Tíminn - 19.06.1920, Qupperneq 4
96
TÍMINN
brosti hún við honum. Og þá rar
tregðunni lokið.
Akureyri í maí 1920.
Halldóra Bjarnadóttir.
Reykvísk búhygni.
Það er oft talað um mjólkur-
vandræðin í Reykjavík, bæði
mjólkurskort og hátt verð á mjólk.
Það er einhver allra mesti gall-
inn á Reykjavík, sem höfuðstað
landsins og Qölmennustu borg Is-
lands, að landið i kring um hana
skuli vera svo hrjóstrugt og ófrjó-
samt. Með þeim samgöngutækjum
sem enn eru, getur ekki hjá því
farið að afleiðingin verði mjólkur-
skortur og dýr mjólk. Liggur það
í augum uppi hversu mikill kostn-
aðarauki það er mjólkurframleið-
endum, að ekki er nema um tvent
að gera á sumrin: annaðhvort að
halda kúnum á beit á ræktuðum
túnum, eða að hafa þær nálega
þurrar allan sumartímann og gefa
þeim þó fóðurbæti í bæði mál.
Það skilur hver bóndi a. m. k.,
hvað það hefir að segja að besti
mjólkurtími ársins, undir venjuleg-
um kringumstæðum, verður í stað
þess sá lang versti.
Það mætti nokkuð úr þessu
bæta. Reykjavíkurbær á töluvert
land sem með tiltölulega litlum
kostnaði mætti gera að mun betra
beitiland fyrir kýr, en nú er. Það
er t. d. suður í Fossvogi. Hefir þar
töluvert verið gert í áttina. Allstórt
landflæmi hefir verið skurðað og
girt og batnað að mun. Er og
sjálfsagt að kúaeigendur séu látnir
greiða hæfilegt gjald fyrir beitina
og greiða þannig kostnaðinn við
landbótina.
Það var látið heita svo, að land-
bótin í Fossvogi væri gerð til þess
að bæta kúahaganna og þar með
mjólkurvandræðin í bænum og
mjólkurdýrlaikann, enda er það
sem eina landið, af hinu mikla
bæjarlandi, sem bærinn leigir til
beitar.
Og hvernig er svo farið með
þetta land?
Það er komin nokkurnveginn
föst regla á það.
Undireins og nál gægist úr jörð
að vorlagi er hrossum hleypt í
landið. Og það hafa stundúm verið
allstórir hrossahópar sem nagað
hafa stráin og slitið upp jafnóðum
og þau hafa sést og troðið og
sparkað alt landið.
Upp úr Jónsmessu fara hrossin
og þá er mjólkurkúnum boðið upp
á leyfarnar.
afskrift af öllum seðlunum í þar
til gerða bók, og skal þessu hvor-
tveggja lokið áður en eg legg af
stað í næsta leiðangur. Þannig skilst
eg þá við fyrstu sýsluna, sem eg
nefni til hægrivika A. Næsta sum-
ar dvel eg í sýslu B. Þar haga eg
orðasöfnuninni á sama hátt og í
sýslu A, að öðru leyfi en þvi, að
nú hefi eg syrpuna með mér til
minnis og spyr fólkið á dvalastöð-
um mínum, hvort þetta og þetta
orð, orðasamband eða merking,
sem skráð er í syrpuna, tíðkist þar
um slóðir. Að þessu er mikill flýt-
ir. Eg veit það bezt af eiginni reynd,
að þegar fólki er þannig komið á
lagið, rifjast upp fyrir þvi fjöldi
skyldra og jafnvel fjarskyldra orða.
Þar að auki flýtir það fyrir safn-
andanum að vita þegar í stað, eftir
hverju hann á að spyrja og geta
spurt eftir ákveðnum reglum, rakið
sig frá einni greininni til annarar.
Næsta vetur hreinskrifa eg orða-
forðann úr sýslu B. Á nýja seðla
skrifa eg þó að eins þau orð eða
merkingar, sem sýsla B hefir um-
fram eða eitlhvað á annan veg en
sýsla A. En öllu þvi, sem hún hef-
ir sameiginlegt sýslu A, b»ti eg í
heimildar- og heimilsfanga-athuga-
semdirnar, sem til heyra orðaforða
þessar sýslu. Sömuleiðis skrifa eg
að eins það af orða- og merkinga-
forða sýslu B í syrpu, sem hún
Ráðningastofan
óskar eftir körlum og1 konum
til kaupavinnu í sveitum.
Tímarit þj óðræknisfólags
íslendinga í Vesturheimi
I. ár. Verð kr. 6.00.
Að eins 400 eint. komu hingað til landsins og ættu
þau að seljast upp á örskömmum tíma. Pantið því strax!
Sent með póstkröfu hvert á land sem er.
jjúkavershm /rsxls yJrnasonar, Reykjavik.
