Tíminn - 03.04.1920, Blaðsíða 3
TÍMINN
51
Lifebuoy- hveitið
er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið
ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti.
Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt
það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt
eftir gæðum.
far sem alt hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf
en ella að ná i notadrýgstu tegundirnar.
an af striðinu hafi hann verið af-
dráttarlaust friðarvinur og hafi
vart gert ráð fyrir þeim möguleika
að Bandaríkin gengu í stríðið, en
hafi ætlað sér það hlutverk að
miðla málum sem fulltrúi hinnar
stærstu hlutlausu þjóðar. Friðar-
vinirnir amerísku séu yfirleitt ná-
lega undantekningarlaust í demó-
krataflokknum, en hervaldssinnarn-
ir repúblikanaflokknum. Eitt helsta
einkenni Wilsons sé það að hann
vilji ekki verða fyrir áhrifum ann-
ara og ekki fara eftir neinu öðru
en eigin innblæstri. Iiafi það æ
komið betur í ljós, að hann vildi
ekki hafa aðra starfsmenn í ráðu-
neylinu en þá sem voru bein verk-
færi í hendi hans, en ekki ráðgjaf-
ar. Annars sé Wilson mjög enskur
í eðli sínu, eins og ensk áhrif séu
yfirleitt mjög rík í Bandaríkjun-
um. — Bryan, sem hvað eftir
annað hefir verið forsetaefni demó-
krata, og varð helsli ráðgjafinn i
ráðuneyti Wilsons, sé einhver ein-
dregnasti friðarvinur í heimi. Hann
lýsti því yfir að Bandaríkin færu
ekki í strið meðan hann væri við
völd og gerði ýmsar tilraunir fyrir
stríðið til þess að koma í veg fyr-
ir siyrjaldir. Var sú tilraun merk-
ust er hann vildi fá stórveldi
Norðurálfunnar til þess að gera
sáttmála um að leggja öll mál í
gerðardóm. Neituðu Þjóðverjar að
rærða það mál sem kunnugt er,
og því gat Bryan aldrei gleymt.
Hindraði það mjög alla samninga
þá er deilan hófst út af kafbáta-
hernaðinum. Þegar sú deila harðn-
aði, upp úr því að Lúsitaníu var
sökt, urðu þeir missáttir Bryan og
Wilson, því að Bryan vildi ekki
láta neitt orð falla eða spor stíga,
sem væri í áttina til friðslita og
vék þá úr stjórninni. Bernstoft ber
Roosevelt vel söguna, enda hafi
hann gert sér mikið far um að
komast í vináttusamband við er-
lenda sendiherra. Hafi hann brotið
þá gömlu forsetavenju að lifa sem
kyrlátustu lífi i »hvíta húsinu«, en
verið tíður gestur sendiherranna,
og í samkvæmislífinu. Sama segir
hann um Taft forseta. Hafi hann
haft það til að bjóða sendiherrun-
urn með sér á sumarbústað sinn
og setið brúðkaup dóttur sinnar
(BernstoíTs). Wilson hafi aftur á
móti haíið á ný hina gömlu og
ströngu siðu. Lifað einmana í for-
setahöllinni við vinnu sína, og af-
rækt samkvæmislífið og veisluhöld
heimafyrir. Muni hann líta svo á
að forsetanum sé það nauðsyn að
forðast alla nána kynningu af
einstökum mönnum, til þess að
geta verið sem óhlutdrægastur.
— Vinnuveitendafélagið danska
hótar verkbanni frá 9. apríl næsl-
komandi. Er talið að það uái til
nálega allra atvinnugreina nema
siglinga og opinberra framkvæmda.
— Pólverjar eru nú eina erlenda
þjóðin sem á í ófriði við Bolche-
wickana rússnesku. Hafa Pólverjar
farið mjög halloka i þeirri viður-
eign og hefir pólska stjórnin flúið
frá Warsvhau. Segja síðustu fregn-
ir að undirbúningur sé hafinn um
að semja frið.
