Tíminn - 10.04.1920, Page 3
T1 M IN N
Lifebuoy- hveitið
er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið
ávalt. um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti.
Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt
það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. I5að er mjög ódýrt
eftir gæðum.
Par sem alt hveiti heflr nú hækkað i verði er enn brýnni þörf
en eila að ná i notadrýgstu tegundirnar.
Að bjarga sér á lánum er ófær
leið, enda fást þau eigi. Úrræðið
er þá eitt, að spara par til fram
úr sér. Annars blasir við gjald-
þrot og almenn hnignun. Verkefni
innflutningsnefndar er einmitt þetta,
að knýja menn til að spara, a. m.
k. flest sem getur talist óhófsvara.
Nefndin þarf að sýna ráðríki og
hörku í að bera vit fyrir mönnum.
T. d. er talið að átt hafi að flytja
inn bíla fyrir fé sem skifli hundr-
nöum þúsunda. Nefndin mun að
sjálfsögðu hindra slikt ráðlag, því
að öll þjóðin líður við óhagstætt
gjaldgengi, sem er afleiðing óhófs-
eyðslunnar. En milliliðirnir, eink-
um fyrir austan og norðan, hafa
verið samir við sig. Tryllast þeir
móti þessum sjálfsögðu aðgerðum
og heimta að mega flytja inn
glingrið og prjálið. Auglýsingablöð-
in í Rvík taka í þann strenginn,
alveg eins og forðum er þau vildu
drepa landsverslunina. En þjóðin
þarf að vita hvað til hennar frið-
ar heyrir í þessu máli. Verði spilt
starfin nefndarinnar, bitna afleið-
ingarnar óhjákvæmilega á hverju
einasta maunsbarni í landinu.
Flóaáveitan.
Sumstaðar kveður við að óhæfa
sé að láta 2—3 togaraverð í að
rækta Flóann. Jafnvel ekki grun-
laust um að reynt sé að spilla
landssjóðsláninu til að koma fyrir-
tæki þvi fyrir kattarnef. Var leitt
aö sjá höfnðstaðarbraskarana
nota heiðvirt blað til að spilla
fyrir málitiu. Telja þessa litlu fjár-
hæð eftir landbúnaðinum. Á hitt
ekki minst að hver miljónin velt-
ur nú úr landi eftir aðra í vafa-
söm togarakaup, svo að jafnvel
sjálfu Mbl. þykir ineir en nóg um
dugnaðinn. Þvert á móti er sjálf-
sagt að byrja að vinna í Fióanum
nú í sumar, fylgja fast eftir með
verkið, og láta engum, hvorki há-
um eða lágum haldast uppi að
bregða fæti fyrir það þýðingar-
mikla stórmál.
Framtak og vesaldómur.
Dýrar urðu kaupstaðarferðirn-
ar Vestur-Skaftfellingum fyrrum.
Hálfsmánaðarferð til Reykjavíkur
eða Djúpavogs, yfir fjölmargar ill-
færar ár. En þetta hafa Skaftfell-
ingar barist við öld eftir öld og
ekki látið hugfallast. En mikil er
samt breytingin til bóta sem orðin
er þar í sýslunni á síðustu árum,
og sem eingöngu er að þakka at-
orku og hutvitsemi samvinnufor-
kólfanna þar í sýslunni. Nú er þar
myndarlegt kaupfélag, sem innan
skams mun gela fullnægt þörfum
allra sýslubúa. Verslunararðurinn
liggja til þess, er einn lögreglu-
stjóri lætur brjóta lög landsins,
þau er hann er settur til þess að
gæta að haldin séu, svo að segja
rétt við nefið á sér, og skiftir sér
ekki af. Því síður er skiljanlegt,
ef slíkur maður stingur undir stól
kærum yfir spellverkum, slíkum
sem þeim, er nefnd eru hér að
framan, eða dregur á langinn að
sinna þeim. En tvær ástæður slíks
aðgerðaleysis virðast mér hugsan-
legar:
1. Að tómlæti og leti hamli sýslu-
manninum að rækja störf sín
— að hann nenni því ekki, —
og
2. Að haun sé sjálfur elskur að
forboðnu eplunum, og hafi sam-
hug með þeim, er líkt stendur
á fyrir.
