Tíminn - 20.03.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1920, Blaðsíða 4
44 TlMINN 2ii kaupenða barnabl „;fE$ka»“ og „línga 3slani“. Pappir sá, sem nota á í yfirstandandi árg. blaðanna og pantaður var i öndverðum nóvembermáuuði síðastliðið ár, er ókominn enn, þrátt fyrir ítrekaðar*áminningar. Geta blöðin því ekki komið út fyr en hann er kominn, líklega i april. Kaupendur eru beðnir að afsaka þetla óvið- ráðanlega óbapp og auðsýna þolinmæði þangað til, Útgefendup bafnsbl. ,,Æskaa“ og „Unga íslanö“ grátið blóði úr hinum dimmbláu augum. Varir hennar voru bitnar fast saman og hún stóð upp, gekk um gólf og hralt sér af munni gremjuorðum: »Heyrðuð þér til þeirra? Þessara fölsku katta! Hvað þeim þótti inni- lega vænt um að flá mig og klóra, um leið og þau möluðu svo þýtt og vinalega! Sagan verður komin um allan bæ áður er sól er af lofti! Hún ekur um allan bæinn með hana, furstafrúin, þangað til hestarnir springa. Á morgun stend- ur hún í öllum blöðum. Allir munu þykjast gela kastað steinum: Hin nýja Pompadour! Hver er hin nýja Pompadour? Eg spring af reiði og háðung!« »Og nú snýr hirðin bakinu við mér. Hún hefir lengi setið um færi til þess. Hver einasti karl og kerl- ing mun hreykja kolli og segja að eg sé ekki nógu góð fyrir »fína- fólkið!« — Eg vil ekki þola þetta!« »Eg get skilið tilfinningar yðar«, sagði baróninn rólegur, »en þér eruð nú alt of æstar til þess að líta á málið með stillingu. Þér hafið opinberlega verið hæddar og móðgaðar, en þér megið ekki láta svo við mig, eins og það sé mér að kenna!« »Hverjum er það þá að kenna, ef ekki yður?« spurði hún og bar- óninum fanst hann geta lesið hatur út úr grátbólgnum augunum. Hann þagði við og við þögn hans sef- aðist reiði hennar. »Nei, nei, þetta er of mikið sagt«, sagði hún og hneig að honum. Hann kysti hana, settist við hlið hennar og tók hönd hennar. Augu hennar fyltust af tárum, sem féllu niður á hönd hans. Henni varð smátt og smált rórra, en það var ró örvæntingarinnar. »Nú er víst öilu lokið«, sagði hún. »Segið það ekki«, sagði hann. »Enginn veit, hvað komið getur fyrir. Áður en langt um líður get eg ef til vill þaggað niður frétta- burðinn og gefið yður fulla upp- reisn. — En þér verðið að losna við Brúnó!« »Á morgun — nei þegar í dag, skat eg láta hann fara. Eg lofa því!« Hún hugsaði til þess, með inni- legri beiskju, að hennar eigin þjónn myndi hafa sagt Rossí það, sem hann bafði um hana sagt. »Eg gæti drepið hann!« »Brúnó Roccó?« »Nei — Davíð Rossí!« En sú hugsun var henni allra sárust, að hún hafði verið rétt að því kominn að felia ást til hans, að hún hafði séð í honum það ankangandi húsaþyrpingar sem hann málar venjulega þannig, að hinir sterkbygðu gaflar fá að njóta sin sem best — eiga þar sem hann er talsmann, sem sameinar í einu raunsæi og víðtæka málaraskarp- skygni, og sinnir ekkert um lítil- fjörlega smámuni. Heildarsamræm- ið er ágætt. í nokkrum íslenskum kletta- myndum hans, og ýmsum öðrum myndum kemur glögglega i Ijós til- hneiging hans til draumleiðslu og hann hefir mátt til að lýsa sínum ólgandi og skáldlega huga á hinn fegursta hátt. Sýning hans er þess verð að henni sé gaumur gefinn. vBerlingske Tid.:«. íslenski mál- arinn Kjarval, sem opnað hefir sýningu í málverkasal Anlons Han- sen, tekur ætíð framförum í hvert skifti er hann sýnir ný verk. Upp- runalega málaði hann aðallega smá- myndir, svo að næst gekk smælki (miniature), og var fastlenging »stemningarinnar« við eitthvað eitt honum fyrir öllu. Hann hefir inn- an þessara þröngu takmarka tak- marka afkastað yndislega hugnæm- um verkum. Nú er hann einnig farinn að eiga við stærri myndir, einkum eru það áhrifamiklar athuganir frá hinum einkennilegu margbýlishús- um borgarinnar. Og þar sem rauð- krítin er hefir hann eignast ágætt Litle-Tunga. Eystri helmingur jarðarinnar Litla- Tunga í Holtahreppi fæst til ábúðar í fardögum 1920. Dýrleiki jarðarinnar er 9,60 hndr. Jörðin er grasgefin og hæg til heyskapar. — Upplýsingar hjá jarð- eiganda Ragnh. Jónsdóttur Laufásvegi 31, Reykjavík eða óðalsbónda Jóni Guðmundssyni, Ægissiðu í Holtum. sem mikið var og göfugt — augna- bliki áður en hann smánaði hana og dró dár að henni. »Verið róleg og þolinmóð — honum verður refsað« sagði bar- óninn. »Á hvern hátt?