— Frakkar og Englendingar
hata gert með sér áframhaldandi
bandalag. En á Frakklandi virðast
margir vera mjög óánægðir með
það og það ýmsir hinir helstu
meðal stjórnmálamannanna, og er
talið að meiri hluti þjóðarinnar
hallist á sveif með þeim.
— Allsherjarverkfall vofir yfir á
Englandi og er Lloyd George að
reyna að miðla málum. Mun þetta
einkum standa í sambandi við
ágreining námueigenda og námu-
verkamanna, en verkamenn krefj-
ast þess að ríkið taki að sér rekst-
ur námanna.
— í þessari viku taka Danir
við yfirráðum yfir 1. atkvæðaum-
dæmi Suður-Jótlands og senda
þangað embættismenn. Stórkostleg
hátíðahöld eru ráðgerð í tilefni af
sameiningunni, en það er enn ekki
fullráðið hvenær þau verða haldin.
IjQorgxn ailífa
eftir
all @ainc.
Nú var barið að dyrum. Dreng-
urinn rak upp fagnaðaróp og þaut
út úr stofunni:
»Davíð frændi! Davíð frændi!«
En þá er hann kom út, þá
þagnaði hann snöggiega.
»Hver er það, Jósef?«
»Pað er ókunnugur maður«,
svaraði drengurinn.
II.
Það var hinn snyrtilega klæddi
Rómverji, sá er talað hafði við
franska hermanninn á Péturs-
torginu.
»Fyrirgefið«, sagði hann. »En
eg hefði viljað fá að tala við Da-
víð Rossí. Eg er með áríðandi boð
til hans frá útlöndum. Hann kem-
ur að vörmu spori, en eg flýtti
mér á undan til þess að vera viss
um að geta náð tali af honum.
Gæti eg beðið hér?«
»Pað getið þér! Gerið svo vel
og koraa inn. Pér sögðuð, að hann
kæmi þegar. Hann er þá frjáls?«
»Já, hann er frjáls. Eg sá það
þegar hann var tekinn og líka, þá
er hann var látinn laus«.
»Pér getið þá sagt mér, livernig
það atvikaðist?«
»Pá er lögreglan flutti liann í
fangelsið reyndi fólkið að frelsa
hann. Pað hefði áreiðanlega tekist,
ef hann liefði ekki sjálfur komið
í veg fyrir það. Fólkið þrengdist
að hermönnunum og yfirmennirnir
ætluðu að fara að gefa skipun um
að skjóta, en þá veifaði fanginn
hendinni og sagði: »Bræður! Pað
má ekki úthella einum blóðdropa
mín vegna. Engin móðir má missa
son sinn, ekkert barn föður sinn,
engin kona mann sinn. Við erum
öll í hendi Guðs! Farið heim í
friði!«
»Enn hvað þetta er honum líkt!«
»Þvi næst tvístraðist mannfjöld-
inn, eins og fyrir töfrasprota og
yfirmaðurinn tólt ofan og sagði:
»Gefið rúm fyrir hr. Rossí«, og
því næst gengu þeir inn í fang-
elsið«.
Augu konunnar fyltust tárum og
hún spurði með skjálfandi röddu:
»Pér sögðust bafa séð hann koma
út úr fangelsinu?«
»Já. Eg var viðstaddur, þá er
skipunin kom um, að láta hann
lausan. Fólkið þusti þá inn og
hann barst með straumnum út á
götuna, og þar var honum tekið
með fagnaðarlátum. Og nú bera
hlið slíkra heimskunnra mikil-
menna, sem þeirra Bryans og
Heleníusar — þá finnum við enn
meir til ábyrgðarinnar, sem á okk-
ur hvílir i þessu efni, þá finnum
við til þess með gleði, að þótt við
séum fáir og afskektir, þá getum
við þó tekið þátt í framsóknar-
baráttu mannkynsins, svo að eftir
verður tekið, og svo að við hljót-
um fyrir hrós og þökk.
