Tíminn - 31.12.1919, Qupperneq 2

Tíminn - 31.12.1919, Qupperneq 2
T í M I N N Þegar Tíminn hóf göngu sína, í marsmánuöi 1917, kostaði prentun á hverju einstöku blaði kr. 67.201) Fyrir stríðið hefði hún kostað 38 kr. Nú kostar prentun hans 154 fer. 70 aura, eða fyllilega fjórum sinnum meira en fyrir stríð. Upp úr áramótunum stækkar blaðið til muna, og miðað við prentunarkostnaðinn sem er, yrði hann 240 fer. á hvert blað, en þess er að gæta, að nú fara prent- arar fram á að meðallaun þeirra verði um áramótin hækkuð um 40°/«. svo vissa er fyrir því að prentunin hækkar mikið þegar eftir nýár, sennilega um 30—40°/o. Síðasta alþingi hækkaði burðar- gjaldið um 2/3, vetrarmánuðina, en þrefaldaði það sumarmánuðina. Og svona er um alt sem að blaða- útgáfu lýtur, alt hefir hækkað, nema hvað pappír hefir margfaldast að verði á sárfáum árum, meir en flest annað. Menn vita það, þegar menn fara að hugsa um það, að nú gera fjórar krónurnar ekki meir en að jafngilda einni krónu fyrir fáum árum, en þessi vitneskja er ekki orðin mönnum samgróin, og með- an það er ekki, verður mönnum á að treysta um of kaupmagni krónunnar — frá bæ og að. Glögg mynd af dýrtíð þeirri, sem blöðin eiga við að stríða er bóka- verðið. Fað er ekki stór bók sem ekki kostar nú orðið 8—10 kr. Bóluhjálmarskvæði, álíka stór bók og Jónasar Ijóðmæli og i áþekku bandi, kosta 30 kr. Og svona er þetta á öllum svið- um. Ómálað eins manns rúmstæði kostar hér í húsgagnabúðunum 70 kr., góðir karlmannsskór 55 kr., vænt ullarsjal 150 kr., allir muna 1) Miðað við jafn mörg eintök og nú eru prentuð. Tölurnar eru frá forstöðu- manni Gutenbergprentsmiðju. Vélar Hér taldar heimilisvélar og áhöld, hefir eg að jafnaði fyrirliggj- andi í Reykjavík, og til sölu við tiltölulega lágu verði: Skilvindnr, hinar bestu. Patentstrofekur nr. 0—1—2. Prjónavélar, með 54—108 prj. Davis-sanmavéiar, stignar. Patent-Pvottavélar. — Pvottavindnr. — Pvottapressnr (»rullur«). Gólfþvottavindur. Kjöt-söxur, (»hakkamask.«). Korn- og beinakvarnir. Beina- og fisfeúrgangsmylnnr: Smjöraukastrokkur. Steinolín-gasvélar. Fóðurskerar. Sfeerpivólar, »smergel«. Garðplógur með tilh. áh. Ennfremur útvega eg eftir pöntnnnm, ýmsar aðrar og stærri vél- ar, á ákvæðis- eða verksmiðjuverði auk flutningskostnaðar. Svo sem: Yindmylnnr, án eða með tilh. Dráttarvélar, án eða með tilh. Aðrar hreyfivélar, ýmsar. Fisfehaus- og flskúrgangsmyln- ur, hinar stærri. Húshitunarvélar. Eldavélar. Grjótvinslu- og steinsteypnvélar og pípu- og steinamót. Sláttnvélar o. fl. heyvinnuvélar. Jarðepla-npptöfen og sáðvélar. Seyðslukystur- og sfeápar (moð- suðu). , Ryk-sogvélar með mótor. Nánari upplýsingar veittar ókeypis. — Sendið línu eða símið! Reykjavík. (Pósthólf 315. — Sími 521.) Siefán B. Jónsson. Ath.: Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu og geymið hana. hvert verð var á þessum hlut- um. Ættu menn ekki að kippa sér upp við það, þótt blöðin tvöföld- uðu verð, sem dýrtíðin hefir fer- faldað. Fréttir. Einar Arnórsson fyrverandi pró- fessor kvað nú sækja um prófess- orsembættið í þriðja sinn. Mundi það vera fullkomið einsdæmi í sögu landsins, að sami maður fengi þrisvar sinnum konungsveitingu fyrir sama embættinu. Ófrétt er um það, hvort hann muni sam- hliða halda stjórnmálarilstjórn Morgunblaðsins, opinberlega eða leyniléga, en það mun vart lengi dyljast. Morgunblaðið sem út kom á sunnudaginn var, var með öllu ritstjóralaust, hvort sem því veld- ur gleymska eða hitt, að svo eigi framvegis að vera. Stórfeostleg hæfeknn á síma- gjöldum stendur fyrir dyrum. — Verður að henni síðar vikið. Oft er lítið efni til lasts notað. í »Tímanum«, 4. þ. m., birtist smápistill frá Seyðisfirði, og endar á vísu. Nokkrir menn hér, og ef til vill víðar, hafa eignað mér pistilinn og vísuna, og virt mér til ámælis. Ekki veit eg hvar þeir hafa fundið heimíld til þessa, og kann enga þökk að gjalda fyrir slíka atbeining. Höfundinum er kunnugast, að eg á hvorki staf né stuðul í fram- leiðslu hans. — Petta veit ritstjóri »Tímans« einnig, og getur vottað. Seyðisfiröi, 24. nóv. 1919. Sig. Baldvinsson. Aths. Það vottast rétt, að hr. S. B. er ekki höf. þessa bréfs, en mér kemur það mjög kynlega fyrir, að verið er að virða það til ámælis. Mér virtist ekki um annað að ræða en algerlega saklaust gaman. Ritstj. Ankaútsvör í Borgarnesi lögð á haustið 1919. kr. Kaupfél. Borgfirðinga.........1400 Sláturfélag Suðurlands .... 900 Jón Björnsson & Co. verslun 800 Sig. Runólfsson kaupfélagsstj. 