Tíminn - 25.10.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1919, Blaðsíða 1
 TÍMINN að minsta kosti 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGHEIÐSLA i' Regkjavik Laugaveg 17, sími 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. Reyhjavík, 25. október 1919. $xnður o§ verkanouu II. Með umtali sínu um hina eðli- Jegu ílokkaskifting um innanlands- mál, sem nefna mætti eftir útlendri fyrirmynd hægrimenn, vinstrimenn og jafnaðarmenn, hefir Tíminn hvað eftir annað markað flokki sínum bás sem vinstrimannaflokki, hóflegum framsóknarflokki, sem stendur mitt á milli stefnu hægri- manna og jafnaðarmanna. Og jafn- framt hefir blaðið ekki farið dult með að eitt af höfuðeinkennum flokksins er eindregið fylgi við samvinnustefnuna. Vegna þessarar sérstöðu flokks- ins verður það svo að hann getur sumpart unnið með hægrimönnum sumpart með jafnaðarmönnum. Og ólíkar kringumstæður geta orðið þvi valdandi, að á ýmsum tímum getur samvinnan orðið meiri við annanhvorn ílokkinn. Stæði nú svo á hér að jafnaðar- menn sæktu fast á með þá stefnu, sem Morgunblaðið lýsti, sem sé að landið færi að reka fyrir eiginn reikning helstu atvinnugreinarnar, t. d. sjávarútgerð og landbúnað og stefna ætti að því að allir sem ynnu að þeim störfum hættu að reka sjálfstæða atvinnu, en yrðu þjónar víkisins, þá myndi flokkur sá er að Tímanum stendur leggj- ast eindregið á móli. Sama er að segja um verslunina. Færu jafnaðarmenn að sækja það fast að afnema frjálsa verslun, vilji banna einstaklingum og félögum að reka verslun, en láta landið reka alla verslunina á venjulegum tim- um, þannig að allir þeir sem þá atvinnu stunduðu yrðu þjónar rík- isins, þá myndi flokkur sá sem að Timanum stendur leggiast eindreg- ið á móti. Þess vegna er það eindreginn vilji Tímans að landsverslunin hælti nú, jafnóðuin og vörubirgðir hennar þrjóta, með allar þær vör- ur sem frjáls verslun er um-í raun og veru. Í*ví er og ekki að neita að milli verkamanna í kauptúnum og bænda, sem einkum standa að Tímaílokknum, standa ýms mál þar sem hvorir um sig hafa gagn- stæðra hagsmuna að gæta, þar sem báðir vilja hafa þær vörur í sem hæstu verði sem þeir hafa á boðstólum o: landbúnaðarafurðir og vinnuna. En af því leiðir ekki að þar þurfi að vera eilífur eldur á milli um öll mál, og ekki held- ur uin þessar vörur. Á gruudvelli samvinnunnar ættu þessir tveir að- ilar að geta sameinast. Og i beggja þágu er það að reyna að finna heppilegar leiðir til samkomulags. Framleiðendur í kaupstöðum og verkamenn i kaupstöðum vilja sameiginlega, fá bændavörur með lágu verði. Pað væri jafn rangt að segja að þar afleiðandi ættu þeir alt sameiginlegt og að segja hitt að vegna þessa ágreinings eigi bændur og verkamenn ekkert sam- eiginlegt. III. Alveg eins og flokkur sá sem að Tímanum stendur á samleið með hægrimönnum á suinum sviðum á hann samleið með verkamönnum, eða jafnaðarmönnum á öðrum. Og á undanförnum árum hafa þau mál verið fleiri en á venju- legum tímum. Vegna styrjaldarástandsins varð það nauðsynlegt að áliti flokksins að taka fyrir frjálsa verslun í bili og fela hana ríkinu að miklu leyti. Um það áttu yfirleitt allar stéttir landsins samleið nema sú ein, sem vegna ástandsins hefði fengið upp í hendurnar sérstaka aðstöðu til að græða stórfé á kostnað almennings. Dýrlíðarráðstafanirnar yfirleitt, einkanlega matarskömtunin, urðu og sameiginlegt áhugamál allra þeirra sem ekki voru svo sladdir að geta birgt sig upp. Er það ækkerl einsdæmi á ís- landi að frjálslyndur ílokkur og jafnaðarmenn hafi starfað meir saman á stríðsárunum en venju- lega, það er nálega undantekningar- laust i öllum löndum. þá hafa bændur og yfirleitt smærri framleiðendur í landinu eitt mjög stórt sameiginlegt mál með verkamönnum í kauptúnum og það er samvinnufélagsskapur- inn. Skal ekki um það efni fjöl- yrt, en það skal fullyrt, að fram- tíð þessa lands muni að miklu leyti undir því komin, að stétt- irnar sættist og vinni saman á þeiin grundvelli. í skaltamálum geta bændur og verkamenn sömuleiðis átt samleið að töluverðu leyti. Bannmálinu er komið þannig, að að því stendur einkum bændastéttin og lægri stétt- irnar í kauptúnum. Og loks má á það minnast, setn ekki er minst um vert, að öllum lægri stéttunum og öllum óspiltum mönnum i land- inu yfirleitt er