Tíminn - 04.09.1920, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.09.1920, Blaðsíða 3
TÍMINN 139 snúið sókn Rússa í hinn herfileg- asta ósigur, líkt og Frakkar gerðu Þjóðverjum í orustunni við Marne í upphafi heimsstríðsins. — Jafnaðarmannaflokkurinn í Belgíu hefir hafið mikla mótspyrnu gegn því hernaðarsambandi sem komið er á milli Frakklands og Belgíu. Segja þeir að nú ríki hið grimmasta afturhald á Frakklandi og hermenskuandi og sé Belgíu það því hin mesta áhætta að standa í slíku sambandi. — Suður-Jótar hafa horfið frá því ráði að stofna sérstakan stjórn- málaflokk. Reyndist það ófram- kvæmanlegt. Búist er við því, að það verði aðallega vinstrimanna- flokkurinn sem atkvæði fær á Suður-Jóllandi. — Ýmsir menn hafa viljað halda því fram að matarskortur myndi vofa yfir heiminum vegna minkaðr- ar framleiðslu, verkfalla, óeyrða o. s. frv. Hefir enskur hagfræðing- ur nýlega ritað mjög merka grein un> þetta og kemst að alveg gagn- stæðri niðurstöðu. Leggur hann fyrst og fremst áherslu á það, að fyrir stríðið hafi flest lönd í Norðurálfu dregið óþarflega mikið að sér af matvælum. Því næst segir hann að glögglega megi sjá að það gangi að mun fyr en áætlað var að koma þeim löndum í rækt aftur, sem lögð voru í eyði í slríðinu. í Belgíu sé t. d. nú svo komið að stærð akrana sé einungis 8°/0 minni en fyrir stríðið, og sykurframleiðsla Belgíu hefir þegar aukist svo aítur að nokkuð hefir verið flutt út lil Frakklands. Horf urnar um kornframleiðsluna, sér- staklega hveiti framleiðsluna,- séu yfirleitt sérstaklega góðaf: Telur hann fimm aðalhveitilönd heims- ins: Argeutínu, Bandaríkin, Canada, Ástralíu og Indland. Frá Árgeutínu megi ekki búast viö að útflutt verði nema um hálf miljón smá- lestir hveitis, en á Indlandi verði uppskeran með allra besta moti og muni vera hægt að flytja það- an tvær miljónir smálesta. í fyrra hafi verið gífurlega mikil hveiti- uppslcera í Bandaríkjunum, enda haíi þá bæst við í nýrækt 12 miljónir ekra hveitiakra og þótt ekki megi gera ráð fyrir svo miklu nú, þá er talið víst að hveiti út- flutningurinn þaðan verði um 2—3 miljónir smálesta fram yfir meðal uppskeru fyrir stríðið. I Canada voru hveitialcrarnir taldir 10 mil- jónir ekra að stærð árið 1914, en nú 17 miljónir. ekra og uppskeru- horfurnar ágætar, þannig að búist er við að flytja megi út þaðan 5 miljónir smálesta og í Ástralíu séu horfurnar og góðar. Alls megi bú- ast við því að 18 — 19 miljónir hveilismálesta komi á útflutnings- markaðurinn á þessu ári, en fyrir stríðið hafi það verið um I7V2 miljónir smálesta. Það sé því mjög fjarri sanni að gera ráð fyrir korn- vöruvandræðum á þessu ári og um framtíðina ætti ekki að þurfa að kvíða, þvi að bæði í Argentínu, Canada og Síberíu, séu þau land- flæmi ómælanleg sem hæf séu til hveitiræktar. Þá geti og bættar að- ferðir um hveilirækt og einkan- lega það að betri hveititegundir væru alment notaðar til útsæðis, aukið framleiðsluna stórkostlega. — Dagana 12. til 24. -ágúst var fundur haldinn i Genf á Svisslandi og voru þar saman komnir full- trúar frá öllum helstu kirkjudeild- um mótmælenda í Norðuálfu og Ameríku. Tilgangur fundarins var að koma á miklu nánari samvinnu meðal allra mótmælenda. Eru það einkanlega