Tíminn - 09.10.1920, Qupperneq 4

Tíminn - 09.10.1920, Qupperneq 4
160 TlMINN 6 Happdrættir Styrktarsjóðs sjúklinga á Vífilsstöðum: 1. vinningnr nr. 7900 2. vinningur nr. 4351 8. vinningur nr. 6251. Handhafar þessara miða sendi þá í lokuðu umslagi til Styrktar- sjóðsnefndarinnar á Viíilsstöðum í síðasta lagi 1. janúar 1921. ,.Au9tnpland“ á Seyðisíirði og „íslend.lnguii‘i( á Akureyri eru beðin að birta þessa auglýsingu 3 sinnum hvert. Ræktonarsjóður Islands. Hérmeð er skorað á þá, sem enn hafa eigi greitt afborganir og vexti fyrir yfirstandandi ár til Ræktunar- sjóðs íslands, sem fallnir eru í gjalddaga, að greiða þá þegar í stað. Reykjavik 8. okt. 1920. Tigfús Sinar^^on, gjaldkeri. öðrum göfugum manni, þá hlýtur hún að skilja skyldu sina: að hún verður að vera dyggur förunautur manns síns, hvert sem leiðin liggur, lifa með honum súrt og sætt, lifa lífi hans, þvi að það er og hennar líf. Og úr því eg er enn farin að tala rnáli hennar, þá ætla eg að segja það, að það er mjög einfeldn- islegt af yður að gera ráð fyrir, að hún viti ekki hug yðar, þólt þér hafið ekki sagt berum orðum. Það er nálega óskiljanlegt, að menn, sem kveikt gela siíka ofur- ást í brjósti konu, geti verið svo ófróðir um eðli ástarinnar. Kona veit ávalt hvort maður elskarhana! Hún veit það á hvaða degi, stuudu og mínútu sú tilfinning fyrst skein af ásjónu hans. Og viti hún það, hún systir min ókunna, að þér elskið hana, þá getið þér verið viss um að hún elskar yður. Hafið þér hugsað um það. Eg þori að veðja um að hún elskaði yður löngu áður en þér hugsuðuð um að elslca hana. Þér skuluð því reiða yður á hana. Minnist þess, að hún mun og líða vegna skilnaðarins. Góða nótt. Eg kem aftur á næsta þingfundinn, því að eg get nú orðið vart um annað hugsað en pólitík. Sem betur fer er myndin nú búin og gipsarinn er að steypa hana — annar en B. f þetta sinn. Þé viljið ekki hlusta á það sem eg segi um athafnir M. Eg held mér skjátlist ekki um að hann sé að reyna að finna samband milli yðar og föður míns. Hann kemur bráðlega aftur og má þá við öllu búast. Hugsið um þetla. Eg bið yður um það. Vinur yðar R«. Danskui’} leikari, Friedrieh v. Ebeling dvelst i bænum um tima og skemtir með leiklist og upplestri. Dansknr prestnr dr. Skat Hoff- meyer, dvelst hér í bænum um hríð af hálfu hinnar dansk-íslensku kirkjunefndar, í því skyni að kynn- ast íslensku kirkjulífi. Leikfélag Reykjavíkur er byrjað að leika leikritið »Vér morðingjar«, eftir Guðmund Kamban. Látinn er 4. þ. mán,, á Landa- kotsspítalanum hér í bænnm, Björn Jónsson prentsmiðjueigandi á Akur- eyri, og ritstjóri um eitt skeið. Merkur maður og fróður og nokk- uð við aldur. fallist á getgátugraut Freud’s um kynfýsnir eða draumaráðningar hans. Eg set hér neðanmáls klaus- una orðrétta á ensku, (bls. 8).1) Á. H. B. er mjög drýldinn yfir þekkingu sinni, eins og oftar, og lítur niður á Einar H. Kvaran fyrir það að hann hirðir ekki um að fara eftir draumaráðningakenu- ingum Freud’s. Boris Sidis segir að þessar kenningar Freud’s séu svo mikið bull, að engum al- mennilegum sálfræðing detti í hug að taka nokkuð mark á þeim. Það lítur því út eins og hann þekki eltki Á. H. B. okkar. Á bls. 6 seg- ir Sidis, að samkvæmt hinum vís- indalegu loddara-skýringum Freud’s sé heimurinn einn einasti vitfirrings- spitali, þar sem menn æði um af óeðlilegum girndum. Svo talar Sidis um stagl og jórtur Freud’s manna. 