Tíminn - 07.08.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1920, Blaðsíða 1
x TIMÍNN um sextiu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. \ \ AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Guð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. dluglýsing um falning d nauðst/nfavörum. Viðskiftanefndin hefir ákveðið að láta fram fara talning á vörum hjá heildsölum, kaupmönnum og kaupfjelögum í Reykja- víkurkaupstað 5. ágúst næstk. og i öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins 15. ágúsl næstk. Verða send út eyðublöð i þessu skyni og ber hlutaðeigendum að útfylla þau samvisku- samlega og greinilega, að viðlögðum drengskap, og endursenda þau síðan án tafar. Ef nokkur verður uppvís að því að hafa gefið ranga skýrslu um vörubyrgðir sínar, verður liann Iátinn sæta allað 100,000 kr. sektum samkvæmt 8. gr. reglugjörðar um innílutning á vör- um frá 12. mars 1920. Reykjavík, 29. júli 1920. Viðskiftanefndin. &óéur <3C®rmannsson. c7C. Ærisfinsson. JEf. dCaaSer. cSE/imssn. *3Cann®s ^Rorsíeinson. Póstgöngurnar. Sýuishorn það sem hér fer á eftir gefur glögga mynd af póst- göngunum og póststjórninni á Is- landi. Ritstjóri þessa blaðs fór landveg norður á Akureyri úr Borgarnesi 24. júní síðastliðinn ásamt tveim mönnum öðrum. Norðanpóstur hafði farið úr Borgarnesi fáeinum dögum áður. Það dró saman með okkur og póstinuin, þannig, að þá er við lcomum að Víðimýri í Skagafirði 26. júní, þá var póstur farinn þaðan fyrir fáum klukkutímum. Víðimýri er eins og kunnugt er, annar aöalpóst®fgreiðslustaðurinn í Skagafirði. Við hittum póstaf- greiðslumanninn að máli. Hann sagði okkur það meðal annars að það hefði nálega enginn blaðapóst- ur komið með póslinum. Sjálfur fékk hann einungis einn blaðabögg- ul. Það var Tíminn. Hann var bú- inn að opna böggulinn. Pnð vorn janúar-blöðin af Timannm. Póstafgreiðslumanninum þótti þelta súrt í brotið. Var þar i póst- inurn annar blaðaböggull og hafði hin prentaða utanáskrift dottið af. Hann opnaði böggulinn. í honum var ísafold. En það vora líka janúarblöðin. Ljóst er af þessu að póststjórn- in í Reykjavík hefir sent allan blaðapóslinn í þetta sinn með Gull- fossi sem kom á Sauðárkrók nokkru á eflir pósti, en ekki með landpósti. það lítið sem með hon- um var' voru eflirhreitur af þeim ráðstöfunum hennar þá er hún í sex vikur eða svo, stöðvaði allan blaðaflutning með landpóstum. Sagan er ekki búin enn. Tólf dögum siðar fórum við um Skaga- fjörðinn á lieimleið. Við komum þá meðal annars að Reynistað, sem er bréfhirðingarstaður. Pá var hann ennþá ekki kominn þmgað blaðapóstnrinn sem átti að komu i siðasta lagi með landpósti 26. jáni. Ressar og þvílíkar ráðstafanir eru með öllu óþolandi bæði fyrir blöðin og lesendur blaðauna. Jafn- vel um hásumarið virðist póst- stjórnin fylgja þeirri reglu, að senda biöðin ekki með landpósti, heldur með skipurn, komi þau á hafnir í grend við sveilirnar þótt töiuvert seiuna sé, og þótt af því leiði að pósturinn nái alls ekki í ferð laudpóstsins um héraðið. Að ógleymdri hinni ráðstöfuninni, að slöðva allan blaðaflutning vikum saman. Sveilirnar íslensku búa við nógu illan kost um póstsamband, þótt í nafni sparseminnar sé, að senda með skipum, þannig, að ekki komi til skila fyrr en löngu löngu seinna. Meðan póststjórnin grípur ekki til þess ráðs, í nafni sparseminn- ar, að hætta alveg að flytja blöð og annan ílutning sem fær vægari borgunarkjör, meðan hún yfirleitt tekur við blaðapósti, þá eiga b!