guðfræðisprófessorar í Oxford á Englandi sem kornið hafa fundinum á. , — Stórmál stendur yfir á Þýska- landi sem flettir óþyrmilega ofan af bardagaaðferð Stór-Þjóðverja. Hefir það komist upp að voldug fréttastofa hefir haft aðal aðsetur í Magdeburg, og útbú i flestum borg- urn Rýskalands, sem hafði það verk á hendi að ljúga fréttum unr upp- reistir og hryðjuverk Bolchewicka á Þýskalandi. Sumpart voru frétt- irnar algerlega gripnar úr lausu lofti, sumpart gífurlega orðum auknar. Blöð afturhaldsmannanna þýsku birtu svo þessar fréttir og lögðu út af þeim og stundum tókst jafnvel að koma þessum lygifregn- um i frjálslyndu blöðin og blöð jafnaðarnranna. Yfirmaður þessar- ar fréttastofu heitir Heissmann. Segir hann að afturlialdsblöðunum hafi verið það vel kunnugt að fréttirnar voru lognar. Rannsóknin beinist einkum að þvi hverjir hafi kostað þetta fyrirtæki, en það hefir kostað ógrynni fjár. Berast böndin að fjölmörgum af stærstu iðnrek- endum Þýskalands. — Á Krímskaga hafa Bolche- wickar átt lengi í höggi við Wrangel hershöfðingja, sem þar hefir forystu fyrir her rússneskra flóttamanna. Munu í þeim her meðal annars vera leifar af herum þeirra Denikins og Judenitch. Var það eitt með öðru sem stóð í vegi um samninga Rússa við Frakka og Englendinga, að Rússar vildu engu lofa unr að semja frið við Wrangel, töldu þeir hann óalandi uppreistar- mann. Frakkar hafa aftur á móti viðurkent sljórn Wrangels opin- berlega og það án samráðs við Englendinga. Vegna ófara sinna á Fyrsta og annað hefti þar í þessar greinar. þessa árs eru komin út og eru Heima og erlendis. — Verðlagningardeilan (J. G. P.) — Samvinna í Ameríku. — Um framþróun samvinnu- stefnunnar á Finnlandi (Ó. K.). — Ullarþvottahús (Jóh. Fr.). — Samvinnuskólinn 1919—20. — Um samvinnu á Rússlandi (Ó. K.). Afgreiðslu annast Jón Finnbogason verslunarmaður hjá Kaupfélagi Reykjavíkur, í Gamla bankanum. móti Pólverjum hafa Rússar nú orðið að flylja megnið af her þeim er þeir beindu gegn Wrangel norður á pólsku vígstöðvarnar. — Venizelos, forsætisráðherrann gríski, er talinn úr allri hættu, af banatilræði því er libnum var veitt í Paris, Hittu hann að vísu fjórar kúlur, en komu engar á verulega hættulega staði. Hafa til- ræðismennirnir játað að þeir hafi lengi búið yfir þessu áformi og komið til Parísar eingöngu í þessu skyni. Pað er talið víst að fylgis- menn Konstantíns, hins afsetta Grikkjakonungs, standi að baki tilræðismönnunum, enda telja þeir, að ekki þurfi annað en að ryðja Venizelos úr vegi til þess að Kon- stantíns geti aftur sest að völdum á Grikklandi. Aftur á móti er það haft eftir Venizelos, eftir tilræðið, að það hefði ekki gert neitt til þótt það hefði hepnast, því héðan af verði ekki umþokað um farsæla framtíð Grikklands, og muni engin breyting gela orðið um stjórn þar. — Stjórnin í Argentíu hefir á- kveðið, að selja sykurbirgðir miklar, um 200 þúsund smálestir og selur við 40—50% lægra verði en mark- aðsverð er alment. — Steinolíufélagið ameríska, »Standard Oil«, hefir nýlega á- kveðið, að borga hluthöfum um 200°/o. — Síðustu fregnir af ófriðnum herma það, að Rússar dragi nú saman óvígan her gegn Pólverjum og geri gagn-áhlaup. Aftur á móti er Wrangel hershöfðingi talinn