Tíminn - 20.03.1920, Side 1
TIMINN
um sextiu blðð á ári
kostar tiu krónur ár-
gangurinn.
AFGMIÐSLA
i Regkjavik Laugaveg
17, simi 286, út um
land i Laufási, simi 91.
IV. ár.
Reykjavíb, 20. mars 1920.
11. blað.
^jengil og læknarnir.
í febrúarblaði Læknablaðsins er
birt erindi, með þessari fyrirsögn,
sem Sæmundur Bjarnhéðinsson
prófessor hefir haldið í Læknafé-
laginu. Fer hér á eftir sá kafli úr
greininni, þar sem prófessorinn
víkur að misnotkun læknanna:
»Pegar breytingin á lyfjaskránni
fékst, 1915, einkum fyrir ötula
baráttu eins af stéttarbræðrum okk-
ar á þingi, þá tel eg víst, að flestir
okkar hafi styrkt það mál full-
komlega bona fide, tilgangurinn
hafi verið sá einn, að útvega sjúk-
um mönnum heilsulyf, en alls ekki
nautnameðul heilbrigðu fólki.
En við læknarnir erum auðvitað
breyskir, eins og aðrir menn, svo
búast mátti við, að einhverir kynnu
að misbrúka þetta trúnaðarstarf,
sem þingið fól þeim. En þeir áttu
þá líka að bera ábyrgðina á því,
og engin ástæða var til af þeirri
einu sök að banna sjúklingum á-
fengismeðul samkvæmt ráðum
lækna sinna.
Nú er samt svo komið, að lækna-
stéttin hefir verið sökuð um það,
að hún misbeitti þeim rétti, sem
húu hefir til að láta lyfseðla, á
vín frá lyfjabúðunum, eða afhenda
sjálfur vín, og víst er það, þrátt
fyrir allar ýkjur og ofstæki, að
talsverð misbrúkun kemur fyrir.
Innflutningur á vínum inn í land-
ið, og spiritus conc. hefir jafnt og
þétt aukist stórum. Það má sjá á
skýrslum Hagstofunnar. En þar
sem ekki aðrir hafa rétt til að
selja áfengi en lyfjabúðirnar, er
öllu slengt á herðar læknanna.
Þeir eru látnir bera ábyrgðina á
þeim vexti. Eins og flestum okkar
mun kunnugt, hefir stjórnin látið
rannsaka, hve mikið hefir verið
úti látið af spir. conc. og vínum
frá Reykjavíkur-lyfjabúðinni í 5 ár,
1915—1919, eftir fyrirsögn lækn-
anna. Kunnugur maður hefir sagt
mér, að árið 1919 hafi verið á þann
hátt afhent nálegti 8 sinnum meira
af spir. conc, en 1915.
1915 voru eigi önnur vínídyfja-
búðinni, en malaga-vín, og voru
á 7* ári afhentar eftir lyfseðlum
106 flöskur. En 1919 voru á jafn-
löngum tíma afhentar eftir ávísun
lækna:
1447 flöskur cognac,
568 — portvín,
480 — sherry,
473 •— rauðvin,
0 — malaga.
Mér er ekki kunnugt, hvernig
þessu er háttað annarsstaðar á
landinu, en eg tel það vafalaust,
að bæði hér og þar sé af sumum
læknum gefnar ávísanir á vín eða
þau seld, án þess að nokkrar
strangt takmarkaðar indikationir
séu fyrir hendi.
Eg tel þetta illa farið. Lögbrol
eru auðvitað alstaðar hvimleið, en
einkum ef menn nota þær trúnað-
aðarstöður, sem þeim eru fengnar,
til að fremja þau í.
Af tvennu illu, sætti eg mig bet-
ur við, að þeir læknar sem vilja
ná sér í vínanda eða annað áfengi,
hagi sér eins og aðrir borgarar
sama sinnis, að smygla vininu inn
eða kaupa það hjá vínsmyglurum.
í*á eru þeir sem hverir aðrir borg-
arar, sem að vísu fremja lagabrot
en misbeila ekki stöðu sinni til að
afla sér eða öðrum áfengis.
Eg hefi enga hugmynd um,
hvernig einstakir læknar eru staddir
í þessu læknabrennivínsmáli, hefi
engin tök á að fá vitneskju um
það, og hefi enga sérlega lyst til
að vita það, en kunnugur maður
hefir sagt mér, að s/i læknanna
myndu fylgja bannlögunum að öllu
eða mestu leyti, en 71 vera brot-
legur. Auðvitað er það leitt, að svo
margir eru sekir, en að vísu er
sú tala of lítil til að saka lækna-
stéttina í heild sinni um óhlýðni
gegn lögunum.
