Tíminn - 04.10.1919, Blaðsíða 1
rÍMlNN
-að minsta lcosii 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Reykjavik Laugaveg
17, simi 286, út um
land i Laufási, simi 91.
III. ár.
Um hvaö er koslð?
Einhver ríkasta skylda stjórn-
málaflokka, þeirra er leita til kjós-
enda landsins um kjörfylgi handa
frambjóðendum sínum, er sú, að
segja hreint til litar um það, hvað
ílokkurinn vill. Geri flokkarnir það
ekki eiga þeir engan tilverurétt.
Það líðst ekki í neinu landi, þar
sem þingræðis-fyrirkomulagið heíir
náð nokkurri festu, að til séu
pólitiskir flokkar, sem enginn veit
hvað vilja, ekki einu sinni þeir
sjálfir. Slíkir flokkar væru þar
sjálfdauðir.
En á íslandi er ekki til nema
einn einasti flokkur, sem segir hreint
til litar um það hvað hann œtlast
fyrir. Það er sá flokkur sem stend-
ur að Tímanum. Á hinum fjölsótta
Pingvallafundi siðastliðið vor, þar
sem staddir voru menn úr öllum
sýslum landsins, var samþykt
kosninga-stefnuskrá flokksins og
hefir verið birt hér í blaðinu.
Er af henni augljóst hverjum
manni á íslandi hvað muni verða
gert á næstu árum um landsstjórn,
fái þessi flokkur bolmagn til þess,
að ráða því, sem fram fer á þingi.
Frá hinum flokkunum heyrist
ekki eitt einasta orð um samfelt
3'firlit yíir stefnu þeirra. Þeir leyfa
sér að fara fram á það við kjós-
endur landsins, að renna alveg
blint í sjóinn um það, hvernig
þeir menn fari með þingmenskuna,
sem þessir flokkar bjóða fram.
í örfáum einstökum atriðum er
hægt að benda á, hvað þessir
menn og flokkar vilja gera.
Miljónarfjórðungurinn hefir það
t. d. á stefnuskrá sinni, að veita
víninu aftur inn í landið. Annað
einstakt atriði verður trauðla bent
á, þótt víst megi telja um margt
annað.
Bjarni frá Vogi, Einar Arnórs-
son, Jón á Hvanná, Magnús Pét-
nrsson o. fl. munu beitast fyrir
því, að svifta einstaklinga eignar-
rétti á vatni. Bjarni frá Vogi og
Magnús Pétursson munu halda á-
fram sinni óhóflegu eyðslusemi í
fjármálunuin o. s. frv. En sam-
felda stefnu er hvergi hægt að
koma auga á.
Eitt ónefnt blað er að halda því
á lofti, að nú sé kosið um stjórn-
arskrána og beinir því sérstaklega
að Tímanum, að hann muni vilja
hreyta henni, einkum með tilliti
til þjóðernisvarnanna. Er það salt
i því máli, að Tíminn er sáróá-
nægður með þjóðernisvarnirnar i
stjórnarskránni, telur fimm ára
búsetuskilyrðið allsendis ófullnægj-
andi og jafnframt ranglátt ákvæði
Reybjavík, 4, obtóber 1919.
73. blað.
— gagnvart Vestur-íslendingum —
og að að því hljóti að reka, að
við verðum að lögleiða réttar og
strangar þjóðernisvarnir, sem mið-
ist við þekking á íslensku máli
og islenskum högum. Vill Tíminn
með öðrum orðum gera miklu
strangari kröfur í þeim efnum, en
bæði sjálfstæðis- og heimastjórnar-
flokkarnir gömlu. En af því leiðir
ekki það, að Tíminn vilji láta
breyta stjórnarskránni nú þegar.
