Tíminn - 05.02.1921, Side 2

Tíminn - 05.02.1921, Side 2
16 T í M I N N Avarp til íslenskra listamanna. Listvinafélag íslands hefir ákveðið að efla til íslenskrar listasýn- ingar í vor. Yerður hún önnur almenn listasýning á íslandi og á að ná yfir hverskonar dráttlist, skrautlist, líkansmíði og byggingarlist. Er þess vænst, að íslenskir listamenn styðji sýningu þessa og sendi bestu verk sín á hana. Mun sérstök dómnefnd verða skipuð til að úrskurða hver þeirra skulu tekin á sýninguna. Allar myndir skulu sendar í umgerð eða efni í umgerð fylgja. Sendingar- og tryggingarkostnað greiði eigandi og skal hann ákveða verð þeirra listaverka, er hann óskar að seld verði. Listvinafélagið áskilur sér 10°/0 af söluverði þess, er selst. Sendingar skulu komnar fyrir 1. maí næstk. til þjóðmenjavarðar Matthíasar Þórðarsonar. Reykjavík, 1. febrúar 1921. Sýningarnefndin. en fjármálaráðherrann mun ætla sér að skattleggja þá í skattafrum- vörpum sínum, en væntanlega tekst það tilræði ekki. Engu skal spáð um það, hvort Alþingi lætur landsverslun halda áfram, og starfa þannig, að landið verði með ári hverju óháðara er- lendum peningamönnum. Bregðist það, era samvinnufélögin eina úr- ræðið. þau hafa gert mikið að því, að venja menn af verslunarskuld- unum, þótt þar sé við ramman reip að draga, sökum gamals óvana og ónógra banka. En samhliða því þarf að leggja- aukna áherslu á stofnsjóðsmyndun. Hver félags- maður þarf að eiga í stofnsjóði fyrir meiri hluta af ársúttekt sinni. það þarf margra ára elju og sjálfsafneitun fyrir fátæka menn til að mynda slíka sjóði. En þeir sem skilja þörfina, sjá líka veg- inn. J. J. -----o---- Læknahvöt. Guðmundur prófessor Hannes- san ritar eftirfarandi orð, í ára- mótahugleiðing í Læknablaðið. þykir Tímanum illa farið að þau lesist eingöngu af hinum sárfáu lesendum Læknablaðsins, þótt fyrst og fremst séu til lækna töl- uð: „En hvaða bpðskap flytur þá blaðið á nýárinu og hvert er þess heróp ? Herópið er: e x e 1 s i o r! það er gott, gamalt og göfugt. — Betur má ef duga skal! Islenskir læknar hafa að vísu farið marga frægðarför yfir firði og fjallgarða, oft í manndráps- •veðrum, og bjargað mörgum nauðulega stöddum sjúklingum og sængurkonum. Læknar annara landa hefðu ekki staðið sig betur í vorum sporum. það má því spyrja: Getum vér þá ekki gert oss ánægða með þetta, og ef til vill bætt við: miklir menn erum við Hrólfur minn! það er einmitt þetta, sem vér getum e k k i. þrátt fyrir alt erum vér stutt á veg komnir, alt hjá oss í meiri eða minni óreiðu og þetta tekur til háskólakennaranna, landlæknis og annara lækna. Sennilega verður enginn undan- þeginn, ef farið er í strangan reikning. þetta nýja ár gefur oss öllum góðan leik á borði, ekki til þess að láta öllu hraka, ekki til þess að alt standi í stað. Nei, áfram þarf alt að ganga og það svo að sómi sé að. En hvað er það þá, sem sérstak- lega þarf að taka tak og endur- bæta? þessu má svara á margan veg. Mér er skapi næst að svara spurn- ingunni þannig: Vér höfum oftast gengið á hættulegum villigötum, vér verðum aðbreytastefnu/ Vér höfum að undanförnu haft það aðallega fyrir augum að lækna sjúka, ogí sambandi við það að koma upp sómasamleg- um sjúkrahúsum. þó hvorutveggja sé gott og nauðsynlegt, þá má það