Meðan þessu fer fram verður
engin bót ráðin á mjólkurskorti og
mjólkurdýrleika í Reykjavík. Það
er drjúgur sopi sem hrossin drekka
frá Reykjavíkurbörnunum á vorin,
þegar þau eru að »undirbúa« kúa-
hagana suður í Fossvogi.
oilífa
cftir
all (jiaina.
Bellíní furstafrú beið eftir Rómu
inni í dagstofunni. Hún lét eins og
ekkert hefði í skorist.
»Eg er að aka að gamni mínu
eins og vant er. Vilið þér ekki aka
með? Ekki það! Hafið svo mikið
fyrir stafni! . . . Eftir á að hyggja,
mín elskulega Róma, þér sneruð
yður vel út úr þessu! Allur bærinn
veit það, að hann er að láta yður
móta sig, og við skiljum! . . . En
ekki ætlaði eg að gleyma því að
eg hefi stúku i sönghöllinni á
morgun, það er verið að leika
»Samson«. Mætti eg bjóða yður og
yðar »Samson« . . . ?
Felice opnaði dyrnar rétt í þessu
fyrir Rossi. Hundurinn kom á hæl-
ana á honum. Donna Róma kynti
þau og furstafrúin sagði:
»Eg var einmitt að spyrja Donnu
Rómu hvort þér munduð vilja
veita mér þá ánægju að sitja í
stúkunni minni á morgun . . .«
Davíð Rossí leit á Rómu.
»Já, Donna Róma verður þar
og ef . . .«
»Eg þakka yður fyrir furslafrú,
mér er það mikil ánægja að koma«.
»Svo borðum við á eftir á
Grand Hotel« og svo kvaddi fursta-
frúin og fór. —
Róma var ekki eins feimin í dag,
en hún var jafnóstyrk er hún hóf
verk sitt. Þegar hún leit í augu
Rossís, lét hún til sín heyra hin
milda' rödd í hrjósti hennar. En
hinn hlutinn í sál hennar vildi
ekki gefast upp að óreyndu.
»Eg hefi hugsað um hana í
alla nótt, söguna sem þér sögðuð
mér í gær, um vin yðar«, sagði
hún. »Eg efa það ekki að hann
hafi verið góður maður, en hann
leiddi ógæfu yfir ástvini sína. Eg
á ekki einungis við foreldra hans,
heldur og konu hans. Mönnum er
ekki leyfilegt að fórna sinu eigin
holdi og blóði fyrir aðra«.
»Það gerði þó Kristur. Vilji
maður vinna fyrir heill mannkyns-
ins, verða ættingjar hans að gera
hefir ekki sameiginlegt sýslu A, en
það, sem þeim er sameiginlegt til-
færi eg við heimilda- og heimilis-
fanga-athugasemdirnar úr sýslu A
í syrpunni.
Með þessum hætti hefi eg hugs-
að mér að halda áfram sýslu úr
sýslu, unz eg hefi svo að segja
þurausið allar sýslur landsins.
Með þessu fyrirkomulagi á ekki
að eins að vera hægt að ná all-
grandgæfilegu yfirliti yfir orðaforða
íslenzkunnar, heldur og unt að sjá,
hvað hinir ýmsu landshlular hafa
þar sameiginlegt og hvað er ólíkt.
En i II. kafla þessarar ritgerðar
veik eg að nauðsyninni á slíkri
þekkingu. — Eg mun og
þar að auki leita mér bréflegrar
fræðslu hjá greinagóðum mönnum
víðs vegar um land. Eg mun yfir-
leitt hagnýta mér hvert tækifæri,
sem eg má missa, til þess að draga
að mér orðaforða og fullkomna
sem bezt þekkingu mína á þessu
sviði.
V.
Þapnig hefi eg hugsað mér fyrir-
komulagið á orðasöfnun minni í
meginatriðunum í framtíðinni. Mér
er mikil ánægja að leysa starfþetta
af hendi, enda er eg sannfærður
um, að það muni á síðar koma
mörgum að notum, ef mér endist
aldur til að lúka þvi og ríkið sér
sóma sinn i að endurgjalda það
eins og siðaðri þjóð sæmir. Gaum-
gæfileg orðasöfnun er geysilega
vandasamt og flókið starf.
Ritað í desember 1919.
ráð fyrir því að hann meti köllun
sína meir en skyldur sinar við þá«.
»En dóttir vinar yðar, barnið.
Hún misti alt, föður sinn líka.
Hver veit hvort honum þótti vænt
um hana?«
»Þótti vænt um hana! Hann
lifði fyrir hana. Hún var honum
æðst af öllu, næst á eftir þvi marki,
sem hann hafði helgað líf sitt.