það sameiginlegt áhugamál, að koma heilbrigði inn i stjórnmálalífið, að hrinda stjórn- málunum út úr hinum gamla far- vegi utanríkismálanna og komast inn á eðlilegar brautir. Mýrasýsla. Tveir eru frambjóðendur í Mýra- sýslu: Davíð bóndi Þorsteinsson á Arn- bjargarlæk og Pétur bóndi þórðarson i Hjörs- ey, sem verið hefir þingmaður sjTslunnar. Eiga Mýramenn þar i milli að velja tveggja góðra og grandvarra manna, ábyggilegra og samvisku- samra. Og þó er þeirra í milli töluverður mannamunur. Pingseta Pétufs Þórðarsonar mun hafa orðið vinum hans mikil von- brigði. Ekki af því að hann gerði neitt það sem vítavert megi kalla og er langt frá þvi, því að hann er einhver vandaðasti og samvisku- samasti þingmaðurinn. En það vantaði í hann »sjálfa sál«, allan skörungsskap, alla festu og dugnað. Hann lét t. d. fá sig til þess að samþjdikja legátann, en enginn maður mun Iáta sér í húg koma annað en að þar hafi hann látið leiðast af öðrum. En annars eru skoðanir Péturs yfirleitt heilbrigð- ar og hann mun aldrei vilja vamm sitt vita hvar sein hann verður. Vegna þessa skörungsskaparleys- is Péturs er það fyrst og fremst að Mýramenn hugsa nú um að breyta til og fá í staðinn mann sem óhætt er að gera sé hinar bestu vonir tim, þótt hann sé órejmdur á þingi. Davíð Þorsteinsson frá Arnbjarg- arlæk er þrautreyndur maður að dugnaði og hyggindum heima í sínu héraði og hefir þar unnið sér hið fylsta traust almennings. Hefir hann verið einn af ötulustu og ákveðnustu forgöngumönnum meðal bænda um samvinnufélags- skap, bæði í sláturfélaginu og hinu öfluga og myndarlega kaup- félagi í Borgarnesi. Hefir það kom- ið greinilega fram í þeirri starf- semi, sem og í allri opinberri starfsemi Davíðs, að hann er hygg- inn og sérlega athugull fjármála- maður. Er eklci síst þörf á slík- um mönnum nú inn á þing og munu Mýramenn einkum hyggja gott til þingmensku Daviðs að þessu leyti. 1 fossamálinu fara skoðanir hans saman við skoðanir minni hluta fossanefndar og þessa blaðs. Hann er eindreginn andstæðingur þess, að svifta einstaklingana eignarrétti á vatni. Ilann er bæði andslæður opingátlar og innilokunarstefnunni, vill fara hinn heilbrigða meðalveg. Aðflutniugsbanninu var lianti and- stæður, þá er það var lögleitt, en 78. blað. er eins og nú er ástatt algerlega mótfallinn afnámi laganna. Davíð mun eins og nú stendur telja sig utan flokka. En lundar- far hans og skoðanir, sem nú hefir verið lítilsháttar á vikið, eru hin besta trygging fyrir því, að hann muni aldrei geta átt samleið með Morgunblaðs-mönnunum og langs- urum. — Pá er að því kemur, að skipa stjórn í hinu nýja þingi, er enginn vafi á því, að hann mun standa í hóp hinna framsæknu samvinnumanna, sem traustur og ábyggilegur liðsmaður. Tíminn vill því fyrir sitt leyti beina þeirri eindregnu áskorun til Mýramanna, að taka Davíð fram yfir Pétur, þá er þeir ganga að kjörborðinu. Arnessýsla. Árnesingar eiga milli Qögurra manna að velja, en eiga að senda tvo á þing. Þessir fjórir eru: Eiríkur Einarsson útibússtjóri, Sigurður Sigurðsson ráðunautur, Þorleifur Guðmundsson bóndi í Þorlákshöfn og Þorsteinn Þórarinsson bóndi á Drumboddsstöðum. Hefir Morgunblaðið skrifað ræki- lega um þá kosning, á miðviku- daginn var, og mjög svo æskilega, þar eð það ræðst með níði og dylgjum og ósannindum á tvo lík- legustu raennina, þá Eirík og Sig- urð. Mun það mjög verða til þess, að tryggja kosning -þeirra, að Morgunblaðið ritar svo um þá. En þannig stendur á þessu níði Mofgunblaðsins, að fyrst og fremst eru þessir menn algerlega and- stæðir stefnu þess og í annan stað þykir þeim er ritar, sem allir Ár- nesingar þekkja, súrt i brotið að vera nú ekki einu sinni talinn með í frambjóðenda-hópnum í Árnessýslu. Sigurður Sigurðsson er svo ná- kunnugur öllum sýslubúum, af löngu þingmanusstarfi og mörgum öðrum störfum fyrir þá, að ekki gerisl margra orða þörf um hann. Hann er að vísu um of fastur á íé fyrir landssjóðs hönd, enda hefir hann fengið mikið aðkast fjrrir það, en full þörf var nokkurs íhalds, ekki sist á siðasta þingi. Sigurður er áhuganiaður hinn inestí og hinn ölulasti fyrir kjör- dæmi sitt. Hann er og marg- reyndur að hinni mestu samvisku- semi og óeigingirni á þingi. Skoð- anir hans eru heilbrigðar og eigi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.