heita Sysifosar-starf, því sífelt koma nýir sjúklingar í stað þeirra sem læknast, meðan orsakir sjúk- dómanna haldast óbreyttar. þó vér hefðum ágætt geðveikrahæli og ágætan lækni við það, þá hefði það nálega engin áhrif á geðveik- ina í landinu. Sennilega má segja svipað um heilsuhæli fyrir berkla- veika o. fl. Ný stefna er að ryðja sér til rúms víðsvegar um lönd: að u p p- r æ t a o r s a k i r s i ú k d ó m- a n n a, að svo miklu leyti sem auðið er, gera þetta að a ð a 1- m a r k m i ð i allra, sem við heil- brigðismál fást. Hugmyndin er að vísu gömul, en það er fyrst á síð- ustu tímum, að hún er orðin í mörgum meginatriðum að fram- kvæmanlegum veruleika. Nú vita menn með vissu, að góð húsakynni og heilbrigðir lifnaðar- hættir eru quantum satis, til þess að lækka dánartöluna úr 20— 14 niður í 8—9%o og þessu hefir verið hrundið í framkvæmd víðs- vegar, í fjölda fyrirmyndarborga, jafnvel í marglyftum verka- mannahúsum í þýskalandi og rneira að segja hjá heilli þjóð um all-langan tíma (New-Zealand). þá eru og máttug varnarráð fund- in gegn ýmsum sjúkdómum, sennilegt að þeim verði að mestu útrýmt áður mjög langir tímar líða. því fer fjarri, að læknir hafi gert skyldu sína, þó hann gegni greiðlega öllum sjúklingum og fái sína aura fyrir ómakið, jafnvel ekki þó hann sé slingur að lækna þá, sem unt er að lækna. Aðalat- riðið er að hann sé héraðsins vak- andi auga í öllum heilbrigðismál- um, og beri gæfu til þess að b æ t a ástandið. Verkefnin eru nóg. það má benda á örfá dæmi: — Um 10.000 torfbæir og timb- urhús eru nú hér á landi, flest aumleg hreysi. Á ca. 50 árum verður að byggja þau öll upp. þau endast ekki lengur. Ef vel er bygt og viturlega, eftir ástæðum, batnar heilbrigði manna stóram, dánartalan lækkar, berklaveikin þverrar, öll menning færist í auk- ana, nýja kynslóðin hækkar og fríkkar. þetta er víst og hitt líka, að læknar landsins geta mikið stutt þetta mál og ýtt undir það. — Börnin deyja hér hrönnum saman fyrir örlög fram, þó gott sé nú hjá því sem áður var. þeim eru gefin lyf og .læknisráð sem sýkjast, og búið er. Nýja stefnan segir: Gerið gangskör að því, að börnin séu lögð á brjóst, og mæðr- unum kent að fara með þau. Vér höfum ekki svo mikið sem talið, hve mörg böm eru lögð á brjóst, og hve mörg ekki. það fæst nú í fyrsta sinn við — manntalið! — Hér er mikið af geðveikum, afarmikið af blindum. það er sjálfsagt nauðsynlegt að byggja heila höll á Kleppi yfir vitfirring- ana, en hitt er líka sjálfsagt, að rannsaka hvort það er ættgengi eða annað, sem ærir menn og tryll- ir hér á landi, hvort nokkrar sér- stakar orsakir finnast, sem valda blindunni.* þetta er eina vonin um að geta bætt ástandið. Eg læt þessi fáu dæmi nægja. Aðalatriðið er þetta: V é r v e r ð- um að fátraustanheil- brigðisgrundvöll í land- i n u, annars verður lækninga- starfið eins og að ausa vatni í botnlaust hrip. Áð mjög miklu leyti er það komið undir heilbrigð- isstjórn vorri, hversu þetta tekst, því hennar er að standa bæði fyrir rannsóknum og margháttuðum framkvæmdum. Ef henni tekst forustan vel og viturlega, efa eg ekki, að allur þorri lækna fylgi henni vel og drengilega. Verkefnið er ekki fyrst og fremst sjúkir menn og dauðvona, heldur hlæjandi æskan og heil- brigða