Tíminn - 03.04.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.04.1920, Blaðsíða 4
52 TÍMINN þeir hann um borgina fagnandi, við stóra fylgd«. »En hann á þetta skilið — og miklu meira!« Ókunni maðurinn leit á konuna og spurði: »Eruð þér kona hans?« »Nei! Eg er gift einum vina hans«. »En þér eigið hér heima?« »Já, við eigum heima uppi á kvistinum og önnumst heimilið fyrir hr. Rossí«. »Og þér dáist mjög að honum«. »Það gera allir, sem þeklcja hann, því að hann er gæskan sjálf. Hann hugsar æ um aðra. Hann hefir enga galla —1 hann er full- kominn .... Hann er . . . . Hún hætti, því að það var eitt- hvað í augnatilliti mannsins, sem kom henni illa. »Hvað heitir maður yðar?« »Hann heitir Brúnó Roccó og er vinur Rossís. Þeir urðu svo ná- kunnugir af því, að þeir kyntust 1 fangelsk. »í fangelsi?« »Já, það er að segja í hermanna- fangelsi. Hr. Rossí neitaði að ganga í herinn og var því hneptur í varð- hald. Hann var spentur á pínu- bekkinn og í tvo daga leið hann eins og Kristur, án þess að stuna heyrðist af vörum hans. En her- maðurinn, sem átti að pina hann, — það var Brúnó og hann hefir sagt mér það sjálfur — fór til yfir- mannsins og sagði: »Herra! Eg get ekki rekið þetta starf«. »Þú mundir vilja fá aunað að starfa?« »Rér ráðið því«, svaraði Brúnó. »Eg mun ekki veita mótþróa og Guð er mér vilni, að mér muni veilast það hægar!« »Var hann þá spentur á pínu- bekkinn?« »Já. Hann og hr. Rossí lágu hvor við annars hlið. En kvölin varð ekki löng, því að það barst út fregn um það og það var gerð- ur svo mikill hávaði út af því, að þeir voru báðir látnir lausir«. »Hver hafði komið því upp?« »Það hafði eg gert. Eg var þá þvottastúlka, en við mistum öll stöðuna við fangelsið, pabbi, rnamma og eg, þótt þau væru bú- in að vera þar eins lengi og mig rekur minni til. En svo giftist eg Brúnó og við tókum að okkur að stjórna heimilinu fyrir hr. Rossí og hann fékk húseigandann hérna til að gera föður minn að dyra- verði«. »Þetta mun vera borðstofan?« spurði ókunni maðuriun. »Já, því er nú ver!« »Hvers vegna segið þér það?« »Af því að borðið stendur þarna og anddj^rið er beint á móli og engin gluggaljöld fyrir glugganum og hann hefir engan frið. Menn nota sér það, að þeir vita, að hann gefur sinn síðasta matarbita, hafi hann ekki annaö! Eg verð stund- um að setja ofan í við hann — eg get ekki annað. Og faðir minn .— þarna niðri, segist aldrei munu sleppa úr hreinsunareldinum, vegna allra þeirra lygasaga, sem hann smíði til þess, að gefa hr. Rossí malfrið«. »Svefnherbergið mun vera þarna inni?« »Nei, það er dagstofan hans og þar talar hann við þingmennina, samverkamennina við blaðið og kjósendurna. Þér getið komið inn ef þér viljið«. Á veggjunum héngu mytidir af Massíni, Garíbaldi, Kossuth, Lin- coln, Washington og Cromwell. Húsgögnin voru fátækleg, en mikið af hinum og þessum gripum. »Petta eru alt saman gjafir«, sagði konan og benti. »Hann fær gjafir hvaðanæfa. Hljóðfærið kom frá Englandi, bækurnar frá Þýska- landi, myndastyttan frá Frakk- landi — en þessi gripur er merki- legastur«. »Fónógraf!« »Já! Það kom plata frá Elbu fyrir viku síðan«. »Frá Elbu? Ef til vill frá pólí- tiskum fanga?