Tíminn - 12.06.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.06.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Guð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. IY. ár. Reykjavík, 12. júní 1920 23. blað. Ríkissjóðslánið. Ríklasjóðslán erlendls. Erlendir fjármálamenn hafa full- an skilning á því, hversu mikið er í húfi fyrir landið, þá er stofnað er lil lántöku handa þvi innan- lands. það er sem sé algengasti og sjálfsagðasti mælikvarði á gjald- þol landsins, hversu fúsir lands- menn sjálfir eru á að lána landi sínu fé. Fjármálastjórnirnar hafa að sjálf- sögðu forystuna á hendi um að afla fjárins og leita fyrst og fremst samvinnu við blöðin. Meðan frest- urinn stendur um þátttöku í lán- inu, er málinu æ haldið vakandi með anglýsingum í blöðunum, livetjandi og áberandi, og almenn- ingi gert sem allra greiðast fyrir um þátttöku. E*á eru menn fengnir til að rita greinar í blöðin, fræð- andi greinar og hvetjandi. Það er lögð áhersla á hvorttveggja: að það sé tryggilegt og hyggilegt fyrir þá sem fé eiga á vöxtum að lána það landinu, og að það sé verk sem menn eigi að gera af föðurlandsást. Oft er miklu rneira gert en þetta. Kvikmyndahúsin eru tekin í þessa þjónustu. í hléum milli mynda koma áskoranir til manna um að lána landi sinu, og ekkert sparað um að ná til hvers einasta manns um þátttöku. Ræðuinenn eru fengn- ir lil aö halda stuttar en kjarn- góðar hvatningaræður um þátttöku í láninu. Á járnbrautaslöðvum og vögnum, í gildaskálum og leikhús- um o. s. frv. — alstaðar verða fyrir mönnum áskoranir um að lána landinu fé. Það er haft enn rneira við þá menn, sem það er sérstaklega kunnugt um, að hafi yfir meiru fé að ráða en allur almenningur. Þeim eru skrifuð sérstök áskor- anabréf um þátttökuna, eða menn sendir gagngert til að hafa tal af þeim. Og þar er ekki látið sitja, við landsmenn sjálfa. Það bregst t, d. varla, þá er ríkislánsútboð stendur yfir nærlendis, að hinir og þessir menn hér á landi fá bréf og áskoranir um hluttöku og nákvæmar upplýsingar um lánið — og þess munu ekki vera fá dæmi að það hafi borið árangur. Slíkar aðferðir sem þessar, eru taldar alveg sjálfsagðar ytra og út- koman verður mikið eftir því hversu vel þeim er beitt. Alvana- legt er að fram sé boðið Iangsam- lega miklu meira fé en um er beðið, stundum mörgum sinnum meira. Það þykir illa að verið ef ekki fæst töluvert meira en um er beðið, hvað þá ef ekki einu sinni fæst svo mikið. Það þykir hinn ótvíræðasti vottur um að landið sé mjög illa statt. Hyggin stjórn lætur sé ekki detta í hug að stofna til lántöku innanlands, nema hún þykist hafa góða von um árangur. Það er álitið alt of hættulegt fyrir álit landsins, að eiga undi því að illa takist. Ríkissjóðslánið íslensba. Fyrsta íslenska, innlenda ríkis- sjóðslánið var boðið út með aug- lýsingu fjámálastjórnar 12. febr. siðastl., samkvæmt samþykt al- þingis, til framkvæmda innanlands. Beðið var um 3 milj. kr. Bank- arnir lofuðu að ábyrgjast sína miljónina hvor, ef þyrfti, og tóku auk þess að sér að veita framlög- um viðtöku frá alnaenningi á öll- um útbúum sínum. Frestur var ákveðinn til 1. júní þ. á. og er því liðinn. Tíminn hefir spurst fyrir um það hjá báðum bönkunum hversu háar þær upphæðir séu sem menn hafa lagt fram í lánið, og fengið að vita að þær eru sorglega lágar. í Landsbankanum, með öllum út- búum hans, hafa ekki komið nema tæplega 415 þús. kr., en síðustu skýrslur eru ekki komnar frá öll- um útbúunum. í íslandsbanka er talan enn lægri, ekki nema um 220 þús. kr. Skýrslur að vísu ekki komnar endanlega frá öllum útr búunum, en vart að gera ráð fyrir að all það fé sem