Eg skal engum getum leiða að,
og þvi síður fullyrða, hvort ofan-
greind óheilindi eru að sýsluraanni
Árnesinga og gera hann óhæfilegt
yfirvald. Eg vil vona, mannsins
vegna, að það sé ekki, heldurhafi
hann ástæður, göfugar og góðar,
lil þess að fara að svo sem hann
gerir. En almenningurinn hér um
slóðir hefir sínar skoðanir á að-
stöðu G. Eggerz til þeirra manna,
er bannlögin brjóta, og les rökin,
sem þær eru reistar á, milli kunnra
lina í lífi hans. En þær skoðanir
kotpa ekki á pappír, i þetta skifti.
rennur ekki lengur f vasa óþarfra
milliliða. »Skaftfellingurcc, stór bát-
ur sem sýslubúar eiga, flytur vör-
ur til og frá sýslunni. Hálfsmán-
aðar ferðirnar eru lagðar niður,
því að kaupfélagið lætur skipa
upp vörum hér og þar við sand-
ana, þegar veðurátta leyfir. Fyrir
bragðið fær sú sýsla, sem hefir
einna erfiðust náltúruskilyrði,
besta verslun og auðveldasta að-
drætti. Hætt er að reka féð til
Rvíkur á haustin. Einn hugvits-
samur Skaftfellingur sá að koma
mátti kjötinu burtu frá Vík, þrátt
fyrir haustbrimin. Tunnurnar eru
dregnar á streng út úr brimgarð-
inum og lyft upp á skipið þó að
ólgan sé mikil. Alt þetta hafa hér-
aðsbúar hugsað og framkvæmt
sjálfir. Ekki hefir wskrafskjóðancc
með gyltu húfuna lagt þar neitt
til málanna. Liklega haft nóg með
að halda ævarandi vörð um tóm-
leik sinnar eigin sálar. En hvort
skilur eftir dýpra spor: hin hygna
atorka bændanná eða grunnfærni
gortarans? I Skaftafellssýslu er
reynslan búin að skera úr, þótt
dómur sé að nokkru leyti ófallinn.
„Lang8nm“ í stjóvn.
Tæplega hefir enn verið skýrt
nógu rækilega frá því, hve miklum
harmkvælum það var bundið fyrir
»langsaracc að koma manni úr sin-
um hóp í stjórnina. Enginn flokk-
ur vildi vinna með þeim, nema
nokkrar villuráfandi sálir úr Heima-
stjórn, sem ekki höfðu fjarskalega
miklu að tapa í almenningsálitinu.
Langarar sáu að ekki var viðlit
að koma Einari Þorgils., Birni Kr.,
Gisla eða Proppé að, hvað þá Sig.
í Vigur. Þeir báru allir sinn dóm
með sér. Magnús Guðmundsson
þólti minst mengaður af sinum
eigin flokki og stefnu, því að hann
hafði í lengstu lög reynt að vera
nær því heimulegur lærisveinn1)
Einars Arnórssonar. Magnús var þá
látinn afneita langsuin um stund.
Lét hann óspart í veðri vaka, að
hann ætlaði að yfirgefa þá með
öllu og hverfa lil Heimastjórnar
og bæta ráð sitt varanlega. Skildu
menn svo að honum þætti nú
margt miður um E. A.; Gísli væri
lítið nema málæðið o. s. frv. Fáir
eða engir létu blekkjast af þessu,
sist þeir sem þektu manninn og
fortið hans. En þessi skrípaleikur
brá ljósi yfir það, hvaða skoðun
langsarar hafa á sjálfum sér, og að
þeir vita hvað þjóðin heldur um þá.
1) Kunnugir vissu að visu, að M. G.
var alt af fullkominn langsari, hafði
skrifað væmið lof um E. A. i Óðinn í
vor sem leið, og mælt fast með E. A.
i samninganefndina 1918.
IV.
