Tíminn - 07.08.1920, Page 2

Tíminn - 07.08.1920, Page 2
122 TIMINN Lifebuoy- hveitið er ein hin allra besta amerískra hveilitegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sem alt hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar. Ura-viðgerðir. Undirr. úrsmiðir hér í bænum hafa komið sér saman um nokkra hækkun á vinnu sinni og lagt til grund- vallar verðlista nágrannaþjóðanna. Sama verð hjá öllum. Reykjavík, 1. ágúst 1920. E. Þorkelss. Magnús Benjamínss. Pétur Bjaltested. Jóh. Á. Jónasson. Jón Ilermannison. Þórður Jónss. Jóli. MToröfjörö. Halldór Sigurðsson. t Guðmundtir Gunnlaugsson kennari. Guðmundur Gunnlaugsson fædd- ist að Hafursstöðum i Öxarfirði hinn 13. júní 1886. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Flóventsson og Jakobína Sigurjónsdóttir, sem þar búa enn þá. Um ætt Guðmundar er eg eigi fróður. Af frændum hans í föðurætt skal telja föðurbróðir haus Þórð bónda Flóventsson frá Svartárkoti og son hans, Erlend prest í Odda. En móðurfaðir hans var Sigurjón Magnússon bóndi að Ærlæk og síðar að Hallbjarnar- stöðum á Tjörnesi; hinn mesli atgerfis og dugnaðarmaður. Guðmundur ólst upp á Hafurs- stöðum, og bar snemma á gáfum hans og fróðleiksfýsn. Fyrsti kenn- ari hans — þegar heimafræðsla er frálalin — var Guðmundur Hjalla- son. Hann var fyrirtaks kennari eins og kunnugt er, einkum fyrir efnilega og áhugasama nemendur. Er mjög sennilegt, að frá áhrifum G. H. hafi að nokkru stafað hversu miklar mætur Guðm. hafði á nátt- úrufræði, einkum grasafræði og landafræði. Og ætíð mintist hann hins gamla kennara með þakklæti og aðdáun. Á uppvaxtarárum sínum dvaldi Guðm. um hríð bjá sr. Þórleifi Jónssyni á Skinnastað, og mun honum hafa orðið sá tími að góð- um notum. Sr. Þórleifur fékst að vísu lítið við venjuleg kenslustörf. En hann var fræðimaður með af- brigðum, og vel lagið að hjálpa þeim, sem fræðast vildu, meðal annars með því, að leiðbeina þeim í því, hvað lesa skyldi. Og hið mikla bókasafn hans stóð jafnan opið þeim, sem voru fróðleiksfúsir. Eldfjör prests og kjarkur var vel til þess fallið, að örfa framgjarna unglinga. Má í þessu sambandi geta þess, að Guðm. Magnússon var vinnumaður sr. Þórleifs áður en hann lagði út í það stórræði, félaus og heilsulítill, að ryðja sér braut, sem skáld og rithöfundur. Þegar Guðm. Gunnlaugsson hafði feDgið þá fræðslu heima í héraði, sem kostur var á, þá stundaði hann nám í Reykjavík, fyrst á Iðnskóianum en síðast á Kennara- skólanum. Að því loknu fékst hann við barnakenslu á vetrum, en stund- aði að öðru leyti búskap á Hafurs- stöðum í félagi við systkini sín, uns hann kvongaðist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Grímsdóttur í Ærlækjarseli, og tók þá um leið Ærlækjarsel til ábúðar. Þótt Guðm. hefði nægilegt verk- efni fyrir höndum, þar sem var búskapur á stórri og góöri jörð, þá lét hann sér eigi koma til hugar, að leggja kenslustörfin á hylluua. Til þess að fullkomna sig í þeirri grein, tók hann sér ferð á hendur veturinn 1818—19, og fór til Eng- lands til þess að kynna sér fyrir- komulag barna og unglingafræðslu þar í landi. Dvaldi hann aðallega í Oxford. Að ferðinni lokinni á- setti hann sér að koma á fót ung- lingaskóla á heimili sínu, og byrj- aði það á síðastliðnum vetri, jaín- hliða þess, sem hann hafði barna- skóla. Vegna sérslakra orsaka (sjúk- dóms Kristínar konu Guðm.) var dvöl Guðm. á Englandi skemri, en hann hafði ætlast til, og hafði hann því ákvarðað, að fara til Englands að nýju, kenslustarfs sín vegna; í þeirri för ætlaði hann að hafa með sér yngsta bróðir sinn, Theodór, og fleiri af hinum efni- legustu nemendum sínum. En áð- ur en sú fyrirætlun kæmist í fram- kvæmd var æfistarfi hans lokið. Hann druknaði í Brunnárósi