fólkið! Takmarkið er ekki fjöldi sjúkl- inga og fullir spítalar, heldur hraustur og heilsugóður landslýð- ur, ágæt húsakynni, viturlegir lifnaðarhættir og há menning! ------o------ Síldarmálið. Eftir margra vikna umhugsun hafði Morgunblaðið hugrekki til að segja frá úrslitum málshöfðun- ar í síldarmálinu, sem þeir Magnús og þórarinn hófu gegn ritstjóra Tímans, og gerir sér upp kátínu mikla yfir því, að ritstjórinn var dæmdur í lítilfjörlega sekt. Og satt er það, að Tíminn hefir beðið að segja frá úrslitum, til þess að sannreyna það, hversu lengi Morg- unblaðið, blað þeima M. og þ., gæti lengi setið á gleði sinni, eða öllu heldur hversu lengi það skammaðist sín fyrir að segja frá. Og það urðu þó margar vikur. — því að það er sannkallaður Pyrr- usar-sigur, og það af versta tæi, sem þeir hafa unnið, fóstbræðum- ir í síld. það er á vitorði allra landsbúa, að meiðyrðalöggjöfin ís- lenska er ein af leifum liðins tíma, þess tíma er dönsk harðstjóm ríkti á landi hér, þess tíma er lög- gjöfin var sniðin í þeim anda, að vemda hin háheilögu yfirvöld við öllum aðfinningum, þau áttu að sitja óáreitt eins og goð á stalli. það, að nútímamenn skjóta sér undan dómi almenningsálits núlif- * Eina tilgátan um þetta er frá Indriða Einarssyni. Hann færir rök fyrir því, að snjóbirta sé aðal- orsökin. andi manna og undir lagavernd þessarar fyrndu meiðyrðalöggjaf- ar, er blátt áfram örþrifaráð og ekkert annað. þeir menn, sem ekki hafa getað staðist dóm sinnar eig- in kynslóðar, leita viðreisnar virð- ingar sinnar í bókstaf, sem bygður er á alt öðrum anda en nú ríkir. En dómarinn verður vitanlega að dæma eftir orðanna hljóðan lag- anna gömlu. það er og alkunnugt, að hver einasti íslenskur ritstjóri sem nokkuð hefir kveðið að, hefir orðið ifyrir sektum vegna' meið- yrðalöggjafarinnar. Einn þeirra, sá frægasti, B. J., fékk einu sinni í einu milli 50 og 60 stefnur. — Hversvegna? Af því að það er í rauninni ómögulegt að finna hreinskilnislega að gjörðum opin- berra 'starfsmanna, án þess að verða sekur við bókstaf fyrnsk- unnar, af því blátt áfram, að tíð- arandi nútímans er annar en tíð- arandi fortíðarinnar, hinnar dönsku stjórnar á íslandi. — Um síldarmálið var afstaðan og alveg sérstök. það er enginn lagabók- stafur til fyrir því, að þingmaður eigi, sem þingmaður, að láta hag almennings sitja í fyrirrúmi fyrir eigin hag, eða að rétt sé að krefj- ast æðra siðferðis af slíkum mönn- um. það var sú krafa, sem ritstjóri Tímans gerði til M. og þ. sem þingmanna. Og með því þykist hann hafa unnið þarft verk, hvað sem líður lagabókstaf fyrnds ald- aranda. Ritstjóri Tímans borgar með ánægju það fé sem það kost- ar. Hann gerir ennfremur ráð fyr- ir, að þeir M. og þ. mundu gjarnan úr því sem komið er, viljað hafa farið á mis við margfaldan síld- argróðann, til þess að verða lausir við það, sem æ loðir við þá síðan. Vilji Morgunblaðið fyrir þeirra hönd segja, að þeir uni vel sínu hlutskifti, þá getur ritstjóri Tím- ans fullvissað það um, að hann unir sínu vel. Hann mun aldrei að eilífu hrökkva við, þótt nefnd sé síld. Geta þeir sagt hið sama? -------o------ ■ggorgiu eil’ifa tfat ^baU' ^ainc XVI. Einn þjónanna skundaði eftir ganginum og hélt á vatnsglasi og vínflösku. „Hvað er að?