Það gefur að skilja, þar sem
hér er drykkjuskapur slíkur, sem
að framan er sagt, að hér hlýtur
að vera einhver sirennandi upp-
spretta áfengis — e. t. v. fleiri en
ein. Hingað eru, svo sem kunn-
ugt er, engar siglingar, þær er
teljandi sé, og fá menn því ekki
áfengi úr skipum. Engar“leljandi
samgöngur hafa verið við Reykja-
vík né nokkurn annan hafnarstað
um langan aldur. Er því bersýni-
legt, að áfengi það, er ýmsir efn-
ismenn hér nota til þess að skola
með úr sér skynseminni, er tekið
af foröa hér á staðnura. Einstöku
menn, helst gamlir drykkjumenn,
bjargast við suðuspritt, en eg hugsa,
að allur Qöldi hinna drekkandi
rnanna hafi eitthvað annað — betra!
Verður þá mörgum að líta illu
hornauga til lyfjabúðar þeirrar, er
stofnuð var hér á Bakkanum s. 1.
haust. Veit eg ekki, á hve sterk-
um rökurn grunur sá er reistur,
að lyfjabúðin selji áfengi óleyfilega,
en almennur er hann. Er ósenni-
legt, að lyfsalinn lægi undir sliku
orði, ef ósatt væri, en heimtaði
rannsókn, ef hann treystist að
slandast hana.
Hvort M. G. hefir langað svona
mikið í nokkra mánaða frægðar-
rýra setu í ráðherrasessi, eða
hvort flokkurinn hefir rekið hann
áfram, t. d. til að gæta hagsmuna
milliiiðanna um undirbúning skatta-
málanna, skal látið ósagt. En svo
mikið er víst að í þeirri von að
létta ráðherraveiðina afneitaði M.
G. samherjum sínum, og þeir
honum þar sem haldið var að það
ætli við. En jafn slcjótt og skeytið
kom, um að M. G. fengi að lafa
stuðningslaus í ráðuneytinn fram
yfir þingið, kastaði G. Sv. grím-
unni fyrir hönd M. G. og flokks-
ins. Sannaðist þar þá skjallega, og
síðar í Mbl., það sem Iangsum
þorði ekki að láta sjá frá byrjun
að M. G. var hold af holdi langs-
ara og átti að reka þeirra erindi.
Þessi óþarfi yfirdrepsskapur, sem
allir skildu frá upphafi, og drógu
dár að, sýnir af hvaða tægi greind
þeirra manna er, sem ætla að halda
saman landsmálaflokki upp á það
að fyrirverða sig hver fyrir annan
og skoða það helstu framavonina
að afneita félagsbrœðrunum til að
geta falið innri manninu meðan
vegtylla er tekin traustataki.
Og fávíslega er talað, þegar einn
úr þessari samkundu spyr hvers-
vegna hann sé álitinn póliliskur
spekúlant. Hefir hann ekki nú í
nokkur missiri bergmálað í þinginu
falska tóna milliliðanna um að
þjóðin mætti ekki bjarga sjálfri sér
undan hungurvofunui? Hvenær
hefir hann í þingínu sýnt áhuga
eða framsýni viðvikjandi öðru en
þvi að koma eiuum eða fleiri úr
braskflokknum (sbr. síldarþre-
menningana o. fl.) i ráðherrasæti?
Man hann enn hvernig hann og ann-
ar núverandi samherji hans iwúrval-
inu« B. Kr. hafa lýst hvor öðrum í
Landinu og ísafold fyrir fáuin miss-
irum? Sú lýsing var ekki fögur.
En þeir þekkja hvor annan mæta
vel, og það væri vafalaust viður-
hluta mikið að bera þeim á brýn, að
þeir hefðu þá farið með vísvitandi
ósaunindi, þar sem þeir voru að
V.
Skyndimynd sú, sem dregin er
hér að framan, sýnir auðvitað ekki
nema örlitinn hluta alls þess arfa,
er þrífst i skjóli löggæsluleysisins
hér i Árnessýslu, og þó einkuin á
Eyrarbakka. Ástandið hér er á-
takanlegra en svo, að orð fái lýst.
En hvað segir þjóðin um slíkt?
Eða landsstjórnin?
Finst henni ekki Árnesingar hafa
fyrirgefið nóg?
Eyrarbakka 28. mars 1920.
Aðalsteinn Sigmundsson
skólastjóri.
Ný sóttarhætta. ísland kom frá
Kaupm.h. siðastliðiun Iaugardag
og hafði komið við i Englandi.
Höfðu einhverjir farþegar smitast
þar af inflúensu og fleiri veikst af
þeim á skipinu. Skipið var þvi
selt í sóttkví, er hingað kom, þar
eð grunur lék á, að hér gæti verri
legund vcikinnar verið á ferðinui.