þann 10. júní síðastliðinn. Guðmundur verður ógleymau- legur þeim, sem nokkur teljandi kynni höfðu af honum. Mikill vexti, vel vaxinn og fríður sýnum, þannig var hann í sjón. Og í raun var hann þannig, að hann vann traust og vináttu allra sem kyntust hon- um. Hann var hinn mesti hófs og reglumaður um alla hluti, og jafn trúr hugsjónum sinum sem vinum og vamdamönnum. í hverju sem hann tók sér fyrir hendur fylgdist að vandvirkni og alúð. Ósérhlífinn og jafnan »fremstur í hverri þraut«. Gestrisinn mjög og hjálpsemi hans þan-nig varið, að hann varð oftar fljótari til að bjóða liðsinni, held- ur en hinn hjálparþurfi, að leita til hans. Það er nú orðið viðurkent af mörgum, að fræðslumálin séu mikil- vægasta mál þjóðarinnar; í raun réttri undirstaða menningar og framfara. En því miður eigi af öllum, sem best sést á því, hvað kenslustörf eru illa launuð. Verð- ur afleiðing þess sú, að aðrir hæfir menn fást eigi til þess að vera kennarar en þeir, sem eru mjög óeigingjarnir. Guðm. Gunnlaugs- syni hefði staðið opnir ótal vegir fjárvænlegri en kenslustörf, svo var hann fjölhæfur og ákjósanlegur liðsmaður. En löngun hans lil þess að verða að sem mestu liði í fræðslumálum, sást best á því, að um sama bil og margir af starfs- mönnum landsins, þar á meðal ýmsir hinna best launuðu, gera samtök um verkfall í því skyni, að fá laun sín hækkuð, þá fer Guðm. þrátt fyrir allskyns hindr- anir til útlanda og fullkomnar sig í því starfi, sem hann hafði margra ára reynslu um, hvað var óvæn- legt til fjár. Guðm. hefði orðið að hinu besta liði á margvíslegan hátt, hefði hans notið lengur. Enginn fær metið hvaða tjón er að því fyrir bestu málin, að hann varð eigi lang- lífari. En auk þess lét hann sér ant ura allar verklegar framfarir og hvert gott málefni átti víst hið örugga fylgi hans. En svo — júnídag með sólskini og sunnanvindi, þegar alt leikur í lyndi og enginn væntir annars en góðra tíðinda, þá berst sú frétt út um héraðið, að þessi maður sé drukknaður. Einar Sigfússon. Frá íitiöiidimi. Enska stórblaðið »The Times« hefir ráðist stórkostlega á Lloyd George fyrir framkomu hans á hinum síðari ráðslefnum Banda- manna. Segir að ósamlyndi það sem komið sé milli Bandamanna sé alt honum að kenna. Enginn geti reitt sig á hvað hann leggi til mála. Hann hefði t. d. verið bú- inn að lofa Þjóðverjum því, að þeir skyldu fá háa borgun fyrir þau kol sem þeir yrðu neyddir til að láta af hendi, enda hefði og England haft stórkosllega mikið gagn af því. En svo hefði ekkert orðið úr þessu nema svik. Allir megi eiga von á slíkum veðra- brigðum. — Orðrómur er um það að nokkur breyting geti staðið fyrir dyrum um hina pólitisku flokka- skiftingu í Danmörku. Hafa vinstri- menn verið þar klofnir: annars- vegar hinir róltækari vinstrimenn, radikali flokkurinn, sem fór með stjórnina á stríðstímunum með styrk jafnaðarmanna, hinsvegar hinir meir hægfara vinstrimenn (J. C. Christensen) sem voru í andstöðu við hina róttæku vinstri- mannastjórn, en hafa nú tekið við stjórninni. Gert er ráð fyrir að þessir flokkar muni nú ef til vill vinna saman og njóta styrks at- vinnurekendaflokksins nýja. Síðari kosningarnar í ár fóru svo að sameinaðir hafa þessir flokkar meiri hluta í báðum þingum. Yrðu þá hægrimenh og jafnaðarmenn í andstöðu. en sú andstaða yrði ærið ósamstæð. — Dönsku landsþingskosning- arnar fóru svo að hinir róttækari vinstri menn töpuðu sex þingsæt- um, af þeim unnu hinir hægfara vinstrimenn 3 eða 4. — Innanlandsstyrjöld geisar í Kina. Hefir mikil orusta staðið við höfuðborgina Peking, milli flokk- anna. — Erendrekar Þjóðverja á Spa- fundinum kvörtuðu mjög undan því, að þeir hefðu orðið fyrir miklu aðkasti af hálfu almennings og töldu sig vart óhulta. Hafa þeir