Tíminn - 06.12.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1919, Blaðsíða 2
358 TlMINN Mun mörgum koma þetta kyn- lega fyrir, ofan á það sem allra nýlegast er afstaðið, og það ekki sist af bálfu stjórnmálaritstjóra Morgunblaðsins. Eru öllum í fersku minni um- mæli Lögréttu um kosninguna í Reykjavík. Sagði bún það fullum fetum að »sjálfstæðismenn« hefðu mjög margir svikið það bandalag sem heimastjórnarmenn töldu fast- mælum bundið um kosninguna. Svikiðforingjaheimastjórnarmanna, Jón Magnússon forsætisráðherra, þann mann sem mestan á heiður- inn af því að ísland hefir öðlast viðurkent fullveldi, þann mann sem mestan á heiðurinn af að hafa bjargað landinu út úr styrj- aldarvandræðunum, — og kosið í staðinn harðvitugasta mótstöðu- mann hans, ritstjóra Vísis. Eigi nokkur maður þessi um- mæli Lögréttu, þá er það stjórn- málaritstjóri Morgunblaðsins. Án þess að nefna nokkur mál- efni leggur sá sami Einar undir sig »nokkra heimastjórnarmenn« og spyrðir þá saman við hina sam- bræðsluna til stjórnarmyndunar. Það er stjórnmálaritstjóri Morg- unblaðsins sem þetta gerir! VI. Tíminn leiðir það alveg hjá sér að spá nokkru um nýja stjórnar- myndun og að stinga upp á nýj- um flokkasameiningum. Hann vill að eins láta þess getið að hann er ekki hræddur við það að lenda í fullkominni andstöðu við landstjórn, og fjaryi því. Hon- ■m er það ljóst, að fyrir flokkinn sem flokk, sem að blaðinu stend- ■r, væri það sigurvænlegast í fram- tíðinni að komast í fulla andstöðu við landstjórn. Það mundi skýra línurnar í landsmálum meir en nokkuð annað, að þetla fóstur Einars Arnórssonar fengi líf, og það málum landsins í heila öld er dæmi af þessu tægi. Pessir menn og samherjar þeirra utanþings og innan mynduðu þá stefnu, sem markað hefir islensk stjórnmál að miklu leyti síðan um aldamót. Nokkru síðar markaði einn helsti maður þessa tímabils stefnu aldar- andans með hinum þjóðfrægu orð- um: »Hvað á nú að gera fyrir mig«. Bitlinga-pólitíkin hafði haldið inn- reið sína í landið og valið sér sæti næst öndvegi. Lesendurnar mun nú gruna, að langsara-flokkurinn var um 1916 eins og útsprungin rós á þessum pólitiska stofni. Fyrirvaraleikurinn, embættaveitingarnar, Landsbanka- hneikslin, hugleysið gagnvart milli- liðastéttinni, alt var þetta áfram- haldsþróun frá byrjun 20. aldar- innar. En þjóðin fann að hér var eitt- hvað á seiði. Og utan af lands- bygðinni komu þær öldur, sem hæst hafa risið á móti kjötkatla- pólitíkinni. Það er bændahreyfing- in, sem leiddi til stofnunar Fram- sóknarílokksins. í þeim samtökum væri Tímanum og stefnu hans best að þær línur yrðu sem fyrst og sem best skýrar. Og Tíminn getur lýst þvi yfir þegar fyrirfram, að hann hlyti að verða í fullkominni andstöðu við landsstjórn sem stofnuð yrði á þeim grundvelli, eða öllu heldur á því grundvallarleysi sem stjórn- málaritstjóri Morgunblaðsins sting- ur upp á. Pví að tillaga hans gengnr út á það að stoína til laudsstjórnar og samvinnn milli þingraanna án tillits til málefna, með það eitt fyrir augnm að geta sest að völd- nnnm og notið í sameiningn þeirra fríðinda sem því geta ver- ið samf'ara. Það er öldungis og fullkomlega réttmætt að kveða upp þennan dóm um þessa tillögu Einars Arnórs- sonar, og það eru varla til nógu þung orð til