greitt verður um hendur íslandsbanka, verði meira en um 250 þús. kr. Útkoman er því þessi: Pað er mjög ósennilegt að upp- hœð sú öll sem almenningur á ís- landi leggur jram i lánið fari fram úr' 750 þús. kr. — 8/4 úr miljón. — Vilji landsstjórnin halda fast við það að fá þella 3 milj. kr. lán, verður hún fyrst og fremst að nota sér til hins ýtrasla það sem bankarnir hafa gefið loforð um, en fær þó ekki alt sem um var beðið, þvi að fjórðung vantar upp á lágmarkið sem almenningur var beðinn um. Þegar fréttin berst. Það fer ekki hjá þvi að þessi tíðindi berist til útlanda. Það spyrjast til útlanda minni tíðindi en þau, hvernig fer um innanlands- lántöku ríkis — einkanlega fyrstu lántöku. Fjármálamennirnir hafa eins nánar fregnir af þeim hlutum, eins og bændurnir um heyjabyrgð- - ir hvorir hjá öðrum að vorlagi. Það fer ekki hjá þvi, að þessi frétt baki landi okkar bæði álits- hnekki og skerðing lánstraust — bæði landinu í heild sinni og ein- staklingunum. Erlendir fjármálamenn munu sem sé gera ráð fyrir því, og þeir hafá rétt til að gera ráð fyrir þvi, að menn hafi hér á landi jafnopin augu fyrir því og annarsstaðar hveisu þýðingarmikið það er, að slíkt lánsútboð takist vel og telja því víst að einkis hafi verið látið ófreistað um að fá góðan árangur — en útkoman ekki getað orðið betri. Eins og nú standa sakir um við- skiftahorfur landsins út á við, er það mjög hættulegt og næsta sorg- legt, að þetta þurfti að bætast efaná. Það virðist svo sem það hafi ekki getað verið á óheppilegri tima, sem slík tíðindi spurðust frá landinu. Ályktanirnar sem erlendir fjár- málamenn draga af þessum tíð- indum, eru sem sé þær: að ísland sé svo illa statt fjárhagslega, að landsins eigin börn hvorki geti né þori að lána fé til þeirra fram- kvæmda sem þeirra eigið alþingi hefir ákveðið framkvæmdar, og þó sé um fyrsta innnanlandsmálið að ræða. Yav lánlð réttiuwttt Það má mjög um það deila, ekki síst eftirá, hvort það hafi verið rétt stefna sem tekin var á alþingi í fyrra, að taka ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir út af fjárlögunum, og taka til þeirra sér- stakt lán. Væri það efni í sérstaka grein og hefir áður verið að því vikið hér í blaðinu, hvernig dæma verði um aðgerðir þess þings yfir- leitt í fjármálunum. Það má ennfremur um það deila hvort líminn hafi verið vel eða illa valinn til þess að fá lánið, og mætli um það margt segja. En þetta hvorttveggja gildir einu, um það stóra aðalatriði: að úr þvi út i það var lagt að leila lánsins, þá mátti einkis láta ófreistað um að ná góðum árangri, til þess að sjd borgið áliti og lánstrausti landsins, allra helst á svo erfiðum timum og þeim sem yfir standa. Hvað lieflr verið gert? Það er því miður fljóttalið, sem gert hefir verið til þess að þetta ríkissjóðslán færi þannig að það aflaði landinu meira trausts og álits utanlands. Um leið og lánið var boðið út var það auglýst í vel flestum blöð- um — einu sinni og síðan ekki söguna meir. Eitt blaðanna, Lög- rétta, leyfði bein andtnæli gegn láninu. Engin mótmæli heyrðust gegn því af hálfu réttra hlutaðeig- enda. Rétt síðustu dagana áður en fresturinn var útrunninn, komu stuttar klausur i Morgunblaðinu og Vísi um lánið og má vera að það hafi verið fyrir bending frá fjármálastjórninni. Tíminn fylgdi málinu úr hlaði með eindreginni áskorun til manna um að bregðast vel við. Með þvi lýsti hann sig fúsan til samvinnu. Svo gerðu flest blöð önnur. En það mun ekki hafa verið leitaö samvinnu við neitt blað um að vinna fyrir lánið. Forystan var engin þar sem hún átti að vera. Það hefir yfirleitt ekkert verið gert um að láta lánið takast vel, annað