“ var spurt. „Konu hefir orðið ilt! það hefir verið farið með hana inn í her- bergi ráðherrans“. „Hver er það?“ „Donna Róma!“ Maðurinn, sem æðrulaus hafði sett sjálfan sig að skotspæni marghleypanna, varð náfölur við þessi orð og skalf allur. Hann þaut upp stigann, fram hjá þjón- inum og steig mörg þrep í einu. Hópur þjóna stóð fyrir framan dyrnar. Rossí ætlaði að ryðja sér braut, en var stöðvaður. „því miður, hr. Rossí“, sagði dyravörðurinn. „Mér er bannað að leyfa óviðkomandi mönnum inn- göngu“. Forsætisráðherrann kom á sama augnablikinu. það viku allir til hliðar og hann fór inn. Rossí var það skapi næst að brjótast inn með valdi. En hann varð alt í einu alveg máttvana. Alt hefði hann viljað til vinna, að mega veita Rómu hina minstu að- stoð, en hann var stöðvaður. Hann reyndi að heyra raddirnar innan úr herberginu, og þá kom læknirinn út. „Hvað er að?“ spurði Rossi, „er hún veik, er hún betri?“ „Já sannarlega er hún betri“. „Guði sé lof! — Æ! — Guði sé lof!“ — tautaði hann og greip í hönd læknisins. Læknirinn leit á hann brosandi. „það var ekkert alvarlegt. Ekki annað en yfirlið, vegna hitans og hávaðans — „Eruð þér viss um það? Væri ekki betra að þér væruð inni hjá henni ?“ „Uss — kæri vin . . hví eruð þér svona hræddur?“ „Nei, nei, það er satt — en það er kona, sjáið þér — og —“ Hinum feita og góðlynda lækni vöknaði um augu og röddin skalf eilítið: „Guð komi til, hr. Rossí. þér er- uð sannarlega maður. Eg sá það hvað þér gjörðuð rétt áðan, og nú. Bíðið eitt augnablik, hún kemur óðara — og Guð veri með yður“. Rossí heyrði.nú skrjáfa í silki- kjól, og karlmannsrödd, en hann skundaði burt frá dyrunum og fór stigann hærra upp í húsið. Frá bókasafnsherberginu á þriðju hæð leit hann niður á torg- ið. Vagn beið þar eftir Rómu. Hún kom sjálf út um dyrnar rétt á eft- ir og baróninn studdi hana. Hann var berhöfðaður og brosti til henn- ar kunnuglega. Hún var mjög föl, en hún svaraði brosi ráðherrans, um leið og hún hné í sætið í vagn- inum. Davíð Rossí hefði viljað fóma lífi sínu fyrir þetta bros. Hann fór heim á leið sorgbitinn og órór. „Ilvað hefi eg gjört?“ hugsaði hann. „Eg hata þennan mann. Eg vildi óska þess að hann væri dauð- ur, og þó hefi eg bjargað lífi hans. Og hvað leiðir af því? Eg hefi á ný kastað Rómu í faðm hans! það hefi eg afrekað og afneitað mínu eigin hjarta“. Hálfum klukkutíma eftir að hann var kominn heim, kom hráð- boði til hans með bréf. það var rit- að með blýanti og með stórum stöfum. „Kæri hr. Rossí! Bréfi yðar hefi eg veitt viðtöku, lesið það — og brent það samkvæmt ósk yðar, þótt eldurinn brendi bæði hjarta og hönd! Vitanlega hafið þér hegðað yður hyggilega. þér vitið það, betur en eg, hvað okkur er fyrir bestu, og eg læt undan. En — engu að síður verð eg að sjá yður þegar, því að eg þarf að tala við yður um áiúðandi efni. Yður er óhætt að taka á móti mér og eg kem í glöðu skapi. Eg hefi sagt það, að ef þér vilduð ekki koma til mín, þá kæmi eg til yðar. Búist því við mér um það leyti sem tíð- ir eru sungnar, og sjáið um að við getum verið ein saman. Róma V. P. S. Eg sá og skildi það, sem þér gjörðuð í dag í þingsalnum, en eg býst við, að eg megi hvorki hugsa um það né tala, flokksins vegna“. XVII. þegar leið að tíðasöng, gjörðist Davíð Rossí órórri við hvert augnablik sem leið. Hann hlustaði áfergjulega eftir öllum hljóðum neðan afstiganum og götunni.Loks heyrði hann vagn nema staðar og rétt á eftir heyrðist létt fótatak í stiganum. Dyrnar opnuðust. Róma skundaði inn og heilsaði. Honum sortnaði fyrir augum er hann virti hana fyrir sér, hjartað barðist í brjósti hans og hann gat ekki fal- ið glampann í augum sér. „Eg stend ekki við nema eina mínútu“, sagði hún. „Ilafið þér fengið bréf mitt?