Tíminn - 04.11.1919, Síða 4
344
TIMIN N
ið fyr og nú, er ljósasti votturinn
um það.
Og ilt er að skilja hugsanagang
þeirra manna sem eru með því að
koma hér upp stóryðju, og sumir
ef til vill án þess að þær skorður
verði við reistar og takmarkanir
settar sem flestir munu vilja telja
óumflýjanlegar og lífsnauðsyn, en
vilja um leið afnema bannlögin
og leyfa víninu að æsa upp hinar
verstu girndir sem til eru hjá mis-
jöfnum lýð.
Þróun stjörnarfarsins.
Fyrir einni mannsæfi eða svo,
var haldið um islenska stjórnar-
tauma úti í Danmörku. Og það
voru Danir sem héldu um þá.
Með vaxandi viðreisnarhug fóru
íslendingar sjálfir að seilast eftir
taumhaldinu. Og þeim tókst að ná
því smátt og smátt.
Siðan 1904 má heita að stjórn
allra mála hafi verið í landinu
sjálfu — í Reykjavík.
Þar hafa þeir menn setið, sem
mestu hafa ráðið i stjórnmálun-
um. Eigendur blaðanna og for-
ingjar flokkanna sem greindi á
um málin út á við hafa átt að-
setur þar. Þaðan hafa þeir þeytt
herlúðurinn og þá fastast, í hvert
sinn er kom til kosninga.
Er þetta afareðlilegt. Deilumálin
voru ælíð að meira eða minna
leyti lögfræðilegs efnis, lögskýring-
ar um »ríkisráðssetu«, »Real-
Union«, »Personal-Union«, »Status
quo« eða annað þess háttar sem
almenningur áttaði sig ekki á til
hlýtar. Þess vegna blutu völd
flokkanna á þessu stigi að Ienda
i fárra manna höndum, og þá stóð
Reykjavík auðvitað best að vígi.
Ekkert skorti á að foringjunum
------------------------------—
að láta þetta áfengi fara beint um
hendur ríkisins, sem seldi lyfsöl-
unum og leyfði þeira einungis að
leggja^ iítilsháttar á það, fyrir
kostnaði og fyrirhöfn. Væri að
vísu með því kipt burt hvötinni
fyrir lyfsalana að selja sem mest
af þessu, en til læknanna næði
þetta alls ekki og er því þýðingar-
lítið.
En sem stendur er ekkert gert.
Og það er óþolandi.
Pað verður að hefjast handa
með ráðstafanir sem duga. Það
liggur svo margt og mikið við.
Það iná ekki láta staðar numið
fyr en alt hefir verið gert til þess
að þurka þennan smánarblett af
þjóðinni.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórhatiasoii
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Gntenberg.
tækist að skipa mönnum í flokka
um þessi millilandamál. En þann
galla fundu menn á þessari flokka-
skipun, að þegar til innanlands-
málanna, framkvœmdamálanna
kom, þá gerriðlaðist hún lang-
oftast.
Var öllum hugsandi mönnum
þetta svo mikið áhyggjuefni, að í
hvert sinn er eitthvað slotaði orra-
hríðinni um málin út á við, urðu
all-margar raddirnar um aðra og
farsælli flokkaskipun, flokkaskipun
um innanlandsmálin.
Álti sú skipan örðugan róður
bæði af því, að engum var um
að slaka á um reiptogið við Dani,
en þó öllu fremur af hinu, að
margir voru þeir menn, sem »lifðu
pólitiskt« á millilandamálunum,
óttuðust umskiftin og spornuðu við
þeim í lengstu lög.
Svo mikið ólán hafði þó mál-
unum inn á við stafað af milli-
landadeilunum, að áður en síðasta
áfanganum þar A'arð náð, var þjóð-
inni sýnilega orðið það fullkomið
alvörumál að leggja þær á hyll-
una, og snúast einhuga að því
sém fremur var á borði en í orði.
Og þar eð rás viðburðanna hefir
nú í einni 'svipan fleygt okkur
fram að fullkomnu sjálfstæðis-
marki út á við, þá má nú eiga
það víst, að afstaðan til innanlands-
málanna einna skipi mönnum í
fíokka hér eftir.