öð- in heiintingu á því og almenning- ur, að póststjórnin skili sending- unni til viðtakanda með fyrstu og ábyggilegustu ferð. Petta er svo alviðurkendur og sjálfsagður hlutur að ekki ætti að þurfa um að ræða. Að svo miklu leyti sem póst- stjórnin lætur skip létta af land- pósti veröur hún að sjá um að þá sé skipapósturinn kominn í tæka tíð í veg fyrir landpóstinn. Bregð- —: / ist það verður hún að gera sér- staka ferð fyrir póstinn. Pað mun ekki vera eins erfilt i neinu landi Norðurálfunnar að gefa út blöð og hér á íslandi. Alrnenn- ingurinn á síður en svo hægt um vik að fylgjast með um almenn mál. En það er almenningurinn hér, ekki síður en annarsstaðar, sem með kosningarrélti sínum sker úr um sljórn landsins. Þegar póst- stjórnin stjórnar póstgöngunum eins og að framan er lýst, og svift- ir almenning þeim retti að fá blöð- in á þeim tíma sem hann á heimt- ing á, þá breytir bún þvert á móti anda þess stjórnskipulags sem hér er ríkjandi. Blöðin verða að fá tryggingu fyrir því að sá óskráði samningur sé haldinn, að þar eð þau borga fyrir flutninginn þá komist þau til skila á réttum tíma. Pann samn- ing hefir póststjórnin ekki rétt til að rjúfa meðan hún yfirleitt tekur við borgun undir þau. Pykist hún ekki treysta sér til að lialda þarm samning, þá verður hún að krefj- ast hærra flutningsgjalds fyrir blöðin og rökstyðja þá kröfu, en hún má ekki rjúfa samninginn leynilega, með því annaðhvort að stöðva allan llulning í bili, eða ílytja þannig, þótt eilítið sparist, að komi ekki í hendur réltra við- takenda fyr en seint og síðar meir. Skandinavía Legið hefir við að stórdeilur og varanlegur fjandskapur yrði milli Svía og Finnlendinga út af Álands- eyjum. Er ilt til þess að vita, þar sem þessar þjóðir bafa verið tengd- ar heitum vináttubönduin í marg- ar aldir. En nú eiga þær andstæðra hagsmuna að gæta. í sundinu milli Svíþjóðar og Finnlands liggja fjölmargar, klelt- óttar eyjar, og um þær er nú deilt. íbúarnir eru um 20 þús. því nær a!t Svíar. Peir vilja ein- huga sameinast Svium. En Finnar teljast eiga meiri rétt til ejTjanna, bæði að fornu fari, fyrir herskipa- stöð o. s. frv. Finnar balda herlið á eyjunum, tóku helstu forkólfa eyjaskeggja höndum, og héldu þá um slund í ströngu fangelsi. Stjórn Finnlands er í höndum aflurhalds- liðsins og er síst fyrir að synja að sá hluti þjóðerinnar hefði verið fús að grípa til vopna út af eyjunum. En til þess hefir ekki komið. Branting yfirráðherra Svía er frið- arvinur mikill. Hann er jafnaðar- maður, og talinn einn mestur þjóð- skörungur á Norðurlöndum. Sviar vita að ekki lenda þeir í ófriði að raunalausu, meðan Branting situr við stjórnvöldin. Iionum tókst með framsýni að koma þessu deilumáli fyrir alþjóðadómstól. Branting hefir sjálfur verið í París hjá fornvini sínum Mille- rand, sem fyr var jafnaðarmaður. Kemur nú Svíum það í góðar þarfir, að Branting var meðan á stríðinu stóð liinn mesti mótgangsmaður þýska flokksins i Svíþjóð. Sá hann hve greinilegur háski öllu frelsi væri búinn, ef Þjóðverjar geugju af bandamönnum dauðum. En í Sviþjóð var þá við ramman reip að draga, því að konungurinn, drotningin, herinn og margir helstu áhrifamenn í landinu trúðu á vígs- gengi Þjóðverjanna, og vildu gjarn- an berjast með svo mikluin her- mönnum bæði