Tíminn - 29.11.1919, Blaðsíða 3
TIMINN
355
nefnd hverrar sýslu kysi 1 mann
úr sýslu sinni, sem tæki þátt í
matinu í sýslunni. Hreppsnefnd
hvers hrepps landsins kysu einn
mann úr hreppnum til að taka
þátt í matinu í hreppnum með
hinum matsmönnunum. Sá maður
æLti að geta gefið glöggar og góð-
ar upplýsingar viðvíkjandi fast-
eignum hreppsins. Kynni hann að
vilja gefa of- eða vanlýsingar, ætti
sá maðurinn, sem útvalinn er af
sýslunefndinni, að vera það kunn^
ugur og glöggskygn að slíku væri
ekki hægt að koma við.
í stærri kaupstöðum ætti að
setja í matið byggingafróða menn,
sem bæjarstjórn hvers kaupstaðar
kysi. Með þessu fyrirkomulagi, ætti
að fást gott samræmi í fasteigna-
matið, ekki einungis innan sveit-
ar og sýslu, heldur um alt landið.
Þó ekki væri nema einn maður
sem ferðaðist um landið í þessum
erindum, er enginn efi á að hann
gæti bætt úr mestu göliunum sem
nú er á þessu fasteignamati.
Hin leiðin er: Að undirmatið sé
skipað sem nú er. En yfirmatið
skipi 9 menn víðsvegar af landinu
2 úr hverjum landsfjórðungi.
Þessi tillaga er í samræmi við
breytingu þá er síðasta alþingi
gerði á fasteignamatslögunum. —
Munurinn er, að þingið ætlast til
að þessir yfirmatsmenn séu að eins
5. Hefir þar að líkindum ráðið
meira sparsemi en vissa fyrir góðu
samræmi í matinu þar sem matið
var búið að kosta landssjóð 200
þúsund krónur og sem miklu verð-
ur að bæta við, ef á að fá sam-
ræmi í matið.
En það hygg eg að flestir verði
að viðurkenna, að kunnugleiki 5
manna til að framkvæma þetta
nýja yfirmat, nær ekki eins langt
sem 9 annara, séu þeir jafn vel
valdir sem hinir.
Úr því sem komið var gat þing-
inu K ári eru eim til sölu.
Lysthafendur geri svo vel að snúa sér til formanns félagsins
Rr. tfiíRKarés cfíorfasonar
eða framkvæmdarstjóra þess
Porshins *3ánssonar.
ið ekki ráðið betur fram úr mat-
inu en það gerði, einkum ef það
hefði ákveðið að skipaðir yrðu 9
manna nefnd í það í stað 5 sem
það ákvað.
Kosninpúrslitln.
Eru nú kunn orðin úrslitin úr
tallum kjördæmunum.
Hafa þessar fréttir bæst við þessa
vikuna.
Suður-Múlasýsla:
Sveinn Ólafsson 615 atkv.
Sigurður Kvaran 454■ atkv.
Bjarni Sigurðsson fékk 301 atkv.,
Magnús Gíslason 253 atkv., og
Björn R. Stefánsson 200 atkvæði.
Fór það mjög að verðleikum að
Sunnmýlingar veittu Sveini Ólafs-
syni svo eindregið fylgi. Björn R.
Stefánsson var áður annar þing-
maður kjördæmisins.
Norðuv-Múlasýsla:
Porsteinn Jónsson 341 atkv.
Björn Hallson 256 atkv.
Sira Björn Þorláksson fékk 200
atkv., Jón Jónsson frá Hvanná
fékk 127 atkv. og Jón Stefánsson
96 atkv. Jón á Hvanná var áður
fyrsti þingmaður kjördæmisins.
Eyjafjarðarsýsla:
Stefán Stefánsson 63S. atkv.
Einar Arnason 585 atkv.
Björn Lindal fékk 519 atkv. Páll
Bergsson fékk 345 atkv. og Jón
Stefánsson 135 atkv.
Barðastrandarsýsla:
Hákon Kristófersson 256 atkv.
Síra Böðvar Bjarnason fékk um
150 atkv.
Strandasýsla:
Magnús Pétursson 277 atkv.
Vigfús Guðmundsson fékk 84 at-
kvæði.
Af hinum gömlu þingmönnum
sein aftur gáfu kost á’ sér hafa sjö
fallið. Par af eru fimm heima-
stjórnarmenn (J. M., B. R. St., E.
P., E. J. og Sig. Sig.) einn þvers-
ummaður (M. T.) og einn langs-
ummaður (J. J.), en enginn féll
Aug-lýsin g-.
Landssjóðs-hálflendan Vattarnes
í Fásluúðsfjarðarhreppi er laus til
ábúðar frá fardögum 1920. Tún
vænt, verstöð góð, bjargfuglaveiði.
Gæsla Vattarness-vita hefir fylgt
ábúð. — Umsóknir sendist Sveini
Ólafssyni í Firði.
af gömlum frambjóðendum fram-
sóknarflokksins og tveir af þeim,
sem áður voru annar þingmaður
kjördæmis sins eru nú fyrsti þing-
maður (G. Ól. og Þ. M. ^).
Alls eru tólf nýir þingmenn
kosnir: J. M.. Sv. B., E. Þorg., Ó.
Pr., J. A. J„ J. Sig., B. Hails.,
Sig. Kv, G. Sig., G. Guðf., Eir.
Ein., Þorl. G. Þar af hafa þrír
setið á þingi: Sv. B„ B. Halls.,
Sig. Kv„ en níu aldrei setið á
þingi fyr.