Og bætist þá við nýr liður um
þróun íslensks stjórnarfars. Völdin
flytja sig enn um set. Flokksvöldin
færast úr höndum fárra einstakl-
inga yfir á marga samstæða ein-
staklinga viðsvegar um land.
En að það sé þetta sem er að
gerast, því mótmælir enginn. Enda
skulu færð að því nokkur rök.
Þau eru orðin æðimörg talsins
blöðin, sem hlaupið hafa af stokk-
unum á íslandi. Hafa þau ekki
orðið langlíf í landinu allflesl.
Enda langflest verið eign einstakra
manna, ætluð til að Iyfta þeim í
valdasess eða þá helguð einhverju
hitamáli dagsins.
Nú er hinsvegar í fyrsta sinni
komið til sögunnar málgagn, sem
sem er eign fjölmargra manna um
flestar bygðir landsins. Það á lang-
an aðdraganda, þvi er markað
hlutskifti i öllum aðalatriðum löngu
áður en það hefur göngu sína.
Því er skapað lifslögmál, það
verður að vera trútt hugsjónum
hinna mörgu manna sem að þvi
standa, það verður að vilja eins
og þeir, finna til eins og þeir.
Og þegar Qöldinn er nógu mikill
og einlægnin við málstaðinn, gerir
því ekkert til, þótt einhver einn
hlypi út úr götunni, skifti skapi.
Og einmitt af þvi að svona er
til stofnað, er þessu blaði tekið
tveim höndum af þjóðinni, það
nær meiri útbreiðslu en dæmi eru
tii og á skömmum tíma, það er
best borgað, því er best trúað,
enda líklegast til að verða stór-
veldi í landinu.
Stofnun þessa blaðs hefir leitt
af sér annað blaðfyrirtæki og
hlaut að gera það.
Af andstöðu við skoðanir Tím-
ans og áhrif, hafa íffelmargir kaup-
menn og stórgróðamenn kejrpt tvö
blöð, sem áður voru eign. einstak-
linga. Ber hér að sama brunni,
þessir menn fundu að los var að
komast á flokksvöldin, engum ein-
um manni var kleift að halda
þeim lengur í sínum höndum, þau
voru að færast yfir á fjöldann, og
þá yrði það að standa saman, sem
saman heyrði. Að hér sé ekki um
neina dægurflugu að ræða, geta
menn markað af því, að menn-
irnir, sem hér eiga hlut að, fórna
miklu fé, þeir kaupa alt dýru
verði, blöðin, áhöldin og »áhug-
ann«. Auk þess sem fyrirferð Morg-
unblaðsins er ætlað að bæta upp
»vörugæðin«.
Þá er Þingvallafundurinn í sum-
ar önnur sönnunin fyrir þessari
þróun stjórnarfarsins. Menn hafa
aldrei komið á Þingvöll fyr hvað-
anæva af landinu til þess að halda
þar flokksfund. Þjóðfundir hafa
verið haldnir þar, þegar mikinn
vanda þurfti að leysa, en flokks-
fundur fyrsta skifti að þessu sinni.
Sjálfsögð afleiðing af því að
flokksvöldin færast úr höndum ör-
fárra manna og yfir á_ allan fjölda
borgaranna í landinu er það, að
hinir svo kölluðu gömlu stjórn-
málamenn tapa gildi. í stað þess
að vera aðalatriði, verða þeir anka-
atriði. Flokkurinn, flokkssamheldn-
in, verður aðalatriðið. En sterkur
flokkur er sterkari en alt annað.
Önnur afleiðing þessarar þró-
unar er sú, að fyrst er spurt uin
hjartað, hvað viltu, hvar stend-
urðu, hverju fylgirðu, en ekki um
heilann, hvað geturðu haldið snjalla
ræðu, hvernig ferðu að koma fæti
fyrir andstæðing þinn, hvernig ertu
i hrossakaupum.
Þá hlýtur þriðja afleiðingin að
verða sú, að hálfdrættingarnir, þing-
mennirnir, sem borið hafa kápuna á
báðum öxlum, eru góðir um eitt mál,
en svikulir um annað, mennirnir,
sem undanfarið hafa verið nauð-
synlegasta skilyrðið til þess að
hrossakaup og önnur óheilindi ættu
hægt um vik á þingi þjóðariunar,
þessir menn hljóta að hverfa úr
sögunni og verða dæmdir óalandi
og óferjandi, þegar flokksheildin er
komin í stað foringjanna, trúin á
málstað í stað trúarinnar á menn.