« »Eins og uppreistarmanni. Hann má láta svo um mælt sem honum gott þykir um forsætisráðherrann, en hann hefir ekki leyfi til að tala um að steypa konunginum úr há- sæli! Hann hefir loks stígið feti of langt. Hann skal lenda í Santo Stefanó fangelsinu«. »Hvaða gagn'væri að því?« »Honum verður varnað máls. Hann verður gersigraður«. Hún leit á baróninn og brosti. Hún gat ekki varist þess að brosa að hinum volduga ráðherra. »Dettur yður það í hug að þér gersigrið slíkan mann með ákæru og dómi? Hann hefir að vísu móðgað mig og misboðið mér, en eg er ekki svo einföld að trúa slíku. Pá er þið hafið dæmt hann, verð- ur hann meiri og voldugri en kon- ungurinn, þótt hann sé í fangelsik Baróninn sneri upp á skeggið. »Og hvað hefi eg áunnið, þólt þið ákærið hann um uppreist gegn konunginum. Allir munu halda hinu fram, að hann sé ákærður fyrir það að hafa móðgað yður, fyrir það að hafa þorað að segja sannleikann«. Baróninn hélt áfram að snúa upp á skeggið. »Móðgunin í minn garð verður enn sárari. Við réttarhöldin verður hún endurtekin æ ofan í æ. Blöð- in munu taka við, gagnrýna, rök- ræða, flytja fréttir og senda sím- skeyti, uns sagan er kunn orðin um öll lönd og í öllum atriðum!« Baróninn var enn þögull. Fullur eftirtektar horfði hann á þetta fagra andlit. Alt í einu spratt hún upp. »Nú veit eg!« hrópaði hún. »Nú veit eg hvað eg vil!« »Hvað er það?« »Látið mig um inanninn og eg skal sýna yður það á hvaða hátt eg bjarga mér úr þessu smánar- ástandk. »Róma!« hvíslaði baróninn, en hann hafði þegar lesið hugsanir hennar. verkfæri sem nú orðið aldrei skeik- ar. Rauðkritin lýsir svo nákvæm- Iega því sem hann ætlast til, að þessi stórskornu verk hans nú eru þrungin öllu meiri »stemningu« en hinar minni myndir. Menn þurfa að eins að líta á hina stóru andlitsmynd (af frú Tove Kj.) til þess að sjá mikils- vert verk, sem lýsir svo djörfum og djúpum skilningi, að manni dettur ósjálfrátt Willumsen (einn af fræg- ustu nútíðarmálurum Norðurlanda) í: hug. Einnig andlitsmynd af ís- lenskri konu (nr. 25) verðskuldar mikið hrós. í teikningum hans af seglskip- um er eins og andi á móti manni köldum sjódrangagusli, — og sem sýnir hve næmur Kjarval er fyrir dulrænum áhrifum, og hve vel honum tekst að lýsa hinu tilfinn- ingaríka hugmyndaflugi sínu. Köbenhavn: Af hinum íslensku málurum sem dvelja hér eru þeir Jón Slefánsson og Jóhannes Kjar- yal þektastir. Kjarval hefir nú stofnað til sýn- ingar á nokkrum myndum sínum (hjá A. Hansen á Köbmagerg.). Kjarval hefir fengið trausta ment- un, »skóli« hans er jafn fjarri hin- um útþvælda »akademiska« skóla og hinum »kubistiska-futurisliska- experimentella«. Kjarval hefir mikla dráttleikni, hefir traust tök á gerð »Verði honum refsað fyrir þessa ræðu, vinnið þér okkur báðum óumræðilegt tjón — án þess að vinna konunginum gagn«. »Það er öldungis rétt!« »Væri aftur á móti unt að standa hann að samsæri, myndi það ekki vinna okkur tjón, en konunginum gagnk »Það er sömuleiðis öldungis rétt!« »Þér segið að það sé eitthvað dularfult um þennan Rossi. Pér vilduð gjarnan komast að raun um það hver hann er — hver faðir hans hafið verið — og hvar hann hafi dvalist áður en hann kom til Róms«. »Eg mundi vilja gefa mikið til þess að vita það alt!