Eg hygg, að það sé ekki fjarri
sanni, að skifta læknunum í þrjá
flokka út af þessu margstaglaða
læknabrennivíni.
a) Þá er halda lögin nokkurn
veginn, afhenda eða útvega eigi
mönnum vín, nema þegar þeim
finst ástæða til vegna heilsu þeirra.
Lang flestir munu vera í flokki
þessum.
b) í*á sem af góðsemi og greið-
vikni við náungann stundum láta
undan argi þeirra og bónastagli
án þess að gera sér þelta að tekju-
grein, að vísu vitandi það, að þeir
fylgja ekki ákvæðum laganna.
E*essir menn hygg eg geri bann-
málinu þó lítinn skaða. Oftastnær
mun það vera til að gleðja kunn-
ingjana, sem ekki eru drykkfeldir
eftir almennum mælikvarða. En
margur mun kynoka sér við að
fara aftur með sömu bænina til
læknisins, einkum ef hann verður
þess var, að honum sé illa við
þess háttar hjálpsemi og sérstak-
lega.ef hann fær ekki að borga greið-
ann. Náunginn mundi líklega hugsa
sem svo, að leiðir verða lang-
þurfamenn.
c) Öðru máli er að gegna um
þá lœkna, sem áreiðanlega eru til,
þótt fáir séu, sem beinlínis gera
sér það að atvinnu að selja nálega
hverjum sem hafa vill vín-recept
eða vín. Þessa menn tel eg setja
blett á læknastéttina. Það er að
komast á mjög hála braut. þessa
menn má skoða eins og kaup-
menn, sem gera það, sem í þeirra
valdi stendur, til að koma vöru
sinni út, væri því hælta á því, að
þeim væri áhugamál að fá sem
flesta tfl að kaupa vín-receptin eða
vín og hugsi um það eitt, að fá
sem mest fyrir sína vöru, því auð-
veldara yrði það, sem óvíða er
mikil samkepni um slíka verslun.
Menn hafa stundum eftir mönn-
um, sem sjá sér gróðavon af ein-
hverri vöru eða atvinnurekstri,
sem almenningi þykir litið girni-
leg: »það er peningalykt af þessu«.
Öft er það fullkomlega réttmæt af-
sökun, en stundum getur lyktin
verið svo megn, verið svo óholl
bæði atvinnurekendanum og öðr-
um, að betra sé að sleppa gróðan-
um. En svo tel eg vínlyfseðlasölu
eða vínsölu í höndum lækna, ef
hún er gerð í gróðaskyni, en ekki
til lækninga.
Mér dettur í hug saga frá seinni
árum, um ungan stúdent, sem var
fenginn til að gegna héraði fyrir
lækni í forföllum hans. Hann kom
með sínar launakröfur og varð
samkomulag um þær. Læknirinn
átti auðvitað að fá það, sem inn
kæmi fyrir meðul, en svo kom
aukakrafa: prócentur af »vissumy>
meðulum, sem hann seldi. Það var
enginn í vafa um hvaða meðul
væri átt við. Eg gæti trúað, að
hann yrði naskur kaupsýslumaður
pilturinn sá«.
Fessi orð prófessorsins munu
verða lesin með mikilli athygli
um land alt. Er það næsta vel
farið að einn hinn mætasti úr
læknastéttinni lætur vanþóknun
sína svo eindregið í ljós, um þessa
misnotkun einstakra stéttarbræðr-
anna og játar það svo skilyrðis-
laust að hér sé um mikla mis-
notkun að ræða.
Héðan af er það því ómögulegt
að þegja þetta mál í hel. Það er
orðin svo alviðurkend og opinber
þjóðarhneisa að óhugsandi er að
við sé unað lengur.
Tölurnar sem prófessorinn notar
til samanburðar við »læknabrenni-
vínið« 1915 og 1919, eru allar
teknar eftir rannsókn þeirri sem
stjórnarráðið hefir látið fara fram
um þetta. Hvers vegna er ekki allur
árangur þeirrar rannsóknar birlur?
Kemur að því sem áður hefir
verið sagt hér í blaðinu, að ein-
faldasta ráðið til þess að gera það
tvent: að hreinsa þá mætu menn
læknastéttarinnar sem ekki mis-
nota heimildina, af þeim grun sem
óhjákvæmilega fellur á þá nú vegna
hinnar miklu misnotkunar annara
og að veita hinum hið sterkasta
aðhald — er það að birta það
jafnóðum opinberlega hversu mikið
hver einstakur læknir gefi út af
vínlyfseðlum, þlduugis eins og
gefnar eru út opinberar skýrslur
um svo margt annað.
Jafnframt þarf að rannsaka það
sérstaklega hversu mikið lyQabúð-
irnar fá af vínanda og vínum, og
bera saman við það sem þær nota
til lyfjatilbúnings og láta af hendi
eftir Iyfseðlum læknanna. Kemur
prófessorinn að þvi atriði siðar í
grein sinni og segir að sig furði á
því að ekki sé fyrirskipað.
