Tíminn - 04.09.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.09.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34-. Sími 286. IV. &T Reykjarík, 4. septomber 1920. 35. blað. W Ný húslestrabók. Ásmundur Guðmundsson: Frá heimi fagnaðarerindisins. :: Kostar í bandi kr. 15. :. Fæst hjá öllum bóksölum. Bókaverslun SigfB Eymundssonar. Bann í Sviþjóð. Síðan árið 1911 hefir setið netnd á röggstólum í Svíþjóð sem haft hefir það verkefni, að taka áfengis- málið í heild sinni til rannsóknar og gera tillögur um það. Ur öllum áttum hefir nefndin dregið að sér efni, til upplýsingar málinu, safnað skýrslum og gögnum um starf annara þjóða um málið, meðal annars t. d. sent fyrirspurnir hing- að, til landsstjórnarinnar, um þá reynslu sem hér er orðin um bannlögin. Nefndin var búin að starfa svo lengi að það var orðið hljótt um hana, hafa sumir ef til vili verið farnir að gera sér í hugarlund að lítið myndi koma frá henni. Fess- vegna kemur mönnum það eilítið kynlega fyrir að nefndin leggur nú fram ákveðnar tillögur. En sam- kvæmt símskeyti sem hingað kom í vikunni eru tillögurnar þær: að allsherjar vínbanni verði komið á í Svíþjóð og nái til allra áfengra drykkja, víntegunda og öls með 2s/w%. Vill neíndin leita þjóðar- atkvæðis ura bannið tveim árum eftir að ríkisþingið heflr samþykt það. Undanfarin ár hefir sérstakt skipulag ríkt í Svíþjóð um áfengis- málið. f*að hefir hvorki verið frjáls sala né bann, heldur skömtun. Hefir það verið nefnt »Bratts- system« eftir þeim manni, Bratt, er fyrir því gekst. Andstæðingar vínbannsins hafa mjög oft haldið því fram að þetta skömtulag Bratts væri hin eina rétta lausn áfengis- málsins. Dómur sænsku nefndar- innar nú, og reynsla Svíanna, hefir farið í þveröfuga átt. Reynslan varð sem sé sú að það varð ekki hægt að skamta. Úr því að vínið var veitt á annað borð að opin- berri ráðstöfun varð æ að stækka skamtana. Og sjálfur Bratt hefir nú játað að þetta skipulag sitt sér óhæft. Fað sé ekki hægt að skamta. Skamturinn verði að vera það sem fólkið vill hafa o: enginu skamtur. Skýrslur hafa verið gerðar öll þau árin í Svíþjóð sem Bratts-sy- stemið« hefir staðið, um afleiðing- arnar af áfengisnautninni, í glæp- um, sjúkdómum, slysum o. s. frv. Fær hafa talað skýrum orðum. Fað hefir haldist svo greinilega í hendur að þá er skamturinn er aukinn, kemur hitt óumflýjanlega á eftir: fjölgun glæpa, slysa, sjúk- dóma o. s. frv. sem beinar og óbeinar afleiðingaT. Fað er næsta mikilsvert að Sví- ar hafa gert þessa tilraun um skömtulagið, því að þeir eru bún- ir að reyna það til þrautar og sjá: skömtulagið er léttvægt fundið. Sænska nefndin, sem dregið hefir að alt það efni sem unt er að ná í, dregur ályktanir af reynslunni, reynslu Svía og annara. Og álykt- anirnar eru þessar: Engin önnur leið er til um að legsa hið mikla og alvarlega áfeng- ismál, en bannleiðin. Ef við viljum gera skyldu okkar og taka afleið- ingunum af samviskusamri rann- sókn, þá veröum við að lögleiða fullkomið bann á áfengi. Fessi tíðindi frá Svíþjóð eru að svo mörgu leyti gleðileg tíðindi. Að visu er það svo, að það er ekki búið að samþykkja bannið í Svíþjóð, þótt þessi nefnd geri það að tillögu sinni. En það eitt að nefndin, og það einmitt slík nefnd í Svíþjóð, landinu sem reynt hafði skömtulagið, kemst að slíkri niður- stöðu, er ærið gleðiefni eitt fyrir sig. En