Voru sjúklingarnir fluttir inn í
sóltvarnahús, en aðrir farþegar eru
einangraðir í Kennaraskólanum.
AVl Hafið þér gerst kaupandi
að Elmr'eiðimiií
þjóna eðlinu. En nú flatmaga þess-
ir menn í pólitisku vinfengi í »úr-
vals útgáfucc milliliðaflokksins. Og
til hvers? Ekkert sameiginlegt á-
hugamál hefir orðið vart við 1
fórum þeirra nema að vilja uota
hvor annan til að ná í vegtyllur,
sem alls ekki hefðu fengist nema
með svona lítiðvirðulegri auðmýk-
ingu. Eða vill fyrirspyrjaudinn
sjálfur gefa aðra eðlilegri skýringu
á þessum ófélegu »Hafracc-griðum,
en að þar sé lítilmótlegasla »póli-
tísk spekúlationcc með í leiknuin?
^oirgin eilífa
eftir
all Miffiine.
III.
Vinir Daviðs Rossis báru hann
heim í sigurför, með hlátri, spaugs-
yrðum og fagnaðarlátum. Var
Brúnó þar fremstur i flokki og lét
fjúka íyudni og illmæli. Kom það
einkum niður á kirkju og páfa.
Davíð Rossí tók fram í fyrir honum.
»Bræður! Verum róiegir og gæl-
um hófs. Það er fánýtt að henda
gaman að gamalmenni, sem aldrei
hefir gert neinum mein. Páíinn
helir ekki viljað veila okkur áheyrn
í dag, en við megum ekki gleyma
því að líferni hans er okkur öllurn
lil fyrirmyndarcc.
»Það geta allir siglt við blásandi
byr«, sagði Brúnó.
Rossi hélt áfram máli síuu.
»Mér er það ljóst orðið af því
sem við hefir borið i dag, að Guð
er hin einn hjálparhella sem þjóð-
in á. f lögmáli hans mun hún
finna réttlæti, en annarsstaðar ekki.
En við skulnm fara gætilega. Ofsa
er engi þörf, hvorki í orðum né
athöfnum. Sá er sterkastur sem
þolinmóðastur er. Það hefir orðið
ykkur öllum ljóst í dag. Hefðuð
þið slitið mig lausan, væri eg nú
enn fangi, eða Guð má vita hvað
orðið hefði. Eg er lireykin af þoiin-
mæði ykkar og stillingu. Farið nú
heim. Guð veri með ykkurcc.
»Bíðið«, sagði einn úr hópnum.
»Eg ætla að lesa nokkuð, áður en
við föruin. Flokkstjórnin skaut á
fundi, meðan hr. Rossí var á valdi
hermannanna, og skrifaði ávarp.
»Lestu það, Luigi«, sagði Rossí.
»Þar eð við höfum árangurslaust
borið fram mótmæli okkar hjá
þingi og konungi, gegn þeim harð-
stjórnarskatti sem stjórnin hefir
lagt á brauðið lil þess að efla her
og flota — þar eð við höfum
árangurslaust beðið páfann að tala
máli okkar, neyðumst við til að
láta til skarar skríða. Skattalögin
ganga í gildi hinn 1. febrúar. Á
þeim degi skulu allir Rómverjar
dveljast heima fyrir þangað lil
stundu eftir tiðir. Enginn kaupi
brauð, ekkert brauð skal elið verða,
nema það sein börnunum er geíið.
Stundu eftir sólarlag komuin við
saman i Kolosseum tiu þúsundir
svangra manna, einnar sálar og
hugsunar, til þess að laka ákvörð-
un um hvað skyldan bjóði okkur
að gera, urn að tryggja vort dag-
Iegt brauðcc,
»Gottl Afbragð! Stórfenglegtlcc
»Okkur vantar nú ekki annað
eh undirskrift förmannsins«, sagði
55
maðurinn sem lesið hafði og Brúnó
kallaði á penna og blek.
»Þið verðið að lofa mér þvi,
áður en eg rita nafn mitt að vera
allir vopnlausir þennan dag. Viljið
þið lofa því?«
»Jácc, svöruðu margar raBdir og
Davíð Rossí skrifaði undir.