Aukaþingið kom engu í verk
um þetta mál, fremur en um margt
annað. En það virðist svo sem
margt af þessu megi Iaga án þess
að þingið komi til. Stjórnin hefir
það í hendi sinni. Langílestir
landsbúar álita að langt sé síðan
að ekki þurfti fleiri vitnanna við.
En það er með öllu óþolandi,
verði nú ekki hafist handa eftir
svo skýr, opinber ummæli eins
hins mætasta manns læknastélt-
arinnar.
^amyinnumál.
VI.
Eitt af því sem samvinnufélög
verða að leggja slund á af fremsta
megni er að sýna jafnan glögg og
hrein reikningsskil. Kaupmaðurinn
getur leikið með vöruverðið eins
og hann vill. Keypt vissar vöru-
tegundir sér í skaða, en lagt því
meir á aðrar. Þessi aðferð gefur
ófróðum viðskiftamönnum þá hug-
mynd, að kaupmaðurinn sé frá-
bær skörungur í verslun, og benda
svo á hið óeölilega verð á einni
eða annari vörutegund. Ályktað
út frá einni ótryggri sönnun, að alls-
staðar sé sama snildin á verslun-
inni hjá blessuðum kaupmannin-
um. Á hitt er ekki minst, að þetta
er að eins tilfærsla á verði, gerð
til að villa almenningi sýn.
Samt er kaupmanninum frjálst,
að leika þetta bragð, sem stund-
um getur aflað honum stundar-
gengis. Hann leikur sér með sínar
eigin vörur og álit.
En þessi leikur er ekki jafn-
hættulaus fyrir samvinnufélag. Þar
heimta menn hreina reikninga.
Sé þess ekki gætt vaknar tor-
trygni og uggur gagnvart forráða-
mönnum félagsins, oft miklu meiri
en ástæða er til. Sömuleiðis getur
slík reikningsfærsla haft óþægileg
áhrif á samskifti einstakra félaga.
Reikningsfærslu-ágallar af þessu
tægi eru mjög sjaldgæfir í íslensk-
um samvinnufélögum, sem betur
fer. Samt hefir nýlega komið fyrir
eitt þvílíkt dæmi, og það í mjög
myndarlegu félagi, »KaupféIagi
Borgfirðinga«.
Hr. P. Zóphóníasson hefir ný-
lega ritað grein í Tímann um hag
þess félags síðastliðið ár, og lætur
vel af sem rétt er. Hann nefnir
verð á einstökum vörutegundum,
t. d. útfluttu kjöti. Segir að K. B.
hafi tekist að útborga kjötið með
því verði, sem Sláturfélag Suður-
lands ákvað í haust.
En hér fer eitlhvað milli mála.
Vitanlega byggir hr. P. Z. ummæli
sín á reikningnum. Og honum hefir
vafalaust verið ókunnugt um, að
hér á sér stað tilfærsla með verð.
K. B. er ekki í Sambandinu en
hefir þó allmikil skifti við það.
Sambandið mun hafa selt m. a.
kjöi og gœrur fyrir þetta félag K.B.
Sambandið seldi gærurnar til Ame-
ríku með óvanalega háu verði.
Kjöt sitt mun það hafa selt að
mestu, en ekki öllu leyti, áður en
kjötið fór að hríðfalla erlendis.
Það hefir selt kjötið mjög háu verði,
en ekki eins háu og Sláturfélag
Suðurlands gerði ráð fyrir. Og af
því Sambandið mun enn eiga eftir
óselt ofurlítið af kjöti sínu, hefir
það vitanlega ekki gefið nokkru
félagi fullnaðar skilagrein fyrir kjöt-
verði yfirleitt, hvorki Sambands-
deildunum né öðrum félögum, sem
það hefir selt fyrir. Aftur á móti
hefir það gert grein fyrir gæru-
sölunni, sem tókst langtum betur
heldur en flestar kaupfélagsstjórnir
rnunu hafa gert ráð fyrir.
Hr. P. Z. nefnir ekki verð á
gærum í K. B. Má af því draga
þá ályktun, að það hafi verið mjög
hversdagslegt. Þó er auðséð hver
gangur málsins er. Félagsstjórnin
notar nokkuð af því fé, sem hin
óvenju góða gærusala flutti í fé-
lagssjóð, til að borga kjötið með
áætlunarverðinu frá í haust, sem
er langt fram yfir allar vonir.
Jþetta er vitaskuld gert í góðri
trú. Gærur og kjöl koma frá sömu
framleiðendum. Hugsanlegt að yfir-
færsla á verði frá einni vöru yfir
á aðra, valdi mjög litlu misrétti
innan félags. Og ástæðan hefir að
líkindum verið sú, að K. B. hefir
viljað standa vel í samanburði við
Sláturfélag Suðurlands, kvað kjöt-
söluna áhærir.