það er mikil og góð von um að sænska þjóðin fari eftir tillög- um nefndarinnar. Sænska þjóðin er um marga hluti best menta og heilbrigðasta Norðurlandaþjóðin, bæði í andlegu og líkamlegu til- liti. Bindindis og bannhreyfingin hefir fest þar djúpar rætur meðal almennings og meðal Svía hafa verið sumir allra áhrifamestu bann- menn heimsins. Og síðast en ekki síst má í þessu sambandi minna á sænsku kirkjuna, víðsýnustu, glæsi- legustu og mest lifandi kirkjuna, á Norðurlöndum a. m. k. Sænska kirkjan hefir, nálega sem heild, tekið bannmálið upp á sína arma og þaðan mun málið eiga von hins allra mesta stuðnings. Einlægar blessunaróskir séu sænsku bannmönnunum hér með sendar frá samherjum þeirra á íslandi. Nauðungarsala? Því lengur sem það stendur yfir það hörmungarástand sem ríkir á viðskiftasviðinu, því alvarlegri af- Ieiðingar hlýtur það að hafa. Því lengur sem það stendur, að bank- arnir íslensku gela ekki »yfirfært« fé til útlanda, og íslendingar þar af leiðandi ekki staðið í skilum með greiðslur sínar til erlendra viðskiftamanna, því meiri verður sá álitshnekkir sem landið býður og einstaklingar og því alvarlegri verða eftirköstin um viðskifti í framtíðinni. Yið viljum hugga okkur við að það standi ekki Iengi úr þessu. Að tilhlutun stjórnarinnar hsfir farið fram virðing á þeim afurðum sem tilbúnar eru, eða verða, á markað- inn. Árangurinn af þeirri rann- sókn er injög góður. Hæfilega metið mun verð þeirra afurða nema jafn- vel tugum miljójia króna fram yfir skuldir landsins. Með öðrum orð- um: Ef það tekst að selja þessar afurðir vel, þá mun rakna úr vand- ræðunum. En það þarf ekki einungis að selja þessar afurðir vel, það þarf og að selja þær fijólt, til þess að losa okkur úr kreppunni og það vita allir kaupsýslumenn að það er oft hið allra erfiðasta að eiga bæði að selja vel og þurfa líka að flýta sér að selja. Og þeir eru margir sem eru hræddir um að þarna sé versti erfiðleikinn. Það sé enginn vafi á að vörurnar seljist, en það sé mjög óvíst að hægt sé að selja þær fljótt, svo sæmilegt sé. Kaup- endur varanna, sumir a. m. k., muni sem sé ætla sér að »spekú- lera« í því að fá þær ódýrari, af því að við þurfum að selja þær fljótt. Þarf ekki orðum að því að eyða hvað þetta liggur beint við. Það er óþægilegasta aðstaða sem seljandinn getur komist í, að verða að selja, nálega þegar í stað, hvað sem fyrir fæst. Á seinni stríðsárunum skipaði landsstjórnin úlflutningsnefnd lil þess að sjá um sölu á afurðum landsins. Enginn vafi er á því að það varð til hinnar mestu bless- unar. Tíminn vill ekki beinlínis gera það að tillögu sinni að ný útflutningsnefnd verði nú skipuð — eins og einn af bankastjórum Landsbankans hefir gert — en hann vill halda hinu fram, að á landsstjórninni nú hvili ekki siður, heldur enn meir en á stríðsárun- um, skylda um að gera alt sem í hennar valdi stendur til þess að greiða fyrir sölu íslenskra afurða, og ekki síst að koma í veg fyrir að satan, vegna ástandsins sem ríkir, verði að einhverju leyti nauðungar- sala á óhentugasta tíma. Það er fullyrt af kunnugum að í vor og sumar hefði verið hægt að útvega landinu sæmileg lán, sem hefðu forðað okkur frá nú- verandi öngþveiti og gert okkur það fært að þurfa ekki að flýta nú svo mjög vörusölunni, að af leiddi mikil verðlækkun. Það er ennfremur kunnugt að einstakar stofnanir hafa alt