1) When Freud’s »Psychopathologie des Alltagslebensíc was published I discussed tlie examples, so ingeniously worked out by Freud, with the lale Professor James of Harvard. James laughed at the puerility of Freudian associations; he tlirew up fiis hands at the psychoanalytic absurdities, and characterized Freudian »Psychopatho- logie« as »silly and nonsensical«. Some similar opinion is maintained by Wundt, Ziehen, Oppenheim, Aschaffen- burg and others. Not a single psycho- logist or psychopathologist of note accepts Freud’s sexual phantasies and Oneiromancy. [Framhald af 1. 8Íðu.] eiga að taka á móti póstávísunum héðan að heiman, eða afborgun- um og vöxtum af lánum, þarf ekki að lýsa sérstaklega. En enginn vafi er á því, að landið verður þar látið bera skuldina. Landsstjórnin brá við eftir að þeir komu úr yfirreiðum sínum Jón Magnússon og Magnús Guð- mundsson, og sendi fjármálaráð- herra til Danmerkur •— á eftir hinni vanheiðruðu ávísun. Sú för hefði verið vandaverk fyrir gáfað- an og úrræðagóðan mann, eins og búið var í garðinn. Því í raun og veru hvilir sú skylda nú á fjár- málastjórn landsins, að byggja upp úr hinum hrundu rústum. Það er ekki nema agnarbrot af öllu verk- inu, þólt »Privatbanken« fengist til að viðurkenna þessa einu ávís- un, ef til vill með skihnálum, sem væru landinu lil tjóns og mink- unnar í framtiðinni, Magnúsi sjálf- um mun hafa verið ferðin óljúf. Ef til vill fundist hart, að hann skyldi verða plslarvottur fyrir hluthafa íslandsbanka, sem hann bafði verið svo vingjarnlegur við í málinu um seðlakaupin. Ef til vill hefir hann líka fundið, að byrðin, sem hann hafði verið svo fús að taka á herðar sér, hafði altaf verið honum um megn. En hann hafði í báðum tilfellunum sjálfum sér um að kenna, eg eng- nm öðrum. III. Það mun ekki vanta raddir, bæði frá hluthöfum íslandsbanka, blöðum þeim sem þeir eiga ítök í og einstökum heiðursborgurum hér á landi, að það sé hin rnesta goðgá, og ef til vill landráð, að minnast á það, hversu áliti íslands er nú komið erlendis. Það á að spilla fyrir væntanlegum lántökum erlendis. Þeir munu ekki neita, að með satt mál sé farið I þvf, sem sagt er hér á undan. Þeir vita að hér er ekki gert nema tæpa á örð- ugleikunum. Þeir vita, að erlendis vita allir, sens skifta við ísland, fullkomlega um vandræði okkar — og taka sínar varúðarreglur, eins og dæmin sýna. Erlendis er engu að tapa. Það eina sem vinst við þögnina er, að almenningur á Islandi, einkum utan Rvikur, haldi áfram að lifa í táldrægum vona- heimi um varanlega gullöld Is- landsbanka-seðlanna. Þögnin um fjármála-ástandið, eins og því er nú komið, er alveg samskonar ör- yggisráðstöfun fyrfr fslensku þjóð- ina, eins og fyrir strútinn, að fela höfuð sitt í sandinum, þegar veiði- maðurinn er rétt á hælum