En jafnframt getum við ekki
látið hjá líða, að harma það, að
fulltrúi okkar skuli ekki geta sagt
einlita sigursögu um athafnir okk-
ar, þá er honuin gefst það sjald-
gæfa tækifæri, að hafa að ábeyr-
endum fulltrúa frá öllum menn-
ingarlöndum heimsins. Og bera
þeir þunga byrði, sem þvi valda,
að ekki er hægt að segja okkar
farir fullkomlega sléttar.
Frá ixtlös
— Deila hefir mikil um það
staðið á Pýskalandi hvað verða
ætti um hinar geysilega miklu
eignir keisarans. Vilja keisarasinn-
ar láta hann fá að halda þeim
öllum, en hinir óháðu sócíalistar
svifta hann öllu. Stjórnin hallaðist
að þvi að fara milliveg og að
greiða honum c. 100 miljónir
marka.
— Bandamenn hafa verið mjög
ósáttir um það hvað verða ætti
um veldi Tyrkja í Norðurálfunni.
í Englandi, Ítalíu og Grikklandi
hnigu flestir að því að reka Tyrki
alveg úr Norðurálfunni, en Frakk-
ar börðust fast á móti. Mun það
og verða niðurstaðan að soldáninn
fær a. m. k. að nafni til að halda
nókkru landi, beggja megin Sæ-
viðarsunds. Veldur mestu það til-
lit sem Frakkar þykjast þurfa að
taka til Múhameðtrúarmanna í
frönsku nýlendunum í Norður-
Afríku og á Sýrlandi, sem væntan-
lega fellur þeim í skaut. Gildir og
hið sama um Indland og fleiri
lönd sem lúta Englendingum. Pví
að Tyrkjasoldán er um leið kalífi
Múhameðsmanna um lönd öll.
— Einn af helstu þjóðmegunar-
fræðingum Dana hefir komið fram
með tillögu um það að skattur sé
lagður á unga og enhleypa menn
á aldrinum 18 — 25 ára. Eigi það
fé svo að geymast þeim til ellinn-
ar. Er í þessu sambandi á það
bent, að við ýmsar atvinnugreinar
séu launin jafn há fyrir unga menn
og roskna, sem þurfa að sjá fyrir
fjölskyldu, en með tilliti til fjölskyldu-
mannanna verði að ákveða launa-
nægja kynslóðinni svo sem vera
ber í þessu efni.
En vanræksla á þessu sviði mun
koma þjóðinni alvarlega í koll í
hinum alvarlegustu efnum, af því
að hún er og hefir verið sú þjóð
sem meir en allar aðrar hefir
mentasl og orðið trúuð og fengið
hvatir til siðferðilegs lífs — fyrir
lestur.
II.
Þar sem síra Ásmundur Guð-
mundsson, skólastjóri á Eiðum,
hefir runnið á vaðið, fyrstur is-
lenskra presta á þessari öld, með
útgáfu húslestrarbókar, á hann
ótviræða þökk skilið af hálfu is-
lenskrar kirkju og allra kristin-
dómsvina í landinu.
Bókin er rúmar 300 blaðsíður í
liku broti og nýjatestamentisútgáf-
an frá 1906. Ræðurnar eru 29,
rúmlega 10 blaðsíður hver og er
það mjög hæfileg lengd.
Málið er hreint og lipurt, prent-
villur því miður nokkrar, en frá-
gangur að öðru leyti prýðilegur.
Bókin er seld í mjög snotru bandi
og kostar 15 kr. Er það nú á tím-
um óvenjulega ódýrt.
Það er ungur, prýðilega mentað-
ur og áhugasamur kristinn maður
sem hér ber fram lífsreynslu sina.
Maður sem sjalfur þekkir þarfir
samtíðarinnar og kröfur ög gerir
hæðina. Ungu og einhleypu menn-
irnir vinni sér inn töluvert meira
en þeir nauðsynlega þurfi og sé
hætt við að þeir venjist á óhóf.
Vegna þessá séu þeir og hinir ó-
trauðustu hvatamenn til verkfalla
og ráði oft hlutfallslega meiru en
rosknu mennirnir,- því að þeir séu
fúsari að sækja fundi í verkaiýðs-
félögunum.
