Tíminn - 29.11.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.11.1919, Blaðsíða 1
I TIMINN að minsta kosii 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFtiltEIÐSLA i Reykjavik Laugaveg 17, sími 286, út um land i Laujási, simi 91. III. ár. Rfiylyavík, 29. nóvember 1919. 83. blnð. ^stanðið i SAssIaaðL Krapotkin fursti er mörgum kunnur hér á landi af sínum frægu ritum. Hann var útlægur af Rúss- landi meðan keisarastjórnin var þar, vegna skoðana sinna. Har.n kallar sjálfan sig »Anarkista« o: stjórn- leysingja. Það var vegna traustsins á hið góða í mönnunum, sem hann vildi engin lög hafa. Krapolkin hefir dvalist á Rúss- landi undanfarið og mun vart unt að fá betri heimildarmann um ástandið þar en liann. Var það sagt, að Bolchevickar liefðu hnept hann í varðhald, en svo er ekki. Fyrir hálfu ári síðan ritaði hann bréf til Georgs Brandesar og var birt um leið í einu franska stórblaðinu. Hann er fullkominn andstæðing- ur Bolcheviclra. Hann lýsir því hversu ástandið er óþolandi undir stjórn þeirra. Stórkostlegur mat- vælaskortur er í Iandinu og verk- smiðjurnar hafa ekkert að gera, því að þær vantar efni til að vinna úr. Þarf ekki um að tala hverjar afleiðingar það hefir fyrir ríkið að búa við slikt ástand mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Og þó óskar Krapotkin þess ekki, að Vesturþjóðirnar gangi milli bols og höfuðs á Bolchevickum með hervaldi. Rær ættu á annan hátt að hjálpa til að skapa nýtt líf í Rússlandi. Pær eiga ekki að senda hingað hershöfðingja og stjórnmálamenn, heldur brauð, á- höld og hráefni, og um fram alt menn, sem geti komið sldpulagi á fjármálaástandið, samskonar menn og þá sem greitt hafa úr þeim vandræðum hjá Vesturþjóðunum. Hann mótmælir þvi, að þeir hershöfðingjar séu studdir, sem nú sækja að Rússlandi úr þrem áttum með her sinn, þeir Kolt- sjak, Denikin og Judenitsch. »Menn halda, ef til vill«, segir hann, »að með því að hjálpa þeim Koltsjak og Denikin, þá styðji þeir frjáls- lyndan lýðveldisflokk. það er mis- skilningur. Hver sem tilgangurinn kann að vera hjá þessum hers- höfðingjum sjálfum, þá hefir meiri hluti þeirra manna, sem fyllir flokk þeirra, alt annan tilgang. Reirvilja aftur koma á fót konungsstjórn, einveldi og blóðbaði«. Þótt alllangt sé ura liðið síðan Krapotkin ritaði þetta bréf, þá mun það þó eiga við enn um ástandið í Rússlandi. Það er sama sagan, sem endur- tekur sig, eins og við stjórnarbylt- inguna miklu á Frakklandi. Aðals- mennirnir og einveldissinnarnir sem hröklast út úr landinu, magna flókk á móti og sækja styrk til annara landa. Krapotkin álítur að hin frjálslyndu Vesturlönd hafi hlustað alt of auðtrúa á frásagnir þessara ílóttamanna. En Rússland fær að kenna á öfgunum á víxl og mjög lítil von mun um það, að losna fyrst um sinn úr hinu núverandi hörmungar- ástandi, nema þá helst með því móti, að fá nýja harðstjórn. Auðkenna sauðfé. Eftir Halldór Vilhjálmsson, skólastjóra. í haust fengum við bændur 39 kr. fyrir 13 kg. þungan lambsskrokk, 36,75 kr. væri hann hálfu kg. létt- ari, 29 kr. væri h’ann 3 kg. léttari, og 19,95 kr. væri hann 3,5 kg. léttari eða að eins 9,5 kg. á þyngd. Þannig munaði á 3,5 kg. um nálega helming og 20. pundið gerði útaf fyrir sig fullar 9 kr. Þessi tiltölulega litli þungamismun- ur jafngildir nú heilu lambi fyrir 2—3 árum síðan og er það ekkert smáræði. Hér skal ekki ritað um þá feikna þýðingu í sauðfjárræktinni að eiga vænt, hraust, beitþolið og fallegt fé, heldur í stuttu máli að reyna að lýsa því, hvernig auðvelt er að þekkja úr bestu einstaklingana og afkvæmi þeirra til lífs og fram- tímgunar. Brenniinarkið. Hér á Hvanneyri höfum við undanfarin ár reynt ýms merkja- kerfi og líkað misjafnlega. Vil eg aðeins lýsa þeirri aðferð sem við nú notum og gefst vei. Fyrir nokkrum árurn síðan feng- um við 9 lítil (ca. 1 cm. á lengd) brennimörk, er kostuðu 22 kr. Hvert þeirra er aðeins einn tölustaf- ur frá 0 til 9, (6 og 9 sama brenni- markið). Með þessum brennimerkj- um brennimerkjum við lífgimbr- arnar á hverju hausti með áfram- haldandi töluröð og bætum aftan við töluna, sem brend er í beina línu á hornið, einum staf, síöasta lölustaf ártalsins. í fyrra var t. d. fyrsta gimbrin