Þegar móðirin dó, þá var eins og
öll ást hans til foreldra og konu,
snerist um þetta eina barn«.
Það var efunarbros á vörum
hennar.
»Hún var líka yndislega fögur.
Eg man hana enn, með dimmblá
augun og hrafnsvart skínandi hár-
ið. Hún var altaf glöð, eins og
endurskin hinnar heitu sólar föður-
lands okkar«.
Hún leit á hann. Andlitið var
rólegt og hátíðlegt. Þekti hann
hana? Hún fann hve blóðið litaði
kinnarnar.
»0g þó gat hann farið frá henni
til Róms, til þess að fylgja töpuðu
málefni«.
»Það var honum hrygðarefnið
mesta. Hann var sí og æ hræddur
um það að verða hrifinn burt,
áður en sál hennar yrði brynjuð
gegn hörku heimsins og freisting-
um, áður en hún fengi fulla hug-
mynd um það hversu heitt hann
elskaði hana. Heimurinn er svo
vondur, að það gat hugsast að
kjör hennar yrðu svo erfið, að
hún færi að efast um ást föður
sinsl Og það hefði verið svo ótta-
legt fyrir hana!«
Róma leit á hann aftur. Aud-
litið var enn rólegt og hátíðlegt.
»Þegar þetta svikarabréf kom,
þá gat hann ekki látið hjá líða
að verða við óskum þess. Hann
hlaut að verða við beiðni þeirra,
sem voru eins og grafnir lifandi.
En hvað átti að verða um barnið?
Hann gat ekki tekið það með. En
þá kom til hans landi hans, bak-
ari. »Eg er fátækur maður«, sagði
hann, »en eg á litla dóttur á aldri
við yðar. Látið mig taka barnið
og fylgið rödd hjartans«.
Róma hlustaði og sneri sér und-
an. Endurminningar barnsáranna
flyktust að henni.
»Hann sagði dóttur sinni það
dag einn, að nú ætti hún að fá að
fara í heimsókn til lítillar stúlku,
sem altaf myndi leika sér við
hana. Það var farið að rökkva
þegar við fórum af stað. Hann
sendi mig inn í bakarabúð til að
kaupa kökur handa henni og hún
hljóp og söng við hlið föður síns«.
Róma gat varla dregið andann.
Við hvert orð hans vöknuðu minn-
ingarnar.
»Það var fátæklegí heima hjá
bakaranum en snoturt og hreinlegt.
Þær urðu góðir vinir þegar í stað
litlu stúlkurnar, og það tók undir
í stofunni af hjali þeirra. »Þér er-
uð okkur góður«, sagði læknirinn,
»en hún er líka góð og mun verða
yður til ánægju«. Og maðurinn svar-
aði: »Henni skal líða vel og yður
líka. Þegar lýðveldið er koraið á,
þá látið þér sækja hana — og mig
lika«, En læknirinn hlustaði ekki
á hann og við fórum hljóðlega
burt. — Það var einmanalegt að
koma heim aftur i stofuna. Eg
man að hann fann þar gamla
brúðu, sem hún átti, og honum
ætlaði að verða það um megn að
sjá það sem minti svo á hana. Eg
sá að hann var að hugsa um að
geyma brúðuna, eða að færa henni
hana«.
Nú runnu tárin niður kinnar
Rómu og hún þurkaði þau ekki.
»Hann gat ekki staðið gegn löng-
uninni að sjá barnið aftur og við
fórum aftur til bakarans. Hún var
háttuð. Vildi hann fá að sjá hana?
Nei, hann var hræddur um að
vekja hana, en eg sá að hann átti
í óumræðilegri baráttu við sjálfan
sig. »Gefið henni brúðuna í fyrra-
málið, þá er hún vaknar; má vera
að það huggi hana«, og hann
skundaði á braut eins og glæpa-
maður«.
Það varð augnabliks þögn. Þá
heyrðist söngur frá nunnunum og
börnunum, úti í klausturgarðinum:
»Ora pro nobis«.
»Eg held eg geti ekki unnið meir
í dag«.
»Þá kem eg aftur annan morgun«.
»En viljið þér vera að fara i
leikhúsið annað kvöld?«
Hann leit í augu hennar og
svaraði:
»Já!«
Hún skildi hann fullkomlega.
Hann hafði gert á hluta hennar
og vildi gera yfirbót. Hún þorði
ekki að sjá augnaráð hans og sneri
sé» undan. Hann var farinn þá er
hún sneri sér við.
Hún gekk upp í svefnherbergið,
lagðist upp í rúm og grúfði and-
litið niður í koddana. Hún heyrði
æ barnaraddirnar: »Ora pro nobis!
Ora pro nobis!«
Hún stóð upp. Baráttunni var
lokið. Hatrið var að fullu horfið
sem búið hafði í sálu hennar ár-
um saman.