en það sem nú hefir verið talið. Beri menn það saman við það, sem áður er sagt um athafnir er- lendra fjármálasljórna við innan- landslántöku, þá sést mikill mun- ur. Það er eins og hlutaðeigendum hafi alls ekki verið það Ijóst hversu hversu mikið var í húfi. Þurfti 8T# að fara? Það er vitanlegt að ýmislegl má færa fram því til afsökunar að svo fór, sem raun er á orðin. Það eru erfiðir tímar sem yfir standa, sem óþarfi er nánar að rekja, og mönn- um er gjarnt að kippa að sér hendi um að festa fé sitt, þó ekki sé nema að nokkru leyti, undir slíkum kringumstæðum. En á hinn bóginn mætti nefna ótal dæmi því til sönnunar, að menn hafa enn ærið fé handa á milli innanlands, og það er nálega öldungis víst að það heföi mált beina þeim peningastraum að ríkis- sjóðsláninu, miklu meir en orðið hefir. En til þess að það yrði, þurfli að slarfa að því á likan hátt og gert er undir slíkum kringumstæð- um utanlands, þótt í smærri stil væri. Koma kröfunni um framlög heim að bæjardyrum hvers ein- staklings, rökræða málið rösklega og heita á ættjarðarást hvers einstaks. Það er sngum vafa undirorpið að útkoman hefði þá orðið öll önnur. Og það 'sér hver heilvita maður hversu stórkostlega mikill styrkur og álitsauki það hefði orðið út á við fyrir landið, undir núverandi kringumstœðum, að geta bent ölluin þjóðum á það, að þegar islenska rikiö bað um innanlandslán, þá fékk það miklu meir en það bað um. Það hefði getað haft stórkostlega farsæl áhrif. Rangar ályktanír. Nú er það gagnstæða uppi á teningnum og hæltan yfirvofandi, að erlendir fjármálamenn og við- skiftamenn þjóðarinnar drægi af þær ályktanir sem áður eru nefndar. Pað verður að gera þeim rnönn- um það skiljanlegt, að þær álykt- anir eru með öllu rangar. Og það verður fjármálastjórn íslands að sjá um að gert verði. Því að það er alveg rangt að álykta það að gjaldþol íslands sé þrotið, þótt svo lítil þátttaka yrði í ríkisláninu. Ástæðan til þess er sú: að hér var ekkert, eða sama sem ekkert, gert til þess að láta lánið takast vel, forystan um það var engin, engrar samvinnu leitað við blöðin, alls ekki þeim aðferðum beitt sem erlendar þjóðir beita um að láta ríkislán takast vel. Það hefir alls ekki með neinni alvöru verið að því unnið að ná í þetta fé. Úrslitin gefa enga mynd um gjaldþol íslendinga. Þau eru voltur um athafnaleysi þeirra sem for- ystuna áttu að hafa og skilniugs- leysi á því hversu mikið var hér í húfi. Um fjármálastjórnina geta menn því af útkomunni dregið réttar ályktanir, en um jjárhags- ástand landsmanna verða engar ályktanir dregnar, eins og alt er í pottinn búið. Búnaðarhorfur. Fleslum, ef ekki öllum, er stunda landbúnað er það nú orðið ljóst, að verðfall á búnaðarafurðum stendur fyrir dyrum. Til þess að gera ekki úr því neinn spádóm — þeir hafa reynst margir svo lélegir spádómarnir upp á síðkastið — mælti þó orða það á þann veg, að verðlækkunin er ekkert dulið fram- tíðartákn, því hún er þegar komin. Eins og allir vila, er búnaðar- háttum okkar þannig varið, að ekkert ber á sliku mánuðum sam- an —. og hefir þó borið á þessu þegar. Það gekk misjafnlega að selja íslenskar afurðir í fyrrahaust, eins og kunnugt er. Hefir margt verið um það rætt síðan. Ástæðan til þess að það fór eins og það fór, mun að miklu leyti vera inni- falin í þvi, að þeir sem með vör- una fóru, gættu þess eigi, að þá var hámarkið á verðlaginu liðið hjá. Nú veit öll íslenska þjóðin það, að liámarkið það er enn fjarlægar. Svo oft og margfaldlega hefir verið stagast á afleiðingum ófriðar- ins, og hvernig á því stæði, að hlutlausu þjóðirnar, allir, yrðu að kenna á hörmungum þessara ára, að örðugt