Tíminn - 22.11.1919, Page 1
TIMINN
að minsta kosli 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
* AFGREIÐSLA
i Reykjavík Laugaveg
17, sími 286, út um
land i Laufási, sími 91.
III. 4r.
Reyfcjavík, 22. nórember 1919.
Rx3a Clewenceaus.
Kosningar eru nú að fara fram
í Frakklandi. Hafði þeim verið
frestað all-lengi vegna stríðsins og
hinna langdregnu friðarsamninga.
Nýja þingsins bíða mörg erfið
verkefni. Fjárhagur landsins er
erfiður, ríkisskuldirnar botnlausar,
norðurhluti landsins í rústum eftir
eyðileggingu stríðsins. Hús, brýr,
vegi og járnbrautir þarf að endur-
reisa, og akrarnir sundurtættir af
skotgröfum og víggirðingum. Sárir
menn og fatlaðir, svo og ekkjur
og börn fallinna hermanna sem
slcifta hundruðum þúsunda, verða
að fá framfærslu af almannafé.
Clemenceau .forsætisráðherra á
nú mestri lýðhylli að fagna af öll-
um frönskum mönnum. Vit hans
og harka þykir hafa átt mikinn
þátt í, að Frakkland varð eigi
undir í ófriðnum. Nú er hann orð-
inn fjörgamall maður, og ætlar að
láta af stjórn eftir kosningarnar,
jafnvel þó að flokkur hans vinni.
Ótal kjördæmi vildu fá hann að
þingmanni, en gamli maðurinn
hafnar öllum boðurn. Hann féll
vjð kosningar fyrir nokkrum árum,
og sat hjá, þar til þingið bað hann
að taka við stjórnartaumunum og
bjarga landinu. Hann hefir því um
undanfarin missiri verið forsætis-
ráðherra en ekki þingmaður.
í>að er siður í Frakklandi, að
yfirráðherrann haldi ræðu um horf-
urnar í landinu, Iaust fyrir hverj-
ar kosningar. Clemenceau fylgdi
þeim sið, þótt eigi væri hann að
berjast til valda sjálfur. Hann fór
til Strassborgar, höfuðborgarinnar
í hinum endurfengnu frönsku fylkj-
um, og talaði þaðan til frönsku
þjóðarinnar allrar. Strassborg mun
honum hafa fundist best fallin til
að bergmála orð sín yfir landið
alt.
Eins og að líkindum mátti ráða
mintist hin aldraða hetja fyrst á
sigurlaunin — Elsass-Lothringen.
Hann og jafnaldrar hans hafa í
hálfa öld borið í brjóstum sér sárs-
aukann yfir missinum, og veika von
um að dagur hefndarinnar rynni
upp að lokum. Hervaldið prúss-
neska fór of langt, ætlaði að Ieggja
undir sig allan heiminn, en misti
alt að lokum.
Fleiri þjóðir hlutu frelsi sitt um
leið og hinir hernumdu Frakkar:
Danir, Pólverjar, Bæheims-búar,
Serbar, Suður-Slavar o. m. fl. —
Aldrei hafa jafnmargar þjóðir feng-
ið frelsi og sjálfstæði í sömu eld-
raun eins og nú hefir orðið. í því
og myndun alþjóða-bandalagsins
telur hinn gamli stjórnmálamaður
vera fólgin hin sönnu sigurlaun
sigurvegaranna.
Viðvíkjandi stjórnarfarinu álítur
Clemenceau lítið fengið með breyt-
ingum á stjórnarskrá og kosninga-
lögum. Gæfa og gengi hvíli á
manngildi hinna starfandi manna,
en sé ekki fólgið í umbúðum forms-
ins. Eitt mesta mein í frönsku
stjórnarfari sé tilhlulun þingsins
um dagleg störf stjórnarinnar.
Dutlungar og stundargeðþótti meiri
hlutans dragi þá dáð og dug úr
stjórnendunum. Áhrif stjórnarstarfs-
ins séu komin undir viijastyrk og
festu framkvæmdarvaldsins. Sist
af öllu megi lama það.