Myndi það hafa í för með sér
mikinn kostnað og ófrið, þingrof
aftur og nýjar kosningar, en ekki
sjáanleg svo aðkallandi þörf þegar,
að hafa réttar þjóðernisvarnir. —
Pörfin á hinn bóginn rík að fá
starfhæft þing, sem geti haft nokk-
urn tíma um, að koma skipulagi
á hagi landsins, rétta við atvinnu-
vegina og einkanlega koma skipu-
lagi á fjárhaginn. Tíminn getur
vel sætt sig við það, að endanleg
úrlausn um þjóðernisvarnirnar híði
enn um sinn og stjórnarskrár-
breyting því samfara, ef til .vill í
fjögur ár, þangað til nýjar kosn-
ingar fara fram hvort sem er, ef
ekki yrði brýn nauðsyn á þeim
tíma, að koma lagi á þjóðernis-
varnirnar.
Þess vegna hallast Tíminn ein-
dregið að því, eins og komið er,
að samþykkja stjórnarskrána ó-
breytta. Veit hann ekki til, að úr
nokkurri átl hafi lieyrst önnur
rödd. Ummæli þessa ónefnda blaðs
um að kosið sé um stjórnarskrána
eru því algerlega í lausu lofti bygð,
því að allir eru sammála um, að
samþykkja hana.
Hinir flokkarnir hafa alls ekkert
fram að bera. Pað liggur þvi næst
að segja að um það sé kosið, að
vera rneð eða rnóti stefnuskrá Þing-
vallafundarins og þeim flokki sem
að henni stendur. En sá mikli
munur er á fylgismönnum hennar
og andstæðingum, að hinir síðar-
nefndu nefna ekkert í staðinn,
enda eru þeir svo sundurleilir að
þeir myndu ekki gela komið sér
saman um neitt.
Það er því þetta sem um er
kosið:
1. Að fá framfylgt stefnuskrá
Þingvallafundarins á næsta kjör-
tímabili, fá hóflega framsókn um
viðreisn menningar og atvinnuvega
og skipulag á fiárhaginn, eftir
gtögglega mörkuðum grundvallar-
línum,
eða, að fá eilthvað óákveðið,
stefnulausa stjórn, ósamtaka og
ósamstæðra inanna, áframhaldandi
þingglundroða sem svo mjög hefir
magnast á siðustu timum, ráðleysi
um fjármálin, og hóflausan Qár-
austur, sem er hinn óumflýjanlegi
fylgifiskur óstarfhæfs þings, þar
sern enginn meiri hluti samstæðra
manna ber ábyrgðina.
2. Að fá sterka sijórn studda af
ákveðnum meiri hluta samstæðra
manna, sem eru kjósendum sínum
siðferðilega bundnir, að fylgja settri
heilbrigðri stefnu sem þeir hafa
talið sig opinberlega fylgjandi, að
fá ábyrgðartilfinninguna aftur inn
í þingið,
eða að fá sambræðslustjórn
studda af ósamstæðum mönnum,
þar sem hver otar sinum tota,
ábyrgðarlausa stjórn og þing,
gróðrarstíu allra þeirra ódygða
sem geta verið samfara voru stjórn-
arfyrirkomulagi, og renna alveg
blint í sjóinn um það hvað sú
stjórn og það þing gerir.
Af einstökum málum má nefna
að kosið er um:
1. Að fá fossamálið leitt til
heppilegra ýrslita, með festu og
viturleik á grundvelli Þingvalla-
fundarsamþyktar, eftir hinum gullna
meðalvegi — samfara því að viður-
kenna löghelgaðan eignarrétt ein-
staklinganna — að ná besta vatns-
aflinu undir landið, að veita ekki
nema mjög takmarkað leyfi til
virkjunar til iðnaðarreksturs, enda
lúti sú stofnun landslögum í hví-
vetna, og gætt sé hinnar fylstu var-
úðar um áhrif þessa iönreksturs á
atvinnuvegina og þjóðernið,
eða að eiga von á því að ís-
lenska ríkið sé látið fótumtroða
eignarréttinn, og renna alveg blint
í sjóinn um það að hverri öfga-
stefnunni verður vikið: að leyfa
ótakmarkaða virkjun, sem myndi
eyðileggja þjóðernið á fáum árum
og koma glundroða á atvinnuveg-
ina, eða að ekkert verði gert, engin
tilraun um að nota þessar miklu
auðsupp'sprettur.
