Tíminn - 10.07.1920, Page 3

Tíminn - 10.07.1920, Page 3
TÍMINN 107 Andmæli Jóns Þorlákssonar gengu. mest út á það, að sýna fram á, hve ástæðulausar allar öryggisráðstafanir væru, þar sem eigendaskiftin væru jafn-hægfara eins og raun bæri vitui um. — Þess gat hann þó í ræðu sinni, að eftirspurn væri mikil eftir hluta- bréfum, en framboðið væri mjög lítið, því að menn vildu yfirleitt ekki selja hlutabréf sín. Eru þetta óneitanlega eftirtekta- verð ummæli frá ritara félagsins og er ekki ólílclegt, að sumum virðist þau benda í öfuga átt, þar sem eftirspurnin er jafn-mikil eins og hann gaf í skyn, því að eftir- spurn er tilraun til að ná meira hlutafé í sínar hendur, en vörnin liggur í þvi, að menn vilja ekki selja og halda fastar í hlutabréf sín en áður. Þarf varla í graf- götur til að leita orsakanna til þeirra straumhvarfa, að það eru þær umræður, sem orðið hafa um málið og lögeggjanir að gæta hluta- bréfanna. Áð síðustu fór hann nokkrum oröum um þörfina á því, að forð- ast að vekja tortrygni gegn félag- inu, ef það eigi að geta haldið áfram að starfa til almennings- heilla, sem þjóðþrifafyrirtæki. — Mun það hafa átt að vera sneið til tillögumanns (P. J.), en virðist koma úr hörðustu átt, hafi hann sjálfur, sem altalað er, manna mest verið riðinn við hlutabréfakaup þau, er mesta tortrygni hefir vakið, af því að hann er einn helsti stjórnandi félagsins og átti fyrir þá sök að gæta betur gerða sinna en aðrir hluthafar. Hitt hlýtur hverjum, sem um það hugsar, að vera Ijóst, að tillögur P. J. miða að því, að eyða tortrygni, sem hlutabréfa-braskið hefir vakið í landinu. Að siðustu talaði Páll Gíslason kaupmaður. Iíallaði hann tillög- urnar »tilræði« við félagið og til- raun til að »leysa það upp«. — Svaraði P. J. því nokkrum orð- um og sýndi fram á, hve fráleitt það væri að telja það upplausn félagsins, því að það mundi geta haldið starfsemi sinni áfram ó- breyttri og ólamaðri þó að félagið yrði að einhverju leyti meira eða minna eign hins opinbera. Yfirleitt blés ekki byrlega fyrir tillögunum á fundinum, enda munu fæstir hafa átt von á því, því að hér mun vera við ramman reip að draga. Filagi. Vornæturnar valda því vinalega bjartar, að hringsnúast mér innan í ótal vísnapartar. Beiskt er þunglyndið í sumum stökunum, sem hér fara á eftir, enda hefir það jafnan verið hlut- verk hagyrðinga vorra, að túlka fremur sorg og þunglyndi, en gleði og bjartsýni í stökum sinum. Mér er orðið löngu leitt, að leita nýrra bauga. Eg ber ei gæfu að grafa upp neitt gull, sem hvarf i hauga, Pað er af, sem áður var og alt hið gamla farið, af hverju ljósi, er birtu bar blaktir að eins skarið. Vill hér mínum vegum á verða margt til baga. Einn um grýtta grund eg má ganga alla daga. Sá er hinsta brotið blað við bernsku þrána hefur. Verður í draumi að vitja um það, sem vakan ekki gefur. Harma sára i huga ber, hrynja tár á vanga mér. Heimsins dár ei dvina fer dagur ára-langur hver. Litið hægist hagurinn, hugurinn er á reiki. Pað er eins og andskotinn úr mér kjarkinn sleiki. Nóttin líður ein og ein ekki fæ eg grátið. Orðasöfnun. Par sem alþingi hefir falið mér að safna orðum og orðasamböndum úr alþýðumáli til hinnar vísindalegu ís- lenzku orðabókar og nauðsyn ber til, að söfnunin verði sem víðtækust og rækilegust, þá er mér brýn nauðsyn á að fá liðveizlu góðra manna víðs vegar um landið, helzt eins til tveggja í hverri sveit, til þess að tína saman