— Mælt er að alíflestir menn
Habsborgarættar — keisaraættar-
innar austurisku — hafi orðið
ásáttir um að leggja niður alla
titla og afsala sér öllum sérrétt-
indum.
— Hið sænska ráðuneyti Hjálm-
ars Brantings er fyrsta sócíalista-
ráðuneytið á Norðurlöndum og
munu menn því veita þvi sérstaka
athygli, hversu það leysir störf sin
af hendi. Branting er maður mjög
mikils metinn um öll Norðurlönd
og það bæði af sínum eigin flokks-
bræðum og af pólitiskum and-
stæðingum. Jafnvel í hægriinanna-
blöðunum dönsku er farið mjög
lofsamlegum orðum um hann og
stjórnarmyndun hans.
— Mikið er um það rætt á
Englandi hvort ekki eigi að breyta
til um herskipasmíð og leggja aðal-
áhersluna á kafbáta, eða kafskip.
Hallast þó flestir að því, að tími
sé enn ekki kominn til þess og
beri hvorttveggja til, að ekki sé
enn bægt að hafa slík skip nægi-
lega vel útbúin og í annan stað
kosti þau margfalt á við ofansjáf-
arherskip. í stað þess beri enn að
stækka herskipin, þó þannig að
sem minst af þeim sé ofan sjáfar,
að stálverja þau æ betur, en eink-
anlega að auka hraða þeirra eftir
því sem frekast er unt. Þótt Eng-
lendingar geri ráð fyrir þeim mögu-
leika að þess kunni að vera skamt
að biða að loftherinn dragi úr
herskipanauðsyninni, þá þora þeir
ekki að slaka neitt á klónni um
að hafa flota sinn æ í hinu full-
komnasta standi.
— I. H. Bernstoff greifi, sem
var sendiherra Pýskalands í Banda-
ríkjunum á stríðsárunum, þangað
til Bandaríkin fóru í stríðið, hefir
nýlega ritað endurminningar sínar
frá þeim árum. Eru þær um leið
vörn fyrir sjálfan hann og fram-
komu Þýskalands og verður að
líta á bókina frá því sjónarhorni,
enda kemur flestum saman um að
margt sé þar reynt að laga í hendi
sér, þá er frá er sagt. Hann lýsir
meðal annars nokkrum helstu
stjórmálamönnum Bandaríkjantia
og fer sumt af því hér á eftir.
Hann telur Wilson glæsilegasta
mælskumann Bandaríkjanna og af-
burða »stílista« á enskt mál. Fram-
grein afstöðu sinnar sem kristins
manns um þær. Hann talar þá
tungu sem fólkið skilur, af því að
hann er að tala um þau viðfangs-
efni sem fólkið sjálft er að fást
við. Það eru timabærar predikanir
sniðnar eftir þörfum og hugsunar-
hætti áheyrendanna.
Með því hefir höf. uppfylt eina
af fyrstu kröfunum sem gera ber
til góðrar húslestrabókar.
Út í guðfræðilegu hliðina skal
alls ekki farið og það með vilja.
Það er svo miklu minna um vert.
Enda sneiðir höf. svo gaumgæfi-
lega hjá því sem best getur orðið,
að koma að slíkum deilumálum,
en heldur sér fast við það sem
verða má til hvatningar um meiri
innileik og heilbrigði trúarlífsins
og betrunar í siðferði. Kristur er
honum alt. Ekki Kristur guðfræð-
inganna, heldur frelsari og meist-
ari leitandi manna.
Það sem eg vildi helst a_ð ræð-
unurn finna er það, að þær séu
ekki nógu fjölbreytilegar og ekki
nóg i þeim af fræðslu. Höf. hefir
afbragðs góð tök á lýsingum og
heimfærslum úr náttúrunni og
sömuleiðis að koma að fögrum
ljóðum. Finst mér þó að sumt af
hinu síðarnefnda hefði fremur mátt
missast. Sakna hins aðallega hve
lítið er af dæmuin bæði úr íslenskri
og erlendri sögu og af margvíslegri
fræðslu, bæði bibliulegri og al-
mennri.