að hafa unnið mikinn sigur á Rúss- um. U111 friðarsamninga heyrist fátt. — Búist er við að námamenn- irnir ensku samþykki það að hefja verkfall, og í Danmörku hafa tré- smiðir og múrarar gert verkfall. Er sollaveikiD opprætt? Nei! Svo langt er síðan farið var að gera ráðstafanir til að uppræta sullaveikina á landi hér, með því að fyrirskipa brennu sulla og hreinsun hunda af bandormum, að ef þetta hefði jafnan síðan verið gert rækilega og með sam- viskusemi alstaðar á landinu, ælti sullaveikin nú með öllu að vera úr sögunni hér, nema ef sýkillinn bærist hingað aftur frá öðrum löndum. En því er nú miður, að þetta útrýmingarstarf hefir ekki verið svo vel rækt sem skyldi alstaðar. Þó sullaveiki í mönnum og skepn- um sé nú sjaldgæfari en áður, mun hún alls ekki vera upprætt, og er þar engu um að kenna öðru en slælegri framfylging reglnanna. Hundahreinsunin hlýtur að vera vanrækt sumstaðar á la'ndinu, og er það sorglegt, þar sem hér er annarsvegar um heilsu og líf manna og dýra að tefla, en hins vegar svo að segja í lófa Iagið að út- rýma sýklinum með öllu. Á fyrslu árum hundahreinsunar- innar í minni sveit, tók hrepp- stjórinn starfann að sér, og fram- kvæmdi heima hjá sér; en er hann lét af því starfi, var til þess val- inn áreiðanlegur, samviskusamur maður, er gegnir starfanum enn. Afleiðingin er, að nú hefir árum saman ekki orðið vart sulla í skepnum né orma í hundum hér, nema aðkomnum úr öðrum héruð- um, En að ormahundar koma að, sýnir, að þar er hreinsunin van- rækt (eða brensla sulla; líklega hvorttveggja). Og fleira bendir til, að starfinu sé slælega framfylgt sumstaðar á Jandinu. í nýútgefn- um hundahreinsunar-reglugerðum er enn gért ráð fyrir, að hundar séu ormaveikir og sullir til, og þó er »beislinu hleypt af ótemjunni«, t. d. f Skagafirði, þar sem hverj- um búanda er ætlað að annast hreinsunina hjá sér! Pað má geta nærri hvernig um þá framkvæmd fer! En það er meira en meðal- þjóðarminkun, að eigi skuli vera útrýmt með öllu sullaveiki (band- ormum) og fjárkláða, sem hvort- tveggja er sjálfskaparvíti að ala í landinu; sýnir þroskaleysi og tóm- læti almennings, að uppræta ekki þessa kvilla að fullu á fám árum. Að baða fé, svo óþrifalaust sé, og þá 2—3 ár úr kláðadrepandi baði, til að útrýma kláðanum, er bein- línis talsverður árlegur gróði, marg- falt móti kostnaðinum, og þó er þella vanrækt af mörgum, þvert ofan í gildandi lög. Hví að draga fjöður yfir þetta? Enga hundahreinsunar-reglugerð ætti að staðfesta, þar sem gert er ráð fyrir fleirum en 1—2 hreins- unarmönnum í sveit, og til þess á að velja samviskusama heiðurs- menn, og auðvitað borga þeim, svo að skaðlausir séu. Hér er um alvarlegt heilbrigðismál að ræða, og sæmd (eða vansæmd) þjóðar- innar. Svo að ekki verði sagt, að til- gangurinn sé sá einn, að »klína nafni mínu á prent«, undirskrifa eg Kona i Kjalarnesþingi. oilífta eftir ff|fall f||ain«. »P. S. III. Eg hefi nýlega fengið sönnun fyrir þvf, að faðir minn hefir verið mikill byltingamaður. Undireins og eg festi upp mynd- ina af honum í dagstofunni minni, hófst byltingin. Allar hinar mynd- irnar mínar og gripir gerðu upp- reist. Klukkan mín, sem er af- mælisgjöf frá baróninum, varð allra háværust og vanstiltust. Eg