En fregnir um þetta óeðlilega,
tilbúna verð, hlutu að vekja undr-
un og jafnvel tortrygni annars-
staðar á landinu. Skiljanlegt að
bændum í öðrum héruðum þætti
merkilegt, ef eitt einasta félag gæti
komið kjötinu í svo frábærlega
gott verð, fram úr öllum öðrum.
Pað var gott að hr. P. Z. sagði
frá þessum reikningsskilum, þótt
óvitandi væri hann um missmíðin.
Vondu dæmin eru til að varast
þau. Pað er engum gert gagn með
því að viðhafa þessar missýningar
kaupmanna í samvinnufélögum.
En það getur leitt af sér mikið
ilt, bæði fyrir þau félög sem leika
sér að þessum verðbreytingum, eu
einkum fyrir önnur félög, þar sem
menn ekki vita, að hér er að eins
um sjónhverfing að ræða, erfða-
synd frá kaupmanna-öldinni.
Samvinnumaður.
Drepsóttin.
Nánar fregnir eru nú komnar
með Kaupmannahafnar-blöðunum
um feril drepsóttarinnar þar í borg-
inni. Er það skemst af að segja,
að þar reyndist veikin síst vægari
en í fyrra, að öðru Ieyti en því,
að miklu færri virtust nú mót-
tækilegir fyrir hana. Lungnabólgu-
tilfellin voru hlutfallslega síst færri
en í fyrra. Um tíma var það t. d.
svo, að af þeim sjúklingum, sem
fluttir voru á sjúkrahús, dó fimti
hver maður. Er það ljósasti vott-
urinn um það hversu skæð veikin
hefir verið.
Eu hér reynist veikin svo dæma-
laust væg enn og hefir alls ekki
orðið vart við lungnabólgu. —-
Minnir það mjög á það, sem fram
kom í fyrra, að veikin reyndist
svo mismunandi skæð, t. d. í
Reykjavík og Hafnarfirði. Virtist
nærri auðsælt, að um tvær teg-
undir veikinnar væri að ræða og
fylgdi lungnabólgan að eins annari,
eða undantekningalítið.
Liggur þá nærri að álykta, eða
gera ráð fyrir þeim möguleika a.
m. k., að þótt við höfum nú fengið
þessa vægari tegund, þá getum
við átt hilt á hættu, að hin skæð-
ari komi síðar. Sóttvarnirnar milli
höfuðstaðarins og útlanda megi
þvi ómögulega leggjast niður, þótt
Reykjavík sé sýkt orðin af þessari
tegundinni.
Magnús Grönvold.
Hann ber nafn móðurföður síns,
slra Magnúsar Hallgrímssonar
Thorlaciusar, sem var prestur á
Reynistað og dó 1878. Móðir hans,
Anna, systir síra Hallgríms í Glaum-
bæ og frú Guðrúnar ekkju sira
Friðriks Bergmanns, fór ung utan
og giftist norskum manni, Grön-
vold yfirkennara i Hamri I Noregi.
Er það óblandin ánægja íslend-
ingum að heimsækja þau hjón á
þeirra fagra heimili í Hamri. —
Fylgist frú Anna vel með um alt
sem við ber hér heima og fagnar
öllu sem vel fer. Eru börn þeirra
nú öll upp komin, er Magnús eini
sonurinn og hefir getið sér ágætan
orðstýr fyrir bókmentastarfsemi
sina, þótt enn sé ungur. Er hann
málamaður mikill og hefir gert
spönsku að aðal-fræðigrein sinni.
í hitt eð fyrra kom út í Noregi
afbragðs-vönduð og prýðileg þýð-
ing á hinni frægu spánsku skáld-
sögu Don Quijote. Var Magnús
annar þýðendanna. Og núna fyrir
jólin kom út önnur bók, jafn-
prýðileg, sem eru lýsingar á þeim
stöðum og þjóðlífi, þar sem þessi
fræga saga gerðist og er Magnús
einn um að þýða þá bók. Hefir
hann þegið mikinn sóma af í Nor-
egi og að verðleikum. Á Spáni á
hann ekki síður virðingu og vin-
sældum að fagna, þvi að hið kon-
unglega spánska akademí hefir
kosið hann bréflegan félaga sinn,
í heiðurskyni fyrir starf hans fyrir
spánska tungu og bókmentir.
Er okkur íslendingum það gleði-
efni, að þessi frændi okkar nýtur
þessa sóma og má meir af honum
vænta er tímar líða, endist honum
aldur og heilsa, sem vonlegt er.
Magnús er kvæntur spánskri
konu og er kennari við Handels-
gymnasiet i Kristianíu.