fróð- leik af þessu tæi innan síns héraðs. Leyfi eg mér þess vegna að biðja þá, er kynnu að vilja veita mér aðstoð í þessu efni, að gera svo vel og skrifa mér um það, til þess að eg geti látið þeim í té leiðbeiningar um tilhögun slíkrar liðveizlu. Tilboð, sem að þessu lúta, þurfa að vera komin í mínar hendur fyrir lok næsta októbermánaðar. Reykjavík, 17. júní, 1920. Þórbergur Þórðarson, Vesturgötu 35 B, Reykjavík. Vikublöð landsins eru góðfúslegast beðin að flytja orðsending þessa. Frá ixtlöndum. Slitnað hefir upp úr samning- unum milli Bandamanna og Bol- ehevicka, og er Krassin rússneski sendimaðurinn lagður á stað heim aftur. Virðist helst líta út fyrir, að miðlunartilraunir Lloyd Georges hafi mishepnast, og hin nýja ráð- stefna Bandamanna í Hythe hafi ákveðið, að viðurkenna alls ekki ríki Bolchevicka að svo stöddu. — Óljósar fréttir hafa borist hingað um að her Rússa hafi gert mikið áhlaup í Galisíu og sigrað Pólverja gersamlega. Brussilolf, sem upp á síðkastið var æðsti hershöfðingi keisarans, slýrir nú her Rússa. Sagt er að allur her- agi hafi batnað mikið á síðustu síðustu timum. Fjöidi foringja úr gamla hernum er aftur tekinn við embættum og hermannaráðin eru fyrir löngu brotin á bak aftur. Alt virðist benda á, að alrúss- neska stefnan gamla sé að fá byr undir báða vængi (sbr. ummæli Borgbjergs á öðrum stað hér í blaðinu) og rússneski herinn ætli að vinna aftur öll hin töpuðu lönd. — Friðarsamningarnir milli Finna og Rússa hafa rofnað, vegna þess, að þeim kom ekki saman um það, hvar landamerki skyldu verða. — Tyrkir hafa gert uppreisn mikla í Litlu-Asíu gegn Banda- mönnum. Er búist við því, að þetta muni leiða til breytinga á friðar- samningunum, og að Tyrlrir sleppi með betri kjörum. Lengi er Hund- Tyrkinn lífsseigur. — Deilan milli Svía og Finna út af Álandseyjum harðnar í sífellu. Hafa Svíar nú skotið málum sín- um til Pjóðabandalagsins, en ekki er enn kunnugt um hverja afstöðu það tekur. — Dönsku kosningarnar fóru svo, að Vinstrimenn fengu 51 þing- sæti, Jafnaðarmenn 42, »Radíkalir« 16, Hægrimenn 26 og Atvinnu- rekendur 4. Vinstrimenn hafa þannig unnið þrjú þingsæti. Tvö af Hægrimönn- um og eitt af þeim »Radíkölu«. Hinir flokkarnir eru óbreyttir. Pessi úrslit koma mönnum tals- vert á óvart. Búist var við, að þeir »Radíkölu« myndu vinna eitt- hvað lítilsháttar á, en Jafnaðar- menn tapa. Aftur á móti kom engum til hugar, að Vinstrimönn- um myndi fjölga á þingi. Eftir hinn mikla sigur þeirra í vor, bjuggust menn fremur við aftur- kipp. Sennilega hefir verið lítið kapp Jólin eru ekki æfinlega skemti- leg fyrir þá, sem eru vina- og félausir í útlegðinni, eins og visan sú arna sýnir. Slík eg aldrei átt hef jól enn á lífsins vegi. Eilíft myrkur, aldrei sól enginn bjarmi af degi. Pað er algengt, að senda kunn- ingjunum stökur. Stundum verða það heillaóskir, stundum harma- tölur, stundum ástavísur. Hér skulu sýnd nokkur dæmi. Alt pað besta i brjósti mér burtför þína grætur. Sorgin hjá mér eftir er ein um langar nætur. Geð er stirt og grettar brár græt eg yfir vinar tapi. Eg er hryggur, eg er sár eg er í vondu skapi. Pað væri bót á blóðug sár og betra en nokkur auður. Ef þú feldir örfá tár, eftir að eg er dauður. Veit þú liallar ei mig á, cg þótt falla kunni. Pótt eg svalli sæmd mér frá og sé i allra munni. Pér væri’ alt af létt í lund það liði fáum betur. Ef eg hitti á óskastund einhverntíma í vetur. í kosningunum. Úrslita-bardaginn