« »Þér vilduð og þekkja nafn þessa svikara, sem hefir gert hann að uppreistarmanni. Pér vilduð vita hvort hann er félagi í leynifélögum — og umfram alt, hvaða ráðagerð- um hann býr yfir, og hvort hann er í sambandi við Vatíkaniðk Hún bar svo ört á að orðin hrundu nálega hvert um annað, af hinum skjálfandi vörum. »Eg skal komast að raun um alt þetta! Látið mig um hann og áður en mánuður er liðinn skuluð þér vita þetta alt og þekkja hvern afkima í hjarta hans!« Hún gekk fram og aftur um sal- inn, til þess að hann skyldi ekki koma auga á litbrigðin í andliti hennar. Baróninn var hugsi. »Hún ætlar að leggja hann í læðing með fegurð sinni, laða hann að sér, og hrinda honum sfðan burt. Á þann hátt ætlar hún að refsa honum fyrir það sem við bar í dag. Mér er það til hags, og einkis annars, að halda kyrru fyr- ir. Sterkur ráðherra, á ekki að skifta sér af persónulegum árásum, en taka slíku með stillilegri fyrir- litningu«. Hann leit á hana og fegurö hennar æsti btóðið í æðum hans. Hjartað barðist í brjósti hans, af þeirri ást, sem hann gat alið. Og um leið fann hann til afbrýði í fyrsta sinni. »Eg skil yður, Róma! Pér eruð frábær og ómótstæðileg! Enminnist þess að þessi maður lælur ekki múta sér og er ósigrandik (komposition) myndanna, og lit- blöndun hans er einkennileg, án þess þó að vera á nokkurn hátt óþægileg. Kjarval liggur mikið á hjarta og hann hefir gáfu til að sýna það i list sinni. Áður en Kjarval helgaði málara- listinni krafta sína, var hann sjó- maður við ísland, en sú atvinna gefur mönnum tækifæri til þess, að skygnast inn í sina eigin sál og vekur hana til þungra og á- hyggjufullra hugsana, enda bera sumar af myndum Kjarvals þess augljós merki. Kjarval hefir mikinn heiður af þessari sýningu sinni, sem að öllu leyti spáir miklu um framtíð hans. Kjarval er einn af þeim listamönn- um, sem verður að taka tillit til. Mun það gleðja alla, að Iíjarval hefir fengið svo glæsilega dóma um list sína, og er það heiður fyrir íslensku þjóðina, að eiga slík- an mann. Listamenn og skáld vor eiga mikinn þátt í, hve þekking erlendra þjóða hefir aukist hvað ísland snertir á síðari árum; og eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir. 16. mars 1920. G. S. Róma hló. »Pað viröist svo sem engin þeirra kvenna hafi haft áhrif á hanu, sem orðið hafa á vegi hans og slíkir menn halda að þeir séu ósigrandi!« »Eg hefi séð hann«, svaraði hún. »Gætið yðar! Þér sögðuð það sjálfar, að hann væri ungur og fríður!« Hún hristi höfuðið og hló aftur. Baróninn hugsaði: »Hann hefir móðgað hana svo mjög, að engin kona fyrirgefur það«. »En Brúnó«, sagði hann. »Brúnó verður kyr«, sagði liún, »það er auðgert að hafa hemil á slíkum manni«. »Þér óskið þess þá að Rossí verði látinn laus og að þér verið látnar um hann«. »Öldungis rétt! Eg gæfi mikið til þess að lifa þann dag, er eg sný háðinu og spottinu í gegn honum, eins og hann nú hefir snúið því gegn mér. íJá er hann stendur á hátindi lífs síns, þá er hann ætlar það að sínar djörfustu vonir séu að rætast, þá er hann stendur við takmark lífs síns, á því augnabliki þá er hann hugsar. »Nú er verk mitt fullkomnað!« — á því augna- bliki skal hann falla!« Baróninn tók í bjölluna. »Gotl!« sagði hann. »Það er svo slundum, að ein skeið af hunangi veiðir fleiri flugur en heil tunna af ediki! Við sjáum nú til!« Lögreglustjórinn kom nú inn. »Davíð Rossí þingmaður, hefir verið seltur í hald«, sagði hann. »Herra lögreglustjóri«, svaraði baróninn um leið og hann benti á eina af bókunum sem lágu opn- ar á borðinu. »Eg hefi litið yfir lögin á ný og er nú orðinn viss um það, að það er ekki hægt að leggja hendur á Davíð Rossí, án þess að umboð þingsins komi til!« »En, sé hann staðinn að verki, þá er friðhelgi þingmannsins lokið, samkvæmt 45. grein«. »Pér hafið heyrt álit mitt, og það er eindregin ósk mín að hr. Davíð Rossí verði þegar í stað látinn laus«. »Yðar hágöfgi!