rak þær allar út, til þess að fá frið. Þær eru nú í herbergjum frænku minnar. Með heitum tárum var tekið á móti þeim og ærnum á- sökunum um hið mikla vanþakk- læti fyrverandi eigandans. Það mun minna yður á klausturklafana hérna fyrir handan, þá er þér komið hingað næst og sjáið híbýli mín. Getið þér af því ráðið, hver áhrif þér hafið haft á mig, með því að segja mér um foreldra mína og hina göfgu og fógru fátækt þeirra. Komið fljótt! Segið ekki að það tóku eigendur lánsfjárins ekki sem síðustu orð í málinu. Peir vildu fá fé silt alt, bæði rentur og höfuð- stól. Þar að auki stóðu Frakkar nú, að stríðinu loknu, sem slerk- asta herþjóð í Evrópu, höfðu eign- ast mikil ný lönd í öðrum heims- álfum og höfðu enga samkend með jafnaðar-hugsjónum Lenins, sem Bolchewickar töldust fylgja. Þvert á móti óttuðust auðmenn og landvinninga-forkólfar Frakka fordæmi það, sem verkalýður landsins fékk í Rússlandi. Þess vegna hafði Clemenceau einsett sér að gera Bolchewickum alt það ógagn er hann mætli, og helst fella veldi þeirra. Og Millerand og stjórn hans hélt fast fram sömu stefnu. Af þessum ástæðum og öðrum minni, sem eigi verða hér taldar, höíðu Frakkar styrkt með fé og vopnum alla féndur Bolchewicka, er sóttu þá með vopnum. En er eng- inn þeirra bar sigur úr býtum, ýttu þeir undir Pólverja, að hefja hernað nú i vor sem leið. Skyldi þá fella stjórn Bolchewicka, Frakkar fá fyrirheit um greiðslu á lánum sínum, en Pólverjar lönd og lausa aura fyrir ómakið. Meðan Bolchewickar voru lítt við- búnir unnu Pólverjar mikið á, en er leið fram á vorið tók að kenna aflsmunar. Pólverjar höfðu sótt langt fram á stuttum tíma. Her þeirra var- orðinn þjakaður af á- reynslunni. Herlínan var löng og víða þunnskipuð. Rússar voru fjöl- mennari og stóðu mjög samhuga. Jafnvel afturhaldssamir Rússar sluddu Lenin í varnarstríði móti Pólverjum. Hartnær allir Rússar fylgdust þar að málum. Landvinn- ingastefna Pólverja sameinaði sundruðn kraftana heima fyrir um vörnina út á við. Rússneski herinn vann nú hvern sigurinn á fætur öðrum, og þegar komið var fram í byrjun ágúst- mánaðar höfðu þeir meginhluta Póllands á valdi sínu. Her Bolche- wicka var langt koininn að um- kringja Varsjá. Skothríð var hafin á borgina. Utlendu sendisveitirnar voru flúnar úr bænum, og fjöldi borgara, þeirra sem með nokkru móti máttu burtu komast. Járn- brautarlestir, bílar, hestvagnar, reiðhjól og öll hugsanleg farartæki voru gripin til að færa höfuðborg- arbúa Póllands undan fallbyssum Bolchewicka. Pegar Pólverjum tók að ganga illa byrjaði Lloyd George að blanda sér í málið og vildi koma á sætt- um, og það því fremur sem að- staðan heima fyrir þrengdi að honum, svo að hann vildi feginn semja um vöruskifti við Rússa. Verslunarskiftin álitu Bretar sér nauðsynleg til að bæta úr dýrtíð- inni. Frá Rússlandi vildu Bretar fá korn, feitmeti og margskonar óunnin efni, en selja Rússum aftur iðnaðarvarning. Samkepnin við Ameriku ýltu þar undir. Auðmenn- irnir vildu græða á Rússlandsversl- un. Verkamennirnir vildu frið við Bolchewicka. Báðum mátti gera til liæfis með því að stilla til friðar í pólska stríðinu. Par að auki óttuð- ust bæði Bretar og .Frakkar að Bolchewickar myndu, ef þeir sigr- uðu Pólverja