»Bræður!cc sagði hann og lók
upp skrifbók sina. »Eg ætla að
lesa ykkur það sem eg skrifaði í
fangelsinu. Þið hafið lesið mér
ávarp ykkar. Nú skuluð þið fá að
hlíða á trúarjátning okkar og
stjórnarskrá. Eg nota þessi orð
vegna þess að andstæðingar okkar
halda því æ fram að við vitum
hvorki hvað það er sem við von-
um né viljum gera. Við séum
draumóramenn og trúarlegir stjórn-
leysingjar og að áform okkar muni
steypa þjóðinni í dauða og glötuncc.
»Lát heyra!« var sagt einum rómi.
»Lýðveldi inannanna! Trúar-
játning okkar og stjórnarskrá.
Stjórnarskrá okkar er bæn Drott-
ins! — Þeir segja, bræður, að við
höfum trúaróra; en við skulum
minna þá á að allar þær byltingar
hafa farið út um þúfur, sem hafa
verið sprotnar at eigingjörnuin
hvötum og drotnunargirni, en hin-
ar sem reknar eru í nafni trúar-
innar, er að vísu hægt að kæfa í
biii, en þær hjaðna ekki aftur fyr
en sigur er unninncc.
»Bæn Drottins er sex setningar.
Þrjár luta einkum að andlegum
þörfum mannanna, hinar að hinum
líkamlegu. Bæn Droltins byrjar
þannig: Faðir vor, þú sem ert á
himnum! Sé Guð faðir allra, þá
eru allir menn bræður, og allir
jafn hátt settir, þar eð þeir eru
bræður. Það er þess vegna rangt,
þá er einn maður aflar sér mynd-
i ugleika yfir öðrum. Ivonungurinn
á því engan tilverurétt. Séu allir
menn bræður eiga þeir að lifa
saman eins og bræður, þ. e. í friði
og eindrægni. Allar styrjaldir óiikra
þjóða milli eru því synd. Herir
flotar og landamæri eiga ekki að
vera til. Sú tilfinning sem kölluð
er ælljarðarást á engan tilveruréttcc.
»Það stendur í bæn Drottins:
Gef oss i dag vort daglegt brauð.
Kornið sem vex á jörðinni er vort
daglegt brauð. Jörðin er ekki
manna verk; hún er gjöf Drotlins
til mannanna og er eign þeirra
allra. Það er því rangl að eiga
land. Eiustaklingurinn heíir ekki
rélt til þess að ráða yfir ávexti
jarðarinnarcc.
»Það stendur í bæn Drottius:
Til komi þitt riki. Verði þinn vilji,
svo á jörðu sem á himnum. Við
biðjum um að Guðsriki komi til
vor, og oklcur er óhætt að vona
og bíða komu þess. Gœti það ekki
komið á jörðu, þá er það draum-
ur og ekkert annað - bæn Drolt-
ins væri þá ósannindi og hörmuleg-
asta tál, svik við sál og hjarla
mannkynsinscc.
»Þetta er stjórnarskrá okkar,
eins og eg skil hana. Hlýðið nú á
trúarjátninguna sem eg leiði af
liennicc.
Áheyrendurnir létu samþykki
sitt í ljósi við og við. Nú varð
aftur þögn.
»Við trúum að Guð sé upp-
spretta alls réttlætis og valds!«
»Við trúum að það sé verkefni
stjórnanna, að tryggja öllum rnönn-
um fult jafnrétti um hlutdeild í
þeim réttindum sem þeir eru born-
ir til sem Guðs börncc.
»Við trúum að allar stjórnir eigi
að þyggja vald sitt af þeim þjóð-
um sem þær stjórna.
»Við trúum að tilbúinn mismun-
ur í Jign geti ekki verið undirstaða
undir góða stjórncc.
»Við trúum að það sé skylda
þjóðanna að steypa stjórnum af
stóli, þá er þær virða mannrétt-
indin að vettugicc.
»Við trúum að ofbeldi í hvaða
mynd sem er sé ósamrýmanlegl
andanum í iögmáli Guðsa.
»Við trúum að bæn og mótmæli
séu hin einu vopn sem mönnun-
um er heimilt að beita — bænin
til Guðs — og raótroæli jrf u
__ rnenn eiga í hlut«,