hans. (Freudian verbigeration and rumi- nation.) Fer nú Á. H. B. að sjá heim i átthagana, er jórtrið kemur til sögunnar, þótt ekki nefni hann vélinda. Það er því ekki ástæða til fyrir Á. H. B. aö vera með þessa barnalegu mikilmensku, sem ávalt loðir við hann eins og ólund- in, þó ekki sé gleypt við þessum jórturtuggum Freuds af öllum eins og Á. H. B. gerir sjálfur. Eg hefði sannarlega ekki farið að káfa niður í þetla gambur, þessa gömlu jórturtuggu Á. H. B. núna í seinasta hefti »Iðunnar« og þannig að blanda mér inn i ritdeilu þeirra Einars H. Kvarans, ef hann hefði ekki neytt mig til þess með pess- um fávislegu aðdróttnnum að mér og öðrum lœknum, að menn fengju fœstir bót meina sinna, hér á landi, pótt samskonar sjúkdómur væru lceknaðir í púsundatali i öðrum löndum með »sálargrenslan«. Pað má nœrri geta að mönnum nt um alt land, sem elcki pekkja A. II. B. mundi pykja pað saga til nœsta bœjar, að prófessor i heimspeki og formaður Visindafélags Islands bœri slíkt á alla lœknastétt landsins og elcki vœri reynt að draga úr svi- virðingunni. Pví vœri pað ekki svi- virðing, vœri pað ekki glœpsamlegt, ef unt vœri að lækna menn með yísálargrenslana og ekki unt nreð öðrum hœtti, og gera pað samt ekki. Ásakanir hlulhafanna, bankaráðs- mannanna, og hinna gætnu og vitru borgara, með þungu fjármálahöf- uðin, sem vilja að hilmað sé yfir sannleikann og hættuna, verða því að engu bafðar. Óinnleysta ávis- unin er táknmynd þess ástands, sem vit þeirra og drengskapur befir skapað. IV. Fyr hefir verið sýnt fram á, að hin náttúrlega andstaða milli hlut- hafa íslandsbanka og íslensku þjóð- arinnar væri höfuðmeinið. Ávís- unarmálið sannar þetta afar-ljós- lega. »Privatbanken« hefir frá upp- hafi átt mikið af hlutabréfunum, og á vafalaust enn, eða hefir undir lrendi fyrir sína skjólstæðinga. Þegar íslandi liggur rnest á, þegar sæmd þess og álit liggur við, þá kemur hluthafa hyggjan fram, nokkuð dulbúin að vísu, en þó svo, að Islendingar munu lengi hafa ástæðu til að minnast hennar. Það þarf óhjákvæmilega að leysa þennan hnút. Annaðhvort verður íslenska þjóðin að hafa yfirráð á sinum banka, eða þeir sem eiga bankann, eignast hann allan með húð og hári. Sú lausn, sem benl hefir verið á hér í blaðinu, að kaupa upp öll hlutabréfin, og gera bankann að ríkisbanka, hefir vakið Einkum þar sem framkvæmdirnar ættu ekki að vera margbrotnari en þær eru. Mikil »æra« má háskól- anum vera að þessum starfsmanni sinum, sem er nú nýkominn úr siglingunni fullur þekkingar eins og belgtroðinn tilberi og ber þetta nú á læknastéttina. Læknarir bæru skarðan hlut ef Á. H. B. færi með rétt mál. Á. H. B. hefir oft farið mörg gönuskeið, en samt hefir hann lík- lega aldrei lent í verri for en þeirri, er Boris Sidis hefir búið honum, með ummælum sínum um »sálar- grenslanina«. Fráleilt lætur hann sér þetta, víti að varnaði verða. Sjálfur er hann að likindum sann- færður um að allur samsetningur hans sé góður, af því að hann hefir sloppið vel við allar aðfinsl- ur, en það hefir verið af þvi að flest, sem hann hefir sainið sjálfur, hefir verið þess eðlis, að