brennimerkt með tölunni 18, önnur 28, þriðja 38 o. s. frv., og i haust fá þær 19 — 29 — 39 — 49 o. s. frv. Sbr. rit- gerð Hannesar bónda á Ytra-Felli, í Búnaðarritinu 26. árg. Séu fleiri en hundrað gimbrar settar á og 4 tölustafir þykja of mikið i röð á horni (vinstra, eða því horninu sem sýslu og hrepps- brennimark ekki stendur á), má hæglega brenna árgangsstafinn aft- an á hornið. Kollótt fé má blekmerkja »ta- tóvera« innan i eyra, en væri pað ekki réttast að útrýma kollóttu fé og hafa alt fé hyrnl? Ærbókin. Þegar búið er að merkja á þeun- an hátt ær og hrúta er mikið íengið. Kemur þá hitt af sjálfu sér með lílilli fyrirhöfn og reglusemi. Meðan á fengitíma stendur skal fjármaðurinn bera á sér litla vasa- bók. Er hverjum hrút þar ætluð ein eða fleiri opnur út aftfyrir sig. Ærnúmerin eru svo færð inn í dagdálkana jafnóðum og ánum er haldið. í stað þess að velja vandlega saman ær og hrúta eins og sjálf- sagt er, tíðkast víða enn sá ótrú- legi ósiður að láta hrútana ganga lausa í ánum um fengitímann og tímgast eftirlitslaust, sýnir það glögt á hvaða stigi fjárrækt okkar, aðal-bjargráðið, stendur.1 Fjárhúskompan 1918—19. Hrútsnöfn og númer. Hér er tölumark ærinnar ritað sem teljari í broti, en aldursmark- ið sem nefnari — 27. des. hefir ær númer 6, fædd 1916, gengið —. Á kvöldin, þegar komið er heim úr fjárhúsinu, ritar fjármaðurinn ærnúmerin inn i aðal-ærbókina, sem þá getur verið hrein og þokka- leg. Hún getur litið þannig út: Ærbók 1918—19. Ær númer For- eldrar Gengið Kyn lamba Auð- kenni Atlu 6/« Vio/s 27/l2 hh. bav. D.15te. 10 V 2/i«/a — hg. bah. L,30te. 27 /12 /6 10A Sh 2 9/l2 °/» V12 Vi Ærbókinni er sldft niður í kafla jafnmarga og hrútar eru margir. Er hver hrútur sér með sinar ær, við það verður yfirlitið gleggra. Á fyrstu síðu í hverjum kafla stend- ur nafn og númer hrútsins. Því næst kemur stutt en glögg lýsing á lit, aldri og vaxtarlagi hans, ár- legum likamsþunga á hausti (vori), helstu æfiatriðum hans, t. d. hve mörgum ám er haldið undir hann árlega, frjósemi hans, heilsu, þroska, , beitþolni, þyngd og vanhöldum lamba og hvort þeim kippi í kyn- ið. Hve nær hann og afkvæmi hans gangi úr ull, ullargæði og magn. Verðlaun á sýningum. Slát- urþungi o. fl. Á næstu síðu eða siðum koma svo ærnar með þeim númerum, í þeirri röð sem þeim er haldið. Númer foreldra þeirra í brotabroti O/30/3) hrúturinn teljari. Þar næst Einar Arnórsson. V. (Frli.) Um leið og Einar komst í ráð- herrastólinn, sprengdi hann þann flokk, sem hann hafði verið trún- aðarmaður fyrir. Síðan hefir sjálf- stæðisflokkurinn verið í tveimur brotum og í sífeldri hnignun. Má með réttu telja, að Einar hafi orðið banamaður hans. Hefðu fáir unnið svo mikið til skammvinnrar vegtyllu; Viðskilnaður sjálfstæðis- höfðingjanna var fremur ógöfugur. Bjarni frá Vogi hótaði Einari landsdómi fyrir greiðasemina við föðurlandið. Langsarar, eða mál- gagn þeirra ísafold. kallaði B. Kr., Bj. frá Vogi o. fl. helstu þversum- mennina niðinga. Var þessi við- skilnaður allur hinn versti og ó- mannlegasti. Eins og varla var láandi, glottu hinir fornu and- stæðingar Einars við tönn, er þeir sáu þennan yfirlætisfulla »frelsara« landsins, horfinn frá sínum heit- um og kenningum, flokki og fylgis- mönnum, og kominn í þá aðstöðu, að hann átti alt undir þeim, sem hann hafði upprunalega látist vilja sigra. Einstöku menn, sem ekki skildu eyðurnar og veilurnar í lyndi Ein- ars, héldu, að hann myndi verða duglegur ráðherra, af því að hann var þektur að því, að geta verið afkastamikill bókgerðarmaður. — En þar varð raunin önnur. í ráð- Jt? herrasessinum reyndi á það, hvað maöurinn átti af hugsjónum, á- huga fyrir framförum, réttsýni, kjarki og festu, en það var ekki um auðugan garð að gresja á þeim sviðum. Fyrsta og raunar eina stórmál, sem Einar sinti meðan hann var ráðherra, var Landsbankadeilan. Stjórn B. Kr. á bankanum var í því frámunalegasta ólagi, sem hugsast gat. Allur bankinn logaði í illindum milli starfsmanna inn- byrðis. Réttarhöld og vitnaleiðslur voru innan bankans í þessu mála- þrasi. Álit bankans var á förum, og trúin á það, að þjóðin gæti rekið fjármálastofnun sæmilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.