“ Rossí kinkaði kolli. Jarpur hestur marklaus, 10—12 vetra, er í óskil- um lijá lögreglunni í Reykjavík. TsLrxrLe köbes. En större Aftager, c. 1000 Bdt. ugentlig, af uslirede Svine- og Lammetarme, önsker Tilbud. — Tönder haves disponible. Melchiors, Roskildevej 41, Köbenhavn, Valby. Jörð til sölu og ábúðar. Jörðin Kleifakot í Mjóafirði í Reykjarfjarðarhreppi, 6 hndr. að fornu mati, er til sölu og ábúðar í næstk. fardögum. íbúðarbær í góðu standi og peningshús nýbygð með járnþaki, sem taka 130 fjár. Jörðin framfleytir í meðalári: 100 fjár, 3—4 hrossum og 1 kú. Nánari upplýsingar hjá undir- rituðum eiganda jarðarinnar. Guðbergur þórðarson, Bolungarvík. „Davíð! Eg vildi óska, að þér stæðuð við loforð yðar við mig“. „Hvaða loforð ?“ „þér hafið lofað að koma mér til hjálpar, þá er mér væri þess þörf. Eg þarfnast þess nú. Gosbrunnur- inn minn er búinn. Eg sýni hann síðari hluta dags á morgun á vinnustofu minni. Allir kunningj- ar mínir koma og eg óska að fá að sjá yður“. „Er það nauðsynlegt?" „Já, en spyrjið mig ekki hvers vegna. Spyrjið mig ekki um neitt. Reiðið yður á mig og komið“. Hún talaði hratt og ákveðið. Ilann sá það að hún hnyklaði brýmar, að hún beit vörunum fast saman, að kinnarnar voru rjóðar, og augun glömpuðu. Hann hafði aldrei séð hana slíka. „Hvaða leyndarmál er það sem hún fel- ur“, hugsaði hann, en svaraði eft- ir stutta stund. „Eg skal koma“. -o- Fréttir. LeiSrétting. I 18. tbl. Tímans f. á. voru eftirmæli eftir Auðunn Vigfússon hreppstjóra. Hefir sú prentvilla^ slæðst inn í greinina, að Auðunn hafi dáið 25. maí, í stað 25. mars. Var ekki hirt um að leið- rétta, því að öllum átti að vera augljóst, að um prentvillu var að ræða, þar eð þetta tölublað var dagsett 8. maí. En svo hefir þó ekki reynst, því að sama villan gengur nú aftur í Almanaki þjóð- vinafélagsins. „Svölunni“, sem er sameign Sambandsins, Kaupfélags Borg- firðinga og Völundar, hlektist á nýlega á leið frá Vestmánnaeyjum til útlanda, og er nú verið að gera við það í Englandi. það sorglega slys vildi til, að annan stýrimann, Gunnlaug Einarsson frá ísafirði, tók út og varð ekki bjargað. „ísland“ kom frá útlöndum á miðvikudag. Meðal farþega var fólk, sem orðið hefir að hverfa heim vegna atvinnuleysis í Dan- mörku og Noregi. Mun það al- gengt, að útlendingar verða að hverfa burt, þessara orsaka vegna. þingmálafundir eru nýafstaðnir á Akureyri, ísafirði og Húsavík. Á öllum fundunum var samþykt tillaga, með yfirgnæfandi meiri hluta, að efla landsverslunina og a. m. k. á Akureyri voru tillögur samþyktar um áframhaldandi við- skiftahöft og skömtun. Prófessor í Islandssögu við há- skólann er Páll E. Ólason doktor, settur, til 15. febrúar næsta ár. ------o------- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. . Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.