« »Hr. Rossí kallaðiþað: wSíðustu Stiy&jið innlenðan iðnaðl Hvað er það sem vér þörfnumst mest? Það er að þvo okkur og baða meira en við gerum, til þess að hinni líkamlegu og andlegu heilbrigði „liríð íari fram“ og til þess þurfum vér sápn. Hingað til hafa verið fluttar til landsins nokkur hundruð smálestlr af sápu á ári — sumar miður góðar — því menn kaupa óséð. En nú þarf ekki að flytja neitt af blauta- sápu eða stangasápu til landsins, þvl hún fæst hér. Verksmiðjan „SER0S“ í Reykjavík býr til og selur kaupmönnum og kaupíölögum þá heztu sápu sera hægt er að fá, og kostar hún í smásölu kr. 2,30 pr. kíló, og fæst nú þegar hjá þessum verzlunum hér í bænum. Bækur og- ritföng’ kaupa meim í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar ján A. Ólafsson og var úr Reykja- vík, en ættaður vestan af Rauða- sandi í Barðastrandarsýslu. Látinn er hér í bænum í síð- ustu viku Þorsteinn Guðmundsson yfirfiskimatsmaður, hinn mesti sæmdar- og atorkumaður. Helgafellsprestakall — Stykkis- hólmur — er auglýst til umsóknar. ■Verzluniin „Yísir44 Laugaveg i. Jóh. Ögm. Oddsson Laugaveg 63. Verzl. Gr. Olsen Aðalstræti 6. Sigurður Skúlason Pósthússtræti 9. Verzlunin „Vaönes“ Laugaveg. Elías Lyngdal Njalsgötu 23. Guðjón Jónsson Hverfisgötu 50. II. Gunnlögss. &. Co. Vasturgötu 20. dléalúhöfuna fíafir Jón Hjartars. & Oo Hafnarstræti 4. Gunnar Pórðarson Laugaveg 64. 'V'erzl. „Breiöablik“ Lækjargötu 10. \ Sigurjón &étursson Hafnarstræti 18. Símar 137 og 837. orð deyjandi manns!« »Við verð- um að spara fé til þess, að geta keypt fónógraf og heyrt hvað stend- ur á plötunnk, sagði hann. En daginn eftir var komið með fónó- grafinn inn i stofuna«. »Heyrði hann þá orðsendinguna frá Elbu?« »Eg veit það ekki — eg hefi ekki spurt að þvi. Hann lætur vél- ina oft ganga til þess að skemta drengnum. En eg hefi aldrei séð hann taka plötuna. — Hér er svefn- herbergið. Gerið svo vel að koma inn«. Það var lítið herbergi, bjart og vingjarnlegt. Skrifborð stóð út við gluggann, og á því voru stórir haugar af blöðum. »Þetta mun líka vera g jöf«, sagði ókunni maðurinn og tók rýting af borðinu og reyndi eggina á nöglinni. »Já, hann notar hann sem pappírs- hnif. Honum var líka einu sinni send sexhleypt skammbyssa, en hann notar hana ekkert, svo hún liggur víst einhversstaðar í blaða- búnkanum«. »Hver er þetta?« Ókunni mað- urinn skoðaði gamla, daufa mynd j fílabeinsramma, sem hékk við hliðina á rúminu. Það var mynd af göinlum manni, með hált enni og föðurlegan svip. »Það mun vera einhver af hin- um ensku vinum hr. Rossís«. »Myndin er a. m. k. tekin í Englandi, þó að svipurinn á and- litinu sé rómverskur...........En þetta mun vera enskt« . . . . ! og ókunni maðurinn tók ramma af veggnum. Það var ekki mynd undir glerinu, heldur skrifuð orð, líkt og ritningarstaðir, sem guðhrætt fólk var vant að hafa á áberandi stað, í gamla daga. »Hann elskar England og þreyt- ist aldrei að tala um mikilleik þess«. Nú heyrðust ótal fagnaðaróp og mikill mannfjöldi kom nær. Dreng- urinn æpti af ánægju og ókunni maðurinn heyrði það, að konan fór út. Hann stóð kyr, hélt á tréramm- anum i hendinni og las orðin sem skráð voru á ensku, undir glerinu: »Frá hverju er eg kallaður?