« »Gjörið svo vel að láta þegar framkvæma ósk mína og gætið þess að menn yðar fylgi Rossí til heimilis hans, til þess að honum verði ekkert mein gert«. Lögreglustjórinn kinkaði kolli, eins og uxi sem er stunginn, og gekk aftur á bak út úr salnum. Fróttir. Tíðin. Hægara veður þessa vik- una og glatt sólskin suma daga. En sólin ein vinnur ekkert á jökl- inum. Veikindin. Á Austurlandi er veikin komin allvíða en er talin væg. Hún er á Úthéraði, Vopna- firði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og norður í Skeggjastaðahreppi. í grend við Reykjavík er veikin komin á fáein heimili í Mosfells- sveit og eitthvað suður með sjó. Hér í bænum gengur veikin til- tölulega hægt yfir enn. Skifta þó nokkrum tugum sjúklingarnir sem fluttir hafa verið í barnaskólann. Sem betur fer virðist svo enn, sem veikin sé bæði mun vægari en í fyrra og auk þess taki hún menn ekki nærri eins alment. Látin er nýlega hér í bænum frú Guðrún Þórðardóttir, móðir Gunnars Ólafssonar kaupmanns í Vestmannaeyjum, Jón sskipstjóra ólafssonar og þeirra systkyna. Kíghósti mjög skæður gengur um Eyjafjörð og hafa mörg börn dáið úr honum. Borgarstjóra fyrir Reykjavikur- bæ á að kjósa í vor, væntanlega fyrst í maímánuði. Laun eru nú 13500 kr. með dýrtíðaruppbót. Framboð eiga að vera komin fyrir 15. apríl og verða að fylgja þeim meðmæli minst 50 kjósenda. Kauphækkun. Fulltrúar verka- mannafélagsins Dagsbrún og fé- lags atvinnurekenda í Reykjavík hafa komið sér saman um að ákveða 1,30 kr. kaup um klukku- tíma fyrir almenna daglaunavinnu, frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi, fyrst um sinn. Logið úti. »Fram« segir frá því að í febrúarpóstferð hafi Kristján póstur Jóhannesson legið úti á Vatnsskarði aðfaranótt 10. febr., með alla póslhestana hjá sér. Kom Kristján til bæja morguninn eftir og skaðaði hvergi. (xnllkorn. »Hún heldur af hon- um, lýgur að honum og heldur áfram að Ijúga, pó hun haldi áfram að halda af honuma. — Stendur í Morgunblaðinu 15. þ. m. Gengi krónunnar hefir hækkað til töluverðra muna npp á síð- kastið. Er það vafalaust mest að þakka þeim ráðstöfunum sem Danir hafa gert um takrnörkun innflutnings. Strand. Þýskur botnvörpungur strandaði nýlega á Kötlutanga — skaganum sem myndaðist við síð- asta Kötlugos. Menn komust allir í land heilir á húfi og eru þeir nú í sóttkvi á Höfðabrekku. Hjálp til Ungverjalands. Yfir- hjúkrunarkonan á Laugarnesspí- talanum, frk. Harriet Kjær, hefir gengist fyrir samskotum og fata- sendingum hjer í bænum til Ung- verjalands. Hafa farið þrjár mynd- arlegar sendingar. Skipaferðir. — Gullfoss kom frá Ameríku 18. þ. m. og flutti nokkra farþega. — Nidaros fór aftur til Kaupmannahafnar 19. þ. m. Mentamálanefndin. Eigi var það rétt sem sagt var í síðasta blaði að mentamálanefndinni væri svo fyrir sett að hafa lokið öllu starfi sínu fyrir næsta þing. En hins hefir stjórnin vænst, að tillögur nefndarinnar um mentaskólann og barnafræðsluna, væru komnar svo snemma, að þær gætu orðið lagðar fyrir næsta þing. Ebhe Kornerup, rithöfundurinn og ferðalangurinn danski sem hér var á ferð, ekki endur fyrir löngu, sendir við og við bækur frá sér um ferðir sínar. Hefir hann mest ritað um Suður-Ameríku upp á síðkastið. Kom út í fyrra bók eftir hann um Equator og nú er ný- komin út bók um Perú. Eru bækur hans einkar skemtilegar aflestrar og fylgja margar myndir með. Fyrir kennara og þá sem ánægju hafa af landalýsingum og þjóða munu þessar bækur verða einkar kærkomnir gestir. Orðabókin íslenska. Verið er nú að byrja á því verki að setja hina íslensk-dönsku orðabók Slg- fúsar Blöndals bókavarðar. Er á- ætlað að þrír prentarar verði í þrjú ár að setja bókina. Er á kostnaður, verkalaun setjaranna, einn um 45 þús. kr. með núver- andi verkakaupi. — Prentsmiðjan Gutenberg leysir verkið af hendi. AV! Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? Ritstjóri: Tryggvi Pórhallsaon Laufási. Sími 91. Prentsmidjan Gntenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.