til fjár og frægðar. Drotning fór hverja ferðina af ann- ari til Pýskalands meðan á þessu stóð, og varð það síðar til að skapa henni óvinsældir, þegar þjóðin skildi, að hernaðarflokkur- inn hafði verið á fremsta hlunn með að eyðileggja landið, með því að taka þátt í styrjöldinni. Branling og allur jafnaðarmanna- flokkurinn 'heitli sér fyrir lilutleysi og móti samdsætli við Pjóðverja. Telja inargir Svíar það Branting að þakka, að Svíþjóð lenti ekki í eldinum mikla. En það gefur hon- um í einu örugga aðstöðu inn á við, því að þeim manni, sem slíkt hefir sér til ágælis unnið, má margt færa til belri vegar. Og i annan stað láta Vesturþjóðirnar hann og Svía njóta þess, sem á undan er gengið, Mörg helstu blöð Frakka taka eindregið í strenginn með Svíum og þykir bæði bera til góður málstaður eyjarskeggja, og drengileg framkoma Brantings meðan á stríðinu stóð, en hins- vegar fjandskapur af heudi borg- araflokksins fiuska í garð Éanda- inanna, þar sem þýskur her fór inn í laudið með leyfi »hvíta« flokksins. Aftur á móti munu Bretar meir hallast að Finnum í þessu máli og er þar talið, að komi til hernaðar-hyggja þeirra. Flotaveld- inu mikla þykir gott að eyjaklas- inn, sem getur verið hið besta vígi, sé í höndum fámeunrar þjóðar. Reynslan sker úr hversu þessu máli verður til lykta ráðið. — En enginn vafi er á því, að Bran- ting hefir rélt að mæla, er hann sagði Frökkum, að eyjarskeggjar myndu aldrei við una, fyr en þeir fengju að sameinast Svíþjóðu. Nýjar kosningar í Svíþjóð standa nú fyrir dyrum og er viðbúnaður mikill meðal flokkanna. Vinstri- menn héldu stjórnartaumunum síðari hluta stríðsáranna með til- slyrk Brantings, eflir að hægri- menn höfðu siglt í strand með dekri sínu við Þjóðverja og liern- aðaryfirlæli meir en þörf var á. Á þessum árum kom stjórnin fram umbót á kosningarlögunum, 8 stunda vinnudegi í öllum stór- iðnaði og fleiri umbótum. Pótti afturhalclsmönnura þelta hvort- tveggja hin mestu býsu, en fengu ekki reist rönd við. Par við bætt- ist að Branting skipaði í vor fjórar milliþinganefndir, sem allar áttu að rannsaka hversu stemma mætti stigu við böli auðvaldsins og miljarða-hringanna. Ein af þess- um nefndum á að rannsaka hvaða atvinnugreinar ríkið ælti að geta tekið og rekið, án þess að leiddi til hnignunar á nolckru sviði. Um þelta mál snúasl nú kosningarnar. Hægrimenn ráðast með mikilli grimd móti nefndum þessum, pg þykir nógu þröngt nú orðið »um írumkvæði einstaklingsins, þóttekki sé bætt við nýjum hömlum«, Vilja hægrimenn gera bandalag við bæði vinstrimenn og bænda- flokkinn, til að hindra Branting frá framkvæmdum þessum, en þeim tilmælum er dauflega tekið, því að hernaðar- og styrjaldar- pólitík hægrimanna er almenningi enn í fersku minni. Raunar munu borgara-flokkarnir lítt fúsir til ríkis- framleiðslu í stóruin stíl. En þeir treysla Branting allra manna best til að gæta hagsmuna landsins i Álands-deilunni, og vilja því ó- gjarnan fella hann frá völdum að svo komnu. Sennilegast þykir, að kosningunum muni lúka svo, að enginn einn flokkur hafi meiri- liluta, og Branting sitji við völd áfram, án þess að gela gert mikið fyrir flokk sinn í innanlands- málum. — Svo sem kunnugt er hafa Norð- menn bannað innflutning og sölu brennivíns og annara sterkra vína, eftir hina miklu atkvæðagreiðslu í fyrra. Var það hið fráfarna vinstri- mannaráðuneyti Gunnars Knud- sens, er með