« »Frá ást á auðæfum, heiðri, heimili og konum!« »Til bvers er eg kallaður?« »Til þess að tilbiðja Drottin og þjóna mönnunum, í fátækt, hreinleika og hlýðni!« »Hvers vegna er eg kallaður?« »Vegna þess að hinum Almátka hefir þóknast, að láta mig vera heimilislausan, landflótta vegfar- anda, án föður og móður, systur og bróður, frænda eða vinar«. »í ugg og ótta rita eg nafn mitt óverðugur, í þeirri von, að rödd hjarta míns leiði mig ekki afvega«. D. L. London. Eiðaskólinn. [Askorun sú, sem hér fer á eftir, var send síöasta Alþingi. Voru uiidirrituö nöfn um 100 kjósenda]. Við undirritaðir Alþingiskjósend- ur á Fljólsdalshéraði leyfum oss hér með að skora á hina háltvirtu Alþingismenn Múlasýslna að flytja á næsta Alþingi frumvarp um að alþýðuskólinn á Eiðum verði flutt- ur að Hallormsstað. z Ástæðan til þess, að vér förum fram á að frumvarp í þessa átt verði flutl og samþykt á Alþingi nú, er sú, að ákveðið hefir verið, að byggja skólahús fyrir skólann á yfirstandandi ári eða næstu ár- um; því ef hið hás Alþingi féllist á flutning skólans, þá væri sjálf- sagt að byggja hið nýja skólahús á Hallormsstað en eltki á Eiðum. En ástæðurnar til þess að flytja skólann að Hallormssað eru eink- um þessar: 1. Hallormsstaður er, að vorri ætl- un, hentugri staður fyrir slíkan alþýðuskóla til sveitar en Eið- ar, — sem síðar verður bent á nánar. 2. Hallormsstaður lætur í té meira af þeim jarðarafurðum sem slíkur sveitarskóli þarf, svo sem: a. Eldsneyti nægt úr skóginum. b. Mjólk, sem telja má lífsnauð- synlega fyrir slíkan skóla, því Hallormsstaður leyfir mik- ið meiri nautgriparækt en Eiðar, en sauðfjárræktar telj- um vér ekki þörf vegna skól- ans. c. Jarðepli, sem má rækta miklu meiri á Hallormsstað en á Eiðum. 3. Það gæti verið til eflingar skóg- ræktinni á Hallormsstað og skóg- rækt alment: a. Með þvi að eldsneytisþörf skólans — til viðbótar við aðra þörf skógarnytja — knýði til þess að meira yrði unnið að því að grysja skóginn en nú er gjört, — sem brýn þörf er á. b. Með því að nemendur ættu kost á að kynnast skógrækt og vinna að henni (á vorin), og gæti það orðið til þess að eíla áhuga manna fyrir skóg- rækt alment. Enda æskilegt að hafa námsskeið í skóg- rækt í sambandi við skólann. 4. Ef skólinn væri á Hallormsstað, mætti nota skólahúsið á sumr- um lil að taka á móti ferða- mönnum innlendum og útlend- um, en til þess eru nú hvorki næg né viðunandi húsakynni á Hallormsstað, og þyrfti, ef til vill, að tryggja þau í því skyni hvort sem er, og væru þau hús þá ónotuð á vetrum. 5. Nú, þegar farin eru að tíðkast ýms sameiginleg mót fyrir Norð- urlönd.svo sem stúdenla-.lækna-, guðfræðinga-, lögfræðinga-, o. fl., og þar sem ísland er nú komið í tölu hinna sjálfstæðu ríkja, er enginn efi á, að það tekur þátt í slíkum mótum, og yrðu þau að sjálfsögðu haldin hér á landi við og við. — Væri vandfund- inn fegurri og skemtilegri stað- ur til þess en Hallormsstaður, og vandfundin auðveldari og ó- dýrari leið til undirbúnings þvi, en að reisa Eiðaskóla þar. 6. Hallormsstaður er, að vorri hyggju, einhver allra fegursti staður á öllu landinu fyrir al- þýðuskóla til sveitar. — Gæti slíkt haft allmikla þýðingu, bæði fyrir aðsókn að skólanum og þroska