að áfellast hana. V. Tíminn leiðir það hjá sér, eins og sagt var, að stinga upp á nokkrum ákveðnum flokkasam- einingum um stjórnarmyndun, en hann leyfir sér að beina þeirri eindregnu áskorun til alþingis að stofna til stjórnarmyndunar með tilliti til málefna en ekki manna. Þar eð kosningar hafa tekist svo, að enginn einn flokkur hefir nægan meirihluta til þess að mynda stjórn, er það óumflýjan- legt að eitthvert samband verður að eiga sér stað, Það er ófrávíkjanleg skylda þingmanna, að stofna til þess sambands í því skyni, að leiða mestu vandamálin, sem nú eru á dagskrá til lykta, á einhverj- um þeim fastákveðnum grundvelli sem samkomulag næst um, um leið og stofnað er til bandalagsins. Á slíkum grundvelli var stofnað stóðu íremstir, menn, sem árum og jafnvel áratugum saman höfðu starfað að því, að gera verslun landsins heilbrigða og réttláta. Andi samvinnunnar hafði þroskað og mótað þessa menn. Þeir risu upp á móti síngjarnri stjórnmála- starfsemi eins og þeir höfðu fyr hafist handa gegn síngjarnri kaup- mensku. f*eir vildu taka upp þráð- inn aftur, þar sem hann var slit- inn og flæktur um aldamótin 1900. Þeir vildu, að landsmálaforustan félli á herðar manna, sem í einu væru óspiltir menn og víðsýnir. Við landskjörið 1916 krepti þessi alda svo að Einari, að hann féll. Mönnum var þá orðinn all-ljós stefnumunurinn. Fyrir slys tólcst honum að fljóta inn í Árnesþingi. og hafði um sig dálitla sveit í þinginu, langsarana þrjá. Lá nærri, að hann gæti ineð þessu broti hjálpað sínum fyrri húsbændum, Heimastjórninni, til að mynda stjórn, enda ætlaði hann þá svo sem að sjálfsögðu, að vera einn í stjórninni. En þetta mistókst með öllu. Framsóknarílokkurinn hélt til stjórnarmyndunar upp úr næst síðustu kosningum og árangurinn af þeirri samvinnu flokkanna sem stjórnina mynduðu er tvöfaldur: viðurkenning fullveldisins og lausn dýrtíðarmálauna. í hverju einasta þingræðislandi er þess krafist af nýrri stjórn og þeim flokkum sem að henni standa, að gerð sé Ijós grein fyrir því hvað eigi að gera, hvaða verkefni eigi að leysa og hvaða stefnu að fylgja. í*að þekkist ekki að stofn- að sé til stjórnarmyndunar stefnu- laust. Liggur það beint við hvaða inál það eru, sem eiga að ráða mestu um stjórnarmyndun á hinu ný- kosna þingi. Það eru fossamálið og skattamálin. Með tilliti til þeirra á að skipa hina nýju stjórn. Með tilliti til samvinnu um lausn þeirra eiga þingmenn að stofna til samvinnu, án tillits til gamalla flokka. Framtíð íslensku þjóðarinnar er nú ekki komin undir öðru meir en því, að þessum iniklu vanda- málum verði ráðið vel til lykta og með fullri festu. Þess vegna er það skylda þing- fulltrúanna, að skipa sér nú í flokka um þessi mál, stofna til samvinnu um þessi mál og skipa stjórn með það fyrir augum, að leiða þessi mál til lykta á ákveðn- um grundvelli. Ef meiri hluti þingsins lætur það undir höfuð leggjast, ef hann lætur persónulega valdagirnd ráða meiru hjá sér, en það að ráða fram úr þýðingarmestu þjóðmál- um, þá hefir haiin brugðist helg- ustu skyldu sinni, þá hlýtur hann, þótt siðar verði, að fá yfir sig þungan áfellisdóm þjóðarinnar. svo laglega á spilunum, að langs- arar voru útilokaðir við stjórnar- myndunina og lentu i andófi. En áður en svo langt dró, báðu langs- arar