Hún skrifaði baróninum bréf,
svar við bréfi hans. *
»Kæri barón! Eg efast um að
við séum á réttri leið og mér þyk-
ir fyrir að þér hafið sent Minghellí
af stað. Er það vani að ráða
menn þegar í stað, þótt einhver
mæli með. Hversvegna var hann
rekinn úr sendiherrasveitinni í
London? Mér virðist andlit hans
skuggalegt og lævíslegt. — Mér hefir
skjátlast um D. R. Hann mun alls
ekki þekkja mig og það mun vera
tilviljun ein að hann nefndi föður
minn. Eg álít a. m. k. að Minghellí
eigi að láta hann afskiftalausan.
Látið mig alv&g eina um hann.
Yðar Róma.
Tíðin er enn með afbrigðum góð,
hlýindi og stillur á hverjum degi,
ákjósanlegasta veðurátta unyfisk-
þurk og sauðburð, en orðið of
þurviðrasamt um spreltu á túnum,
þangað til i vikulok. Hvarvetna
af landinu fréttist um ágæt lamba-
höld.
Simi 646. Simi 646.
Aktýgi, reiðtýgi, kliftöskur, hnakk-
töskur, keyrsluteppi, vagnayfir-
breiðslur, fiskyfirbreiðslur og tjöld
af ýmsum stærðum. — Ennfremur
allar mögulegar ólar til reiðskapar,
einnig allir varahlutir í aktýgi. —
Beislin ódýrustu og bestu, sem
hægt er að fá. Beislisstengur, stórt
úrval. — Sérstaklega skal bent á
spaðahnakka með lausum dýnum,
bæði enska og islenska, sem eru
alment viðurkendir bestu reiðtýgin.
Gömul reiðtýgi keypt, seld og leigð.
Aðgerðir fljótt og
vel af hendi leystar.
Sími 646. Sími 646.
Söðlasmíðabúðin, Laugaveg 18 B.
£. Kpistjánsson.
Mokafii hefir verið á suðurfjörð-
um eystra.
Kal er töluvert mikið á túnum
í Reykjavík og grend og sama er
sagt ofan úr Borgarfirði. Von um
að lagist ef til vill þá er regn
kemur. Útjörð er sögð allvel sprott-
in eftir því sem efni standa til og
kallaus.
Embættisprófl í guðfræði við há-
skólann hafa lokið: Ingimar Jóns-
son I einkun 1122/s stig og Gunnar
Benediktsson II. eink. betri 98 stig.
Látinn er nýlega hér í bænum
Kristján Teitsson trésmiður. Hann
var merkismaður um margt, ein-
lægur áhugamaður um bindisstarf-
semi, einkum í barnastúkunum og
góður borgari.
Sönglistarmenn. Páll ísólfsson
orgelieikari hefir haldið hljómleika
í. vetur í Berlín og fleiri þýskum
borgum við ágætan orðstýr. Er
hann nú hingað kominn með Gull-
fossi. — Pétur Jónsson söngmað-
ur kom einnig með skipinu. —
Eggert Stefánsson söngmaður hefir
verið í Englandi í vetur.
Harðsótt. Tíöindum þykir það
sæta, hálf hlægilegum, hverja aðferð
einn húseigandi hér í bænum varð
að hafa til þess að losna við leigj-
endur sína. Stendur skúr einn lítill
við Baldursgötu og vildu leigjend-
ur ekki fara að kröfu eiganda. Tók
þá eigandi það til ráðs að velta
húsina á hliðina og náði svo til-
gangi sínum.
„Sjá, þeir koma í hópinna.
Danski sendiherrann lét þess
getið í blöðunum að hann tæki á
móti gestum á ákveðnum tíma dags
hinn 5. þ. m. Skyldu menn það
svo að ráðherrann væri að láta
landa sína sem hér dveljast vita
það, til þess að þeir sem vildu
minnast grundvallarlaganna dönsku
kæmu til sín á þeim degi. Sama
væri t. d. ef einhversstaðar væri
íslenskur sendiherra, þá myndi
hann búast við því að íslendingar
sem væru á staðnum heimsæktu
sig 17. júnf. En sjá! »Strax úr
öllum áttum þaut« allur æðsti
embættismannagrúi íslands, ráð-
herrar, gamlir og nýir, skrifstofu-
stjórar, prófessorar o. s. frv. Hvert
var erindi þeirra þangað? Eru
þeir ruglaðir í ríminu? Þekkja þeir
ekki básinn sinn? Voru þeir að
samfagna grundvallarlögunum sál-
ugu? Eða er »snobberíið« altaf að
verða meira?
Pipuheittur.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórhallgaou
Laufási, Sími 91,
PrentsniftjaB fiateBberg,
t