Pegar til starfsins komi utan
þings og stjórnar, sé á margt að
líta. Kirkjan megi ekki ná valdi
yfir skólunum aftur, enda muni
nú komast sættir á um það mál.
Viðvíkjandi þinginu sé mest nauð-
syn, að hindra málæði þingmanna
og ofmælsku. Þeir standi starfinu
fyrir þrifum. Það sé fyrirkvíðanlegt,
ef fara eigi enn að breyta stjórnar-
skránni, fyrir þá, sem verði að
hlusta á endalaust gjálfur um allar
gamlar stjórnarskrár, og allar þær
ókomnu í viðbótl Einn helsti galli
stjórnarfarsins sé nú það, að öllu
sé stjórnað frá höfuðborginni. Alt
þurfi að búa undir þingið og
stjórnarskrifsíofurnar. Héruðin þurfi
að fá langtum meira sjálfstætt vald,
svo að framkvæmdir gangi hraðar.
Stjórn landsins sé hinsvegar mik-
ill léttir að losna við afgreiðslu
óteljandi smámála, sem héraðs-
stjórnir beri betur skyn á, sökum
staðhálta og kunnugleika.
Innanlands verði að gæta friðar
og reglu. Engin heill geti staðið
af því, að vilja knýja fram um-
bætur með minnihluta valdi eða
óeyrðum. Þjóðin verði sjálfað ráða
framtíð sinni og skipulagi. Fé til
daglegrar eyðslu megi nú ekki afla
með lántökum. Tekjur og gjöld
verði að vera í samræmi. Alt ann-
að sé heimska og ófarnaður.
Landbúnaðurinn hafi jafnan ver-
ið meginstoð frönsku þjóðarinnar.
Framfarir sveitanna hafi nú verið
vanræktar árum saman. Nú þurfi
á skömmum tíma að útbreiða
meðal allra bænda þá nýfengnu
þekkingu, sem fengist hafi innan-
lands og utan, í öllum ræktunar-
aðferðum, og notkun vinnusparandi
véla.
Til að koma á friði milli verka-
manna og vinnuveitenda, verður
að koma ágóðahlut að, sem hluta
af verkkaupinu. Pá fara saman
hagsmunir beggja. í verslunarmál-
um leggja áherslu á viðgang sam-
vinnuhreyfingarinnar til eflingar
almennri velmegun. Berjast af al-
efli móti tæringar-voðanum, og
ofdrykkjubölinu. Pau tvö þjóðar-
mein valda miklu um, að þjóðin
stækkar ekki. En það er lífs-
nauðsyn, að íbúum Frakklands
fjölgi, ef franska þjóðin á að geta
notið sín á ókomnum tímum, eigi
síður en á liðnum öldum.
Xostiingin i Reykjavík.
I.
Kosningahríðin í Reykjavík varð
verulega söguleg og skal nokkuð
greinilega frá henni sagt, því að
marga mun fýsa að heyra. Það er
langsögulegasta kosningin sem fram
hefir farið í Reykjavík og óhætt að
segja á öllu landinu.
Það fór ekki verulega að hitna
í undirbúningum fyr en síðustu
vikuna. Þá höfðu socíalistar fyrir
nokkru stofnað dagblað, Alþýðu-
blaðið, sem barðist grimmilega fyr-
ir Ó. Fr. og Þ. Þ. og flutti meðal
annars margar háðsmyndir af
frambjóðendunum, sem óvenjulegt
er hér á landi. Þá komu út tvö
aukablöð af Lögréttu, sem sérstak-
lega studdu kosningu Jón Magnús-
sonar, en jafnframt Sveins Björns-
sonar, og voru borin rækilega út
um bæinn. Þá gaf kosningaskrif-
stofa »Sjálfstjórnar« út blað, Kjós-
anda, sem studdi þá Jón og Svein.
En Vísir kom oftast út tvöfaldur
og barðist harðast á móti Jóni,
en jafnframt á móti Ólafi og Þor-
varði. Loks er að geta Morgublaðs-
ins, sem ætlast mun hafa verið til
að styddi kosningu Jóns og Sveins,
en studdi í rauninni Jakob miklu
fremur en Jón og gerði jafnframt
alt til þess að gera Ólaf og Þor-
varð tortryggilega í augum verka-
manna. — Frón og Tíminn sátu
alveg hjá kosningunum hér í
bænum.