Bókin á skilið hin bestu með-
mæli og bæði höfundur og útgef-
andi eiga þá kröfu að bókinni
verði vel tekið, að hún verði mik-
ið lesin og mikið keypt.
En þörfin er svo mikil fyrir
slíkar bækur sem þessar og hlið-
stæðar, að úr henni er ekki svipað
því bætt með þvi sem nú er til
og fólk fæst til að lesa.
Samanborið við þá miklu bóka-
útgáfu sem leiðtogar spíritista hafa
komið með á markaðinn undan-
farið, standa hinir eiginlegu leið-
togar lútersku kirkjunnar langar
að baki.
Skákþing íslenþinga hefst hér í
bænum 7. þ. m.
Barna dauði er nú töluverður i
bænum; má daglega sjá fleiri en
eina dánarauglýsing í dagblöðun-
um. Flest munu börnin deyja úr
kíghóstanum.
Bátstapi. Tveggja manna far
fórst í vikunni hér á Flóanum.
Voru skipsmenn báðir héðan úr
bænum og hétu: Bjarni Guðbjarna-
son, ættaður af Akranesi og syst-
ursonur hans Guðbiarni Bjarnasou.
jlÆiimismerkt Snorra.
Það er alkunna, að Norðmenn
hafa það nú mjög við orð, að
reisa Snorra Sturlusyni tvö minnis-
merki, eigi annað að vera í Noregi
en hitt að sendast okkur íslend-
ingum að gjöf.
Virðist það Iiggja harla beint
við hver afstaða okkar íslendinga
á að vera i því máli. Hún á að
vera sú ein, að þyggja af fúsum
hug góða gjöf frænda okkar Norð-
manna, en vera ekki með neinn
slettirekuskap um það, hvernig
þeir haga gjöfinni, á hvern hátt
þeim virðist rétt að reisa Snorra
minnismerki á íslandi, eða hvar.
Því miður er það nú opinbert
orðið, að allir íslendingar kunna
sig ekki svo vel.
Einn af starfsmönnum Morgun-
blaðsins ritar grein í það síðast-
liðinn sunnudag, þar honum þykir
það »eðlilegra«, að »Norðmenn
vildu heyra álit íslendinga, áður
en til framkvæmda kemur«, í
þessu máli.
»Vér erum einrænir, íslendingar,
og ill að gera oss til hæfis«, segir
hann. Þá talar hann um hvers-
konar minnismerki »yrði oss ekki
kærkomið«. Og margt og margt
er annað í sama tón.
Það eina sem ekki er undar-
legt um þessi ummæli er það, að
úr því að slíkt átti að koma fram,
að það þá kom fram í Morgun-
blaðinu.
Verður að mólmæla slíkum ó-
heyrilegum slettirekuskap opinber-
lega og mun óhætt að fullyrða,
að þeir eru fáir íslendingarnir,
sem eru »einrænir« á þessa lund,
eins og þessi Morgunblaðs-rithöf-
undur, eða eins ilt »að gera tilhæfis«.
Vilji frændur okkar Norðmenn
reisa hinum fræga sagnritara minn-
isvarða, þá eru það þeir sem öllu
eiga urn það að ráða og við engi
afskifti af að hafa, nema því að
eins að þeir kveðji okkur til ráða
með sér.
Það er alveg óskylt mál, sem
Morgunblaðs-höfundurinn víkur að
í þessu sambandi. að ná aftur
þeim islensku skjölum, sem i út-
löndum eru, og síst til þess fallið,
að þessu tvennu sé blandað sam-
an, einkanlega þar sem Norðmenn
eiga í því efni að miklu Ieyti
sömu harma að reka og við.
Og þótt það mál muhi vera
fjölda íslendinga hugleikið og hið
mesta kappsmál, þá bætir það ekki
hinn óheyrilega slettirekuskap, að
blanda honurn saman við það.
Má það harla merkilegt teljast,
og lilutaðeigendum síst til sóma,
að eigendur Morgunblaösins skulu
ekki hafa látið blaðið gera ein-
hverja afsökun fyrir svo framúr-
skarandi smekklausa framhleypni.