algerlega, koma þar á sameignarríki, halda síðan inn í Þýskaland nota sér hatur Pjóðverja gegn Brelum og þó einkum Frökk- um, fá þá í bandalag og berjast síðan vestur á Rínarbökkum við sigurvegarana úr heimsstyrjöldinni. Frakkar höfðu hugsað sér Pólland sem voldugan bandamann í aust- urátt og varnargarð, sem héldi sóttkveikju rússneska lýðveldisins í hömlum. En félli Pólland úr sögunni gat það eigi uppfylt þess- ar vonir. Bandalag Rússa og Pjóð- vei ja, ef til þess kæmi, óttast Frakk- ar allra hluta mest. Pjóðverjar eru erfðaféndur þeirra, sem þeir trúa ti! alls ills, en fájra góðra hluta, og hinsvegar Rússar, sem refjast um skuldgreiðsluna og hafa þar að auki jafnaðarstjórn sem marg- brýtur »helgidóm« eignarréttarins. Bretum og Frökkum kom ekki saman um hversu afstýra skyldi | falli Póllands. Lloyd George vildi halda fund í Lundúnum með öll- um málsaðilum sem ríkjum ráða í Austur-Evrópu og semja þar frið milli stríðsþjóðanna og jafna deilu- mál og landamerkjaþrætur. En þá hefði stjórn Bolchewicka verið viðurkend og Rússar komið að nýju inn í samfélag þjóðanna. Frakkar vildu aftur á móli engan friðarfund, ekki viðurkenna Bol- chewicka, en efla Pólverja og aðra óvini þeirra til styrjaldar, uns gengið yrði af Lenins-stjórninni dauðri, og ný stjórn sett í Rúss- landi, sem vildi halda skulda-skuld- bindingar keisarastjórnarinnar. Óx af þessu fáþykkja með Bretum og Frökkum og varð þó meiri síðar. Bolchewickar svöruðu Lloyd George þvi, að við Pólverja vildu þeir semja frið sjálfir, en kváðust unna þeim góðra kosta. Til Lund- úna vildu þeir koma þar að auki, og semja um verslunarmál við Vesturþjóðirnar. Tókst þeim með þessu að eyða þeirri xáðagerð Breta að flækja saman í eitt mál pólsku samningana og verslunar- viðskifti við aðrar þjóðir. Lloyd George hét þá á Pólverja að biðja Rússa friðar og gerðu þeir það um siðir, en þó með dræmingi. Vildu þeir fá vopnahlé, en Bolche- wickar neituðu því, nema jafn- framt væri samið um frið. Var sú orsök til þess, að stjórn Pólverja hafði látið þau orð falla við fransk- an mann er var á leið til Rúss- lands, að Pólverjar myndu að eins nota vopnahléð til að koma skipu- lagi á her sinn, og hefja síðan bardaga að nýju. Gekk lengi í þófi um undirbúning vopnahlésins, 'en á meðan var barist af mikilli heift. Bolchewickar kváðu Pólverja vilja halda áfram þar til Varsjá væri fallin, í von um að Frakkar og Bretar neyddust þá til að senda þeim her til hjálpar. Hinsvegar sökuðu óvinir Bolchewicka þá um að þeir vildu ekki neinn frið fyr en þeir hefðu Pólland alt á valdi sinu og gætu sett þar á fót sam- eignarlýðveldi eins og heima fyrir. Að lokum hófst þó samninga- fundur í bæ þeim í Rússlandi er Minsk heitir. Voru Pólverjar frá upphafl hinir þverustu og er mjög ólíklegt að nokkuð verði úr samn- ingum að svo komnu, því að sam- timis hófu Pólverjar sókn frá Var- sjá og unnu stórmikinn sigur á Bolchewickum, tóku mikinn fjölda fanga en neyddu fjölmennar rúss- neskar hersveitir til að flýja inn i Þýskaland og verða þær sviftar þar vopnum og kyrsettar uns ó- friðnum líkur. Sigur Pólverja má fyrst og fremst þakka því að þeir fengu, á siðustu stundu frönskum hershöfðingjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.