verður í haust, þegar Suður-Jótland er komið með. Smávegis umKitchenerlávarð. Allir munu kannast við Iiit- chener lávarð, sem var einn af máttarstólpum hins breska heims- veldis og meðal annars vann Súdan og Búalöndin undir England. — Pegar heimsstyrjöldin hófst var hann gerður að hermálaráðherra Epglands, og vann af feikna dugn- aði að því, að skapa enskan her. Starf hans fékk óvæntan enda, því hann druknaði er herskipið »Hampshire« fórst við Orkneyjar vorið 1916. Kitchener var maður einkenni- legur og um hann hafa myndast ýmsar sagnir, sem eru æfintýrum líkastar. Eftir honum eru einnig hafðar ýmsar einkennilager setn- ingar og hefir enskur rithöfundur Sir George Arthur safnað þessu öllu saman í eina bók, sem nú er ný-útkomin. Hér skulu lilfærð nokkur sýnishorn. Pegar Kitchener tók við hermála- stjórninni var það hans fyrsta verk, að undirskrifa nokkur skjöl. Penninn var slæmur ög hann sagði: »Þetta er laglegt hermálaráðuneyti. Hræðistu lýðsins liáð og spé og hugsir um að lifa. Skalt þú aldrei a, b, c, né annað meira skrifa. Pú ert eins og eg hef séð öllum konum betri. Og getur bliðu brosi með breytt í sumar vetri. Ytra skart þó eigir fátt ógna ei svartar nætur. Vonir bjartar ef þú átt inst við hjartarætur. Þegar hagyrðingurinn lítur yfir liðna árið, þá er stundum ekkert sérlega glæsilegt um að litast. Alt er kalt og .tómt eins og næsta vísa sýnir. Pannig kveður þettað ár það af auðlegð sinni. Ei lét minning eða tár eftir i sálu minni. Pá ætla eg að koma hér með nokkrar stökur, sem að efni eru næsta sundurleitar, en líkt er markið á þeim öllum, og það er íslenskt. Peir, sem lifa og lýja bein á lífsins brunahraunum. Finna allir óskastein einhverntima að launum. Ei er fölnuð frostsins rún fönn er enn i spori, enn yfir vetrar yglibrún er þó bjarmi af vori. Sólin hækka á himni fer, hjarta vermir rætur. Enginn her er til og ekki einu sinni penni til þess að skrifa með«. Einn af æðstu stjórnmálamönn- um Englands sagði við Iíitchener: »Pað er vonandi ekki óleyfilegt, að spyrja yður um hvenær tólfta herdeildin verður tilbúin til þess, að leggja af stað til Frakklands?« »Nei, spyrjið þér bara eins lengi og þér viljið«, svaraði Kitchener og sneri baki að honum. Þegar enskir stjórnmálamenn voru ósammála eins og oft bar við á stríðsárum, sagði Kitchener jafnan: »Okkar hlutverk er að berjast við Pjóðverja, en ekki að berjast innbyrðis«. Einu sinni lenti hann í harðri deilu við Lloyd George, og er hann kom út frá honum sagði hann við einn félaga sinn: »Þetta er svei mér harðfengur snáði, en hann trúir á slríðið og undir því er alt komið«. Einn sinni bauð frægur banka- stjóri, sem var af þýskum ættum, en enskur borgari, Kitchener í miðdegisveislu, en lávarðurinn svaraði: »Eg er svo upptekinn af að berjast við Pjóðverjaua, að eg hef engan tíma til þess, að borða miðdegisverð með þeim«. Prinsinn af Wales vildi fara í stríðið, en Kitchener bannaði hon- um. Pá sagði prinsinn: »Pað gerir ekkert til, þó eg verði skotinn, eg á fjóra bræður«. »Ef eg væri viss um, að þér yrðuð skotinn, þá væri mér sama«, Petla litla ljóð er mér launin einnar nætur. Nóttin opnum örmum tveim öllum kann að taka, og segir fagrar sögur þcim, sem að nenna að vaka. Gæti eg sungið sól í eitt . sært og myrkvað hjarla. Væri í æsku óskum veitl uppfyllingin bjarta. Þessa lands eg þoli mein, þau verða ei að grandi. Eg vona eg fái að bera bein við brjóst á