyrsta skref að afnámi eignarréttarins, gefur byltingamönn- um sérstakt tilefni til að hvetja til hverskonar yfirgangs í nafni lag- anna og ríkisins. Það er glæsilegt ástand á fram- tíðarlandinu. 3. mynd. Aínám kirkjunnar. Á framtíðarlandinu, þar sem vínguðinn er dýrkaður, þar sem verið er að afnema eignarréttinn, þar hefir ríkið leyst sig undan þeirri skyldu — fyrir forgöngu hinna sameinuðu fríhyggjumanna og þröngsýnustu og kredduföstustu gamalguðfræðinga — að halda uppi mentuðum prestum út um sveitir landsins. Þjóðkirkjan íslenska, hin þús- und ára gamla inenningarstofnun er lögð niður á framtíðarlandinu. Ómentaðir leikprédikarar og of- stækisfullir, eru einir um að veita i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.