er að hafa það yfir. En ef svo vill til, að einhver sé enn sem ekki hefir kómið auga á það, þá ætti það að lagast sem fyrst; því allir þurfa að vita það — það kemur öllum við, og ekki síst þeim er landbúnað stunda. Jafnskjótt og ófriðarþjóðirnar »rakna úr rotinu« — ef svo má að orði komast, eftir baráttuna, verð- ur það fyrsta tiltæki þeirra, að leitast við að verða sem óháðastar öðrum efnalega, svo þær geti unn- ið upp tjónið er þær biðu ófriðar- árin. Markmið þeirra alstaðar og í öllu hlýtur að vera, að spara sem mest við sig, komast sem mest og best af með innlendar afurðir. Kemur þar vitanlega jafnt til greina hagsýni og efnaleysi eftir ófriðar-ósköpin. Það nær því ekki nokkurri ált, að lála sér detta í hug, að við fáum sama uppspengda verðið fyrir afurðir okkar og verið hefir. — En hér verður eigi að ræða um það, að komast af með silt, þar eð lifnaðarhættir okkar heimta margt frá útlöndum hvernig sem veltist. Undanfarin ár hafa margir haft það einna mest fyrir augum, að fá' sem mest verð fyrir vörurnar, frek- ar en hitt, að geta framleitt þær fyrir sem lægst verð. — Nú þegar vörur okkar fá keppinauta frá öll- um hliðum, er nágrannalöndin geta seilst ettir landbúnaðarafurð- um um víða veröld, eins og áður, hlýtur athygli manna að beinast aðallega að hinu: Með sem minst- um tilkostnaði að framleiða sem mest. — Á þessu ríður, á þessu veltur, hvernig framtíð landbúnað- arins verður. Útlit er fyrir að sumarið í sum- ar verði búnaðinum sérlega óhag- stætt, að því leyti, að kaupgjaldið alt og vöruverð hefir fram til þessa farið síhækkandi, enda þótt vitanlegt sé að afurðirnar séu fallnar í verði. Spurning sú vakn- ar, hvort bændur hafi tök á að halda svo dýrt kaupafólk sem nú er í boði út um sveitirnar. Kunn- ugir draga það í efa. Eða er ís- lenskur landbúnaðnr að verða einyrkja búskapur? Sleppum við þannig frá góðárunum okkar, með- an allar afurðir voru í háu verði; erum þannig staddir þegar á reyn- ir, eins og útlit er fyrir á næslu árum? Undanfarin ár hafa menn oft í ræöu og rili skemt sér við þá til- hugsun, að allur heyfengur ætti að fást hér af ræktaðri jörð. Það er fögur hugsjón, og sjálfsagt að halda henni við alla leið, þangað til hún _er komin í framkvæmd. En hug- sjónin þessi hún fer máske fyr en varir að íklæðast annari mynd, nálgast það að verða nauðsyn. — Hingað til hefir búskapurinn verið rekinn þannig að lieyjað heíir verið eins lengi sumars og með nokkru móli hefir verið unt. Hversu rýr sem eftirtekjan hefir verið, hefir það þótt affarasælast viðast livar, að eyða tíma, vinnuafli og fé í að yrja og naga engi og haga, eins lengi og fært þykir. Þegar kostnaðurinn við heyskap- inn er orðinn eins tilfinnanlegur og nú, þá hlýlur hver hagsýnn bóndi að gera sér það nokkurn- veginn Ijóst, hve mikið hann þarf að fá eftir kaupafólk sitt til þess að heyskapurinn borgi sig. Hingaðtil hafa jarðabæturnar verið svo torsóttar, að bændur hafa veigrað sér við því að skerða heyfeng sinn í ár, til þess að eiga haun aukiun og tryggari að ári. Lélegi engjaheyskapurinn hefir get- að stolið sumrinu frá jarðarbótum. Eftir því sem minna verður af- gangs af þýða tíma ársins til jarða- bótanna, eftir því verða framfar- irnar í jarðræktinni hægari. Markmiðið verður því þetta: að gera jarðarbæturnar svo auðunnar og auðsóttar, að þær geti orðið bændum sýnilega hagkvæmari, en engjaheyskapurinn dýri og rýri. Af því á að spretta aukin fram- leiðsla, með minni árlegum tilkostn- aði en hingaðtil. Búnaðarskýrslur síðari ára færa mönnum heim sanninn um, að því fer fjarri að nýyrkjan sé að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.