farið fram á að næsti fundur verði haldinn í hlutlausri borg t. d. í Sviss og er jafnvel gert ráð fyrir að næsti fundur verði haldinn í Genf. — Það hefir verið álitið að það væri Brussiloff, einn af frægustu herforingjum Rússa í styrjöldinni, sem nú stýrði her þeirra gegn Pól- verjum. Er það ekki rétt. Það er ungur maður, einungis 27 ára að aldri, sem er yfirhershöfðingi og heitir Tuhatshewski. — Styrjöldin á Sýrlandi er um garð gengin. Hefir þar orðið stjórn- arbylting og nýja stjórnin samið frið við Frakka og greitt þeim of fjár í herkostnað. — Yngsti sonur Vilhjálms keisara hefir framið sjálfsmorð. Er talið að hann hafi verið orðinn brjál- aður. Nokkru eftir vopnahléð vavð hann hvatamaður þess að ráðast á franska herforingja á gestgjafa- húsi í Berlín. Var dæmdur fyrir það í nokkurra mánaða fanðelsi. — Miklar skærur hafa orðið milli Itala og Suður-Slafa. Sló í bardaga skamt frá landamærunum. Mörg hús voru rænd og brotin í Triest. I Fiume voru fimm slór seglskip brend fyrir Suður-Slöfum og mörg minni skip. — Ósamlyndi allmikið er sagt innbyrðis í þýsku sljórninni út af samningunum við Bandamenn, og jafnvel gert ráð fyrir að einhver breyting verði á henni. — Hinn nýi enski sendiherra Englendinga í Bandaríkjunum hefir lýsl því yfir að hánn muni ekki nota sér heimildina, að hafa vín til eigin nota. — Verðfallið eykst nú um allan heim á öllum vörum nema helst matvörum. Skipaleiga er farin að hríðfalla, víða um 30—50°/o. — Þjóðverjar hafa látið Bela Kun lausan. — Ekki er enn orðið úr vopna- hléi milli Pólverja og Rússa, neita Rússar að stöðva framsókn sína fyr en gengið sé að öllum kröfum. Pólski herinn virðist gersamlega sigraður, sjálf höfuðborg Póllands, Varsjá, er í hættu og búist við innreið Rússa í bæinn þá og þegar. — Amundsen, heimskautsfarinn SkattátSpr á sjávar- útveg og lanðbúnað. Eftir Pál Jónsson í Einarsnesi. ----- (Frh.). Tóifti tekjuliður fjárlaganna er vörutollurinn. Hann var áætlaður 325 þús. kr. en varð 378 með inn- heimtulaunum. Vörutollurinn var lagður á með lögum 1912 og var þeim lögum breytt 1914. Ymsar vörur eru undanþegnar þessum tolii, t. d. þær, sem tollur er lagð- ur á eftir öðrum lögum o. fl. en hinum gjaldskyldu vörum er skift i 6 flokka og er gjaldið mismun- andi á hverjum flokki. Vörutollur- inn er atvinnuskattur og legst á neytanda vörunnar án tilliis til þess, hvort atvinnuvegurinn ber sig eða ekki, en einungis eftir því vöru- magni, er menn þurfa af hverri vörutegund. Tolli þessum virðist mér réttast að skifta eftir fólks- fjölda í atvinnuvegunum, því marg- ar af þessum vörum eru þess eðlis, að notkun þeivra er almenn og einstaklingseyðslan ekki mjög ólík. Sumar vörurnar eru þó miklu meira, eða eingöngu, notaðar í þágu liskveiðanna, og til þess að halla síður á sjávarútveginn, ætla eg fyrst að draga frá stærstu gjalda- liði hans, en það er helmingur steinolíutollsins, 5 þús. kr., ef gert er ráð fyrir, að mótorbátarnir noti helming þeirrar steinolíu, sem til landsins flytst, einnig helmingur tunnutollsins, um 16 þús. kr., því að hann greiðist mest af síldar- strokkum, en hinn helminginn greiða útlendir síldveiðamenn. Kjöt- tunnutollinn ætla eg ekki að draga frá. Salttollinn allan 24 þús. kr. ætla eg að telja sjávarútveginum og hálfan kolatollinn, 32 þús. kr., sem þó sennilega er of mikið vegna kolanotkunar útlendra skipa og innlendra verslunarskipa og kola- eyðslunnar í landinu, einkum í kaupstöðunum. Þetta verða til sam- ans 77 þús. kr., og eru þá eftir at vörutollinum 301 þús. kr. Þar frá dregst tunnutollur sá er út- lendingar greiða, 16 þús. kr., og verða þá eftir 285 þús. kr. Sé því skift eftir fólksfjölda kemur á land- búnað 151 þús. kr., á sjávarútveg 57 þús. kr. og á aðra