2. Að gæta hins mesta hófs um
iburð útávið, kveða alveg niður
legáta-sendingar og tildur, meta
meira gagnið en titilinn, gæta
sparnaðar um veisluhöld og iburð,
en veita ríkulega fé um viðreisn
atvinnuveganna,
eða eiga von á áframhaldandi
legátafaraldri, risnufé og þess hátt-
ar þeim mönnum til handa og
»tómahljóði í skúfiunni« og vilja-
leysi um að styðja atvinnuvegina.
Mætti margt fleira telja og verð-
ur síðar talið.
Kjötverð hefir Slálurfélag Suður-
lands nú ákveðið og er kr. 3,10
kilóið af besta kjöti í útsölu. —
Góðar vonir munu vera um það
að gott verð fáist líka fyrir gær-
urnar.
jtíi sm bæBÍastéfiitu.
»Vanfærasta stéttin«.
»Liðiéttir heimalningar«.
))I*reklans bændalýðar«.
I.
%
Óðar og þingi sleit hófu blöð
miljónarfjórðungsins kosningahríð-
ina. í »Morgunblaðinu« á þriðju-
daginn var er ritstiórnargrein sem
heitir: »Um hvað verður kosið?«
Hefir hún þann stóra kost að sýna
hreinan lit. Er það virðingarvert
að nú á ekki lengur að villa á sér
heimildir.
Og þó er það ekki nema í einu
einasta atriði sem hreinn litur er
sýndur, en hann er ljóslega sýndur.
Greinin víkur sem sé ekki að
einu einasta máli, sem nú er um
barist, nema rétt á yfirborðinu. í
því efni á að halda áfram að
berjast í skugganum. í því efni
þolir málstaðurinn ekki að sjá
dagsljósið. Og það breytist vafa-
laust ekki á næstunni. Eina málið
sem blaðinu er opinbert áhugamál
er það að koma víninu aftur inn
í landið.
En það er sýndur hífeinn Iitur
að öðru leyti.
Það er ráðist á bændastéttina
með svo ófyrirleitnum og lítilsvirð-
andi gífuryrðum, að mestu furðu
gegnir, jafnvel úr þeirri átt.
Án þess að nefna nöfn er sér-
staklega ráðist á þá menn sem að
vTimanuma standa fyrir það, að
þeir vilji y>koma einni sétt landsins
að völdum, þeirri sem fyrir allra
hluta sakir er vanfærust að bera
þunga heillar þjóðar á herðura
sér«.
Það er bænðastéttin íslenska
sem fær þennan dóm.
Og svo rekst lestin áfram um
lítilsvirðinguna á íslenskum bænd-
um.
Þeir eru kallaði »liðléttir heira-
alningar« og »þreklaus bænda-
lýður« og óspart út af því lagt
hversu hörmulega landið yrði stalt
ef þeir mættu miklu ráða um
landsmál.
Það mun nálega einsdæmi í
hinni pólitisku sögu heimsins, að
slíkur smánardómur hafi opinber-
lega verið kveðinn upp um fjöl-
mennustu stétt landsins. Á íslandi
er það algerlega einsdæmi. Biað
miljónarfjórðungsins á þann vafa-
sama heiður að hafa komið með
þetta nýmæli.
Hversvegna ræðst blaðið svona
gífurlega á bændur?
Því er auðsvarað. Því er einkan-
lega auðsvarað út frá því efni sem
þessi illræmda Morgunblaðsgrein
fjallar um: Um hvað verður kosið?