En þegar svo er komið, er lýð-
stjórnin loks til hlitar komin á
laggirnar. G. M.
Úr bréíum.
Suðnr-Múlasýslu 14/10- — »Eg
get ekki stilt mig um að færa Tím-
anum bestu þakkir fyrir alla fram-
komu hans sérstaklega i tveim
málum sem ekki varða þjóðina nú
minstu og á eg þar við fossamál-
ið og samvinnufélagsmálið. Veit eg
ekki betur en að allur almenning-
ur — a. m. k. hér um slóðir —
sé i báðum þessum málum hjart-
anlega samþykkur stefnu blaðsins.
Jörðin Byvík
ein af bestu jörðum í Grímsnesi
fæst til leigu eða kaups ef um
semur. Upplýsingar um jörðina geta
fengist hjá eiganda. Tilboð frá
lysthafendum komi til Jóhannesar
Einarssonar á Eyvík fjTÍr 15. jan-
ar 1920.
Eitt gleður okkur Sunn-Mýlinga,
langflesta, einkum okkur, sem syðst
búum í sýslunni, það er hve fast
og stöðugt Tíminn hefir slaðið við
hlið Sveins Olafssonar í fossamál-
inu, enda er það sannast að segja
um Svein Ólafsson, að hann á það
skilið að honum sé alt það full-
tingi í té látið sem hægt er, því að
þar höfum við Sunn-Mýlingar loks
fengið þann þingmann, sem oss er
bæði sæma og gagn að, enda er
hann bæði hj'gginn maður og heið-
arlegur og enginn veifiskati og væri
ilt til þess að hugsa ef við Sunn-
Mýlingar ekki bærum gæfu til að
halda honum áfram sem þing-
manni okkar . . .
Fréttir béðan þær helstu, að sum-
arið hefir verið oss hér um pláss
eitt hið besta, grasvöxtur í alt að
þvi meðallagi, eða vel svo og nýt-
ing hin allra besta. Bændur því
yfirleitt heldur vel heyjaðir, því að
sennilega verður talsvert mörgu
slátrað í haust, einkum lömbum,
til þess að nota þetta góða verð
sem nú er á kjötinu«.
Undir Eyjafjöllnm, 25. október.
— Þeir keppa um þingrnensku í
Rangárvailasýslu, presturinn á
Breiðabólsstað og læknirinn á Stór-
ólf'shvoli. Hvorirtveggja eru vin-
sælir embættismenn. Sóknarbörn
síra Eggerts eru orðin langleið á
fjarveru hans frá prestakallinu,
trúmálin eru alt af viðkvæm og
þykir mönnum safnaðarlífið hafa
beðið við þetta hnekki. Um Guð-
mund lækni óttast menn það mest
aö hann þoli ekki til lengdar hin-
ar látlausu embættisannir, þær
muni á tiltölulega skömmum tíma
i ganga fram af honum, a. m. k.
svo, að hann reyni áður langt liði,
að koma sér í hægari læknisað-
stöðu, en Rangæingar vilja, sem
vonlegt er, hann með engu móti
missa. Hyggja menn nú gott lil
þess að tilbreytingin þann á að
giska mánaðartíma úr hverju ári,
yrði lækninum holl, og telja það
vísustu leiðina til þess að tryggja
sér hæfileika hans sem læknis til
frambúðar, að senda einmitt hann
á þing.
Seyðisfirði 19/io. »Mikil er and-
ans fátækt okkar Sej'ðfirðinga. Við
eigum engan hér heima til að
senda á þing. Við eigum ekki einu
sinni þarfanaut handa kúnum okk-
ar, við þurfum að fá það að láni
— eins og þingmanninn. Þessari
vísu snjóaði hér í bæinn einn
daginn:
Bæjarmönnuin bölvað slaut,
baka kýr og pólitík,
ef þurfa’ að sækja þarfanaut
og þingmann suður í Reykjavík.
)