það skiftir mjög litlu, hvort það hefir verið meira eða minna bull alt saman. Væri honum eflaust gott að gefa gaum þessum gömlu orðum: »Það sem er ekki fært í letur er ekki til«. Það er hest að láta hér staðar numið að sinni. En nauðsynlegt finst mér að taka það fram að lokum, hver muni vera dýpsta ástæðan að gönuhlaupum hans. Þau eru enganveginn eingöngu sprottin af þekkingarleysi, illgirni mikla eftirtekt meðal þeirra manna, sem skilja hve málið er þýðingar- mikið. Skal því endurtekið það, sem fyr var sagt, og nokkru bætt við. Aðferðin er í stultu máli sú, að láta íslandsbanka starfa áfram, að eins skifta um eigendur. I stað hluthafanna kæmi landssjóður. Ef hluthafarnir eru fúsir að selja, og þingið að kaupa, þá er málið af- greitt hljóðalaust. Það væri æski- legast. Ef þingið vill ekki kaupa, er það af því, að meiri biluti þess er langt fyrir neðan, að vera þess verður, að hafa kosningarrétt, hvað þá að vera fulltrúar. Þá lyki mál- inu með fullkomnum sigri hluthafa- stefnunnar. Ef þingið vildi kaupa, en hluthafarnir ekki selja, verður barálta, og sá sigrar, sem meiri hefir manndóminn. Eðlilegasta vopnið frá hálfu þingsins væri, að fella úr gildi lögin um óinnleysan- leik seðlanna. Bankinn hefir í um- ferð margar miljónir í seðlum, en fremur litið af gulli. Eins og geng- inu er háttað, myndu allir heimta gull, og bankinn innan stundar lenda í fyrirsjáanlegum vandræð- um. Annaðhvort leituðu þá hlut- hafarnir samkomulags við þing og stjórn, sem yrði auðfengið, eða ef hluthafarnir vildu lengra stríð, yrði bankinn um síðir ófær til að inna af hendi skuldbindingar sínar, og hroka, heldur af því, að mað- urinn er, eins og stúdentarnir hafa alt af sagt — »illa greindur«. Auð- vitað hefir enginn gefið sér greind- ina sjálfur en væri það ofætlun að vænta þess að »sálargrenslan« hans hefði borið þann ávöxt hjá honum, að hann hefði komist að þessu um sjálfan sig? Pórður Sveinsson. Dr. ólatur Dan. Dantelsson hefir veiið skipaður adjunkt við Mentaskólann. Dr. Helgi Jónsson tekur stöðu Ólafs við Kennara- skólann, Sblp sökk hér á höfninni, er bundið var við örfirseyjargarðinn, hafði komist að þvi leki. Búist er við að unt verði að bjarga skipinu því að það sökk á grunu. Skipið er eign Þorsteins Jónssonar frá Seyöisfirði. Sterling kom úr strandferð á þriðjudag siðastliðinn með um 400 farþega, mest námsfólk. Halldór Kolbeins guðfræðingur er nýkominn aftur til bæjarins úr leiðangri um norður og austurland í bindindiserindum af hálfu Slórstúku íslands. og settur undir yfirráð skiftaréttar. En skeð gæti Hka, að forkólfar hluthafanna gripu til þess ráðs af frjálsum vilja, áður en þing kæmi saman, til að skapa ótta og verð- hrun í landinu. Að minsfa kosti er ekki ósennilegt, að því yrði hótað, í von um, að allir þeir, sem skulda bankanum yrðu hræddir við bráða innköllun skuldanna og almenn gjaldþrot, og bæðu honum lífs, og að sparisjóðseigendur. gerðu hið sama af föðurlegri umhyggju fyrir innieign sinni. Hluthafarnir gætu vænst þess, að skuldirnar og hinn óheppilegi sparisjóður (sanr- kvæmt skoðun stofnenda bankans) yrðu