stuðningi jafnaðar- manna hralt því svo áleiðis. En hægri menn og blöð þeirra undu hið versta við málalyktir þessar, enda vissu þeir að ef vel gengi með þessa byrjun, yrði skamt að bíða, þar til tekið yrði fyrir alla vínnautn í landinu. Settu vínmenn í Noregi eins og á íslandi, helst fyrir sig Spánarmarkaðinn með sall- fisk. Vona þeir að Frakkar, Spán- verjar og Portúgalar, sem allir framleiða vín beiti Norðinenn svo iniklu harðræði um fisksöluna að þess vegna verði Norðmenn undan að láta með vinið. Stendur nú fyrir dyrurn endurnýjun samning- anna um fisk við Suðurlönd. Stór- þingið hélt fund fyrir lokuðum dyrum 21. júlí til að ræða um saningsgrundvöllinn. Var ákveðið að semja á þeim grundvelli sem núverandi bannlög eru bygð á, þ. e. að sterk vín yrðu ekki flutt til landsins nema til lyfja og iðnaðar. Litlu áður hafði þingið veitt 300 þús. kr. til löggæslu móti bann- laga Rrjótum. Ganga vélbátar fram með ströndinni og hafa auga á smyglurunum auk tollþjónanna. Við þessar umræður í þinginu lýsti einn bannmaður j'fir að tollgæsl- unni væri á ýmsum stöðum mjög ábótavant, og kvaðst hafa næg gögn í liöndum að sanna þetla, enda lagt fram kæru til dómstjórn- arinnar. Er mál þetta undir rann- sókn. — Málbarátlan er nú annað * Jieitasta áhugamál Norðmanna. Knudsensstjórnin studdist við bænd- ur í þinginu, en þeir una illa dönskunni eða ríkismálinu sem talað er í bæjunum og hefir verið kent í öllurn skófum. Lýsa margir sveitamenn því átakanlega, hversu þeim hafi verið misþyrint í barna- skélanum, með því að kenna þeim á máli sem þeir ekki skyldu. Varð Knudsensstjórnin til, fyrir atfylgi bænda, að gera ýmsar fyrirskipan- ir um kenslumálið, sem mjög hlj'nna að framgangi bj'gðamáls- ins. Pykir nú mörgum sem kallasl heldrimenn í Noregi, lieldur fara að þrengjast fyrir dyrum, er þeir mega hvorki láta börn sín nema ómengaða dönsku í skólunum eða drekka sjálfir að fornum sið. Ekki er hægt að segja að bygðamálið hafi náð nokkurri feslu enn í Norgi. Bygðirnar tala allar »lands- mál« en hver með sínum b!æ, og að nokkru leyti með ólíkum orða- forða. Til að fá sameiginlegt rit- mál, þarf á löngum tíma að bræða saman hinar ólíku málliskur. En tvent stj'ður mjög að því að svo fari: Einhuga áhugi sveitafólksins sem altaf ræður miklu í Noregi, og hin sterka þjóðernistilfinnig Norðmanna, sem særist af því áð þjóðin skuli hafa lánað mál frá annari þjóð, og vera móðurmáls- laus sjálf. Á hinn bóginn þykir mörgum bæjarmönnum málstreitan hin mesta vansæmd fyrir laudið. Sveitamálið lifi að eins á vörum ómentaðra manna. Pað sé ekki »menningar hæft«, geti ekki borið menningu. Siður landsmálsins sé sigur heimskunnar og ruddaskap- arins yfir viti og siðfágun. En * stóryrðin stoða þar ekki neitt. Landsmálið verður æ því mált- ugra sem lengur líðsr. Flugvélin var hætt komin snemma í síðustu viku. Var gerð tilraun að íljúga lil Veslinannaej'ja, en ómögulegt reyndist að lenda þar vegna kastvinda. Varð því að snúa aftur, en mótvindur var svo mikill á leiðinni í land að bensin þraut og varfl að lenda neyðar- lending á sandinum við Pjórsár- ósa. Slys varð þó ekkert. ( Knaítspyvna. Þriðja og síðasla knattspj'rnumót ársins, kappleikur- inn um Rej'kjavíkurhornið, er nú afstaðið. Keptu félögin þrjú, eins og áður. »Fram«, »Vikingur« og »K. R.« og bar »Fram« sigur af hólrai,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.