atvinnuvegi 77 þús. kr. Á sjávarútveginn leggj- ast því þarna áðurnefndar 77 þús. kr., að viðlögðum 57 þús. kr. eða samlagt 134 þús. kr. Þetta er að vísu áætlun, en sennilega ekki hallað á sjávarútveginn, öllu frekar á landbúnaðinn. Þreltándi tekjuliður fjárlaganna er aunað aðflutningsgjald, áætlað 32 þús. kr., en varð 66 þús. kr., að meðtöldum innheimtulaunum. Það er tollur af tei, súkkulaði, og brjóstsykri. Teið er mjög lítið notað bæði af sjómönnum og sveita- mönnum, en mun mest vera notað af embættismönnum í landinu. — Brjóstsykurinn er munaðarvara og súkkulaði mun talsvert vera notað á sama hátt, en þó er notkun þess orðin svo almenn, að telja verður toll af því, sem óbeinan atvinnu- skatt, eins og kaffi og sykurtolli. Svipað má líklega einnig segja um kakaó. Tollurinn af því tvennu var 43 þús. kr. Skifti eg honum á sama bátt og kaffi- og sykurtollinum, og kemur þá á landbúnað 23 þús. kr., á sjávarútveg 9 þús. kr., en á aðra atvinnuvegi 11 þús. kr. Þar með eru taldar þær tekjur, sem hægt er að skoða sem beina eða óbeina skatta á þessum tveim atvinnuvegum. Þó skulu aðrar tekjur landsins taldar hér. Pósttekjur 126 þús. kr. og síma- tekjur 392 þús. kr. eru gjöld fyrir stofnanir, er ríkið á og rekur á sinn kostnað mönnum til afnota, enda ganga þessar tekjur að miklu leyti til starfrækslu og viðhalds stofnununum. Allir geta jafnt hag- nýtt sér þær eftir þörfum í atvinnu- rekstri sínum, og verða því sím- gjöld og póstgjöld ekki skoðuð sem skaltur, heldur endurgjald fyrir ákveðna hjálp þjóðfélagsins. Þetla ár var auk þess fjárhagslegur halli á póstmálunum, en þó að tekjur yrðu á símanum, munu þær mest hafa greiðst af verslunarstéltinni. Tekjur af íslandsbanka 20 þús. kr., og af Landsbankanum 8 þús. kr., geta ekki heldur talist hér, því að þó að peningaleigan hækk- aði við skattinn, þá er peninga- leigan sjálf ekki annað en gjald fyrir hjálp þá, sem lánsstofnunin veitir atvinnurekendunum. Hér stendur auk þess svo á, að þetta gjald tekst af hreinum ágóða bank- anna en legst ekki á vextina, og kemur það þess vegna því síður til greina hér. Óvissar tekjur ríkissjóðs 22 þús. kr. eru sektir, réttartekjur við lands- yfirréttinn, arður af hlutabréfum o. m. fl., og þarf ekkert af því að athugast í þessu sambandi. Þá koma tekjur af fasteignum, kirkjum og af ræktunarsjóði, 42 þús. kr. af því öllu, auk umboðs- launa, prestmötu og annara gjalda. Ekkert af þessu er í eðli sínu skattur af atvinnu, því að þó að t. d. eftirgjald af jarðeignunum greiðist af mönnum, er stunda landbúnað, þá greiðist það af ein- stökum mönnum fyrir afnot þeirra af jarðeignum ríkisins, en legst ekki á atvinnuveginn alment, sem skattur. Verður þetta þó að at- hugast betur síðar. Að lokum koma vextir af ýms- um sjóðeignum rikisins, banka- vaxtabréfum og innstæðufé í bönk- um 166 þús. kr., endurgreidd lán o. fl. 5 þús. kr., og gjald úr rlkis- sjóði Danmerkur 60 þús. kr., sem nú er fallið niður sem árlegt gjald. Ekkert af þessu getur komið til greina í þessum samanburði, því að t. d. peningavextina er ekki hægt að skoða sem skatt, eins og áður er sagt, heldur sem endur- gjald fyrir afnot af eigu annars aðila, sem hann ljær hinum hon- um til hjálpar. Séu nú öll gjöld þau, sem áður voru nefnd, dregin saman í eina heild, skiftast þau sem hér segir á hvorn atvinnuveginn. Land- Sjávar- búnaður útvegur þús. kr. þús. kr. 1. Ábúðar- og lausa- fjárskattur......... 92 4 2. Húsaskattur .... 6 3. Útflutningsgjald og verðhækkunartoll. 36 498 4. Kaffi og sykurtollur 266 133 5. Vörutollur........151 134 6. Annað aðflutnings- gjald............... 23 9 ~568 784 Niðurstaðan verður því sú, að sjávarútvegurinn ber í krónutali

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.