nemenda. Vér teljum vafalaust að ríkis- sjóður geti fengið fult verð fyrir eignir sínar á Eiðum, á einn eða annan hátt, sem henta þætti. Virðingarfylst. í janúarmánuði 1920. (Undirskriftirnar). Fréttir. Tíðin. Hláka alla Jvikuna og blíðviðri, úrkoma nokkur. Messur hófusl aftur hér f bæn- um á Pálmasunnudag. Veikindin eru mjög að minka í bænum. Síðustu sjúklingarnir á förum úr barnaskólanum. Skólai’nir. Flestir skólanna hafa nú aftur tekið til starfa. Samkomubannið innan Reykja- víkur hefir verið afnumið. Þó gilda nokkrar takmarkanir enn um kvikmynda-leikhúsin. Slys. Siðastliðinn mánudag tók mann út af »Jóni Forseta« og náðist ekki aftur, Hét hann Krist-; Borgarstjórinn. Mikið er rætt um borgarstjórakosninguna í Reykja- vik. Er talið víst að Knud Zimsen sæki á ný. Pýskt skip sem var á leið hing- að með saltfarm, lenti í hinum mestu hrakningum, skemdist skipið og skipstjóra tók út. Voru skip- verjar mjög aðfram komnir af vosbúð og hungri, þá er einn ís- lensku botnvörpunganna bjargaði skipinu hingað á höfn. Garðyrkjufólagið hefir nýlega sent út »Ársrit« sitt fyrir yfirstand- andi ár. Eru þar í ágætar hugvekj- ur. Hin fyrri um kartöflur eftir Hannes Thorsteinsson bankastjóra, en hin síðari um vermireiti eftir Einar Helgason, auk smælkis. Eru félagsmenn Garðyrkjufélagsins nú alls 116, 53 æfifélagar og 63 árs- félagar. Er árstillag 2 kr., en æfi- tillag 20 kr. Er þess að vænta að miklu fleiri verði til þess að styðja félagið með því að ganga í það. Félagsmenn fá Ársritið ókeypis meðan upplagið endist. Síra Kjartan Helgason. Vestur- íslendingar hafa tekið síra Kjartani tveim höndum, sem líklegt var. Hefir liann nú ferðast víða um bygðir íslendinga. Hefir honum verið sýndur margfaldur sómi. Á fyrsla ársþingi þjóðræknisfélagsins var hann kosinn lífstíðar heiðurs- félagi félagsins. Magnús Gíslason Goodmann frá Winnipeg getur sér þar mikinn orðstír fyrir íþróttir, einkanlega skautahlaup. Rar hann nýlega frægan sigur úr býtum í allsherjar- skautakapphlaupi fyrir Manítoba- fylki og vann þá í þriðja sinn verðlaunabikar, sem þá er orðinn eign hans. Er Magnús að eins tví- tugnr að aldri og er nú í New- York og tekur þar þátt í skauta- kapphlaupum. Umsóknarfrestur um Eyjafjarð- arsýslu er liðinn og eru þessir umsækjendur: Steingrímur Jónsson sýslumaður á Húsavík, Sigurður Eggerz fyrv. ráðherra, Ari Arnalds, Júlíus Havsteen, Sigurður Sigurðs- son frá Vigur, Jón Sigtryggsson og Marínó Hafstein. Nýtt fólag hafa lögfræðingar og hagfræðingar í bænum stofnað með sér. Mun það meðal annars hafa í hyggju að gefa út tímarit. Ágætur afli er nú sagður úr öll- um vertíðarstöðvunum, enda góð- ar gæftir upp á síðkastið. íslenskan og enskan. Fer það að líkindum að þjóðernis baráttan verður erfiðari löndum vestra. Fyrsti lúterki söfnuðurinn í Winni- peg hefir orðið að hníga að því ráði, að láta kristindómskensluna í sunnudagaskólanum fara fram bæði á ensku og íslensku, eftir þvi sem kosið verður af hlutað- eigendum. Hafi mörg barnanna kenslunnar lítil not, fari hún fram á íslensku. »f*au séu orðin svo ensk«. Ritstjóri: Trygffvi ÞórhallBBon Laufási. Sími 91. Prentsmiófan Guicnherg. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.