fram að þessu getað fengið erlend lán, með að- gengilegum kjörnm og fengið við það frjálsari hendur. Hefir landsstjórnin rannsakað það til hlítar hvort enn er of seint að bæta aðstöðuna á slíkan hátt? Landsstjórnin hefir um marga hluti betri aðstöðu en einstakl- ingar. Txl hins ítrasta verður lands- stjórnin að beita sér nú og leita samvinnu við seljendur, eða taka beint að sér að vinna sumt eða eða mikið fyrir þá. Fremur en nokkru sinni áður verður ísland að krefjast þess »að hver maður geri skyldu sína«. Samvinnuleysi þeirra sem nú geta mestu um þokað um afkomuna er háskalegt og ekki síður hitt að einn varpi ábyrgðinni yfir á annan og þannig verði undanfelt að gera það sem unt er að gera um að komast út úr vandræðunum. Er ekki vafi á því að væri nú hér á landi samstæð Iandsstjórn, sem treysta mætti fylgi samstæðs meiri hluta á þingi, um allar fram- kvæmdir til alþjóðarheilla, þá hefði hún þegar komið í framkvæmd ráðslöfunum um að bæta áslandið. Dýr vani. Það eldir lengi eftir af þeirri gömlu, skoðun, að ekki sé fyr vissa um greiðslu fyrir seldan hlut, en peningarnir eru komnir í hend- ina. Víða um land er það svo enn, að menn fást vart til að taka gildar ávísanir á banka og kaup- félög. Menn vilja hafa peningana og ekkert annað en peningana.v Það má til að gera gangskör að því að útrýma þessum hugsunar- hætti. Nú í sumar, eins og endranær, þurfa þeir menn t. d. sem kaupa hrossin fyrir einkasölunefnd lands- stjórnarinnar, að reiða með sér tugi þúsunda og jafnvel hundruð þúsunda króna í seðlum, út urn allar sveitir landsins. Menn fást sem sé miklu síður til að selja hrossin, ef ekki er borgað með peningum út í hönd, selja ef til vill alls ekki að öðrum kosti. Þetta er dýr vani og óhæfilegur. Liggur það í augum uppi að af þessu leiðir mikið vaxtatap, sem vitanlega kemur niður á þeim sem selja liestana. Það eru fyrstu af- leiðingar þessa vana. í annan stað er það auðsætt að þelta eykur eyðsluna í landinu og það ef til vill að miklum mun til- tölulega. í þriðja lagi er þetta, eins og nú er ástatt, óþægilegt fyrir bankana, að þurfa að auka peningaumferð- ina svo stórkostlega. Það ættij að mega komast af með a. m. k. þrefalt minna af reiðum peningum til þessarar versl- unar. Reglan ætli að geta verið sú að í mesta Iagi væri þriðjungur liestverðsins borgaður í peningum en hitt með ávísun á banka. Langsamlega rnest af því fé sem hestaeigendur fá fyrir hesta sína gengur hvort sem er til þess að greiða verslunarskuldir, ekki síst í ár. Það er öllum einfaldara og svo miklu ódýrara, að greiða þær með ávísunum á banka. Verslunum er það ekki síður þægilegra en selj- endunum. Þeir tímar eru löngu liðnir sem réttlættu þann hugsunarhátt sem heldur við þessum dýra vana og þeir tímar lcoma aldrei aftur. Það er merki um óþroska að ala þennan hugsunarhátt lengur, og líða af fjárhagslegt tjón, gera sjálf- um sér og öðrum óþægindi og auka á eyðsluna. Þess vegna eiga allir góðir menn að taka höndum saman um að útrýma með öllu þessum leifum verslunarkúgunarinnar og þeirrar tortrygni sem henni var samfara. Ætti þetta að vera í síðasta sinni sem úreltur liugsunarhátlur knýr hestakaupmennina til að reiða meö sér nálega heila hestburði af pen- ingum, sem af veröur að gjalda rándýra vexti. Sú fregn gengur um bæinn, að eitt af allra stærstu verslunarhús- unum í Kaupmannahöfn, »Magasin