nóg hjálparhella, svo að hlut- hafa-pólitíkin gæti haldið áfram, uns landið væri gersamlega eyði- lagt. En hvort sem bankinn legði sig undir skiftirétt fús eða nauðugur, fyr eða seinna, þá gæti alls eltki komið til mála, að hluthafarnir fengju að ráða miklu um meðferð málsins, t. d. þvi, að krefja inn skuldir i snarkasti o. s. frv. — Breytingin yrði engin önnur en sú, að landstjórnin hlyti að koma fram fyrir þjóðarinnar hönd, og krefðist að sett yrði bráðabirgða- sljórn til að stýra bankanum um óákveðinn tíma, meðan skifli færu fram. — Bankinn héldi áfram að starfa, innleysa seðla sína, greiða sparisjóðsféð og innkalla skuldir. Skiftin myndu verða að gerast í mörg ár, til þess að allir gætu fengið sitt, og raska ekki gervöllu viðskiflalífi landsins. Landstjórnin hefði með tvennum hætli rétt og skyldu lil að »yfirtaka« bankann. Fyrst af þvi slik »skifti« eru svo óvenjuleg, stórkostleg, og skiflu því nær alla íslendinga, að hlut- leysi gagnvart þeim stór-viðhurði væri óverjandi. Og í öðru lagi eru fordæmi fyrir slíkri íhlutun, ein- mitt úr skiftum dánar- og þrota- búa. Skiftaráðandi tekur mjög oft tillit til óska og bendinga frá að- standeudum, skuldunautum og erf- ingjum. Sölu og innköllun skulda er flýlt eða seinkað eflir því, sem heppilegast þykir upp á endanleg úrslit. Nú er tækifæri lil að bjarga þjóðinni, ef kjósendur ýta á þing- menn sína, og þeir kunna góð ráð að þiggja. Verkefnið er að gera yfirráð íslandsbanka innlend. — Þjóð sem lætur útlenda hluthafa ráða þjóðbanka sínum er dauða- dæmd. Styrjöld við hluthafana gæti verið sigursæl nú. Þeir hafa margbrotið af sér við landið. Út á við engu að tapa nú sem stend- ur, nema með því að halda áfram banvænni fjármála-pólitik. — Vilji hluthafarnir selja er sjálfsagt að fara vel að þeim og borga með vel arðberandi rikisskuldabréfum. Þá liafa þeir það, sem þeir eiga Éeimtingu á, fé sitt eða sæmilegir vextir af þvi. En vilji þeir styrjöld, þá má knýja málið frarn með þeim hætti, að millibilsstjórn stýri bankanum, meðan hann er að verða innlendur. Það verður mælikvarði á is- lensku þjóðina, hversu hún tekur á, er hún reynir að slíta af sér læðing þann, sem st'ofnendur hluta- bankans lögðu hana í. Þar endur- speglast kostir hennar og gallar, Fyrst reynir á stjórnina hversu hún hefir búið málið undir, hvort hún hefir mótmælt þegar í stað hverju lögbroti um leið og það gerðist, eða sýnt hræðslumerki við hluthafana. Þar næst kemur þingið. Vífilengjur og hálf svör koma upp um þá, sem hafa annara hags- muna að gæta en landsins. — Blöðin og almenningur sýna og lit. Sumir munu vilja Ieyfa hluthöfun- um að brjóta lög og samninga, og eyðileggja álit landsins, en að hilmt sé yfir heima, og rotnuninni sungið lof og dýrð. Aðrir, þeir sem ineira er í spunnið, munu vilja sækja hina seku til sektar, og leysa fjöturinn af óbornum kynslóðum. Eftir því sem málinu þokar áfram, verður tækifæri til að sýna fram á aðstöðu hinna einstöku aðila hver sem úrslitin verða. J. J. Ritstjóri: Tryggri Þórballssou Laufási. Sími 91, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.