Þá voru haldnir fundir á hverju
einasta kvöldi síðustu vikuna og
oft margir fundir samtimis. Gerð-
ist á þeim margt sögulegt, rysk-
ingar og æsingar. Benedikt Sveins-
bankastjóri var fundarstjóri á ein-
um, þar sem mest gekk á, og gat
þess í spaugi i ]0kin, að fundur-
inn befði farið vel fram, eftir því
sem ástæður hefðu staðið til!
Yfirleitt hefir kosningaundirbún-
ingur aldrei verið meiri í Reykja-
vík. Kvennfólk hefir t. d. aldrei
unnið líkt því eins mikið að kosn-
ingum og nú. Sannar hin gífurlega
mikla þátttaka í kosningunum best
þetta. Skipulag það sem Pétur Zó-
phóníasson, skrifstofustjóri »Sjálf-
82. blað.
stjórnar«, kom á, um að koma
þeim báðum að Jóni og Sveini,
var aðdáunarvert í sinni röð, þótt
hann biði ósigur að hálfu, af þeim
orsökum sem sumpart verða síðar
nefndar.
Kvöldið fyrir kosningarnar bjugg-
ust fæstir við að greidd yrðu nema
2500—3000 atkvæði, í hæsta lagi.
Gott veður á kosningadaginn
hjálpaði mjög til um að auka
þátttökuua. Kosið var í átta deild-
um í barnaskólanum og níunda
kjördeildin var inn á Laugarnes-
sþítala. Þó stóð kosningin óslitið í
flestum bæjarkjördeildunum í 11
klukkutíma. Alt fór stillilega og vel
fram á kjörstaðnum, þótt oft væru
þrengsli mikil, en úti í bænum
var alt á fleygiferð. Um eða yfir
50 bifreiðar voru alt af á þönum
allan tíman, til þess að flytja fólk
að og frá kjörstaðnum. Var það
haft eftir sumum kerlingum, að
þeir væru nógu fúsir, smalarnir,
að sækja sig í bifreiðum, til þess
að kjósa, en yrði minna um efnd-
irnar, að sjá um heimflutninginn!
Margt var vitanlega notað til þess
að hafa áhrif á menn. Meðal ann-
ars hafði ein kona kvartað yfir því
við kjörstjórnina hvaða vandræði
það væru að mega ekki kjósa Jón
Magnússon, af því að hann væri
ekki í bænum!
Þótti mörgum súrt í broti að
bíða kosningaúrslitanna yfir helg-
inga. Hófst talingin í leikfimishúsi
barnaskólans á mánudaginn kl. 1
eftir hádegi. Var þar ill vistarvera,
troðfult af fólki og þó kalt í hús-
inu. Voru miklar tafir af því. Meðal
annars gat bæjarfógeti þess eitt
sinn, sem og var satt, að hlé yrði
á talningunni og byrjað aftur »þeg-
ar kjörstjórnin væri búinn að berja
sér«. Jafnframt reykti ofnin í hús-
inu svo gifurlega að illvært var
inni fyrir reyk, og versnaði æ því
meir sem reynt var úr að bæta.
Loks rak kuldinn og reykurinn,
kjörstjórnina út og í annan stað,
söngsal barnaskólans og var þar
svo lítið rúm að venjulega var
gangurinn úti fyrir troðfullur af
fólki.
Talningin stóð nálega jafnlengi
yfir og kosningin, var ekki lokið
fyr en rúmlega hálf ellefu. Hún
var ákaflega »spennandi«. Var þeg-
ar auðsælt að socíalistarnir mundu
verða langar leiðir á eftir, Sveinn
langar leiðir á undan, og höfuð-
orustan milli Jóns Magnússonar og
Jakobs Möllers. Stóð svo allan tím-
ann að ekki mátti milli sjá. Var
Jakob oftast eiiítið á undan,
stundum 30—40 atkvæðum, en
annað veifið var Jón litlu hærri.
Þegar búið var að telja voru at-