du Nord«, hafi keypt eina af aðal- vefnaðarvöru-verslununum hér í bænum: Vöruhúsið, sem hr. Jen- sen-Bjerg hefir átt. Forstjóri Maga- sin du Nord, var hér á ferð í sumar, og er talið, að verið hafi þessara erinda meðal annars. Sbólastjóri við barnaskólann á Akureyri hefir Steinþór Guðmunds- son guðfræðingur verið skipaður á ný. Þorsteinn M. Jónsson alþm. frá Borgarfirði eystra sótti á móti honum og mátti ekki á milli sjá hvor hlyti, en fyrir tilmæli Slein- þórs tók Þorsteinn umsókn sína aftur, Látinn er á Hlöðum við Eyja- fjörð, Halldór bóndi Guðmunds- son, eiginmaður Ólafar skáldkonu, Síning flíkarðs Jónssonar í Barnaskólanum. I. Ein af teikningum Rikarðs á sýningunni heitir y>Fjölkyngismað- ur«. Er það karl einn feikna glúr- inn og galdralegur. — Ætti eg að einkenna Ríkarð Jónsson í einu orði, myndi eg kjósa: Fjölkyngis- maður! Með þessu vil eg eigi hafa sagt að Ríkarður sé beinlínis göldrótt- ur. En margvitur og fjölkunnugur er hann með afbrigðum. Um það getur enginn efast, er kemur á sýningu hans. En það ætti allir að gera, ungir sem gamlir. Þar er ótal margt sem augað gleður. — Auk þessa er Ríkarður afreks- og afkaslamaður mikill. Gengíir maður brátt úr skugga um það, er maður sér alla þá muni, skraut- gripi, mótaðar myndir og teikn- ingar, sem samankomnar eru á sýningu hans. Eru það tvær stofur sæmilega fullar. Er þetta þó eigi nema liðlega tveggja ára starf Rík- arðs, og mun þó vanta all margt sem dreift er fyrir öllum vindum víðsvegar um Iand. Fjölhœfni Ríkarðs vekur fyrst af öllu eftirtekt manns. Mótaðar myndir hans, vangamyndir og brjóstlíkan eru þegar alkunnar um land alt, enda eru sumar þeirra framúrskarandi góðar og sannar. Skrautlist hans er frumleg og fjölbreytileg. Ríkarður mun t. d. fyrstur hérlendra snillinga — og ef til vill víðar — hafa notað hinar áhrifamiklu andstæður »skjalli hvítara og tinnu svartara«: fíls- beins-loftverk á svartgljáandi íben- viði eða dökkgljáuðu mahogní. Einnig hefir hann skreytt ýmsa íbenviðarmuni mjög fagurlega með litlum fílsbeins-nöglum og tönnum á brúninni. Eru margir þessir munir, skrín og hylki, afar falleg og frumlega skreytt. Auðséð er á ýmsum skornum munum, að Ríkarður hefir tekið sér gamlan * islenskan tréskurð til fyrinnyndar. Hefir hann þar víða »skáldað í eyðurnar«, aukið og bætt og fegrað á ýmsa vegu. Enn er einn þáttur listar Rík- arðs, sérkennilegur og ramíslensk- ur. Það er fyndni og kýmni. Hann hefir næmt auga fyrir kostum og kynjum náungans og er oft mein- hnittinn á markið. Eru allmargar teikningar og »fljótaskriftir« á sýn- ingu hans, er bera þess ótviræðan vott. Sumar þeirra verða manni minnisstæðar eins og smellin og meinfyndin islensk alþýðuvísa. Nokkurar rauðkrítarteikningar af höfninni í Reykjavík o. fl. sýna Ijóslega að Ríkarður hefir næmt auga fyrir öðrum línum en and- litsdráttum. Og myndir af allmörg- um íslenskum bændum og gamal- mennum bera þess glöggan vott að Ríkarði er sýnt úm að finna og varðveita það sem sérkennilegt er og íslenskt í »þjóðarandliti« voru. Enda er þar enn um all auðugan garð að gresja, þótt flestir drættir þess máist nú óðum. Frh. Helgi Valtýsson, Að gefnu tilefni skal þess getið, að Tíminn birtir alls ekki greinar, hversu góðar sem þær annars eru, ef höfundur segir ekki ritstjóra til hver hann er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.