framsóknarmenn um kosninga- bandalag. Ætluðu að villa þar á sér heimildir um stund. En því var svarað algerlega neitandi hvað snerti Einar og Gísla. Þóttu ekki húshæfir. Magnús Pétursson var haldinn þar um stundarsakir, en siðar vísað á bug, sökum yfir- gangs og ásækni í vegtyllur. — Magnús Guðmundsson hélst lengst við, en sá þó um síðir þann kost að hverfa heim til föðurhúsanna. En vert að halda þvi á lofti, að allir langsarar hafa leitað griða til bændanna, sem þeir þykjast svo mjög fyririíta, en verið úthýst, sumum undir eins og öðrum eftir hæfilega reynslutíð. Þegar Einar hvarf úr stjórninni notaði hann þingsæti sitt og að- stöðu til að já ráðherra eftirlaun, jafnframt þvi, að hann var laga- kennari og þar á fullum launum. Mun það vera alveg einstakt í allri sögu íslands, að sami maður sé í Guðmiiliir frá ffiiðM i. Fyrir nokkru hafa verið settar upp 7 standmyndir meðfram stiga- gangi i hinu nýja húsi Natan & Olsen stórkaupmanna. Myndirnar hafa vakið athygli, því þær þykja vel gerðar og eins er slík húsa- prýði næsta nýstárleg hér á landL Myndirnar hefir gert ungur maður, Guðmundur Einarsson frá Miðdal.. En margur spyr hver þessi Guð- mundur sé. Guðmundur er frá Miðdal í Mosfellssveit, sonur Ein- ars bónda Guðmundssonar og Val- gerðar Jónsdóttur konu hans. Þeg- ar hann var 14 vetra bjó hann um tíma í sama húsi og ítalskur myndhöggvari, sem hingað kom. Drengnum var tíðfarið inn til myndhöggvarans, sem var honum hinn besti þegar hann sá áhuga hans og kendi honum að fara með leir. Þeir skildu hvorugur annars tungu, ítalinn og íslenski sveinninn. Þess var heldur engin þörf. Mál listarinnar er alheims- mál. Og ítalinn hafði meiri áhrif á framtíð piltsins en nokkur þeirra, sem eru honum best málkunnugir. Æskuárin vann Guðmundur heima hjá föður sínum, á sumrum viö heyskap, en á vetrum réri hann til fiskjar. Pað var skemlun hans á sumrum að veiða lax og silung, en á vetrum gekk hann á fjöll og heiðar og skaut rjúpu. íslensk náttúra hefir gefið honum af nægt- um sínuœ. Það hélt listamannin- um í honum á lífi. Strax og heim- ilisástæðurnar leyfðu hvarf hann til Reykjavíkur og byrjaði að vinna að myndasmíði. Nú er lT/a ár síð- an hann kom hingað. Hann hefir starfað sjálfstætt og engrar kenslu notið, og nú hefir hann lokið þeirri syrpu af myndum, er um var getið einu starfsmaður ríkisins og jafn- framt á jhæstu gamalmenna-fram- færslu þess. Svipað dæmi var það, að með- an Einar var ráðherra, hélt hann engar veislur, sem stjórnarformað- ur, eins og venja hefir verið til0 fyr og síðar. En þó hvarf risnu- féð eins og vanalega. Það mundi hafa þótt ósvinna í tíð Magnúsar Stephensen. Loks var Einar einn af þeim, sem nú í haust hafði geð á, að láta gera lögjafnaðarnefndina að bitlingi. Fyrir nokkurra daga auka- vinnu eiga nefndarmenn þessir að fá fjárhæð, sem fyrir striðið þótti boðleg mönnum í vandasömum stöðum fyrir vinnu þeirra all árið. Þess heflir áður verið getið hér í blaðinu, hvernig Framsóknar- flokkurinn hefir í orði og verki beitt sér gegn »kjötkatla-pólitíkinnia og með nokluum árangri. Langs- ararnir, einkum Einar og Magnús læknir, voru hins vegar helstu forvígismenn bitlingaliðsins. Pjóð- in heíir að nokkru leyti gengið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.