Það verður ekki sagt með neinni
vissu hvar þessir nýju menn muni
skipa sér í þá flokka sem voru á
síðasta þingi. Þó er það talið ná-
lega víst að a. m. k. tveir verði í
heimastjórnarfl.: Ólafur Proppé og
Jón Auðunn Jónsson, tveir verði
í langsumflokki: Sveinn Björnsson
og Jakob Möller og a. m. k. tveir
verði í framkóknarflokknum: Jón
Sigurðsson og Guðm. Guðfinnsson.
Um hina skal ekkert sagt. Og
hver veit um hitt nema eitthvað
alt annað verði uppi á teningnum
hjá binu nýja þingi, en ílokka-
skiftingin gamla sem var á síðasta
þingi.
Alþiitgi. Heyrst hefir að hið
nýja þing verði kvatt saman 5.
febrúar.
Lög siðasta alþingis hafa öll
verið staðfest.
ráðið því, heldur en að hann hefði
ótilneyddur framið þetta glapræði,
landinu til tjóns og skaða pg sér
sjálfum til ævarandi minkunar.
VI.
Frá valdatíð Einars má, fyrir
utan Landsbanka-afskiftin, telja
all-kyndugar embœttaveitingar hans,
afskifti af landsverslun, og almenna
forustu bans i stjórnmálum.
Einar veitti Dalasýslu mági sín-
um Bjarna Johnson, og í stjórnar-
ráðið skipaði hann sem aðstoðar-
mann Sigurð Lýðsson. Nægir að
geta þess, að báðir þessir menn
eru með afbrigðum drykkju-
hneigðir, svo að sæmilega heil-
brigð landstjórn hefði alls ekki
átt að láta þá koma til greina við
opinberar sýslanir. En litblindan
mun hafa komið Einari í góðar
þarfir. þá sem oftar. Að minsta
minsta kosti er varla hægt að út-
skýra á vingjarnlegri hátt, þádirfsku
Einars, að ámæla, þrátt fyrir þessa
fortíð, núverandi landstjórn fyrir
að hafa valið í landsverslun og
stjórnarráð tvo myndar- og reglu-
menn, sem báðir hafa reynst á-
gætlega hvor í sínu starfi.
Næstu merkilegar veitingar af
Einars hendi, vom vegtyliur þær,
er hann setti í feðgana, Jón
Porkelsson skjalavörð og Guðbrand
son hans. Jón var gerður að kon-
ungkjörnum alþingismanni, en
sonurinn að einskonar nlegátaa út
í löndum. Jón var reyndur að því,
á þeim þingum, sem hann sat, að
vera frábærlega »loðinn« og ó-
tryggur í skoðunum, eins og »drag-
súgsmálið« fræga bendir til, en
hins vegar bæði áhuga- og þekk-
ingar-lítill um núlíðarlíf og þarfir
þjóðarinnar. Val Jóns sýndi það,
ef til vill betur, en nokkuð annað,
hve illa það hentaði Einari, að
eiga að vera oddviti heillar þjóðar.
Árangurinn af þingsetu Jóns var
líka ekki annar en sá, að honum
tókst að hækkajjlaun sín eftir-
minnilega. Sýndi það smekk þeirra
kompána, að taka einn mann, og
það einn af alþjóðarfulltrúunum, út
úr hinum almennu launalögum,
og veita honum þessa glaðningu.
Guðbrandur Jónsson virðist hafa
haft með höndum »»legáta«-starf-
semi í tíð Einars, bæði í Höfn,
og að einhverju leyti í Berlín. Hve
vel slíkt val hefir tekist, geta þeir
einir dæmt, sem þekkja Guðbrand,
því að hann er eitt af þeim undr-
um veraldarinnar, sem sæmilega
glöggar lýsingar geta ekki gefið
nema ófullkomna hugmj’nd uin.
Að eins skal hér minst á tvö
atriði, vegna ókunuugra. Fyrst
það, að Bretar þóttust hafa ástæðu
til að halda, að hann væri i þjón-
ustu Pjóðverja hér á landi, og
lögðu á hann farbann. Sat hann
því í friði og ró út á íslandi síð-
ustu missiri striðsins. En áður en
svo langt dró, höfðu Bretar eitt
sinn lagt lykkju á leið Guðbrandar
frá Leith til London, til að sýna
honum, hve stutt getur stundum
verið »yfir landamærin«. í það
sinn slapp hann ómeiddur, en var
eftir það álitinn vera »bannvara«
milli íslands og Danmerkur.
Guðbrandur undi þessu hið
versta. Og meðan stóð á sumar-
þinginu 1917, varð það hljóðbært,
og haft eftir skilríkum mönnum í
þinginu, að Guðbrandur liefði sent
stjórn og þingi ægilegt bréf, þar
sem hótað var, að bann skyldi
kalla hefnd hins mikla Þýska-
lands yfir vesalings íslensku þjóð-
ina, ef yfirvöldin hér trygðu hon-
um ekki far gegnum herskipa-
girðingu Brela. Barst þessi orð-
rómur í tal milli okkar Guðbrand-
ar, er við gengum eitt sinn spöl-
korn saman á götu í Reykjavík
þá um sumarið. Lét eg 1 ljó^ við
hann þá skoðun, sem ekki hefir
breyst síðan, að íslensk réttvfsi
ætti að geyma hvern þann mann
uudir lás og loku, sem ógnaði
þjóðinni með því, að fá aðrar
sljórnir til að blanda sér í hennar
mál. Þótti Guðbrandi það harður
kostur, en taldist standa á réttum.
grundvelli. En af litlu má marka
manninn. Og fáum þjóðráðamönn-
um, öðrum en Einari Arnórssyni,
hefði komið til hugar, að hefja
Guðbrand Jónsson til »diplomat-
iskra« valda fyrir land sitt.
Nokkur afsökun er Einari að
visu í því, að þessir tveir feðgar,
og þó einkum faðirinn, munu vera