ísalandi. Hér er þrotinn hornasjór helst eru birgðir naumar. Pá skal drukkinn boðnarbjór bergðir gleðistraumar. Leiktu dátt við draumagnótt dagur og nátt er finnast. Við grátinn láttu hjartað hljótt heilum sáttum minnast. Heimþráin kemur vitanlega oft í ljós í stökum íslensku ungling- anna í Höfn, Pað er líkt efni i þeim mörgum og í vísunni þeirri arna. Fyrir handan höíin blá liugurinn löngum dvelur. Leiðindunum leitar frá og leiðina skemstu velur. Það er best að hætta i þetta sinn með þessari vísu. Hún er líka falleg. H. H. sagði Kitchcner, »en eg þori sann- arlega ekki, að eiga það á hœttu, að Þjóðverjar taki yður höndum«. Aug-lýsing um musóknir um styrk úr dansk- íslenska Sambandssjóðnum. (Dansk-Islandsk Forbundsfond). Úr dansk-íslenska sambandssjóðn- um (Dansk-Islandsk Forbunds- fond), sem stofnaður er samkvæmt lögum 30. nóv. 1918, sbr. stofn- skrá frá 15. mars 1920, eru nú fyrir hendi 50.000 kr. til ráðstöf- unar samkvæmt tilgangi sjóðsins, sem sé: I. Til eflingar andlegu sambandi milli Danmerkur og íslands. II. Til stuðnings íslenskum vís- indarannsóknum og annari vísindastarfsemi. III. Til styrktar íslenskum náms- mönnum. Samkvæmt 7. gr. stofnskrárinnar ber stjórn sjóðsins að hafa ná- kvæmar gætur á, að tillagi og styrk, sem úthlutað er úr sjóðnum, sé varið á réttan hátt, og getur stjórn- in sett þau skilyrði fyrir útborgun styrksins, er hún í hvert skifti kann að álíta nauðsynleg. Samkvæmt framanskráðu má veita tillag og styrk til vísindaiðkana, sérfræði- legra eða almennra, einnig til ferða- laga, dvalar við háskóla og þvi- líks, til að semja og gefa út vis- indaleg rit og fræðandi, ’og yfirleitt til starfsemi í ofangreinda átt. Umsóknum skulu fylgja nákvæm* ar upplýsingar og sem fylstar, og ber að senda umsóknir til stjórn- arinnar fyrir »Dansk-IsIandsk For- bundsfond«, Holmenskanal 15, Köbenhavn É., sem allra fyrst, og ef óskað er fjárveitingar á þessu ári, í síðasta lagi 1. sept. 1920. Sendiherra Dana í Reykjavík tjá- ir sig fúsan til að gefa væntanleg- um umsækjendum þær upplýsingar og veita þeim þá aðstoð, sem þeir kynnu að óska. eilífa eftir all C@aina. V. Dimm og hráslagaleg þoka lá yfir borginni, en inni í Grand Hótel var bjart og lrlýtt. Róma og föruneyti hennar gekk inn í hina skautlegu sali, þar sem ljósin glitr- uðu og skrautldæddir karlar og konur gengu fram og aftur. Pegar nýir gestir komu inn heyrðist lágt hljóðskraf. Róma sat andspænis furstafrúnni. Hún var enn þá óróleg og utan við sig, en gerði sér þó far um að líla glaðlega út eins og liit* fólkið. Rossi sat við vinstri hönd hennar og var þögull og rólegur. Loks rauf Don CamiIIó þögnina. »Hér er maður þó í góðum félags- skap. Hér hittir maður þó alt af einhverja fríða stúlku«. »Og einhverja laglega karlmenn þá líka?« Hinn svonefndi Lú-lú var með þeim, og nú hallaði hann sér að Don Camilló og sagði í hálfum hljóðum. »Pvi kaupir ekki ráðherrann þennan náunga? Nú á dögum eru blöðin föl, að þvi er eg best veit«. Hann hefir betri aðferð«, svaraði Don Camilló. »Hann lokkar hann burt úr andstæðingaflokknum og agnið er —« »Embætti?« »Nei, stúlkan!« hvíslaði Don Camilló, en Róma heyrði orð hans. Hún skammaðist sín og reiddist. Alt það sem sagt var Rossí til vanvirðu særði hana líka. Hún þráði að komast burt frá þessu fólki. Kona embættismanns nokkurs Sorgin hefir hellustein við lijartað fjötrað látið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.