140 Jón Björnsson kaupm. frá Bæ 140 Jón Björnss. kpm. frá Svarfh. 140 Pórður læknir Pálsson .... 110 Guðm. sýslum. Björnsson . . 80 Þorkell Teitsson kaupm ... 50 Þorkell Guðmundss. versl.m. 50 Braunsverslun.................. 50 Bifröst M/k.................... 50 Fróðlegt að bera þetta sarnan viö þá marg-endurteknu staðhæfing að »aldrei borgi samvinnufélögin neitt til hins opinbera«. Gullfoss fór í gær til útlanda. Ritstjóri: Tryggvi PórliallsBou Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenbera og svo fer fylgi hennar einmitt nú dagvaxandi, einkum síðan styrj- öldinni lauk. Pað má vel vera, að ýmsir einstakir vísindamenn hafi felt þann dóm um hana, sem höf. tilfærir, en jafnvist er hitt, að kenningin hefir, einkum nú hin síðari ár, unnið fylgi fjölmargra manna, sem með fult svo miklum rétti gæti heitið hlegpidómalausir vísindamenn, eins og hinir, sem áfellast hana. Og rökstuðningin sú, að þetta skattaskipulag eigi siður við í fjölbreyttu þjóðfélagi, fer ein- mitt í gagnstœða átt við þá reynslu, sem fengin er af þvi, enda munu þeir, sem kynna sér kenninguna með gaumgæfni og opnum huga fyrir siðmæti hennar, komast til viðurkenningar um, að þar er skipu- lags hennar einmitt mest þörf, til þess, að bœla niður gróðabrall á landeignum, rýmka um framboð á þeim, oí’ vinna að jafnvœgi í at- vinnuskilyrðunum. Pað er mesti styrkur og kostur þessa skipulags, að það vinnur að félagslegri al- menningsheill, en stemmir stigu fyrir óhollri auðsöfnun þeirra, sem ekkert framleiða né afreka, hvorki í orði né athöfn, en hafa það að lífsuppeldi að hirða leiguna af því verðgildi, sem aðrir — réttara sagt allir — hafa skapað náttúrugæð- unum. , Um afstöðu þessa skipulags til réttlœtisins hefir verið rætt hér að framan, svo ljóst má vera, að þeir sem meta þann grundvöll að nokkru, hafa ekki um betra að velja, þess sem að gagni má koma. Pá mun ekki verða á það talið, að þetta skipulag sé ekki »hagfræðilega rétt«, ef eg hefi skilið rétt hina flóknu skýringu hr. H. V. á því skilyrði fjármálavísindanna. — Pví má í öllu falli slá föstu, að skipulagið myndi ekki »rýra þjóðareignina«. því meginhluti þeirra tekna, sem það myndi afla ríkissjóðnum, eru nú þegar, hvort sem er, nokkurs- konar skattur á atvinnu og fram- leiðslu alls þorra manna, þó hann renni til einstaklinga. Um það hefir verið mikið deilt, hvort þetta skipulag — landleigan — myndi fullnægja gjaldaþörfinni eitt saman. Pað er ekkert höfuð- atriði, síst fyrsf í stað. En skipu- lagið hefir annan kost, sem »fjár- piálavísindin« kreQast: það er hregfanlegt eða réttara sagt, það hefir það þanþol, sem hvert heil- brigt skattaskipulag þarf að hafa, til að geta fylgst með vexti og kröfum þjóðfélagsins — vaxið með því, eins og húðin vex með þrosk- un hverrar lífrænnar veru. Pessi skýring á skipulaginu verð- ur að nægja í þessu sambandi, enda hefi eg ritað nánar um það annarsstaðar (t. d. í Skirni 1917). VII. Eg er sammála hr. H. V. um það, að full þörf sé á því, að menn sé sendir utan til að kynna sér alt, er að skattamálum lýtur. Eðlilega eru kostir og ókostir hinna ýmsu skattaleiða komnir skýrar í ljós þar en hér, og reynsla fengin, sem eilt og annað má læra af, til við- vörunar eða fyrirmyndar. Aldrei verður of mikið í sölurnar lagt fyrir þetta mikla vandamál, ef endurbyggingin gæti þá orðið betur til frambúðar. En þá getur fylli- lega komið til álita hvort ekki á að færa bygginguna alveg burt úr gömlu rústunum, eins og svo margir stórhuga og framsýnir bændur hafa gert, þegar þeir bygðu upp bæina sína. Að lokum skal endurtekin sú yfirlýsing, að þessi gagnrýni á skattakenningar hr. H. V. er fram komin sérstaklega af þeim sökum, að hann ber þær fram sem sí- gildan grundvöll fyrir framtíðina, og lætur fyllilega skiljast, að um annað geti ekki verið að ræða. Alt öðru máli hefði verið að gegna, ef um þær hefði verið ritað sem * sanngjarnt bráðabyrgðaskipulag, því mér dylst ekki, að hjá þvi verður eigi komist, áð nota grund- völl þeirra meira en minna um langt skeið enn. En hitt má ekki eiga sér stað, að gerðar sé viðtœkar bregtingar á skattaskipulagi landsins, án þess að gaumur sé gefinn þeirri slefnu, sem er þegar búin að hafa áhrif á skoð- anir og athafnir allra mikilhœfustu manna á þessu sviði erlendis — oft án þess þeir viti það eða viður- kenni — og ber það jafnframt með sér að eiga alla framtiðina fgrir sér. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.